Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 8

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. desember 1990 UMSJÓN: KRISTÍN KJARTANSDÓTTIR OG HJÖRDÍS HALLDÓRSDÓTTIR Á dögunum tóku nokkur akureyrsk ungmenni sig saman um að sýna rokkþyrstum Akureyringum flóru bílskúrsbanda hér í bæ. Þessu hrintu þau í framkvæmd með því að standa fyrir rokktónleikum í Dynheimum þann 10. nóvember síðastlið- inn og komu þar fram fjölmargar ólíkar hljómsveitir. Við á Unglingasíðunni mættum á staðinn þetta laugardagskvöld og þegar við gengum inn í danssal Dynheima mætti okkur væg- ast sagt rafmagnað andrúmsloft. Svona stemmning eins og þarna var er sjaldséð hér á Akureyri og má segja að þarna hafi Akureyringar fengið að kynnast rokktónleikamenningu eins og hún gerist hvað skemmtilegust. Eins og áður sagði voru hljómsveitirnar af ólíkum toga og sama gildir um aldur hljómsveitameðlima. Okkur tókst að ná taki á nokkrum hinna yngstu og drógum þá í viðtal. o > 3 3 Q Viðar Einarsson, söngvari Ommu Dýrunnar, ásamt öðrum gítarleikara hljómsveitarinnar. Mynd: Goiii Valur Halldórsson 16 ára, trommur. - Hvað er Amma Dýrunn gömul? Valur: Við erum búnir að starfa mikið saman í svona 3 og 1/2 ár en ekki alltaf undir sama nafni. Hin eiginlega Amma Dýrunn er búin að starfa í svona hálft ár. - Hafið þið spilað á mörgum stöðum? Valur: Já við höfum mikið komið fram. Til dæmis á Uppanum, í Sjallanum, á skólaböllum. Svo höfum við spilað í Hrútafirði og Hörgárdal. - Hvernig viðtökur hafið þið fengið? Valur: Mjög góðar, þær hefðu samt mátt vera betri í kvöld. - Hvernig tónlist spilið þið? Valur: Við notum lög eftir aðra á dansprógrammi sem við spilum á böllum - mest rokklög. Svo eig- um við eitthvað af frumsömdu efni. - Hvernig var dagskráin í kvöld? Valur: Við tókum 3 frumsamin lög og svo eitt blúslag sem heitir „3 vikur á Spáni“. - Á hvaða aldri eru hljómsveit- armeðlimir? Valur: Við erum frá sextán og upp í tuttugu og þriggja ára. - Og hafið þið allir svipaðan tón- listarsmekk? Valur: Nei, ég get ekki sagt það. Við höfum mjög ólíkan tónlist- arsmekk en það háir okkur samt ekkert þegar við erum að spila. - Hvernig tónlistarsmekk hefur þú? Valur: Ég hlusta mikið á íslenska tónlist eins og Sálina og Nýdönsk. Svo hlusta ég líka á þungarokk. - Hvernig finnst þér tónlistar- menningin á Akureyri vera? Valur: Mér finnst hún alveg ágæt, ástandið var hrikalegt. Núna er mikið af bílskúrsbönd- um starfandi og sífellt er verið að stofna nýjar grúppur. - Er Amma Dýrunn bókuð næstu tíu árin? Valur: Ég veit það nú ekki, núna á næstunni erum við að fara að spila í Sjalianum og kannski á Uppanum. - Hafið þið einhverja peninga upp úr þessu? Valur: Það er ekki mjög langt síðan að við fórum að taka pen- inga fyrir að spila en núna fáum við svona ágætis upphæðir, þetta er samt engin gróðastarfsemi. - Ætlar Amma Dýrunn að slá í gegn? Valur: Auðvitað! Viðar Einarsson 19 ára, söngur. - Hvenær byrjaðir þú í Ömmu Dýrunni? Viðar: Um seinustu páska. - Er gaman að vera í hljómsveit? Viðar: Þrælgaman, þetta er fínt hobbý - gefur mér andlega og líkamlega útrás. - Hvernig finnst þér tónlistarlífið á Akureyri vera í dag? Viðar: Mér finnst það gott. Tón- listarlíf hefur farið vaxandi í vet- ur og fjölbreytni í músíkinni auk- ist. Unglingar eru líka farnir að sækja svo mikið í gömlu rokklög- in, kallar eins og Chuck Berry og fleiri eru að komast í tísku. Ung- lingar eru líka farnir að leita svo- lítið meira sjálfstætt fyrir sér í tónlistinni, hlusta ekki lengur bara á það sem er í útvarpinu eða vin- irnir hlusta á. - Eru textar mikilvægir í lögum nú til dags? Viðar: Já, það held ég. Ég vil a.m.k hafa einhvern boðskap í þeim. Ég tel líka mikilvægt að hljómsveit lifi sig inn í það sem hún er að gera, þannig verður það mun skemmtilegra fyrir áheyrendur að horfa og hlusta á. - Hvernig tónlistarsmekk hefur þú? Viðar: Ég hlusta mikið á klass- íska tónlist og djass. Svo hlusta ég á Sting, Deacon Blue, Prefab Sprout og fleiri góðar. Þar fyrir utan hlusta ég á afríska tónlist. - Er erfitt að verða sér úti um æfingahúsnæði á Akureyri? Viðar: Yfirleitt er það svo, það var samt ekki mikið vandamál fyrir okkur. - Hvaðan er nafnið á hljómsveit- inni komið? Viðar: Amma Dýrunn er skírð eftir ömmu hans Begga (Bergþór Rúnar Friðriksson). Mynd: Golli Exit Magnús Rúnar Magnússon 16 ára, trommur. Baldvin Ringsted Vignisson 16 ára, gítar. Jóhann Elvar Tryggvason 16 ára, söngur. Aðalsteinn Jóhannsson 16 ára, bassi. - Hvað er Exit gömul hljóm- sveit? Baldvin: Svona eins árs, með hléum. - Hvernig datt ykkur í hug að stofna hljómsveit? Aðalsteinn: Það var nú Balla (Baldvin) sem datt þetta fyrst í hug. Baldvin: Þetta gekk frekar auð- veldlega, við vorum allir saman í bekk í Glerárskóla, nema Jóhann, og þess vegna var ekkert erfitt að finna hljóðfæraleikara. - Spilið þið eitthvað af frum- sömdu efni? Magnús: Það skiptist svona til helminga, frumsamið og ófrum- samið efni. - Hvaða lög takið þið eftir aðra? Jóhann: Bara það sem okkur dettur í hug, lög sem okkur finnst flott. - Spilið þið sömu músík og þið hlustið á? Allir: Já. - Og hvernig músík hlustið þið á? Magnús: Allskonar tónlist. Hljómsveitin Exit á sviði. Baldvin: Þungarokk. - Er þungarokk í tísku núna? Allir: Já! Jóhann: Ég er búinn að hlusta á þungarokk í mörg ár. Magnús: Þetta er samt ekki tískubóla sem springur strax. Aðalsteinn: Það eru bara allir að átta sig á að þetta er besta tónlist- in. - Hafið þið komið oft fram áður? Baldvin: Fjórum sinnum, og svo komum við fram í Glerárskóla en þá kunnum við bara ekki neitt. - Hvernig fannst ykkur að koma fram í kvöld? Baldvin: Gaman. Jóhann: Stressandi, maður er búinn að hristast í allan dag. Baldvin: Stressið hverfur samt um leið og maður er kominn upp á svið. - Hvernig var dagskráin hjá ykkur? Aðalsteinn: Við tókum 4 lög, þar af tvö frumsamin. Hin lögin voru með Black Sabbath og Motör- head. - Voruð þið ánægðir með við- tökurnar? Allir: Já, miðað við hvað allir hinir voru góðir. Magnús: Okkur fannst þetta ekki nógu gott, við vorum búnir að æfa þetta miklu betur. - Æfið þið alltaf mikið? Jóhann: Við æfðum mjög vel fyr- ir þessa tónleika, svona 3-4 sinn- um í viku - sem er ekki nógu oft. - Hafið þið þá eitthvert húsnæði til að æfa í? Jóhann: Já, það var ekkert mál að redda því, við töluðum bara við Dyna (Steindór Steindórs- son). - Langar ykkur til að verða frægir? Allir: Já! Að lokum vildu strákarnir hvetja fólk til að stofna hljómsveitir og svo báðu þeir allir að heilsa ömmu hans Baldvins. , Svöitu kaggarnir Arnar „Kaggi“ Tryggvason 19 ára, trommur. Konráð W. Sigursteinsson 19 ára, gítar. - Hvað eru Svörtu kaggarnir gamlir? Konni: Svona fjögurra mánaða. - Hafið þið æft mikið? Arnar: Nei, ekki nema í síðustu viku. - Hvernig tónlist spilið þið? Konni: Rokk. Arnar: Miklu frekar rokkabillí (Konni samsinnti þessu eftir smá jsras). - Hafa hljómsveitarmeðlimir lík- an tónlistarsmekk? Konni: Kiddi (Kristján Ingimars- son, bassi) og Arnar hafa frekar ólíkan tónlistarsmekk ég er svona mitt á milli þeirra. Arnar: Við mætumst þó allir í rokkabillíinu. - Spilið þið mikið af frumsömdu efni? Arnar: Bara frumsamda tónlist, við nennum ekki að spila neitt annað. - Hverjir semja? Konni: Ég og Kiddi semjum mest, Arnar semur svo trommu- takta við lögin. - Hvernig tónlistarsmekk hafa unglingar á Akureyri? Konni: Þokkalegan. Arnar: Smekkurinn nær þó ekki yfir allar tegundir tónlistar. Djass er ekki mjög vinsæll hjá yngri unglingum. Konni: Blús er samt í tísku á Konráð W. Sigursteinsson gítarleik- ari Svörtu kagganna. Mynd: Golll Akureyri. Arnar: Bróðir minn, Ingi Tryggvason, er bara 14 ára en hiustar samt á allar mögulegar tónlistartegundir, líka klassík. Unglingarnir eru miklu opnari fyrir alls konar músík en áður var. - Er mikið að gerast í tónlistarlíf- inu á Akureyri? Konni: Alltof lítið. Arnar: Ég held að tónlistarlífið fari vaxandi. Það eru margar grúppur í bænum sem þarf bara að virkja. Konni: Það þarf eitthvað fyrir- bæri eins og Ólund til að drífa tónlistarlífið af stað. Arnar: Það vantar fleiri tónleika eins og voru í kvöld. - Er einhver hljómsveit í bænum sem þið teljið efnilega? Arnar: Mér fannst Exit standa sig mjög vel á tónleikunum sem voru í kvöld. Konni: A.m.k. miðað við aldur. Arnar: Það eru sumar af þessum hljómsveitum að byrja að skapa sér nafn, Amma Dýrunn er orðin nokkuð þekkt í bænum. - Eru Svörtu kaggarnir töffara- hljómsveit? Arnar: Já, tvímælalaust. - Eru Svörtu kaggarnir kyntákn? Konni: Já! Arnar: Ég er alla vega suddaleg- asta kyntákn í nokkurri hljóm- sveit á Akureyri. hvaðerumaðvera [ Síðuskóla mun fara fram hæfileikakeppni þann 4. des- ember og tveimur dögum seinna fer fram hin eiginlega opn- unarhátíð félagsmiðstöðvarinnar. Einhvern tímann í byrj- un desember ætla krakkarnir þar að byrja á að föndra jóla- skraut. í félagsmiðstöðinni í Glerárskóla ætla krakkarnir að vera með dansspuna á opnu húsi í byrjun desember. Á þriðjudögum verður jólaföndur í Lundarskóla fram að jólum og einnig verður reynt að hafa tískusýningu á opnu húsi einhvern tímann fyrir jól. Allar nánari upplýsingar fáið þið hjá umsjónarmönnum félagsmiðstöðvanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.