Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, fímmtudagur 29. nóvember 1990 230. tölublað Salmonellusýkingin á Akureyri: Óljóst hvemig bakterían barst í matvælm - sjö salmonellutilfelli staðfest Víkingur Björnsson frá Eldvarnaeftirlitinu sýndi starfsfólki FSA notkun og meðferð handslökkvitækja í gær. Mynd: Golli Ólafur Oddssun, héraðslæknir á Akureyri, segir að unnið sé að rannsókn salmonellusýking- arinnar á Akureyri, sem stað- fest var í vikunni, en ekki liggi fyrir hvenær henni Ijúki. Að rannsókninni vinna læknar á Akureyri í samvinnu við Karl Kristinsson, sýklafræðing í Reykjavík. Ólafur segir að þó að fyrir liggi að þarna hafi verið á ferðinni salmonella, þá sé alls ekki Ijóst livaðan salmonellubakterían, sent ber heitið „cnteritidis", barst í matvælin. „Þetta gcrðist í sam- kvæmi hér á Akureyri og sá far- aldur sem þarna kom upp virðist vera genginn yfir." sagði Ólafur. Hann sagði að staðfest hafi verið sjó tilfelli af umræddri salmonellubakertíu. óþh Aflabrögð togara léleg um land allt: Togarar ÚA ná varla að klára kvótann Fyrirsjáanlegt er að þeir togar- ar Útgerðarfélags Akureyringa sem eru á aflamarki ná varla að veiða upp kvóta sinn á þessu ári. Orsökin er treg veiði allar götur frá því í haust. Þeir togarar sem eru á sóknar- marki hjá félaginu hætta veið- íþróttaskemman: „Alltaf tjaldað til einnar nætur segir Hreinn Óskarsson, forstöðumaður 64 „Þakið hefur aldrei verið lekt, en hins vegar er það talið ótraust. Mat bygginga- og tæknimanna er að skipta þarf um þakviði hússins. íþrótta- skemman er orðin 25 ára, reist sem vélaverkstæði fyrir Akur- eyrarbæ. I raun hefur alltaf verið tjaldað til einnar nætur í þessu húsi sé litið til íþrótta- mála. Húsið hefur verið sem björgunarbátur og er enn,“ sagði Hreinn Óskarsson, for- stöðumaöur. tónleika. Tónlistarskólinn hefur fengið hér inni, t.d. síðastliðið vor. í íþróttaskemmunni hefur ætíð verið líf og fjör og húsið hef- ur sannað sig fyrir löngu,“ sagði Hreinn Óskarsson. ój um um miðjan desember eða fyrr. Nýi Sólbakur og Hrímbakur eiga eftir urn það bil 14 daga af sóknarkvóta sínum. Gamli Sól- bakur á ekki eftir nema þrjá eða fjóra daga þar til hann stoppar. Ásgeir Arngrímsson, útgerðar- tæknir hjá Ú.A., segir að aðrir togarar félagsins haldi veiðum áfram óslitið, því þeir eiga nægi- legan kvóta eftir. Togurunum verður því ekki lagt snemma eins og í fyrra. Skylt er að gefa áhöfn- um togara frí um jól og áramót og dagana milli hátíða, og þá daga verða því allir Ú.A. togarar í heimahöfn. Þetta er breyting frá því sem var, en áður þurftu stóru togararnir að vera inni annaðhvort um jól eða áramót. Harðbakur er í slipp á Akureyri þessa dagana, og slippur mun vera framundan hjá fleiri skipum félagsins. Sú sérstæða staða er komin upp hjá Ú. A. að varla cr útlit fyr- ir að togararnir nái að veiða all- an þann kvóta sem þeir hafa, en aflabrögð hafa verið ákaflega treg undanfarið hjá togurum um allt land. Aðrar útgerðir hafa sömu sögu að segja, Guöbjörgin ÍS 46, frægt aflaskip, kom t.d. inn til ísafjarðar með 60 tonn eftir 12 daga veiðferð í síðustu viku. „Togararnir munu líklega ekki klára kvótann ef sama treg- fiskiríið verður áfram. Þetta er ekki gott, haustið er búið að vera dauft, og afli hefur verið lélegur undanfarið þótt tíðin hafi verið góð og ekkert að veðri. Sólbakur gamli hefur verið með einna best- an afla og komið vel út upp á síð- kastið, en það stendur til að leggja honum eins og menn vita,“ segir Ásgeir Arngrímsson. EHB EyjaQarðarsýsla: Þrjár stöður hreppstjóra auglýstar Sýslumaðurinn í Eyjaljarð- arsýslu hefur auglýst þrjár stöður hreppstjóra í sýsl- unni, í Svarfaðardal, Hrísey og Öxnadal, lausar til um- sóknar. IJmsóknarfrestur er til 10. desember nk., en ráð- ið er í stööurnar frá og með næstu áramótum. Tveir hreppstjóranna, Hjörtur E. Þórarinsspn á Tjörn í Svarfaðardal og Björn Björnsson í Hríscy, láta af störfum fyrir aldurs sakir en Árni Brynjóifsson, hreppstjóri í Öxnadal, hefur flutt sig um sct til Akureyrar og því losnar hreppstjórastaðan þar. Áð sögn Elíasar Elíassonar, sýslumanns, cru ekki sett upp nein ákveðin skilyrði fyrir umsóknum og því er öllum viðkomandi hreppsbúunt heim- ilt að sækja um. Elías segir að starfssviö hreppstjóra hafi minnkað í tínians rás. Þeir eru fyrst og fremst umboðsmenn sýslu- manns og hafa með höndum löggæslustörf, lögskráningar, útgáfu vottorða o.fl. Fyrir liggur, að sögn-Elías- ar, að auglýsa stöðu hrepp- stjóra í hinni nýju sameinuðu Eyjafjarðarsveit. óþh Starfshópur um sorpeyðingu á Eyjafjarðarsvæðinu: Telur sorpurðun vænlegasta í framtíðinni - til greina kemur að urða allt sorp í Eyjafirði á einum stað Að sögn Hreins er íþrótta- skemman í notkun alla daga vetrarins, jafnt á virkum dögum sem um helgar. Oddeyrarskól- inn, Þelamerkurskólinn og Háskólinn eru þar með ieikfimi- kennslu sína. Þór og KA æfa boltaíþróttir í húsinu og fleiri íþróttafélög eiga athvarf í Skemmunni. „Já, aðsóknin er mikil á tímum íþrótta og heilsu- ræktar. Einstaklingar og hópar sækja hingað, þegar skólarnir og íþróttafélögin eru ekki hér. Við reynum að halda húsinu snyrti- legu og lagfæra allt eftir bestu getu. Skemman hefur staðið sig vel ef svo má segja. Nýtingin er góð yfir vetrartímann og yfir sumartímann hefur húsið verið notað til myndlistarsýninga og Það er sameiginlegt álit starfs- hóps um sorpeyðingu á Eyja- fjarðarsvæðinu að ef horft er til framtíðar sé urðun sorps vænlegasti kosturinn. Til greina kemur að sameinast um einn sorpurðunarstað fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið, en umræð- ur um þessi mál eru á frumstigi og starfshópurinn, sem í eiga sæti fulltrúar sveitarfélaga við Eyjafjörð og Heilbrigðiseftir- lits Eyjafjarðar, hefur aðeins komið saman til eins fundar og því á eftir að skoða þetta mál nánar áður en ákvörðun verð- ur tekin. Þessum starfshópi var komið á að frumkvæði heilbrigðisnefndar Akureyrar, en hún taldi að stefna bæri að sameiginlegum lausnum sveitarfélaganna á Eyjafjarðar- svæðinu um framtíðarskipan sorpeyðingar á svæðinu. Héraðsráð fjallaði um málið og skipaði heilbrigðisfulltrúa Heil- brigðiseftirlitsins og fulltrúa stærstu sveitarfélaga við Eyja- fjörð í starfshóp til að fjalla um málið og gera frumtillögur. Þegar tillögurnar líta dagsins Ijós munu þær verða lagðar fyrir sveitar- stjórnir á svæðinu til umfjöllun- ar. Valdimar Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, segir að menn telji að sorpbrennsla sé ekki framtíð- arlausn fyrir svæðið, því hún krefjist geysilega kostnaðarsamra mengunarvarnatækja. Valdimar segir að í raun sé það reikningsdæmi hvort sveitarfélög sameinist um einn sorpurðunar- stað í nágrenni Akureyrar, eða hvort sorp verði urðað á þrem stöðum, við Akureyri og sitt hvorum megin við utanverðan Eyjafjörð. Valdimar segir það álit manna að sorpurðun á ruslahaugum Akureyrar á Glerárdal sé ekki hættuleg, en hins vegar vilji merih' koma í veg fyrir urðun hættu- legra efna þar. „Mengunarvarna- reglugerðin kveður á um að sveit- arfélög eigi að koma upp mót- tökustöð fyrir hættuleg efni, og það er eitt af því sem við erum að skoða. Miðað við nýju mengunar- varnareglugerðina er aðkallandi að koma upp móttökustöð fyrir eiturefni og hættuleg efni,“ sagði Valdimar. Hann sagði að kostnaður við móttökustöð fyrir hættuleg efni þyrfti ekki að vera mikill, en augljóslega yrði dýrast að eyða þessum efnum, hvort sem er hjá Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðis- ins eða erlendis. „Þetta er ekkert farið að skoða,“ sagði Valdimar. Samkvæmt athugun sem Heil- brigðiseftirlit Eyjafjarðar gerði á síðastliðnu ári má ætla að fremur litlu magni svokallaðra hættulegra efna sé hent á sorphauga á svæð- inu. Erfitt er þó að henda nákvæmlega reiður á þessu. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.