Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 29. nóvember 1990 Kísiliðjan hf.: Reksturinn gengur ágætlega - starfsfólki boðið suður í helgarferð Verðlaunahafarnir f.h.: Vilhjálmur, Fríða Eðvarðsdóttir, móðir Bertu; Arnfríður, Jón og Finnborg. Skagfírskir verðlaunahafar í átaki gegn reykingum „Reksturinn gengur ágætlega og er á svipuðu róli og í fyrra. Hér er mannlíf gott og menn í þokkalegu formi,“ sagði Róbert B. Agnarsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit, aðspurður tíð- inda af fyrirtækinu. Starfs- mannafjöldi við verksmiðjuna er svipaður og undanfarið, 55 manns og ársframleiðslan er um 25 þúsund tonn af kísilgúr. Yfirleitt er reynt að stöðva vinnslu í verksmiðjunni yfir há- tíðarnar og þetta verður haft með sama sniði í ár. Óvíst er hve lengi verksmiðjan verður stöðvuð en það gæti þó orðið um tvær vikur, að sögn Róberts. Starfsmönnum er gefinn kostur á að taka vetrar- frí um hátíðarnar og einnig er lit- ið eftir tækjum verksmiðjunnar og unnið að viðgerðum og við- haldi. „Það er talsverð samkeppni á mörkuðunum, en við stöndum okkur ágætlega. Verðið er í takt við samkeppnina,“ sagði Róbert, en ársframffeiðslan hefur dregist Saúðárkrókur: Nýútvarpsstöð - Rás FÁS hefur útsendingar Ný útvarpsstöö tekur til starfa í kvöld á Sauðárkróki. Það eru nemendur Fjöl- brautaskólans sem standa fyrir rekstri hennar. Einnig eru þeir búnir að gera samn- ing við Bylgjuna, þannig að þegar Fásarar eru ekki að senda út þá notar Bylgjan þeirra dreifíkerfi. Síðastliðið vor festi nem- endafélag skólans kaup á öflugum útvarpssendi með það fyrir augum að stofnsetja útvarpsstöð. Ákveðið var síð- an að ganga til samninga við Bylgjuna til að nýting á send- inum yrði betri. Peir samning- ar eru nú frágengnir og Skag- firðingar ættu því margir hverjir að geta hlustað á Rás FÁS og Bylgjuna eftir kvöldið í kvöld. Útsendingar hefjast klukk- an 20.00 í kvöld og þá verða nemendur með fjögurra tíma dagskrá. Senditíðnin er FM 93,7. SBG Bríddsmót Sparisjóðs S.-Þingeyinga Briddsmót Sparisjóðs S.-Þing- eyinga fer fram í Ljósvetninga- búð nk. laugardag og hefst keppni kl. 10. Mótið fer nú fram öðru sinni og er spilaður tvímenningur eftir Mitchell fyrirkomulagi. Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir 5 efstu sætin. Þátttökugjald er 2000 kr. og innifalið í því er matur fyrir keppendur. Skráning fer fram í síma 43241 og er æski- legt að keppendur skrái sig til þátttöku fyrir kvöldið í kvöld. saman um 3-4 þúsund tonn síðan fyrir fimm árum. „Við ætlum að bregða okkur bæjarleið með starfsfólkið, við skiptum því í tvo hópa sem við bjóðum í helgarferð til Reykja- víkur ásamt mökum. Annar hóp- urinn fer um næstu helgi en hinn viku síðar,“ sagði Róbert. í boð- inu er innifalið flugfar, gisting á hóteli í tvær nætur með morgun- verði, kvöldverður og skemmtun á Hótel íslandi. Aðspurður sagði Róbert að á næstu dögum yrðu engin störf laus hjá fyrirtækinu fyrir nýtt starfsfólk. Ef til vill skreppa einhverjir suðurfararnir í Bláa lónið, en lón svipaðs eðlis er einmitt rétt við Kísiliðjuna og eru ferðamála- menn farnir að renna til þess hýru auga. Róbert viil kalla lónið í Bjarnarflagi Græna lónið til aðgreiningar frá fyrsta Bláa lón- inu sem tekið var til notkunar fyrir baðgesti. Sagði Róbert að í vor væri von til þess að lagað yrði til í kring um lónið og þar með skapaðist grundvöllur til að gera eitthvað meira, en menn væru mjög spenntir fyrir að nýta þetta á einhvern hátt. Hótel Reynihlíð er lokað yfir vetrarmánuðina og lítið hefði gerst í ferðamálum á þeim árstíma en eflaust mætti bjóða bæði erlendum og innlend- um ferðamönnum gistingu, böð í lóninu og fleira á veturna. Róbert sagði að lónið væri enn lít- ið nýtt til baða, mcnn væru ekki komnir upp á lagið með þetta ennþá. IM gær var haldið upp á það í fyrrakvöld að lokið er að mestu framkvæmdum við gerð nýrra hafnarmannvirkja í Grímsey. Hér er um að ræða mikil þáttaskil í útgerð í eynni og jafnframt marka þessar framkvæmdir kaflaskil í sögu íslenskrar hafnargerðar því þar með er hægt að hafa báta við bryggju í öllum höfnum landsins, en ekki við ból úti á legu. Grímseyjarhöfn var sú eina á landinu sem ekki hafði náð þessu markmiði. Vegur að þessu setta marki hefur verið langur og á tíðum tor- sóttur. Fyrsta stigið var að rann- saka og undirbúa framkvæmdir, en sá þáttur var í höndum sér- fræðinga á Hafnamálastofnun. í þessu fólust öldumælingar, grjót- rannsóknir og síðast en ekki síst líkanrannsóknir í nýjum húsa- kynnum Hafnamálastofnunar í Kópavogi, en Grímseyjarhöfn var sú fyrsta sem tekin var þar í líkanprófun. Markmiðið með líkanprófun- inni var að kanna möguleika á hafnarbótum fyrir báta og flutn- ingaskip. Niðurstaða tilraunanna var sú að erfitt væri að bæta aðstöðu fyrir stór flutningaskip, en raunhæfur möguleiki að skapa aðstöðu fyrir minni báta. Ákveð- ið var að Grímseyingar héldu sig áfram við útgerð minni báta og að lítil ferja annaðist flutninga til Sl. mánudag boðaði bæjar- stjórn Sauðárkróks til kaffi- og konfektsfundar á Hótel Mæli- felli. Astæðan var verðlauna- afhending í sambandi við átak krabbameinsfélaganna á Norðurlöndum gegn reyking- um fyrr í haust. Búið var að draga út þrjá Skagfirðinga á landsvísu og bærinn dró út einn reykingamann sem hætti og stuðningsmann hans til að og frá eynni. í framhaldi af því var Eyjafjarðarferjan Sæfari keypt fyrr á þessu ári. Nýja bátahöfnin í Grímsey er innan við gömlu bryggjuna. Byggð- ur var 140 metra langur grjót- garður til að skýla höfninni og fóru í hann um 13.000 rúmmetrar af grjóti. Dýpkað var á um 5000 fermetra svæði innan við garðinn, en það var gert með sprengingum, því klöpp er á öllu hafnarsvæðinu. Byggð var 40 metra löng trébryggja innan við garðinn og 12 metra langri flot- bryggju komið fyrir. í þessum fyrsta áfanga framkvæmdanna náðist að dýpka allt hafnarsvæðið og gefur það möguleika á að lengja bryggjuna síðar um allt að 80 metra. Dýpið í höfninni er ýmist 2,5 eða 3,5 metrar. Árið 1988 var vinna við grjót- öflun boöin út í samvinnu við Flugmálastjórn. Grjótnámunni var valinn staður við norðurenda flugbrautarinnar. Með því vannst tvennt, annars vegar að fá grjót í hafnargerðina og hins vegar að lengja flugbrautina. Stefán Guð- jónsson frá Sauðárkróki vann þennan hluta verksins og nam kostnaður við hann rúmum 12 milljónum króna. í byrjun þessa árs var boðin út vinna við að fullgera fyrsta áfanga bátahafnarinnar, bygging brimvarnargarðs, dýpkun og smíði bryggju. ÍSTAK í Reykja- vík bauð lægst, 75% af kostnað- aráætlun. Þar sem tilboðið reynd- verðlauna. Stjórn Krabbameinsfélags Skagafjarðar var viðstödd og Ólafur Sveinsson, læknir, afhenti verðlaunin að loknu ávarpi. Þeir sem fengu peningaverðlaun frá bænum voru: Jón Geirmundsson, 50 þús. krónur og stuðningsmað- ur hans og bróðir Vilhjálmur Geirmundsson, krónur 10 þúsund. Á landsvísu var Berta Margrét Finnbogadóttir dreginn út sem ist hagstætt var ákveðið að stækka verkið og ljúka allri dýpk- un í fyrirhuguðu hafnarstæði. Samkvæmt upplýsingum Hafna- málastofnunar hefur kostnaður í ár numið um 70 milljónum króna og heildarkostnaður á þessu og síðasta ári um 83 milljónum króna, sem er rúmlega 20% lægri kostnaður en upphaflegar áætl- anir frá árinu 1988 gerðu ráð fyrir. Þorlákur Sigurösson, oddviti í Grímsey, segir að hafnarfram- kvæmdirnar eigi eftir að gjör- breyta aðstöðu í Grímsey til útgerðar. „Það er óhætt að kalla þetta lífhöfn í samanburði við það sem við höfum átt að venjast," segir Þorlákur. Auk hafnarframkvæmdanna hefur að sögn Þorláks mikið gerst á þessu ári í að bæta samgöngur við Grímsey. Skemmst er að minnast tilkomu nýju Eyjafjarð- reykingamaður og hlaut helgar- námskeið fyrir tvo í Kerlinga- fjöllum að launum. Stuðnings- maður hennar var Finnborg Guðjónsdóttir og fékk hún 10 þús. króna úttekt í versluninni Útilíf í sinn hlut. Einn þeirra stuðningsmanna sem dreginn var úr öllum á land- inu var síðan Arnfríður Arnar- dóttir og fékk hún myndbands- tæki í verðlaun. SBG Kostnaður framkvæmdanna skiptist svo að ríkissjóður greið- ir 75% kostnaðarins, Hafnabóta- sjóður 15% og Byggðastofnun 10%. Hafnamálastofnun annaðist rannsóknir, hannaði mannvirkin og hafði yfirumsjón með fram- kvæmdum en Verkfræðiskrif- stofa Norðurlands sá um eftirlit á byggingarstað. óþh arferjunnar, Sæfara, og þá er búið að lengja flugbrautina í um 1100 metra. Aðeins er eftir að bera fínt lag ofan á flugbrautina og verður hún þá að teljast mjög góð. Það efni sem ÍSTAKS-menn hafa dælt upp úr höfninni hefur komið að góðum noturn við vega- gerð í Grímsey. Lagðir hafa ver- ið vegaspottar hér og þar á kostn- að hreppsins og leysa þeir af hólmi gamla troðninga, sem hafa á tíðum verið erfiðir yfirferðar. óþh Langþráð bátahöfn í Grímsey tekin í notkun: Um 20 prósent lægri kostnaður en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir - heildarkostnaður árin 1989 og 1990 er 83 milljónir króna Eins og frá var skýrt í Degi í Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey: Höfnin mun gjörbreyta aðstöðu til útgerðar - óhætt að kalla þetta lífhöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.