Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 15 Þrír peningaseðlar úr safni Páls. Þessir seðlar eru allir gallaðir en hafa engu að síður komist í umferð. Á 10 kr. seðlinum eru bæði númerin uppi í vinstra horninu og ekki nóg með það því auk heldur eru númerin mismunandi. Neðri 100 kr. scðillinn hefur farið í gegnum prentvélina með broti þannig að hann varð Iengri en hann á að vera. Svipaða sögu er að segja um 500 kr. seð- ilinn en hann hefur nokkuð einkennilega lögun eins og sjá má. dagskrá fjölmiðla Á laugardag kl. 20.40 sýnir Sjónvarpið Líf í tuskunum, 5. þátt. í aðalhlut- verkum eru Þóra Friðriksdóttir og Herdís Þorvaldsdóttir, en Jón Sigur- björnsson og Þór Tuliníus koma einnig við sögu. greiðslukortum sínum. Eurokort eru þó eldri eða frá um 1981. Margir gallaðir seðlar í umferð Seðlasafn Páls er ekki bara merkilegt fyrir þær sakir að þarna er að finna á einum stað sögulega heimild um seðlaprentun hér á landi heldur er líka í þessu safni að finna allmarga peningaseðla sem eitthvað er athugavert við. Sem dæmi má nefna seðil sem hefur algerlega auða bakhlið, einn seðil án nafna og númera, seðla með númerum á vitlausum stöðum, seðla sem einhverra hluta vegna hafa orðið talsvert of stórir, seðla með aukahornum o.s. frv. Páll segir að stundum hafi seðlar sem þessir komið í hendur hans úti í verslunum en í öðrum tilfellum hafi fólk fært sér þetta. Þessir seðlar hafa komið sér vel fyrir Seðlabankann en Páll segir að hann hafi ljósritað nokkra af þessum seðlum sínum þannig að bankinn geti gert athugasemdir við seðlaprent- smiðju og sannað þannig að gall- aðir seðlar hafi komist í umferð. Myndavélasafnið Þótt of langt mál væri að tíunda alla þá hluti sem til eru í safni Páls ljósmyndara þá er ekki hægt að skilja við hann án þess að forvitnast um myndavélasafnið. Nú eru í því um 80-90 myndavél- ar en sem sannur safnari hlustar Páll alltaf þegar hann fréttir af vél sem kunni að vera fáanleg. „Með þetta eins og allt annað gildir að það má engu henda vegna þess að einhvers staðar leynist einhver sem safnar nákvæmlega því sem þú ætlar að fara að henda. Vandamálið er að finna hann. Sem dæmi get ég nefnt að hér kom einn daginn inn maður og spurði mig hvort ég safnaði myndavélum. Ég varekki frá því og þá sagðist hann eiga gamla myndavél heima hjá sér sem hann þyrfti að losna við. Af því að ég þekkt' manninn þá grunaði mig strax ið hvaða vél hann átti enda kom ;' daginn að þarna var á ferðinni gömul vél frá foreldrum mínum og sú vél sem ég hafði tekið mína fyrstu ntynd á. Það var líka góð tilfinning að fá þessa vél aftur í hendurnar enda er ég að reyna að ná í allar þær vélar sem ég hef átt, eða í það minnsta öllurn þeim gerðum sem ég hef átt.“ „Fæ aldrei leið á söfnuninni“ Páll segir það mjög misjafnt hve miklum tíma hann verji yfir safn- inu. „Á þessum árstíma snertir maður ekki á þessu því vinnan tekur allan tíma frá manni. En það kemur fyrir að ég sest nið- ur við þetta á kvöldin og byrja að skoða, breyta, raða upp á nýtt og þess háttar. Maður er allt- af að reyna að finna út hvort ekki megi betrumbæta á einhvern hátt.“ - Og er þetta alltaf jafn gaman? „Já, maður fær aldrei leið á þessu. Það er einhvern veginn svo að rnaður verður endurnærð- ur af því að setjast niður við safn- ið sitt eftir vinnudaginn. Þetta eru svo gjörólíkir heiínar að maður gleymir sér og endurnýj- ast við að skipta svona algerlega um svið,“ svarar Páll að bragði. JÓH Sjónvarpið Laugardagur 1. desember 14.30 íþróttaþátturinn. 14.30 Úr einu í annað. 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Everton og Man- chester Utd.. 16.45 Hrikaleg átök 1990: Fjórði þáttur. 17.15 Bikarkeppni í sundi. 17.40 Úrslit dagsins. 17.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Á baðkari til Betlehem. Hér segir frá tveimur íslenskum börnum, Hafliða og Stínu, sem ákveða að fara til Betlehem og færa Jesúbarninu afmælis- gjafir. Fyrsti þáttur: Engill í sama húsi. Hafliði og Stína eru nýkomin úr barna- messu. Stína heldur því staðfastlega fram að engillinn á biblíumyndinni, sem þau fengu við messuna, líkist konunni sem er nýflutt inn í íbúðina á móti. Þau ákveða að njósna um ferðir hennar. 18.00 Alfreð önd (7). 18.25 Kisuleikhúsið (7). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. 19.25 Háskaslóðir (6). (Danger Bay.) 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Fyrsti þáttur endursýndur. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Líf í tuskunum (5). Eitt blað í hefti. 21.00 Fyrirmyndarfaðir (10). (The Cosby Show.) 21.25 Alþingishúsið, Kirkjustræti 14. í þessum þætti er saga Alþingishússins rakin og fjallað um ýmsa gripi þar innan veggja, sem hafa sögulegt eða listrænt gildi. Einnig er starfsháttum Alþingis lýst og forvitnast um viðhorf almennings til hússins sögufræga við Kirkjustræti 14. 22.00 Stjörnurán. (Shooting Stars.) Bresk sjónvarpsmynd frá 1990. Myndin fjallar um knattspyrnukappa en líf hans tekur óvænta stefnu þegar hann lendir í höndunum á mannræningjum. Aðalhlutverk: Gary McDonald, Sharon Duce, Keith Allen og Helmut Grien. 23.30 Hrafninn flýgur. íslensk bíómynd frá 1984. Myndin gerist á miðöldum og segir frá ungum íra sem kemur til íslands að hefna foreldra sinna og leysa systur sína úr ánauð. Aðalhlutverk: Helgi Skúlason, Jakob Þór Einarsson og Egill Ólafsson. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 2. desember 14.00 Meistaragolf. 15.00 Rannveig Bragadóttir óperusöng- kona. Rætt við Rannveigu Bragadóttur söng- konu sem einnig syngur nokkur lög við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. 15.50 Af litlum neista. Þáttur um raflagnir í gömlum húsum, en þær geta valdið miklu tjóni ef ekki er að gáð. 16.05 í leikfangalandi. (Babes in Toyland.) Bandarísk kvikmynd í léttum dúr frá 1986. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Richard Mulligan og EUeen Brennan. 17.40 Sunnudagshugvekja. 17.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Annar þáttur: Fljúgandi furðuhlutur. Við skildum við Hafhða og Stínu þar sem þau hurfu inn um dyrnar hjá konunni sem líktist engU. Það er dulmagnað andrúms- loft í íbúð hennar. 18.00 Stundin okkar (6). 18.30 Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Bein útsending frá Glasgow þar sem afhending evrópsku kvikmyndaverðlaun- anna fer fram. 20.30 Jóladagatal Sjónvarpsins. Annar þáttur endursýndur. 20.40 Fréttir, veður og Kastljós. 21.20 Ófriður og örlög (8). (War and Remembrance.) 22.15 í 60 ár (7). Sjónvarp á líðandi stund. 22.25 Litast um á Langanesi. Norðlenskir sjónvarpsmenn brugðu undir sig betri fætinum og lituðust um á Langa- nesi. 23.00 Einþykki maðurinn. (A Matter of Principal.) Bandarísk sjónvarpsmynd sem segir frá hjónum með 11 börn. Faðirinn er andvíg- ur jólahaldi og stjórnar heimilinu með harðri hendi en þó kemur að því að hann þarf að brjóta odd af oflæti sínu. Aðalhlutverk: Alan Arkin og Ada Purdy. 00.00 Listaalmanakið. (Konstalmanackan.) 00.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 3. desember 17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins. Á baðkari til Betlehem. Þriöji þáttur: Illfyglið. Baðkerið hennar Dagbjartar er komið á loft með Hafliða og Stínu innanborðs. Nú kemur undarlegur fugl til sögunnar. Hvað skyldi hann vilja? 17.50 Töfraglugginn (5). 18.45 Táknmálsfréttir. 18.50 Fjölskyldulíf (14). (Families.) 19.20 Úrskurður kviðdóms (26). 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Þriðji þáttur endursýndur. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Svarta naðran (5). (Blackadder Goes Forth.) 21.95 Litróf (6). í þættinum verður litið inn á sýningu feðginanna Steinþórs Marinós Gunnars- sonar málara og Sigrúnar Steinþórsdóttur vefara í Hafnarborg í Hafnarfirði. Sýnt verður brot úr spunaverki Leiksmiðjunn- ar og þjóðlegur gjörningur nemenda í fjöl- tæknideild MHÍ. Þá verður rætt við Friðrik Hauk Hallsson um nýútkomna bók hans um menningarleg áhrif herstöðvarinnar, Einar Má Guðmundsson um skáldsöguna Rauðir dagar og Sigurður Pálsson les ljóð úr bók sinni Ljóð námu völd. 21.30 íþróttir. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar og sýndar svipmyndir úr knattspyrnuleikj- um í Evrópu. 21.55 Boðorðin (1). (Decalogue.) Fyrsti þáttur. Pólskur myndaflokkur frá 1989. í þáttunum er frjálslega lagt út af boðorð- unum tíu en hver þáttur er sjálfstæð saga. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Þingsjá. 23.25 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 1. desember 09.00 Með Afa. 10.30 Biblíusögur. 10.55 Saga jólasveinsins. 11.15 Herra Maggú. 11.20 Teiknimyndir. 11.30 Tinna. 12.00 í dýraleit. (Search for the Worlds Most Secret Animals.) 12.30 Guli kafbáturinn (Yeollow Submarine). Frábær mynd sem fjórmenningarnir í Bítl- unum gerðu árið 1968. Reyndar gerðu þeir nokkrar kvikmyndir en þetta er sú eina sem er teiknimynd og hún er alveg frábærlega vel gerð enda fær hún fullt hús í kvikmyndahandbók Maltins eða fjórar stjörnur. 14.00 Eðaltónar. 15.00 Skilnaður. (Interiors). Lífsmynstri þriggja systra er skyndilega ógnað þega foreldrar þeirra ákveða að skilja. Skilnaðurinn fær mikið á móðurina, en dæturnar, sem eru mótfallnar skilnað- inum, bera hitann og þungann af sorg hennar. Faðirinn, sem hefur fundið sér nýja konu, getur ekki sætt sig við skiln- ingarleysi fjölskyldunnar og brúðkaups- dagur hans snýst upp í allsherjar harm- leik. Aðalhlutverk: Diane Keaton, Richard Jordan og Christine Griffith. 16.30 Bubbi Morthens á Púlsinum. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. 18.30 Hvað viltu verða? Endurtekinn þáttur þar sem fjallað er um störf innan Rafiðnaðarsambandsins. 19.19 19.19. 20.00 Morðgáta. (Murder She Wrote.) 20.55 Fyndnar fjölskyldumyndir. (America’s Funniest Home Videos). 21.25 Tvídrangar. (Twin Peaks.) 22.20 Tvíburar. (Twins). Frábær gamanmynd fyrir alla fjölskyld- una. Þeir Danny DeVito og Arnold Schwarzenegger eru hér í hlutverkum tvíbura sem voru aðskildir stuttu eftir fæðingu. Nú hafa þeir fundið hvor annan en gamanið er «rétt að byrja því þeir hyggjast finna móður sína sem þeir hafa aldreif séð. Aðalhlutverk: Danny DeVito og Amold Schwarzenegger. 00.10 Hamborgarahæðin. (Hamburger Hill). Spennandi og sannsöguleg mynd um af- drif og örlög bandarískrar hersveitar í Víetnam. Gagnrýnendur vestan hafs lof- uðu kvikmyndina í heild sinni en tóku að öllu jöfnu sérstaklega fram að bardaga- senur myndarinnar væru frábærlega vel úr garði gerðar. Aðalhlutverk: Anthony Barrile, Michael Patrick Boatman og Don Cheadle. 02.00 Carmen Jones. (Carmen Jones). Þessi kvikmynd var gerð eftir óperunni Carmen eftir Bizet. Það er Dorothy Dand- ridge sem fer með hlutverk hinnar ögr- andi Carmen og Harry Belafonte sem fer með hlutverk ástamanns hennar. Söng- raddirnar 1 myndinni em ekki raddir leikaranna, en Marilyn Home syndur Carmen. Aðalhlutverk: Dorothy Dandridge, Harry Belafonte, Roy Glenn. 03.40 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 2. desember 09.00 Geimálfarnir. 09.25 Naggarnir. 09.50 Sannir draugabanar. 10.15 Saga jólasveinsins. 10.35 Hlauptu Rebekka, hlauptu! (Run, Rebecca Run). Mynd þessi var útnefnd sem besta barna- kvikmyndin árið 1981 og ekki að undra því að hana prúðir allt sem þarf í góða barnamynd; ævintýraleit, æsispennandi söguþráður, fyndni og glaðvær, talandi páfagaukur. 11.55 Popp og kók. 12.25 Lögmál Murphy’s. Léttur og spennandi bandarískur saka- málaþáttur. 13.25 ítalski boltinn. Bein útsending frá leik i fyrstu deild ítalska fótboltans. 15.15 NBA karfan. 16.30 Gullna gyðjan. (Blonde Venus). Marlene Dietrich er hér í hlutverki þýskr- ar kaffihúsasöngkonu sem giftist enskum lyfjafræðingi. Það er í þessari mynd sem Marlene birtist í apabúningi og syngur Hot Voodoo. Myndin þótti á sínum tíma mjög djörf. Aðahlutverk: Marlene Dietrich, Gary Grant og Herbert Marshall. 18.00 Leikur að ljósi. (Six Kinds of Light.) 18.30 Frakkland nútímans. (Aujourd'hui.) 18.45 Viðskipti í Evrópu. (Financial Times Business Weekly.) 19.19 19.19. 20.00 Bernskubrek. (Wonder Years.) 20.35 Með sól í hjar^. í þessum þætti koma m.a. fram Stjórnin, Síðan skein sól, Rúnar Þór, Sléttuúlfarn- ir og Laddi. Þáttur þessi er unnin í sam- vinnu við Skífuna. 21.40 Inn við beinið. 22.30 Lagakrókar. (L.A. Law). 23.20 Spennandi smygl. (Lucky Lady). Spennumynd með gamansömu ívafi um ævintýrið tveggja sprúttsala á bannárun- um. Þeir þurfa ekki eingöngu að forðast hinn langa arm laganna heldur einnig samkeppnisaðila sem trúa ekki á lögmál frjálsrar samkeppni. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Liza Min- elli og Burt Reynolds. 01.15 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 3. desember 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Saga jólasveinsins. 17.55 Depill. 18.00 í dýraleit. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19.19. 20.15 Dallas. 21.15 Sjónaukinn. 21.50 Á dagskrá. 22.05 Öryggisþjónustan. (Saracen). Spennandi breskir framhaldsþættir um öryggisþjónustufyrirtæki. 23.00 Tony Campise og félagar. Saxafónleikarinn Tony Campise leikur hér jass af fingrum fram ásamt þeim Bill Ginn á píanó, Evan Arredondo á bassa og Al'Buff'Mannion á trommur. Þetta er fyrri hluti. Seinni hluti verður á dagskrá mánu- daginn 17. desember. 23.30 Fjalakötturinn. Scarface; Shame of the Nation. Það er ekki oft sem kvikmyndahandbók Halhwells spanderar stjörnu á myndir, hvað þá fjórum. Scarface er ein af örfáum vútvöldum sem hefur náð þessu marki. Hér er um að ræða afbragðsgóða bar- dagamynd sem gerist í Chigago. Glæpa- gengi undir forustu mafiuforingja veður uppi, en foringinn sjálfur, sem hefur verið likt við A1 Capone. Aðalhlutverk: Pau) Muni, Ann Dvorak, George Raft, Boris Karloff, Osgood Perk- ins og Karen Morley. 01.05 Dagskrárlok.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.