Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. nóvember 1990 - DAGUR - 9 Friðrik Schram, formaður samtakanna Ungt fólk með hlutverk, Þorsteinn Kristiansen starfsmaður samtakanna á Akureyri og Eivind Fröen norskur fjölskylduráðgjafi sem haldið hefur námskeið á Norðurlandi að undanförnu. Mynd: 1M BÓKABÚÐ JÓNASAR Jólakort Úrvalið okkar er frábœrt og aðgengilegt Komdu og sjáðu B0KABÚÐ JONASAR Hafnarstræti 108 • Sími 96-22685 er áhugavert og fólkið gleymi strax, þá mundi ég hætta þessu.“ Friðrik sagði að ljóst væri að efnið sem Eivind kenndi hefði áhrif, það væri nytsamt og einfalt en verkaði. Námskeiðin nýttust vel fólki þó það væri ekki kirkju- rækið. Eivind sagði að hann héldi að vandamálið í dag sé að fólk telji kristindóm eitthvað sem ekki hafi neina þýðingu í lífinu, eitthvað gamaldags sem svífi langt utan þess seilingar. En í biblíunni eru kenningar sem hæfa einmitt beint í mark í dag, þær mættu ekki gleymast og fólki dygði ekki ann- að en taka markvisst á sínum málum. Vandamál margra presta og predikara í dag er að svara spurningum sem aldrei fyrr hafa komið upp og það er orsökin fyr- ir því að fólk sækir hjónanám- skeiðin, því þar er leitast við að svara þessum spurningum og finna lausnir á vandamálum. Einnig geta góð hjónabönd orðið enn betri eftir að hjónin hafa sótt námskeið. Hræðsla við að tala um kynlíf og ýmsa hluti Friðrik sagði að þeir sem störf- uðu við kirkjuna hefðu oft verið hræddir að tala um ýmsa hluti, t.d. kynlíf og samskipti karla og kvenna. En það yrði að taka hlutunum eins og þeir eru og tala út um þá innan kirkjunnar, því kristin trú væri besti grundvöllur- inn til að fjalla um málin. Krist- indómurinn ætti ekki aðeins að taka til lítils afmarkaðs þáttar í lífi hvers manns, hann væri meira en bara að fara í kirkju, máttugt afl til hjálpar í hinu daglega lífi. - Nú hefur barnauppeldi verið mjög til umræðu á Húsavík í haust, í framhaldi af óvenju- mörgum skemmdarverkum og skammarstrikum unglinga. Kanntu að gefa foreldrum ráð um hvernig tjónka skuli við ungl- ingana? „Ég held að við ættum að líta á hlutina í sögulegu samhengi. Megnið af þessari öld hefur ríkt sú heimspeki í barnauppeldi að ef við veitum barninu frjálsræði vaxi það upp og verði góð mann- eskja og samkvæm sjálfri sér. Við höfum gleymt að setja börnunum mörk og gleymt að frelsi krefst reglna. Ég hef talað við mann í heilbrigðiskerfinu norska sem segir að við höfum eyðilagt hálfa aðra kynslóð með því að gleyma að setja börnunum mörk. Hann sagði mér dæmi frá sjúkrastofnun í Osló þar sem fimmtán ára gam- all drengur sem foreldrarnir réðu ekki við var lagður inn. Hjúkrun- arfræðingarnir settu honum mörk sem hann vildi ekki sætta sig við, og það þurfti þrjá fullorðna menn til að ráða við hann og hann barðist á móti þeim þar til hann Hólmfríður S. Benediktsdóttir sópran og Juliet Faulkner píanóleikari á æfingu fyrír tónleikana á Húsavík. Mynd: im neyddist til að lúta í lægra haldi. Hjúkrunarfæðingur sagði að þetta væri kannski í fyrsta sinn í lífi þessa drengs sem hann þyrfti að láta undan og fylgja þeim regl- um sem honum væru settar. Grundvallarregluna fyrir barnauppeldi finnum við í biblí- unni þar sem stendur: Heiðra skalt þú föður þinn og móður þína.“ IM Ljósin í lagi - lundin góö Slík áhrif hafa rétt stillt Ijós í umferðinni. |0WgFEROAR OPIÐ HÚS! Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins veröa til viðtals á skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 90, fimmtudaginn 29. nóvember frá klukkan 20-22. Heitt á könnunni! Framsóknarfélag Akureyrar. Matvöruverslunin Kimart Hafnarstræti 20 Hagstætt verð á bökunarvörum Súkkulaðidagatöl á mjög góðu verði Úr nýja kjötborðinu: Nauta- og svínakjöt af nýslátruðu, þítt lambakjöt C4-5 dagar í kaeli), hrossakjöt, folaldakjöt og fjöldi tilbúinna rétta Erum farin að taka pantanir í laufabrauð og rjúpur Bændur munið bláu nótumar Kiman vænn kostur í verslun - sími 25655 Opið virka daga kl. 9-22 laugardaga og sunnudaga kl. 10-22

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.