Dagur - 01.12.1990, Side 17

Dagur - 01.12.1990, Side 17
Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 17 efst í hugo Að vera fyrstur með ..fréttimar Hraöinn og atgangurinn í fjölmiðlaheiminum er orðinn gífurlegur eins og allir vita. Þetta sést kannski best á því að sífellt oftar eru fréttir orðnar úreltar þegar þær ná augum eða eyrum viðtak- endanna. Þetta á auðvitað helst við um dagblöð- in sem eiga oft erfitt uþpdráttar gagnvart Ijós- vakamiðlunum í kapphlaupinu um hver verður fyrstur með fréttirnar. Mýmörg dæmi mætti nefna um þetta og ætla ég að taka hér eitt sem tengist sannkölluöum stórviöburði í heimi stjórnmálanna og átti sér stað í síðustu viku. Að morgni fimmtudagsins 22. nóvember lýsti Margaret Thatcher því yfir að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér í aðra umferð leiðtogakjörs breska Ihaldsflokksins og jafnframt að hún hygðist segja af sér embætti forsætisráðherra. Fjölmiðlar um heim allan gripu þetta á lofti og íslenskir útvarpshlustendur fengu að heyra tíð- indin fáum mínútum seinna. Þegar á daginn leiö heyrðum við af viðbrögðum ýmissa málsmetandi manna, jafnt í Bretlandi sem öðrum löndum, æviágrip Möggu fylgdi með og þegar leiö aö kvöldi var búið að kortleggja framtíðina í stórum dráttum. Síöan gerist það aö skömmu eftir að ég kem heim úr vinnu um kvöldið dettur Morgunblaðið inn um bréfalúguna. Þennan dag höfðu dyntir veðurguðanna hagað því svo að ekki var flug- fært milli Akureyrar og Reykjavíkur fyrr en undir kvöld og nafnið á blaði allra landsmanna því orð- ið að öfugmæli. Ég tók það upp og við mér biasti fyrirsögnin: „Leiðtogakjör breska íhaldsflokks- ins: Thatcher segist alls ekki ætla að draga sig í hlé.“ Það þarf ekki að hafa mörg orð um gildi þess- arar fréttar á þessum tíma. Þetta var neyðarleg uppákoma fyrir þetta trausta fréttablað og þótt Mogginn hafi auðvitað ekki getað gert að því að ekki var flogið fyrr breytir það litlu. Það er auðvit- að dapurlegt að vita til þess að frétt á forsíðunni er orðin ónýt einhverjum mínútum eftir að blaðið kemur út. u Þetta er lýsandi dæmi um aðstöðumuninn milli dagblaða og útvarps, svo dæmi sé tekið. Og það er krefjandi spurning hvernig dagbiöðin eigi að bregðast við. Það er þekkt erlendis frá að blöð eru gefin út í fleiri en einni útgáfu sama daginn en siíkt kostar mikið fé og fyrirhöfn og svarar varla kostnaði þar sem útvarpið verður samt sem áður á undan með fréttirnar í langflestum tilfell- um. Því hefur veriö spáð að í framtíðinni verði dagblöð ekki gefin út í þeirri mynd sem þau eru nú heldur fái menn þau á tölvuskjáinn hjá sér. Verði þetta þróunin eru forsendurnar fyrir sam- keppninni orðnar allt aðrar. En þetta verður ekki alveg í nánustu framtíð og þangað til verða blöð- in að finna aðrar lausnir. Og þær hljóta að liggja í breyttum áherslum. Sennilegt er að blöðin muni leggja sífellt minni áherslu á að veröa fyrst meö fréttirnar og láta útvarpinu það eftir. Þess í stað munu þau einbeita sér að því að taka öðruvísi á málum og flytja ööruvísi fréttir. Þess eru reyndar þegar farin að sjást merki en ég spái því að þessi þróun verði enn meira áberandi þegar fram líða stundir. En hverjar eru/verða þessar sérstöku áherslur blaðanna? Búast má við sífellt.meiri sérhæfingu minni blaðanna en þau stærri munu sjálfsagt berjast við að flytja fréttir af sem flestu. Vandaðri blöðin munu þá væntanlega leggja sífellt meira í vel unnar fréttaskýringar en önnur munu vænt- anlega grípa til ómerkilegrar sölumennsku að hætti erlendra sorpblaða og því miður er það strax orðið þekkt fyrirbæri í íslenskri blaða- mennsku. Reynt er að finna æsilega hlið á sem flestum málum og eru staðreyndir þá ekki látnar vefjast of mikið fyrir. Frásagnir af mannlegum harmleikjum þykja góð söluvara og sum blöð leggjast ótrúlega lágt. Á dögunum týndist bátur en skipverjar náðu að koma neyðarkalli frá sér áður en báturinn hvarf í hafið. Eitt dagblaðanna sló neyðarkallinu nánast upp á forsíðu og þarf ekki að efast um tilganginn með því. Er þetta það sem íslenskir lesendur vilja sjá í blöðunum? Illa trúi ég því. Jón Haukur Brynjólfsson I kýrhausnum — gamansögur, sannar og uppdiktaðar Gott ráð Ungur, franskur rithöfundur leit- aði eitt sinn ráða hjá enska höf- undinum W. Somerset Maug- ham. Hvernig ætti hann að haga sér til þess að verða góður rit- höfundur? Maugham svaraði: - Þér skuluð byrja á því að skrifa sorgarleik í fimm þáttum. Eftir svo sem 3-5 mánuði skuluð þér breyta leikritinu í þriggja þátta gamanleik. Látið svo líða eina 4 mánuði og gerið úr þessu einþáttung. Þessu næst skuluð þér kvænast ríkri, bandarískri stúlku. Honum þótti það öruggara Aðalsmaður nokkur hótaði eitt sinn að lemja til bana hirðfífl Hinriks I. Frakkakonungs vegna nokkurra háðvísna. Hirðfíflið flýtti sér til konungs og bað hann að bjarga við málinu og kón|ur sagði manninum að taka þessu bara með ró. - Þú skalt ekkert vera hræddur, sagði hann. Ef hann skyldi drepa þig þá skal hann hanga í gálganum að stundar- fjórðungi liðnum. - Æ, yðar hátign, sagði hirð- fíflið og róaðist ekkert. Gætuð þér ekki heldur látið hengja hann einu korteri áður? Myndlistarmenn Margar furðusögur hafa verið sagðar af myndlistarmönnum og oft hefur verið gert grín af þeim, s.s. þegar gárungarnir lýsa gerð abstraktverka. Flestar þessar sögur eru hreinn uppspuni en hérna kemur þó ein sönn. Ungur listmálari í Kanada tók klútinn sem hann hreinsaði penslana sína með, setti hann í ramma og sendi á málverkasýn- ingu þar sem verðlaun voru í boði fyrir bestu myndina. Hann fékk fyrstu verðlaun. í sama dúr Hér kemur önnur sönn saga frá sjötta áratug þessarar aldar. Seg- ir þar frá málverki sem fékk fyrstu verðlaun á sýningu í París. Er sýningunni var lokið tók húsvörðurinn eftir því að mál- verkið sneri öfugt - og hafði gert það alla tíð. Hann benti forsvars- mönnum húss og sýningar á þá staðreynd að stafir listamannsins voru öfugir efst í horninu öðrum megin. Jú, ekki neituðu þeir því. En gerðu þeir nokkuð í málinu? Viðurkenndu þeir mistök? Nei, auðvitað ekki. Eiginmenn hverfa Fyrst við erum byrjaðir á sönnum sögum er í lagi að rifja upp eina frétt frá Bretlandi árið 1959. Hún hljóðar svo: Bresk stjórnvöld hafa nú hieypt af stað heilum hóp lögreglumanna til smalamennsku um land allt með það fyrir augum að heimta af fjalli a.m.k. einhvem hluta þeirra 50 þúsund eigin- manna sem hlaupið hafa frá kon- um sínum og börnum og snúið baki við öllum skyldum við heim- ili sitt. Verst er að lögreglumenn fá litla aðstoð kvenna þeirra sem heima sitja, jafnvel þótt mörgum þeirra sé kunnugt hvar bændur þeirra ali manninn og haldi til. Þær fá sum sé ríkisstyrk meðan ekki er kunnugt hvar eiginmað- urinn er niður kominn. Telja konurnar styrk þennan vissari og notadrýgri pening heldur en óvissa greiðslu frá stroknum eig- inmanni. SS tók saman Sóknarprestar - sóknarnefndir Venju samkvæmt mun Dagur birta upplýsingar um kirkjustarf á Norðurlandi um jól og áramót. Þessar upplýsingar verða birtar í seinna Jólablaði Dags sem út kemur þann 19. desember nk. Sóknarprestar á Norðurlandi eða formenn sóknar- nefnda eru beðnir að koma upplýsingum um messu- hald í sinni sókn á framfæri við ritstjórn Dags við fyrstu hentugleika og eigi síðar en 13. desember nk. Síminn er 96-24222. FRAMSÓKNARMENN AKUREYRI Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn að Hafnarstræti 90 sunnudaginn 2. desember kl. 17.00. Þeir sem sitja í nefndum hjá Akureyrarbæ á vegum Fram- sóknarflokksins eru eindregið hvattir til að mæta og einnig varamenn. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar. Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar'S? 96-24222 Jólakveðjur — Jólablað Fyrra jólablað Dags kemur út 14. desember. Seinna jólablað Dags kemur út 19. desember. Þeir aðilar sem vilja senda kveðj- ur til starfsfólks, viðskiptavina eða annarra, vinsamlegast hafið samband við auglýsingadeild Dags sem fyrst og eigi síðar en 10. desember nk. D Auglýsingadeild sími 24222.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.