Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 9

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 9
Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 9 af erlendum vetfvangi Hvers vegna hefiir fQlinn rana? Finna fiskar til sársanka? Margir sportveiðimenn hafa sjálfsagt leitt hugann að þessu. Til að svara því þurfa menn að ' vita nokkur deili á taugakerfi fiska. Ef litið er á heilabúið, þá er það mjög frumstætt. Þróunarlega séð hafa heilabú spendýra náð mestum þroska. Síðan koma fuglar, skriðdýr, froskar og loks fiskar. Heili fiskanna er miklu einfald- ari að gerð en mannsheilinn. Hjá flestum þeirra er engan heilabörk (cortex) að finna, en hann hefur mikið með meðvitundina að gera. I skemmstu máli sagt, þá er ekki um neina meðvitund að ræða nema heilabörkur sé fyrir hendi, og án meðvitundar verður ekki gerður munur á þægilegum og óþægilegum tilfinningum. Með þannig heila starfar líkam- inn nánast eins og vél. En svona einfalt er málið þó ekki. Mikill fjöidi taugaenda sem nema óþægindi, eru um allan lík- ama fiskanna og ekki síst í kring- um munninn. Þau sársaukavið- brögð sem eiga sér stað hjá fiskum, eru ekki ólík því sem verður hjá mönnum þegar þeir taka á heitum katli sem þeir vissu ekki að væri heitur. Menn kippa hendinni að sér, eldsnöggt, áður en þeir hafa gert sér grein fyrir hvað hefur gerst. Fiskur sem bitið hefur á öngul, spriklar oft ákaflega mikið. Taugaendarnir í munninum senda sársaukaboð til heilans. En þar sem fiskurinn hefur enga meðvitund, geta taugaboðin allt eins „skilist" sem viðvörunar- merki, - „hætta á ferðum, flýðu.“ Vísindamönnum hefur satt best að segja ekki tekist að skera úr um það, hvort fiskar finna til sársauka. En það að sami fiskur- inn bítur á aftur og aftur sannar að heilabú þeirra er ekki háþró- að. (Bengt Bcngtsson í Fakta 2/90. -Þ.J.) Það reynir á að byrja í skóla, undirbúum bömin vel MUNDU EFTIR OSTINUM Hann eflir einbeitinguna Fóstrur Dagvistardeild Akureyrarbæjar auglýsir eftir forstöðumanni og fóstrum til starfa við leik- skólann Iðavöll frá 1. janúar 1991. Iðavöllur tekur til starfa að nýju 15. janúar n.k. eft- ir að endurbótum á húsnæðinu er lokið. Aðstoðað verður eftir megni við útvegun hús- næðis á Akureyri. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Dagvistardeildar Akureyrarbæjar. Allar nánari uppl. veitir hverfisfóstra í síma 24600 virka daga milli kl. 10.00 og 12.00. AKUREYRARB/tR sjónpípu á kafbáti - til þess að þefa í kringum sig, finna vindátt- ina eða þá til að gefa viðvörunar- merki. Áður fyrr héldu menn, að fílar hræddust mýs, þær gætu skriðið upp í ranann og valdið skemmd- um á honum. Þetta er nú aðeins þjóðsaga, því ef svo færi, að mús villtist upp í fílsrana, myndi fíll- inn einfaldlega losa sig við hana með því að hnerra, rétt eins og menn losa sig við óhreinindi með hnerrum. (Bengt Bengtsson í Fakta 2/90. - Þ.J.) Fíllinn notar ranann fyrst og fremst líkt og maðurinn hand- legg, og fremst á honum er tota, sem líkist fingri. Hann getur not- að ranann til að plokka lauf af greinum og rífa jurtir upp úr jörðinni. Þrátt fyrir stærð sína getur fíllinn tekið upp hluti, sem ekki eru stærri en vítamíntafla. Fíllinn er gefinn fyrir hreinlæti og því notar hann ranann til að hrista mold og önnur óhreinindi af mat sínum áður en hann sting- ur honum upp í sig. Sé vatn að finna í nágrenninu, á hann það til að skola af matnum áður en hann étur hann. Fullorðinn fíll þarf daglega fæðu, sem nemur fjórð- ungi úr tonni. Ef raninn verður fyrir slysi, á fíllinn á hættu að deyja úr sulti. Fíllinn leggst ekki niður og drekkur með munninum, þegar hann verður þyrstur, heldur not- ar hann ranann líkt og vatnsdælu, sýgur vatn upp í hann og sprautar því svo inn í munninn. Þegar heitt er og fíllinn þarf að kæla sig, fer hann eins að, sýgur vatn upp í ranann og sprautar því yfir skrokkinn. Ef hann lendir í ýfing- um við annan fíl, á hann einnig til að nota ranann eins og vatns- byssu. Svo virðist sem kálfum fílanna finnist í fyrstu, að raninn þvælist fyrir þeim. Dýrafræðingar segja, að í fílsrana séu 40 þúsund vöðvar, svo að ekki er að undra, þótt það taki kálfana nokkurn tíma að læra að stjórna honum. Þróunarlega séð er raninn framlenging á nefinu. Af og til lyftir fíllinn honum upp líkt og AUK/SÍA k9d21-504

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.