Dagur - 29.11.1990, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 29. nóvember 1990 - DAGUR - 13
Kórstarf í Glerárhverfi
Allt frá því að Kirkjukór Lög-
mannshlíðarsóknar var stofnaður
í febrúar árið 1944 hefur starf
hans verið mjög öflugt. Kórstarf-
ið tengdist frá upphafi kirkjunni í
Lögmannshlíð en þegar byggð í
Glerárhverfi jókst fluttist kirkju-
starfið að stærstum hluta í Gler-
árskóla og síðar, í febrúar árið
1987, í hina nýbyggðu Glerár-
kirkju. Nú er vetrarstarf kórsins
hafið af fullum krafti.
Hugmyndin að stofnun kórsins
kom fyrst fram haustið 1942 þótt
formlega væri kórinn stofnaður
árið 1944. Stofnendur voru 19, 8
karlar og 11 konur. Fram til árs-
ins 1945 stjórnaði Jakob Tryggva-
son, sem síðar varð organisti við
Akureyrarkirkju, kórnum en frá
haustinu 1945 var Áskell Jónsson
stjórnandi. Gegndi hann því
starfi allt til hausts 1987 eða sam-
fellt í 42 ár. Starf kórsins var að
syngja við messur í Lögmanns-
hlíðarkirkju en einnig var kórinn
með skemmtanir og sjálfstæða
tónleika. Árið 1984 fór kórinn út
í það stórvirki að gefa út hljóm-
plötu með upptökum frá tónleik-
um kórsins á árunum 1981 og
1983. Enn eru nokkur eintök plöt-
unnar óseld og því möguleiki á
að eignast hana. Ágóði af útgáf-
unni skyldi renna til byggingar
Glerárkirkju. Eftir að Askell lét
af störfum sem stjórnandi gaf
kórinn út safn af einsöngs-, tví-
söngs- og kórlögum eftir Áskel.
Pessi bók, eins og platan, er enn
fáanleg hjá kórnum.
Frá því að Glerárkirkja var
Þetta er önnur útgáfa af fræðslu-
riti dr. Hannesar Jónssonar um
lýðræðisleg félagsstörf. Vakti
hún mikla athygli þegar hún kom
fyrst út árið 1969 og varð mörg-
um að gagni. Hún hefur verið
ófáanleg um lengri tíma.
í bókinni fjallar höfundurinn á
hlutlausan, hagnýtan og fræðileg-
an hátt um alla þætti félags- og
fundarstarfa, fundi og fundar-
stjórn, félags- og forystustörf,
mælsku, rökræður, lýðræðis-
skipulagið og samhengi félagslífs-
ins. Þar er líka að finna margar
/-----------s
byggð og starfið færðist þangað
hafa verið uppi vangaveltur um
hvort breyta ætti nafni kórsins.
Fyrir rúmu ári síðan kom hug-
myndin alvarlega til tals á aðal-
fundi kórsins og á aðalfundi hans
síðast í október síðastliðnum var
breyting á nafni kórsins sam-
þykkt. Heitir hann nú Kór Gler-
árkirkju. Mun kórinn starfa svip-
að og verið hefur og syngja við
messur í Glerárkirkju og Lög-
mannshlíðarkirkj u.
Æfingar vetrarins hófust um
miðjan september síðastliðinn á
því að byrja að æfa kórkafla úr
óratóríinu „Friður á jörðu" eftir
Björgvin Guðmundsson, en það
verk verður m.a. á efnisskrá
kórsins á vori komanda. Nú er
verið að æfa efnisskrá fyrir
aðventukvöld 9. desember og
stólvers fyrir jólahátíðina.
Þuríður Baldursdóttir söng-
kennari hefur nú tekið að sér að
vera með raddþjálfun hjá
kórnum, en síðastliðinn vetur sá
hún einnig um raddþjálfun. Er
mjög mikils virði að fá hana til
aðstoðar.
Eftir áramót verður farið af
krafti að æfa fyrir tónleika kórs-
ins sem verða 15. apríl í vor auk
þess að undirbúa söngefni fyrir
páska og fermingar. Tónleikarnir
í vor verða helgaðir tveim heið-
ursmönnum, Áskeli Jónssyni,
sem verður 80 ára þann 5. apríl,
og Björgvini Guðmundssyni, sem
hefði orðið 100 ára þann 26.
apríl. Verk Áskels verða m.a.
einsöngs-, tvísöngs- og kórlög
fróðlegar teikningar af hentugu
fyrirkomulagi í fundarsal stærri
og smærri funda, svo og verkefni
og dagskrár til þjálfunar á 10
málfundum.
Bókin skiptist í 18 kafla og 3
hluta. í fyrsta hluta fjallar dr.
Hannes um félagsleg grundvall-
aratriði og lýðræðisskipulagið.
Annar hlutinn nefnist félög,
fundir, fundarsköp og lýðræðis-
leg forystustörf. Er bar að finna
almennar reglur fui c'arskapa, en
einna merkilegust er þar þó stór-
fróðleg umfjöllun um hlutverk
félaga og forystumanna þeirra.
Þátturinn um heilbrigðan og
óheilbrigðan félagsanda er einnig
hinn athyglisverðasti.
Þriðji hluti bókarinnar er svo
um mælsku, rökræður og áróður.
Þar er fjallað um aðferðirnar,
sem við notum til þess að koma í
mæltu máli skoðunum okkar á
framfæri á opinberum vettvangi
við mótun vilja og ákvarðana-
töku sérfélaga og staðfélaga.
Lýðræðisleg félagsstörf er
kjörin bók fyrir yngri sem eldri
áhugamenn um lýðræðisskipulag-
ið og félags- og fundarstörf.
Bókin er 304 blaðsíður að
stærð og kostar kr. 2.000, í
bandi.
sem komu út í bók sem kórinn
gaf út 1988 í þakklætis- og virð-
ingarskyni fyrir hans mikla starf
með kórnum, en auk þess lög
sem ekki eru til á prenti. Björgvin
Guðmundsson var mikilvirkur
tónlistarmaður hér á Akureyri,
en í byrjun næsta árs, 4. janúar,
eru 30 ár frá því að hann lést,
árið 1961. Verkið „Friður á
jörðu", sem er fyrsta óratóríó
sem gefið er út á ísíandi, var sam-
ið árið 1944 og er fyrir kór og ein-
söngvara með píanóundirleik.
Mun kórinn flytja 1. þátt verksins
í hljómsveitarbúningi dr. Hall-
gríms Helgasonar og 1. kafla 4.
þáttar (Frið, frið) í hljómsveitar-
búningi stjórnanda kórsins,
Jóhanns Baldvinssonar. Á tón-
leikunum munu því auk kórsins
koma fram hljóðfæraleikarar og
einsöngvarar. Stefnt er að því að
tónleikarnir verði í aðalsal Gler-
árkirkju, þótt hann verði þá ekki
endanlega fullfrágenginn.
Sumarið 1992 er hugmyndin að
fara í skemmti- og tónleikaferð
til Þýskalands og nálægra landa.
Verður byrjað að undirbúa þá
ferð fljótlega upp úr áramótum.
Starf kórsins er mjög öflugt og
eru félagar nú nærri 40. Enn er
þó hægt að bæta við röddum og
geta þeir sem áhuga hafa haft
samband við kórstjórann, Jó-
hann Baldvinsson, sími 27537,
Katrínu Ingvarsdóttur, sími
22773, eða komið og hlustað á
æfingar í Glerárkirkju á fimmtu-
dagskvöldum (og fram að aðventu-
kvöldi einnig á þriðjudagskvöld-
um) kl. 20-22.
Jóhann Baldvinsson.
Ég elska þig
- frásagnir af æsku-
ástum eftir þjóðkunna
íslenska höfunda
Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur
sent frá sér bókina Eg elska þig.
Hún hefur að geyma níu smásög-
ur og frásagnir eftir þjóðkunna
íslenska höfunda. Sögurnar eru
allar samdar sérstaklega fyrir
þessa útgáfu.
„Þetta eru sögur um æsku og
ástir," segir í kynningu FOR-
LAGSINS. „Sögur seni ylja ung-
lingum á öllum aldri um hjarta-
rætur, kveikja drauma, vekja
ljúfsárar minningar - og fá jafn-
vcl suma til að roðna. Þær lýsa
fyrsta fálmi unga fólksins á
ástarbrautinni, augnaráðum,
kossum, boðum og bönnum.
Um ástir unglinganna skrifa
þau Guðbergur Bergsson, Guð-
mundur Andri Thorsson, Magn-
ea J. Matthíasdóttir, Nína Björk
Árnadóttir, Olga Guðrún Árna-
dóttir, Ólafur Haukur Símonars-
son, Ólafur Gunnarsson, Sigurð-
ur A. Magnússon og Stefanía
Þorgrímsdóttir.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum
fer fram í skrifstofu
embættisins, Húsavík,
á neðangreindum tíma:
Aðalbraut 69, 2.h. t.h., Raufarhöfn,
þingl. eigandi Kristján Jónsson og
Ríkey Garðarsdóttir, mánud. 3.
des., ’90, kl. 10.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Árni Pálsson hdl. og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Austurvegur 18, Þórshöfn, þingl.
eigandi Hulddís Þorfinnsdóttir en
talinn eigandi Þórshafnarhr.,
mánud. 3. des., '90, kl. 10.20.
Uppboðsbeiðandi er:
Veðdeild Landsbanka Islands.
Blysfari ÞH 27, þingl. eigandi Jón
Sigurðsson, mánud. 3. des., '90, kl.
14.40.
Uppboðsbeiðandi er:
Byggðastofnun.
Duggugerði 9, Kópaskeri, þingl.
eigandi Kaupfélag Norður-Þingey-
inga, mánud. 3. des., '90, kl. 14.50.
Uppboðsbeiðandi er:
Byggðastofnun.
Frysti- og sláturhús á Kópaskeri,
þingl. eigandi Kaupfélag Norður-
Þingeyinga, þrotabú, mánud. 3.
des., '90, kl. 15.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Ingólfur Friðjónsson hdl., Skúli J.
Pálmason hrl., Innheimtumaður
ríkissjóðs og Byggðastofnun.
Hamrar, Reykjadal, þingl. eigandi
Valgerður Jónsdóttir, mánud. 3.
des., ’90, kl. 10.40.
Uppboðsbeiðandi er:
Veðdeild Landsbanka íslands.
Hlöðufell, Húsavík, þingl. eigandi
íþróttafélagið Völsungur, mánud. 3.
des., ’90, kl. 15.20.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Höfði 9, Húsavík, þingl. eigandi
Aðalgeir Olgeirsson, mánud. 3.
des., ’90, kl. 14.20.
Uppboðsbeiðandi er:
Lögvísi sf.
íbúðarh. úr landi Ærlækjarsels,
Öxarf., talinn eigandi Sigurður
Hinriksson, mánud. 3. des., ’90, kl.
10.50.
Uppboðsbeiðandi er:
Skiptaráðandi.
Kartöfluverksmiðja, Svalb.str.,
þingi. eigandi Kjörlandi hf., Sval-
barðseyri, mánud. 3. des., '90, kl.
11.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Steingrímur Eiríksson hdl.
Ketilsbraut 7, Húsavík, þingl.
eigandi Borg hf., mánud. 3. des.,
'90, kl. 15.10.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Lóð úr landi Geldingsá (Árholt),
þingl. eigandi Regína Vigfúsdóttir,
mánud. 3. des., '90, kl. 11.20.
Uppboðsbeiðandi er:
Eggert B. Ólafsson hdl.
Mýlaugsstaðir, Aðaldælahr., þingl.
eigandi Arnar Andrésson, mánud.
3. des., '90, kl. 11.40.
Uppboðsbeiðendur eru:
Stofnlánadeild landbúnaðarins og
Örlygur Hnefill Jónsson hdl.
Réttarholt 2, Grýtubakkahr., talinn
eigandi Haraldur Höskuldsson,
mánud. 3. des., '90, kl. 13.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Sólbrekka 27, Húsavík, þingl.
eigandi Þorvaldur V. Magnússon,
mánud. 3. des., '90, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Jóhann Þórðarsson hdl., Hróbjartur
Jónatansson hdl. og Veðdeild
Landsbanka íslands.
Sólberg, Ægissíða 15, Grenivík,
þingl. eigandi Ómar Steindórsson,
mánud. 3. des., '90, kl. 13.20.
Uppboðsbeiðandi er:
Tryggingastofnun ríkisins.
Sýslumaöur Þingeyjarsýslu.
Bæjarfógeti Húsavíkur.
Atvinna
Kúahirði vantar á kúabú á Norðurlandi.
Ábyrgðarstaða, mikil vinna, góð laun.
Einbýlishús á staðnum.
Hentar vel fyrir hjón eða sambýlisfólk.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í janúar.
Umsóknir með upplýsingum leggist inn á afgreiðslu
Dags fyrir 10. des. merkt „XB“.
Höfundur er organisti og stjórnandi kórs
Glerárkirkju.
Álafoss hf., Akureyri, auglýsir
breytingu á símanúmerum eftir
lokun skiptiborðs og fleiri breyt-
ingar:
y
Alafoss hf. Akureyri
Sími (96)21900
Samband frá skiptiborði frá kl. 8-12 og 13-16, mánudaga til
föstudaga.
Telex: 2083 alafak is
Fax: (96) 27285
Beinir símar eftir lokun skiptiborðs:
- Heildsala .................................... 21491
- Skrifstofa:
- Markaðsþjónusta ................................. 21901
- Fjárreiðustjóri ................................. 21809
- Launadeild ...................................... 21902
- Tölvudeild ....................................... 21496
- Fatadeild:
- Verksmiðjustjóri ................................ 21493
- Verkstjóri, jakkalína ........................... 21805
- Verkstjóri, prjón ............................... 21808
- Verkstjóri, peysusaum............................. 21495
- Vefdeild ........................................ 21806
- Ketilhús ........................................ 21903
Beinir símar:
Félagsborg, starfsmannasalur ...................... 24511
Tjarnarlundur 12h .................................. 24435
Verksmiðjuverslun .................................. 11167
Álafoss hf., Mosfellsbæ .................... (91) 666300
Vakin er athygli á að nýtt símanúmer
Skinnaiðnaðar Sambandsins, Akureyri,
er(96) 21710
og því ekki lengur hægt að afgreiða
símtöl til Skinnaiðnaðar um skiptiborð
Álafoss hf.
GEYMIÐ ÞESSA AUGLÝSINGU!
Dr. Hannes Jónsson:
Lýðræðisleg félagsstörf
- 8. bókin í Bókasafni
F élagsmálastofnunarinnar