Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. nóvember 1990 - DAGUR - 3 frétfir Akureyri: Viðamikil dagskrá í Samkomuhúsinu 8. desember Hvammstangi: Strikamerkingakerfi í kaupfélagið flýtir fyrir afgreiðslu Strikamerkingakerfíð hefur nú hafið innreið sína hjá Kaupfé- lagi V.-Húnvetninga á Hvammstanga. Tveir kassar með skynjara voru teknir í notkun þann 1. nóvember sl. og hafa reynst vel að sögn Gunnars V. Sigurðssonar, kaupfélagsstjóra. „Þetta er mikil hagræðing og við stefnum að því að koma þessu í lagerkerfið hjá okkur líka, en eins og er er þetta bara í afgreiðslukerfinu. Okkur datt í hug að vera framarlega í tækni- væðingunni að þessu sinni og fór- um þess vegna út í þessa breyt- ingu,“ sagði Gunnar. Kostnaðurinn við þessa breyt- ingu er um ein milljón króna á kassa, en að sögn Gunnars á hún að borga sig upp á einu og hálfu ári samkvæmt útreikningum. Ekki eru strikamerkingar á öllum vörum í kaupfélaginu, en samt á flestum í kjörbúðinni og sagði Gunnar þá vera búna að henda út flestum þeim vörum sem ekki hafa þessar merkingar. Að sögn Gunnars er staða Kaupfélags V.-Húnvetninga góð um þessar mundir og mun sjálf- sagt ekki versna við þessa breyt- ingu í afgreiðsluháttum þegar horft er til framtíðar. SBG - í tilefni af ári læsis Eins og flestum er kunnugt stendur nú yfir alþjóðlegt ár læsis. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til dagskrár í Samkomuhúsinu á Akureyri laugardaginn 8. desember næstkomandi. Fyrirhugað er að dagskráin í Samkomuhúsinu hefjist kl. 10.00 árdegis og standi til kl. 16.00. Fyrir hádegi verða fluttir fyrir- lestrar um undirbúning lestrar- náms, hvernig örva megi lestrar- áhuga barna og um úrræði vegna lestrarörðugleika á framhalds- skólastigi. Auk þessa verða flutt- ar reynslusögur nemenda með lestrarörðugleika. Eftir hádegi verður boðið upp á samfellda bókmenntadagskrá með upplestri og samlestri barna Stjórn Fínullar fundaði með formanni Landssambands kanínubænda: „Ekki búinn að kyngja því að Fínull verði áfram í MosfelIsbæ“ - segir Magnús Pálmason „Nei, ég er ekki búinn að kyngja því að ekkert gerist í þessu máli og Fínull verði áfram í Mosfellsbæ. Staðhæf- ingar um að ekki sé hægt að flytja spunavélarnar til eiga ekki við rök að styðjast því mennirnir sem settu þessar vél- ar upp á sínum tíma eru til staðar og framleiðslan þyrfti ekki að stöðvast í langan tíma vegna flutninga. ÖII þessi blaðaskrif hafa orðið til góðs og ég benti stjórn Fínullar á á þessum fundi að þau hefðu ýtt við þeim þannig að þeir færu virkilega að hugsa málin,“ sagði Magnús Pálmason, for- maður Landssambands kanínu- bænda, en hann sat í fyrradag fund stjórnar Fínullar þar sem miklar umræður fóru fram um mál fyrirtækisins og þá umræðu sem verið hefur síð- ustu daga. Eins og fram hefur komið var Magnús sérstaklega boðaður til fundarins en hann er ákafur tals- maður þess að fyrirtækið verði flutt úr Mosfellsbæ og segir að strax í byrjun hafi verið rætt um að Fínull yrði aðeins til bráða- birgða í leiguhúsnæði hjá Ála- fossi í Mosfellsbæ. Ummæli endurskoðanda Fín- ullar í Degi síðastliðinn laugar- dag voru mjög til umræðu á stjórnarfundinum í fyrradag. Bjarni Einarsson, stjórnarfor- maður Fínullar og aðstoðarfor- stjóri Byggðastofnunar, lýsti á fundinum undrun sinni á um- mælum endurskoðandans og sagði að flutningur á fyrirtækinu væri ekki gerlegur nema fyrirtækið væri að stækka. Fyrirtækið bæri ekki flutning miðað við núverandi aðstæður. Kristján Valdimars- son, framkvæmdastjóri Fínullar, sagði á fundinum að ummæli sem þau er endurskoðandinn lét falla í blaðinu væru fyrirtækinu ekki til góðs. Magnús Pálmason benti á að skrif um hugsanlegan flutning fyrirtækisins hefðu orðið til þess að fyrirtækið væri á allra vörum. Á fundinum gagnrýndi hann einnig háa húsaleigu hjá Álafossi í Mosfellsbæ og benti á að flutn- ingur fyrirtækisins hafi verið ræddur í verðlagsncfnd og á fundum kanínubænda. Bjarni Einarsson tók þá fram að þetta mál hafi aldrei verið rætt í stjórn Fínullar og flutningur gæti kostað fyrirtækið 30-60 milljónir króna. Magnús Pálmason segir að á fundinum hafi verið kynntir ýms- ir valkostir varðandi endur- skoðaðan rekstur Fínullar hf. Brýnt sé að taka á vanda fyrir- tækisins enda dugi ekki að velta vanda þess lengur á undan sér. JÓH og leikara. Dagskráin verður fleyguð með ýmiss konar tónlist- arflutningi nemenda Tónlistar- skólans á Akureyri og leikskóla- barna. í anddyri og Borgarasal verða sýningar á bókum frá Amtsbókasafni, gömul kver og námsbækur auk nýútkominna bóka. Einnig verður þar sýning á myndum nemenda úr Myndlista- skólanum. Ellefu aðilar; félagasamtök, nefndir og stofnanir. hafa haft veg og vanda að skipulagningu þessarar dagskrár. Þeir eru: Fræðsluskrifstofa Norðurlands- umdæmis eystra, Leikfélag Akureyrar, Leikklúbburinn Saga, Bandalag kennara á Norðurlandi eystra, Félag skóla- stjórnenda á Norðurlandi eystra, Amtsbókasafnið, Dagvistir Akureyrar, Skólanefnd Akureyr- ar, Menningarmálanefnd Akur- eyrar, Tónlistarskóli Akureyrar og Myndlistaskólinn á Akureyri. Dagskráin verður kynnt nánar á næstunni og vonast þeir sem að henni standa eftir góðri þátttöku allra sem láta þessi mál til sín taka. BB. Blómahúsið Glerárgötu 34 • Sínxi 22551 v___________________) Pær eru hátíðlegar aðventu- skreyt- ingamar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.