Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. nóvember 1990 - DAGUR - 5
Ólafsfirðingar í
starfskyraiingu á Akureyri
Fyrir skömmu fór 10. bekkur
Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar í
starfskynningu í höfuðstað
Norðurlands. Af einskærri
heppni náðum við tali af
tveimur ungum Ólafsfírðing-
um þann 21. í stund á milli
stríða. Sá fyrri var Sigurður
Páll Gunnarsson sem valdi að
Sigurður Páll Gunnarsson.
kynnast dýralækningum fyrri
daginn og störfum hárskera
þann seinni.
- Af hverju valdir þú þetta?
Mig langaði að kynnast störf-
unum og fannst þau mest áhuga-
verð.
- Var þetta skemmtilegt?
Fyrri daginn var ég í dýra-
lækningum og það var mjög
áhugavert, en seinni daginn var
ég hjá hárskera og það var ekki
eins gaman.
- Mundir þú vilja vinna við
þetta í framtíðinni?
Ég vildi ekki vera dýralæknir
en það væri allt í lagi að vera hár-
skeri. Pað er sjálfsagt ágætlega
borgað.
- Hvað ertu að gera?
í gær fór ég hring í sveitinni
með Elfu dýralækni og svo fór ég
á stofuna hennar þar sem aðstaða
er fyrir gæludýr. í dag var ég
mest að horfa á hárskerann og
sópa hár.
- Eru þetta fjölbreytt störf?
Dýralækningar eru fjölbreyttar
en hárskerastarfið er næstum allt-
af það sama.
- Okkur skilst að það þurfi
ansi mikið að læra til að geta
orðið dýralæknir. Er það rétt?
Já, það er rétt. Til að komast
inn í dýralæknaskóla í Noregi
þarf að hafa hærra en níu í
meðaleinkunn út úr stærðfræði-
deild í menntaskóla hér á íslandi
og vera í sex ár í skóla í Noregi.
- Finnst þér tíminn sem við
fáum í starfskynningu of stuttur?
- Já, mér finnst hann of stutt-
ur og mér finnst að við mættuum
fara á fleiri staði.
- Og að lokum: Með hverju
vilt þú hafa pylsu í brauði?
Með tómatsósu, sinnepi og
steiktum lauk.
Við þökkuðum Sigurði fyrir
viðtalið og gengum svo eins og
leið lá upp í Landsbanka og hitt-
um fyrir Guðrúnu Sveinbjörns-
dóttur þar sem hún var að kynna
sér vinnuna.
- Hvernig stóð á því að þú
valdir bankastarfið?
Mig langaði að vita í hverju
starfið fólst.
- Hvernig líst þér á starfið það
sem af er?
Það er ágætt.
- Vildir þú að þetta yrði fram-
tíðarstarf þitt?
Nei, þetta er ekki við mitt
hæfi.
- Hverju ert þú búin að
kynnast hingað til?
Fyrst kynntist ég því hvernig
þetta gengur allt fyrir sig, svo hef
ég verið að skoða tékka, vélrita
og flokka bankabækur.
- Er fjölbreytni í þessu starfi?
Nei, þetta er voðalega ntikið
það sama.
- Vildir þú vera lengur og
kynnast fleiri störfum?
Guðrún Sveinbjörnsdóttir.
Já, ég vildi vera lengri tíma en
samt í þessu starfi.
- Með hverju vilt þú liafa
pylsu í brauði?
Öllu nema remúlaði.
Við þökkuðum Guðrúnu fyrir
viðtalið og göngum á skrifstofu
Dags glaðar í bragði og ánægðar
nteð árangurinn.
Viðtölin eru unnin af Auði Þórisdóttur
og Kolbrúnu Valbergsdóttur, nemendum
Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar, sem voru í
starfskynningu á Degi.
Bæjarbúar!
Hin árlega peningasöfnun
er að hefjast hjá okkur
Verðum við verslanir föstudaginn 30. nóvem-
ber.
Mæðrastyrksnefnd.
M
umm
LEIKFONG
ÍMIKLU
ÚRVALI!
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ
LEGOLAND