Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 29. nóvember 1990 Tökumá móti pöntunum í jólakort með afslætti til kl. 16 laugardaginn 1. des. Ath. Opið laugardag 1. des. tilkl. 16. cPedlömJ«úter, Hafnarstræti og Hofsbót 7 tímar hjá okkar kosta aðeins 7.400 kr. í desember. Sólstofan Glerárgötu 20, II. hæð, sími 25099. Melka kuldaúlpur Munurinn er augljós! Herradeild Hjónanámskeið á Norðurlandi: Ungt fólk með hlutverk á ferð með norskum flölskylduráðgjafa Eivind Frnen, norskur fjölskylduráðgjafí, leið- beindi á þrem hjónanámskeiðum á Norðurlandi um mánaðamótin. Námskeiðin voru haldin á Siglufírði, Akureyri og Húsavík en í sumar hélt Eivind námskeið á Akureyri og Húsavík. Það eru samtökin Ungt fólk með hlutverk sem staðið hafa fyrir námskeiðshaldinu í samvinnu við sóknar- nefndir á hverjum stað. Tveir félagar í samtökun- um hafa ferðast um með ráðgjafanum, þeir Friðrik Schram formaður samtakanna sem túlkar fyrir Eivind á námskeiðunum og Þorsteinn Kristiansen starfsmaður samtakanna á Akureyri sem hefur haft umsjón með námskeiðshaldinu. Samtökin Ungt fólk með hlut- verk voru stofnuð 6. júní 1976 en það var fyrst fyrir þremur árum sem þau stóðu fyrir hjónanám- skeiði í Reykjavík og fengu Eivind til að leiðbeina. Nám- skeiðið var haldið til prufu, það stóð í þrjú kvöld og tókst mjög vel. Um 100 manns sóttu nám- skeiðið. Síðan hefur ekki verið haldið slíkt námskeið á vegum samtakanna í Reykjavík en hins vegar þrjú í Egilsstaðakirkju. Eðlilegt að leita sér fræðslu í fyrra fór Þorsteinn að hugsa um að koma slíku námskeiði á hér fyrir norðan og hafði samband við Eivind. Þorsteinn er spurður hvernig til hafi tekist: „Það voru haldin námskeið hér í júnímán- uði, það var að vísu erfiður tími því það var glampandi sól úti og heimsmeistarakeppnin í fótbolta á fullu í sjónvarpinu. Við fengum samt nokkuð góða þátttöku mið- að við þessar aðstæður. Fólkið var svo ánægt með þessi námskeið og gaf þeim svo góða dóma að við ákváðum að halda áfram. Það kemur í ljós núna í haust að þar sem við höfum haldið námskeið áður, á Akureyri og Húsavík, er þrisvar sinnum meiri þátttaka en fyrr. Þessi ótti hjá fólki við að fara á hjónanámskeið hverfur þegar það finnur að það er eðli- legt að leita sér fræðslu um þessi mál, rétt eins og þegar ungt fólk fer á námskeið til að læra á bíl. Þó segjum við stundum að það sé flóknara mál að lifa lífinu í hjónabandi en að aka bíl. Nú erum við að íhuga möguleika á að halda áfram þessum nám- skeiðum á Norðurlandi, jafnvel í maí. Næsta haust erum við svo að hugsa um að halda námskeið, og ég vona að þau geti orðið fastur liður á hverju hausti þannig að fólk geti reiknað með þeim. Við vildum gjarnan heyra frá bæjar- félögum á Norðurlandi sem hafa áhuga á að fá til sín svona nám- skeið.“ - Hvað margir sóttu nám- skeiðin nú í haust? „Fjöldinn skiptir ekki alltaf öllu máli heldur það að fólkið sé ánægt. En á Húsavík komu 50 á námskeiðið, 40 á Akureyri og 17 á Siglufirði.“ - Hvaða ályktun má draga af því að fleiri koma á hjónanám- skeið á Húsavík en Akureyri, í mikið fámennara bæjarfélagi? „í litlum bæ berast fréttir eins og eldur í sinu og allir fá að vita um hlutina en Akureyri er orðin það stór bær að þetta fréttist ekki á sama hátt. Ég hef trú á því að við fáum marga á námskeið á Siglufirði næst, ef þátttakendurn- ir láta vel af námskeiðinu sem haldið var þar.“ Eivind segir að á hverjum stað sé fólk í fyrstu tregt til þátttöku í slíkum námskeiðum, og líti svo á að þau séu aðeins fyrir fólk með stærri vandamál en það eigi sjálft við að stríða. - Hvaða fólki er ráðlagt að sækja námskeiðin Eivind, aðeins fólki sem á við mikil vandamál að stríða eða jafnvel fólki með engin vandamál? „Ég held að allir eigi við ein- hver vandamál að stríða. Sumir koma á slíkt námskeið sem loka- tilraun til að koma málunum í lag þegar liggur við skilnaði, en aðrir koma með minni vandamál. Ég held því að námskeiðin henti öllum.“ Góð hjónabönd verða betri Eivind og kona hans hafa í sam- vinnu samið efnið fyrir hjóna- námskeiðin og unnið að þróun þeirra í nokkur ár. Aðalstarf Eivinds er þó að annast kennslu ýmsra ráðgjafa og presta og ferð- ast hann víða um heim þeirra erinda. Eivind segir að það sem hann kenni á hjónanámskeiðunum sé byggt á kenningum biblíunnar en þó vitnar hann ekki oft í hana á námskeiðunum sjálfum. Hann segir að viðhorf séu mismunandi frá landi til lands en hann velji þá leið þegar hann kenni fólki að benda því á hlutina, leyfa því að uppgötva sannleikann í orðum sínum og vísa síðan til biblíunn- ar. Hann segir bakgrunn fólks sem sæki námskeiðin ákaflega mismunandi, sumir hafi kynnt sér kenningar biblíunnar vel en aðrir ekki. Aðspurður segir Eivind að honum finnist mjög létt að kenna á íslandi og vili alls ekki meina að íslendingar séu lokaðir, þó fólk í sumum öðrum löndum virki opn- ara sé það aðeins á yfirborðinu. Hann segir að margir sem komi á námskeið séu í fyrstu svolítið föl- ir og taugaóstyrkir en það lagist þegar á líður. - Nú hafa þegar milli 60-70 manns á Húsavík, 2500 manna bæ, sótt námskeið hjá þér. Eftir nokkur námskeið í viðbót má reikna með að þú hafir náð að tala yfir verulegum hluta þeirra bæjarbúa sem í sambúð eru. Áttu von á að það breyti bæjarbragn- um? „Það vona ég. Ég vona að það sem ég er að kenna hafi varanleg áhrif. Ef ég héldi að efni þessara námskeiða sé eitthvað sem ekki Tónleikar í Húsavíkurkirkju: Hólmfríður syngur í heimabæ sínum - Juliet Faulkner við píanóið Á sunnudaginn 2. des. verða haldnir tónleikar á vegum Húsavíkurkirkju og hefjast þeir kl. 17 í kirkjunni. Það eru Hólmfríður S. Benediktsdótt- ir, sópran og Juliet Faulkner, píanóleikari sem fram koma á tónleikunum. Þetta eru fyrstu tónleikar Hólmfríðar á Húsa- vík eftir að hún lauk masters- námi í einsöng frá Indiana University í Bloomington sl. sumar. Efnisskráin er mjög fjölbreytt. Flutt verða verk eftir íslensk alþýðutónskáld; Gylfa Þ. Gísla- son og Eyþór Stefánsson. Einnig verða flutt lög eftir Atla Heimi Sveinsson og lög frá Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu og Bandaríkj- unum. Hólmfríður starfar sem söng- kennari við Tónlistarskólann á Akureyri en býr á Húsavík þar sem hún er fædd og uppalin. „Ég lít á þessa tónleika sem lokatón- leika hér heima. í sumar þurfti ég að ljúka mastersnáminu með tón- leikum úti, en mér finnst í raun- inni ég ekki vera búin að ljúka þessu námi fyrr en ég er búin að halda tónleika hér heima. Undanfarin þrjú sumur hefur kennarinn minn verið Klara Barlow. Hún hefur gefið mér mikið og ég er mun meðvitaðri sem söngvari. Að mínu mati hafa gæði söngsins mikið aukist við námið hjá Klöru. Við Juliet höf- um unnið að undirbúningi tón- leikanna frá því í haust. Það hef- ur þó gengið á ýmsu hjá okkur eins og verða vill hjá fólki með fjölskyldur, æfingum þarf að fresta því börnin fá pestar og við vinnum báðar mikið og svo hafa æfingar fallið niður vegna veðurs og færðar og af ýmsum orsökum. Juliet er þannig undirleikari sem alla söngvara dreymir um að vinna með og nú erum við tilbún- ar, og þetta brestur á á sunnudag- inn,“ sagði Hólmfríður, aðspurð um tónleikana. Juliet Faulkner er kennari við tónlistardeild Hafralækjarskóla. Hún stundaði nám í píanóleik, bæði sem einleikari og undirleik- ari, við Royal Academy of music. Hún lærði einnig hjá stjórnanda Royal Opera House Covent Garden. Juliet starfaði sem undirleikari við Royal Academy of Music og hún hefur haldið tón- leika víða um England, m.a. í The Queen Elizabeth Hall. Juliet sagði að efnisskrá tón- leikanna væri mjög skemmtileg. Hún sagði að þær Hólmfríður hefðu unnið saman áður, fyrir fjórum árum, og þá æft allt annað prógramm. Juliet sagði að mjög þægilegt væri að vinna með Hólmfríði og þær þekktust mjög vel. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.