Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 1. desember 1990 Snarpar umræður í bæjarstjórn ÓlafsQarðar um kostnað við framkvæmdir sl. sumar: Tel að þegar upp verði staðið muni flárhagsáætlun standast - segir Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Nokkuð fjörugar umræður spunnust um fjárhagsáætlun Olafsfjarðarbæjar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Full- trúar minnihluta gagnrýndu að margir liðir fjárhagsáætlunar- innar, t.d. gerð grasvallarins og viðgerð á Barnskólanum og Gagnfræðaskólanum hefði far- ið úr böndunum og ekki hafi verið leitað heimildar bæjar- stjórnarinnar fyrir auknum útgjöldum. Óskar Pór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarð- ar, sagði í samtali við Dag að hann væri mjög vongóður um að þegar upp yrði staðið um áramót myndi fjárhagsáætlunin standast vel. Hann sagði að hætt hafi verið við stóran lið, íþróttahúsið, og óhjákvæmilega hafi þurft að veita auknum fjármunum til annarra liða, eins og viðhalds Barnaskól- ans og Gagnfræðaskólans. Óskar sagði að ekki hafi verið byrjað á byggingu íþróttahúss, eins og gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun, vegna mikillar þenslu á vinnumarkaði í Ólafs- firði sl. sumar, t.d. í sambandi við Múlagöngin, og einnig það að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafi ekki veitt þeim fjármunum til byggingarinnar, sem vonast hafi verið til. „Við áætluðum 50 prós- ent hlut sjóðsins, 4,5 milljónir króna, en fengum aðeins 1200 þúsund,“ sagði Óskar. Þrátt fyrir að ekki hafi verið unnið við byggingu íþróttahúss- ins sagði Óskar að unnið hafi ver- ið af krafti við að ganga frá teikn- ingum að íþróttahúsinu og á næsta sumri sé stefnt að því að hefja byggingarframkvæmdir. Um framúrkeyrslu í viðhaldi Barnaskólans sagði Óskar að þörf hafi verið á meira viðhaldi, en gert var ráð fyrir. Þannig hafi t.d. komið í ljós meiri skemmdir í leikfimisal, en búist var við. Meiri fjármunum var varið í gerð grasvallarins, en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir. Óskar sagði að tekin hafi verið ákvörð- un um að þekja allt vallarsvæðið og mætti segja að þær auknu framkvæmdir hafi komið í stað byggingarframkvæmda við íþrótta- húsið. „Ég er bjartsýnn á það að þeg- ar upp verður staðið haldist tekj- ur og gjöld vel í hendur. Stað- greiðslan skilaði sér framan af ári verr en við áttum von á, en ég er bjartsýnn á að hún skili sér betur síðari hluta ársins. Gangi það eft- ir sýnist mér að fjárhagsáætlunin muni tekjulega lega, rlega standast i Óskar. prýði- sagði A bæjarstjórnarfundinum ósk- uðu fulltrúar minnihlutans að bókuð yrði gagnrýni þeirra á hvernig staðið hefði verið að mál- um við ákvörðun um aukin út- gjöld til einstakra þátta. Þeir létu þess getið að fjárhagsáætlun væri sá rammi sem miða ætti við, en ef út af honum þyrfti að bregða ætti að leita heimildar bæjarstjórnar fyrir því. Það hefði ekki verið gert í mörgum málum, t.d. fram- kvæmdum við Barna- og Gagn- fræðaskólann, grasvöll, fegrunar- átak við bæjarskrifstofur og gangstéttargerð. í ljósi þessa töldu minnihluta- fulltrúarnir nauðsynlegt að endurskoða fjárhagsáætlun fyrr á árinu, en nú hafi verið gert. óþh ,Það er hundleiðinlegt að hanga svona.“ Mynd: Golli Fóðurstöðin Melrakki hf.: Kröftdýsingar upp á 140 milljónir - Stofnlánadeildin með 80 milljónir í síðustu viku rann út kröfulýs- ingafrestur í þrotabú fóður- stöðvarinnar Melrakka á Sauð- Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda: Fjármagni verði beint til þess að lenffia ferðamannatímann - stuttur annatími stendur Ferðaþjónustunni fyrir þrifum Aðalfundur Ferðaþjónustu bænda var settur á Hótel Sögu í Reykjavík í gær og verður fram haldið í dag. Fulltrúar 126 ferðaþjónustubæja um land allt eiga rétt til setu á fundinum. Samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins, koma ellefu þúsund fleiri ferðamenn til íslands í ár en í fyrra og fjölgar erlendum ferða- mönnum hér á landi um 8,5%. Það er mikil aukning miðað við hægfara þróun fyrri ára. Fjölmörg mál verða tekin fyrir á fundinum en m.a. verður leitað svara við þeirri spurningu hvern- ig megi gera sem mest úr þessari óvæntu aukningu ferðamanna. Gefur hún til að mynda tilefni til þess að fjölga gistirýmum í ferða- þjónustu? Margt bendir til þess að arðsemi verði ekki aukin inn- an ferðaþjónustu hér á landi með því að fjárfesta í fleiri gistirým- um. Það gæti þvert á móti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og jafnvel orsakað hrun í þessari ungu atvinnugrein. Það sem stendur einna helst aukinni arðsemi fyrir þrifum er að öllum líkindum það að mesti annatími í ferðaþjónustu er í júlí og ágúst. Aðra mánuði ársins er nýting gistirýma ekki sem skyldi og nánast engin um vetrartím- ann. Fiest rök hníga í þá veru að beina fjármagni til þess að lengja ferðamannatímann með því að fjölga mjög möguleikum ferða- manna hvað afþreyingu snertir og bæta markaðssetningu stórum, sér í lagi þann þátt er lýt- ur að vöruþróun innan ferða- þjónustu. árkróki. Kröfulýsingar hljóða upp á samtals um 140 milljónir króna, þar af er Stofnlánadcild landbúnaðarins með um 80 milljónir króna. Forgangskröfur eru 2.893.945. kr., en það eru launakröfur, stéttarfélagsgjöld o.fl. Kröfur utan skuldaraðar, sem eru tryggðar að hluta með veði í ýms- um hlutum, hljóða upp á 121.748.805. kr. Þar af er Stofn- lánadeildin með um 80 milljónir, Búnaðarbankinn með tæpar 13 milljónir og Byggðastofnun með 23,5 milljónir. Almennar kröfur í búið eru 16.942.960. ísl.kr. og að auki ein frá Danmörku upp á 350.530. d.kr. Að sögn Jóhannesar Sigurðs- sonar, lögfræðings og bústjóra Melrakka, verður fyrsti skipta- fundur þann 13. desember og þá verður tekin ákvörðun um fram- hald aðgerða í búinu og aðallega eru það viðskiptakröfurnar og loðdýrabændur sem ákveða þarf um. Jóhannes sagðist vonast til að einnig yrði haldið áfram með skuldbreytingar og að takast mætti að koma öllum „pappír- um“ í verð. Hann sagði einnig að í desember yrði það skoðað hvort einhver vildi kaupa húsin og reksturinn, en Kaupfélag Skag- firðinga er með reksturinn á leigu til áramóta. Ef ekki gengur að selja neitt verður trúlega uppboð á húsinu og tækjum fljótlega upp úr áramótum að sögn Jóhannes- ar. SBG Húsavík: Fyrsti vísir félagsmið- stöðvar kominn í gagnið Fyrsti vísir aö félagsmiöstöð var opnuð á Húsavík sl. fimmtu- dagskvöld við mikinn fögnuð unga fólksins í bænum. Hús- næðið er í kjallara félagsheim- ilisins og þar hefur áður verið „opið hús“ fyrir unglingana, Alþjóða alnæmisdagurinn er í dag: Athyglin beinist að konum og aJnærni Alþjóða alnæmisdagurinn er í dag 1. desember, en þetta er í þriðja sinn sem 1. descmbcr er á alþjóða vettvangi tileinkaður baráttunni gegn alnæmi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin greinir frá að í heiminum séu 8- 10 miljónir einstaklinga smitaðir af HIV veirunni. Rúmlega 1,2 miljónir manna, kvenna og barna hafa nú þegar greinst með alnæmi. f ár beinist athyglin einkum að konum og alnæmi. Ástæða þess er sú að í mörgum samfélögum er réttarstaða kvenna veikari en karla þar með talinn réttur þeirra til náms, en þekking á smitleið- um alnæmis er stærsti þátturinn í að koma í veg fyrir smit. Rann- sóknir benda einnig til þess að konur sem sofa hjá alnæmis- smituðum karlmanni séu í meiri áhættu að smitast en maður sem sefur hjá alnæmissmitaðri konu. Þar að auki eru það að miklum meiri hluta konur sem taka að sér að hlúa að og annast alnæmis- smitaða einstaklinga. Alþjóða alnæmisdagurinn á að minna okkur á að öllum ber að horfast í augu við þennan mikla vágest og berjast gegn honum. Komandi kynslóðir eiga heimtingu á mark- vissri baráttu allra þjóða. ój en í vetur hefur verið unnið þar að töluverðum lagfæring- um. „Ég var alltaf ákveðin í að hér yrði opnað í nóvember og er ánægð með að það skuli vera orð- ið að veruleika. Krakkarnir eru vitanlega alsæl en það er mikil spenna í þeim í kvöld, enda voru þau lengi búin að bíða eftir að opnuninni," sagði Lilja Skarp- héðinsdóttir, formaður æskulýðs- og íþróttanefndar. Foreldrum og öðrum bæjarbúum var boðið að Húsnæði félagsniiðstöðvarinnar er í kjallara félagsheimilisins. koma og skoða aðstöðuna við opnunina, en sárafáir þáðu boðið að undanskildum eldri ungling- um sem litu við. Viðar Baldvinsson er húsvörð- ur í opnu húsi og Sveinn Hreins- son kennari hefur verið ráðinn í hálfa stöðu sem tómstundafull- trúi. í húsnæðinu eru ýmis spil, töfl, billjardborð og borðtennis. Herbergi er fyrir sjónvarps- og myndbandaáhorfendur og einnig er mjög vinsæll rómókrókur. í framtíðinni er stefnan að koma á fót ýmsri klúbbastarfsemi. Hugmyndasamkeppni um fyrir- komulag eða skipulag húsnæðis félagsmiðstöðvar á fyrstu hæð félagsheimilisins er hafin. Ungl- ingar 11 ára og eldri hafa tillögu- rétt og ber að skila hugmyndum fyrir 11. jan. Sagðist Lilja vona að fjárframlag fengist á fjárlög- um næsta árs til að koma húsnæð- inu í gagnið sem fyrst. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.