Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 29. nóvember 1990 - DAGUR - 11 Síðasta orðið - eftir Steinunni Sigurðardóttur IÐUNN hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Steinunni Sigurð- ardóttur rithöfund. Nefnist hún Síðasta orðið og er viðamikið og frumlegt skáldverk þar sem höf- undurinn leikur sér listlega að máli og stíl. í kynningu útgefanda á efni sögunnar segir: „Að landlæknis- dótturinni glæsiiegu, Öldu ívar- sen, standa sterkir stofnar val- menna og kvenskörunga. Hér stíga ættmenni hennar fram á sjónarsviðið, eitt af öðru, séð með augum samferðarmanna sinna. Þetta er mikill ættbogi, „þrútinn af lítillæti, manngæsku og stórhug," en byrgir bresti sína og leyndarmál bak við luktar dyr. í þessari margslungnu og áleitnu skáldsögu Steinunnar Sig- urðardóttur er saga þessa fólks sögð í eftirmælum, greinum og sendibréfum héðan og að handan. Öll er saga ofin ísmeygi- legri kímni, nöpru háði og ein- lægri samúð. Og eins og oft gerist í eftirmælum segir það sem ósagt er látið einatt hálfa söguna.“ íslenska kynlífsbókin Almenna bókafélagið hefur sent frá sér íslensku kynlífsbókina eft- ir Óttar Guðmundsson lækni. íslenska kynlífsbókin fjallar á hispurslausan hátt um alla helstu þætti kynlífsins. Nöfn meginkafl- anna gefa góða hugmynd um upp- byggingu bókarinnar. Kaflarnir nefnast: Kynlífssagan, Fyrsta kynþróunin, Kynfærin, Kynhegð- un, Samskipti kynjanna, Kynlíf- ið, Klám og vændi, Kynlífsvanda- mál, Getnaðarvarnir, Samkyn- hneigð, Afbrigðilegt kynlíf og Kynsjúkdómar. Höfundurinn, Óttar Guð- mundsson iæknir, lauk doktors- prófi frá Gautaborgarháskóla 1984. Hann hefur síðan unnið sem heilsugæslulæknir í Kefla- vík, verið læknir hjá SÁÁ og starfar nú á geðdeild Landspítal- ans. Hann hefur um árabil skrif- að ýmsar greinar í blöð um læknisfræði og fleira. Óttar nálg- ast viðfangsefni sitt af fag- mennsku og laus við allan tepru- skap. Hann vísar í bókinni til þekktra dæma úr Biblíunni, mannkynssögunni og íslendinga- sögum, greinir vandamál forn- kappa jafnt sem samtímamanna. Myndskreytingar eru margvís- legar, meðal annars eru notuð þekkt listaverk til að útskýra það sem um er rætt. íslenska kynlífsbókin er 256 bls. að stærð og í stóru broti. Ssell*era Ábætisréttir í miklu úrvali: bord: T.d. banana-blus, appelsínu-blus, engisprettu ostakaka, ananas- fromage, súkkulaði-músse, laxapate, sjávarréttapate, pepperoni. KJ grænar baunir 1/l dós 89 kr. Armona blandaðir ávextir 1/i dós v121 kr. j V AGRA ferskjur 1/i dós 95 kr. V Tilboð Krakus jarðarber Vi dós 114 kr. Sykur 2 kg V118kr-. Bökunar- egg 294 kr. V Hveiti 2 kg 66 kr. OPIÐ laugardag frákl. 10-16 j ftmmtudag, föstudag, laugardag 4 kátirþrestir og 1 lóa ATH.FRÍTTINNTILKL. 12LAUGARDAG Frítt inn fyrir matargesti Frí heimsendingarþjónusta Sími 24199 J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.