Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 16
Nóvembertil Hljómtæki, hljóöfæri, örbylgjuofnar, geislaspilarar, sjónvörp og fleira boð | JAPISS ° ak™ ,i /Kllt a lækkuöu verði skipagötu 1 • «asr 25611 w5| Héraðssamband S.-Þingeyinga: Spurmngakeppni með þátttöku 10 sveita Héraðssamband Suður-Þing- eyinga ætlar að standa fyrir spurningakeppni í vetur, en unnið hefur verið að undirbún- ingi þcssarar keppni síðustu vikurnar. Ákveðið var að keppnin skyldi vera milli sveita og því var haft samband við sveitarstjórana og þeir beðnir að útvega þriggja manna lið til þátttöku. Þessari málaleitan var vel tekið og tíu lið verða með í keppninni. Utanl^ndsferðir um jól og áramót: Flestír fara tíl vina og ættíngja á Norðurlöndum „íslendingar ferðast mikið og svo verður um þessi jól og áramót sem endranær. Töluverður fjöldi Norðlend- inga hyggst heiinsækja vini og kunningja á Norður- löndunum og halda jólin þar. Minna er um bókanir til sólarlanda,“ sagði talsmað- ur Ferðaskrifstofu Akureyr- ar. Að sögn talsmanns Feröa- skrifstofu Akureyrar er boðið upp á ferðir til Flórída og Kanaríeyja. Nokkrir Norð- lendingar eru bókaðir í þessar feröir, en flestir fara til Norðurlandanna til vina og ættingja. Hinsvegar liggur straumurinn til Islands um þessi jól, sem alltaf, því flestir kjósa að vera heima á íslandi. Námsmenn og aðrir sem vinna erlendis nota hátíðarnar til að heimsækja fólkiö sitt. „Við bjóðum ferðir vítt og breitt um heiminn um þessi jól. Alltaf er eitthvað um að fólk vilji halda jólin á sólar- ströndu og í ár eru 20 bókaðir til Benidorm. Aðrir fara til Kanaríeyja og nokkrir til Thailands í 21 dags ferð,“ sagði Inga Eydal hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn á Akureyri._ ój Fyrsti hluti keppninnar fer fram nk. sunnudag í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Þar leiða saman hesta sína Mývetningar og Reyk- dælingar annars vegar og Húsvík- ingar og Reykhverfingar hins vegar. Síðari hluti undanrása verður viku síðar, þ.e. 9. desember, í Stórutjarnaskóla en þar mætast lið úr Grýtubakkahreppi og Fnjóskadal, Tjörnesi og Ljósa- vatnshreppi, Bárðardal og Aðaldal. Urslit keppninnar verða síðan í janúar. Auk spurningakeppninnar verða önnur skemmtiatriði og það er von aðstandenda keppn- innar að sem flestir mæti og geti átt góða kvöldstund. ój Á röngum stað á röngum tíma. Mynd: Golli Málefni Völsungs rædd á félagsfundi á Húsavík: Steftit aö aöalftmdi í næstu viku - enn vantar fólk í aðalstjórn, knattspyrnuráð og skíðaráð Stjórn íþróttafélagsins Völs- ungs á Húsavík, gekkst fyrir almennum félagsfundi sl. þriðju- dagskvöld, þar sem staða félagsins og framtíð var rædd og einnig samningur félagsins við Húsavíkurkaupstað. Hlífar Karlsson mjólkursamlagsstjóri var fundarstjóri á fundinum og að sögn hans sóttu um 40-50 félagar fundinn. „Ég hefði viljað sjá mun fleiri félaga á fundinum, ekki sís' vegna þeirrar miklu umræðu sem H-1 heilsugæsluumdæmi: Enn leitað lausnar í kerfinu - læknir frá Reykjavík verður á Þórshöfn til 15. desember Boðað hefur verið til fundar í dag í Reykjavík þar sem full- trúar heilbrigðisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og Læknafélagsins reyna að leita leiða til að ráða bót á læknis- leysi á sumum svokölluðum H- 1 heilsugæslustöðvum, þ.á m. Þórshöfn. Eins og fram hefur komið hafnaði samninganefnd ríkisins sameiginlegum tillögum heil- brigðisráðuneytisins og Lækna- félags íslands um bætt starfskjör lækna í H-1 umdæmum. í Ijósi þess er málið nú aftur til skoðun- ar í viðkomandi ráðuneytum og er alira leiða leitað til að finna viðhlítandi lausn. Tillögur þær sem samninga- nefndin hafnaði gengu í stórum dráttum út á að H-1 læknar færu á föst laun og vaktir og nytu vaktaleyfa. Þetta hefði tryggt þeim umtalsverðar kjarabætur. Heilsugæslulæknar á Akureyri skiptust á um að sinna læknis- þjónustu á Þórshöfn fram til 1. nóvember sl., en nú er þar læknir frá Rcykjavik og mun verða til 15. desember nk. óþh átt hefur sér stað í bænum um stöðu félagsins og framtíðarhorf- ur,“ sagði Hlífar í samtali við Dag. Eins og komið hefur fram í Degi, hefur Einar Njálsson bæjarstjóri kynnt tillögu í bæjar- stjórn til lausnar fjárhagsvanda Völsungs. Skuldir félagsins eru miklar og því talið nauðsynlegt að bærinn aðstoði við að rétta af fjárhagstöðuna. Tillaga bæjar- stjóra var rædd ítarlega á fundin- um sl. þriðjudagskvöld og að sögn Hlífars, hafði meginþorri fundarmanna sitthvað við hana að athuga. „Það er stefnt að því að halda aðalfund félagsins í næstu viku og því vorum við að kynna tillögu bæjarins fyrir fundarmönnum og eins að leita eftir því hvort ein- hverjir fundarmanna hefðu áhuga á því að taka þátt í því verkefni að stýra íþróttafélaginu Völsungi. Á þessu stigi hefur lítið komið út úr því en menn hafa tíma fram að aðalfundi til þess að gera upp hug sinn. Tillaga bæjar- stjóra verður áfram til umræðu og síðan verður það verkefni nýrrar stjórnar félagsins að ganga frá samningum við bæjaryfirvöld í einhvcrri mynd.“ Formaður og gjaldkeri félags- ins sögðu af sér eftir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor og varaformaður félagsins flutti úr bænum í haust. Félagið hefur því verið án formanns urn tíma og hafa aðrir stjórnarmenn séð um rekstur félagsins frá degi til dags. Einnig hefur vantað stjórnar- menn til að starfa í knattspyrnu- og skíðaráði Völsungs. Að sögn Hlífars hafa einhverjir lýst yfir vilja til að starfa í skíðaráði en sér vitanlega hafi enginn komið fram ennþá sem er tilbúinn í knattspyrnuráð. -KK Skagafjörður: Veiði hjá togurunum að glæðast að nýju Sauðárkrókskirkja: Endurgerð og stækkun að ljúka - endurvígsla þann 9. desember Endurgerð og stækkun Sauð- árkrókskirkju er senn lokið, en byrjað var á því verki sl. vor. Kirkjan verður endurvígð þann 9. desember nk. af biskupi íslands, herra Ólafi Skúlasyni. Eftir framkvæmd- ina getur kirkjan rúmað allt að þriðjungi fleira fólk í sæti en áður. Áður en hafist var handa í vor var búið að kanna tvo möguleika fyrir auknu húsrými fyrir Sauðár- krókssöfnuð í næstu framtíð. Kannað var hvort bygging nýrrar kirkju væri hagsíæðari en stækk- un Sauðárkrókskirkju og sýnt þótti að heppilegra væri að ráðast í stækkunina. Tillaga þess efnis var síðan samþykkt á aðalsafnaðar- fundi og að fengnum tilskildum leyfum var hafist handa við verk- ið í vor. Kirkjan er að mestu leyti smíð- uð að nýju og af upphaflegu efni stendur aðeins eftir hluti af burð- argrind og þakviðum og nokkuð af innviðum. Nýjar dyr eru á kirkjunni sunnanverðri, sem m.a. auðvelda fötluðum aðkomu. Altari og predikunar- stóll er hvort tveggja viðgert svo og altaristaflan. Kostnaðaráætlun hönnuða nemur 50 milljónum króna og er allt útlit fyrir að sú áætlun muni vera nærri lagi. Sérstök fjáröflunarnefnd var skipuð af sóknarnefndinni í sambandi við framkvæmdina og ákveðið hefur verið að standa fyrir safnaðarátaki og óska eftir frjálsum framlögum sóknar- barna. Aðaltekjuliður kirkjunnar er nú lögbundin sóknargjöld, en ýmislegt annað hefur greitt fyrir verkinu. Þegar Sauðárkrókskirkja verð- ur tekin aftur í notkun með endurvígslu verður aðeins eftir að ljúka við að mála hana að utan og ganga frá umhverfi hennar og mun það bíða næsta vors. SBG Skagfirsku togararnir hafa ekki veitt mikið að undan- förnu og voru allir í höfn samtímis fyrir helgina vegna stoppdagannu. Nú virðist vciðin vera að glæðast að nýju að sögn Gíslu Svans Einarssonar, útgerðarstjóra hjá Fiskiðjunni, og togar- arnir að tínast til veiða. Drangey fór út á sunnudag- inn var og er ásamt Hegranes- inu að veiðum fyrir vestan. Hegranesið er að afla í sigl- ingu, cn það á söludag þann 13. des í Þýskalandi. Skafti fór út í fyrradag til þorskveiða fyr- ir heimamarkað. Skagfirðing- ur fór síðan til veiða í gær til að afla í sölutúr, en honum áskotnaðist söludagur í Þýska- landi þann 19. desember fyrir skómmu. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.