Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 29. nóvember 1990 Aðventuskreytingar Verklegar framkvæmdir Akureyrarbæjar og allt skreytingaefni fyrir aðventuna svör bæjarverkfræðings við fyrirspurn Kolbrúnar Þormóðsdóttur Úrval í gjafavöru. Akureyri 4800 og 24830 Bökunarvörur á tilboðsverði Jólakonfektið komið Frábært verð ★ Kerti • Dúkar • Serviettur Op/ð frá kl. 10.00-16.00 laugardagirm 1. desember Verslið hagstætt Krónan er verðmikil hjá okkur Kolbrún Þormóðsdóttir, bæjar- fulltrúi, bar fram fyrirspurn í 4 liðum á fundi bæjarstjórnar Akureyrar 4. september. Spurt var um ástæður þess að ýmsar framkvæmdaáætlanir bæjarins stæðust ekki og hver væri ábyrg- ur, hvers vegna vinnu við endur- bætur utanhúss og innan við grunnskóla hefði ekki verið lokið þegar skólastarf hófst sl. haust, hvort löglegt væri að stórfram- kvæmdir væru hafnar á lóðum grunnskóla eftir að nemendur fara að sækja skólana og hvort öryggis væri gætt, í fjórða lagi hver væri ábyrgur fyrir seinkun á framkvæmdum á lóð Lundar- skóla. Vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Þormóðsdóttur til formanns skólanefndar og forseta bæjar- stjórnar á fundi bæjarstjórnar 4. september 1990. 1. liður fyrirspurnar Þar sem þessi liður fyrirspurnar- innar tekur til verkframkvæmda almennt, og ýmsar ástæður geta legið til þess að röskun verði á kostnaðar- og tímaáætlun verk- framkvæmdar er tiltækast að svara þessum lið með því að taka eftirfarandi dæmi um verkfram- kvæmdir og helstu ástæður þess, að kostnaðar- og tímaáætlun verkframkvæmdar verður í reynd önnur en miðað var við í áætlun- argerð, sem lögð var til grund- vallar ákvörðun um framkvæmd- ina og fjárveitingu í fjárhagsáætl- un. 1. Dæmi um viðhald skólahús- næðis. Ef byggingadeild berast of seint óskir frá grunnskólum bæjarins um forgangsröðun verk- efna í viðhaldsframkvæmdum, sem taka þarf til áætlunargerðar vegna gerðar fjárhagsáætlunar, svo og ef deildin sjálf sinnir ekki því hlutverki sínu sem skyldi að hafa frumkvæði að því, að við- haldsframkvæmdir í grunnskól- unum séu teknar til áætlunar- Nú fyrir jólin höfum við breytt til í versluninni og bjóðum þér viðskiptavinur góður upp á aðgengilegri og rýmri verslun. Jólavörur teknar upp á hverjum degi. Mikið úrval í jólasteikina: Bayoneskinka Hamborgarhryggur Kambur Kalkúnar Hreindýrasteikur Rjúpur og fl. og fl. Okkar stórglæsilega kjötborð fullt af girnilegum réttum. Vikutilboð: Kindabjúgu 395 kr. kg Opið alla daga til kl. 22. Ath! Tesco leggur áherslu á að þeirra vörur séu ekki náttúruspillandi. MATVORUMARKAÐURINN I yV KAUPAHGI yv MIA MMiMiaihMI AI !i ■ gerðar í tæka tíð fyrir gerð fjár- hagsáætlunar þá er hætta á því, að ekki gefist nægur tími til að ljúka gerð fullnaðaráætlunar fyrir gerð fjárhagsáætlunar, þannig að kostnaðaráætlun verður ónákvæm og hönnunarforsendur kunna að breytast síðar við nánari endur- skoðun sem leitt getur til þess að kostnaðaráætlun í reynd verði önnur, en gengið var út frá við gerð fjárhagsáætlunar. Rétt er og að geta þess að oft reynist erfitt að áætla kostnað við viðhalds- framkvæmdir, þar sem eitt og annað vill koma í ljós, þegar far- ið er að vinna verkið, sem ekki var séð fyrir, en verður til hækk- unar á framkvæmdinni. Þegar fjárveiting til viðhaldsfram- kvæmda í grunnskólum liggur fyrir í fjárhagsáætlun, þá þarf byggingadeildin að gera tíma- áætlun um framkvæmd viðhalds- verkefnanna, miðað við að þau séu unnin á meðan grunnskólarn- ir eru ekki starfræktir. Ákveða þarf hvaða viðhaldsverkefni byggingadeildin geti sjálf annast og hvaða viðhaldsverkefni verði falin verktökum. Tímaáætlun framkvæmda getur því raskast, ef ekki er búið að semja við verk- taka í tíma um þær framkvæmdir sem þeim er ætlað að vinna. Það verður ennfremur til að raska tímaáætluninni, ef í ljós kemur að ákveðin viðhaldsfram- kvæmd reynist kostnaðarsamari og tímafrekari, en áætlað var, vegna ófyrirséðrar aukningar á framkvæmdinni, sem leitt getur til þess að röskun verði á tíma- áætlun annarra viðhaldsverk- efna. 2. Dæmi um gatnagerð. Kostnaðaráætlun við gerð fjár- hagsáætlunar, vegna endurbygg- ingar götu, er miðuð við ákveðn- ar kostnaðarforsendur, einingar- verð og aðstæður. Ef um er að ræða endurbyggingu götu á Mið- bæjarsvæðinu geta jarðvegsskipti reynst meiri en áætlað var og endurnýjun holræsalagna reynst tímafrekari og kostnaðarsamari en ráð var fyrir gert, m.a. vegna þess að aðstæður reynast erfiðari og vinna þarf að holræsalögnum á fjöru. Þetta getur leitt til þess að röskun verði bæði á kostnaðar- áætlun og tímaáætlun. Þegar um er að ræða nýbygg- ingar götu er kostnaðaráætlun við gerð fjárhagsáætlunar miðuð við ákveðnar kostnaðarforsend- ur, einingarverð og aðstæður. Tímaáætlun framkvæmda miðast við að lóðir verði byggingarhæfar á ákveðnum tíma vegna lóðar- úthlutunar. Ef deiliskipulag er hins vegar of seint á ferðinni, þá getur það orðið til þess að seinka allri áætlunargerð hjá tæknideild og veitustofnunum, þannig að ólokið sé gerð mæliblaða, hönn- un götu og stofnlagnar holrassis, þegar kostnaðaráætlun þarf að liggja fyrir við gerð fjárhagsáætl- unar. Þegar svona stendur á verða allar kostnaðaráætlanir mjög ónákvæmar og ágiskana- kenndar og líklegar til að breyt- ast við gerð fullnaðaráætlunar, sem verður allt of seint á ferð- inni. Æskileg tímasetning fram- kvæmda raskast og lóðarúthlutun seinkar til óhagræðis fyrir vænt- anlega verktaka og húsbyggjend- ur. Síðbúin áætlunargerð við kringumstæður sem þessar getur jafnvel komið í veg fyrir að raun- hæft sé að bjóða út verkið til verktaka, þótt það kynni að vera æskilegur kostur við eðlilegar aðstæður. 3. Dæmi um nýbyggingu dag- vistar. Nú tekur bæjarstjórn ákvörð- un um byggingu nýrrar dagvistar við gerð fjárhagsáætlunar. Ef fjárveiting í fjárhagsáætlun til framkvæmdarinnar er miðuð við kostnaðaráætlun, sem byggð er á fullnaðaráætlun um verkfram- kvæmdina, þá má vænta þess að kostnaðaráætlun og tímasetning framkvæmda standist og að unnt verði að bjóða verkið út á réttum tíma. Ef hins vegar fjárveiting til verksins er miðuð við áætlaðan kostnað, sem byggður er á frum- áætlun og hönnunarforsendum sem eiga eftir að breytast, áður en fullnaðarhönnun og fullnaðar- áætlun um verkframkvæmdina liggur fyrir, þá má alveg eins búast við því að kostnaðaráætl- unin reynist hærri en áætlað var við gerð fjárhagsáætlunar. Ef fullnaðaráætlun dregst meira en ætlað er, getur það leitt til þess að ekki verði hægt að bjóða út verkið á réttum tíma og verkinu seinki. Niðurstaða getur því orðið sú, að kostnaður við framkvæmdina verði allmiklu hærri en áætlað var í fjárhagsáætlun bæjarsjóðs og að hin nýja dagvist komist mun síð- ar í rekstur en áætlað hafði verið. Varðandi fyrirspurnina undir þessum lið, hver beri ábyrgð á því að kostnaðar- og tímaáætlan- ir standist ekki, þá má sjá af fram- angreindum dæmum að margvís- legar aðstæður geta legið til þess að kostnaðar- og tímaáætlun verk- framkvæmdar raskist. En almennt er því til að svara, að deildarstjórar bera ábyrgð á rekstri og starfsemi sinna deilda og stjórnunaraðgerðum gagnvart hlutaðeigandi nefndum og fram- kvæmdastjórum sviða samkvæmt starfslýsingu. Framkvæmdastjórar sviða bera ábyrgð á starfsemi þeirra deilda sem tilheyra þeirra sviði og bera ábyrgð á stjórnunaraðgerðum gagnvart bæjarstjóra samkvæmt starfslýsingu. Að öðru leyti fer um ábyrgð starfsmanna í starfi samkvæmt reglum um réttindi og skyldur starfsmanna Akureyrar- bæjar. Bæjarstjórn ber svo að sínum hluta ábyrgð á störfum starfs- manna bæjarins og samþykktum og ákvörðunum um verklegar framkvæmdir. 2. liður fyrirspurnar Á þessu ári voru verkfram- kvæmdir við grunnskólana þessar helstar: 1. Framkvæmdir við lausar kennslustofur við Síðuskóla. Framkvæmdum var lokið við upphaf skólaárs. 2. Framkvæmdir við stjórnun- arálmu Gagnfræðaskólans. Fram- kvæmdum var lokið fyrir upphaf skólaárs, sem og öðrum fram- kvæmdum, ef undan er skilinn frágangur á vöskum í eðlisfræði- stofu sem enn er ólokið. Það staf- ar m.a. af því að þegar unnið var við framkvæmdir við stjórnunar- álmuna samkvæmt áætlun og for- gangsröðun verkefna, komu fram kröfur um að útbúa söluaðstöðu fyrir nesti til nemenda, sem talin var forsenda samfellds skóladags. Þetta raskaði kostnaðar- og tíma- áætlun verksins. 3. Framkvæmdir vegna íþrótta- aðstöðu í íþróttahúsi Sjálfsbjarg- ar. Framkvæmdum var lokið um mánaðamótin september-októ- ber. Ákvörðun um framkvæmd- ina var tekin allt of seint og hönnunarforsendur og skilgrein- ing verkefnisins óljós við gerð fjárhagsáætlunar. Kostnaðar- áætlun við verkframkvæmdina var þar af leiðandi ónákvæm og I « « t 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.