Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 20

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 20
20 - DAGUR - Laugardagur 1. desember 1990 Vegurinn sem þaut - kínverskt ævintýri Þegar gluggað er í dulræn fræði verða menn þess sífellt varir að sífellt er verið að reyna að koma skilningi eða boðskap að hjá fólki á margvíslegan ljósan eða leynd- an hátt og ein af þeim aðferðum sem við þekkjum vel er að segja dæmisögur. Dæmisögur geta ver- ið ósköp venjulegar sögur sem virðast ekki hafa nokkra merk- ingu aðra en þá sem söguþráður- inn ber með sér. En innri merking þeirra getur verið ótakmörkuð. Eftirfarandi saga er dæmi um slíka sögu. Hefst nú sagan. Ta O Tong var vegamaður að atvinnu. Hann þurfti að vinna hörðum höndum því vegavinna var erfitt starf. Lakast var hve miklum vanda var bundið að komast að raun um hvar leggja ætti veg. Frá því var aðeins greint á markaðstorginu í héraðs-borg- inni og síðan gekk tilkynningin mann frá manni um allar sveitir uns safnast höfðu saman nægilega margir vegamenn. Og svo máttu aðrir snauta heim án þess að fá nokkurt viðvik að gera. En eins og þið vitið fyrirfinnast tíu þúsund sinnum tíu þúsund verkamenn í Kína og öllum finnst þeim þeir vera sannir vegamenn. Ta O Tong átti samt engan sinn líka í þeirri stétt. Tvennt var það einkum sem hann hafði til að bera sem ekki var algengt meðal verkamanna: Við bar að hann gleymdi sér algerlega, - reyndar kom hann ætíð fyrr eða seinna til sjálfs sín aftur svo enginn skaði var skeður. Og þar að auki kunni hann þá fágætu list að ræða við hjartað í sjálfum sér og þótt undarlegt megi teljast þá svaraði hjartað honum. Til dæmis þegar hann neytti matar síns - þessara venjulegu hrísgrjóna með dálitlu af sojakrafti og kannski daunill- um fiskbita - þá gat gerst að hann gleymdi sér öldungis við ljúfleika fæðunnar klukkustundum saman, kannski tuttugu og fjóra eða þrjátfu tíma að ætla mátti. En þegar hann kom til sjálfs sín aftur tók hann eftir að hinir karl- arnir voru rétt búnir að ljúka máltíðinni. Og stundum gleymdi hann sér svo lengi að árum eða áratugum skipti við þann unað einan að láta vel að kerlingunni sinni eða að gæla við krakkana en samt hafði ekkert og enginn hrörnað eða elst í kringum hann þegar hann rankaði við sér á ný. Dag nokkurn barst Ta O Tong til eyrna að leggja ætti mikinn veg í fjarlægum hluta landsins. Hann lagði þegar af stað ef svo vel skyldi vilja til að hann fengi þar vinnu. Langa leið átti hann fyrir höndum og engan tíma mátti hann missa. Áður en varði var hann farinn að hlaupa. Hann hljóp hraðar og hraðar uns að því kom að sál hans varð alveg á valdi hraðans og hann gleymdi sér algerlega sam- tímis því sem hann gleymdi alveg að draga andann. En þótt Ta O Tong væri mikill erfiðismaður þá bjó hann yfir mikilli visku og jafnskjótt og hann fann að hann var hættur að anda og að í sál sinni var hann ekki lengur Ta O Tong, heldur sjálfur ári hraðans, nam hann staðar og tyllti sér á miðja göt- una. Fyrst beið hann rólegur eftir því að ári hraðans hyrfi úr sál hans og hann yrði aftur Ta O Tong. Síðan tók hann að ræða við hjartað í sér. Pað hafði barist um af miklu kappi en var nú aftur komið í ró. Og hann sagði: - Er nokkurt vit í því að hlaupa svona hratt á þess- um vegi. Viltu gera mér þann greiða að láta veginn þjóta undir mér? Ta O Tong stóð upp og brosti allt í kringum höfuðið því vegur- inn tók að hreyfast undir fótum hans. Hann þaut áfram af miklum hraða og Ta O Tong þurfti ekki að gera annað en að virða lands- lagið fyrir sér. Og nú gleymdi hann sér aftur - í þetta skipti ekki af hraðanum heldur vegna aðdá- unar á fegurð náttúrunnar sem framhjá barst. En þótt Ta O Tong gleymdi sér við fegurð hinna tíu þúsund hluta sem Guð hafði skapað megum við ekki gleyma Ta O Tong því hann er söguhetjan sjálf. Landslagið sem hjá leið var alltaf að breytast. Fyrst voru engi á báða bóga, svo hrísgrjónaakrar, þá hnjúkar og hagar og loks hæðir og hnjúkar sem urðu sífellt bratt- ari. Og þegar Ta O Tong fór í gegnum Múrinn mikla varð hann þess áskynja að eitthvað dásam- iegt var í þann veginn að gerast. Nú var hann á leiðinni upp í fjöll- in þar sem hann hafði séð úr fjarska að himinninn snerti jörð- ina. Þegar Ta O Tong kom að vatnaskilunum, vék hann út af götunni og leit í kringum sig. Hann var staddur í Han Gu- skarði, en um það berast fínar vörur til Kína og sömu leið kemur einnig hin æðsta viska. Gamall vitringur staulaðist út úr helli, heilsaði Ta O Tong blíð- lega og mælti: - Hver ert þú sem klífur upp í þetta háa skarð og hví staldrarðu við einmitt hér? Dulspeki Umsjón: Einar Guðmann. Ta O Tong hneigði sig marg- sinnis og svaraði í auðmýkt: - Ég er vegamaður og nam stað- ar af því vötnin skiljast hér. Vitringurinn tók til orða: - Hvernig fórstu að því að ganga alla leið upp í skarðið sem liggur svo langt frá borginni? - Ég fór ekki gangandi og ferð- in tók skamman tíma. Og Ta O Tong hneigði sig mörgum sinnum enn á ný. - Hvernig má það vera? spurði hinn vitri maður. - Vegurinn þaut undir mér og bar mig hingað, svaraði vegamað- urinn og hneigði sig aftur. - Og með hvaða hætti fékkstu veginn til að þjóta? - Fyrst þaut ég og sjálfur ári hraðans náði valdi yfir mér. Svo hvíldist ég uns ég var aftur orðinn ég sjálfur. Því næst spurði ég hjartað í mér hvers vegna ég yrði að þjóta og hvort vegurinn gæti ekki þotið undir fótum mínum. Þá lét hjartað veginn þjóta. Og vitringurinn svaraði alvar- legur í bragði: - Guðinn forna fýsir að vita hvað þeir heita sem hér fara um. Og hvað heitir þú? - Ta O Tong, og ég er vega- maður herra. Nú birti yfir gamla vitringnum, hann hneigði sig rólega og mælti: - Það er sannnefni. Vissulega ertu Ta O Tong vegamaður, því „tong“ er verkamaður og „Tao“ hinn Mikli Vegur og hjarta „Tao“ lét veginn þjóta undir þér og bar þig hingað þar sem himinninn nemur við jörðina og vötnin skiljast. Vegirnir sem þú leggur eru sannir vegir og þótt „Tao“ sé óhræranlegt þá þjóta allir vegir til „Tao“, enda eru allir vegir „Tao“. Gakk inn í hjarta „Tao“, hjarta hjartnanna, hið óvirka í hinu virka og hið virka í hinu óvirka, hræringu hins óhræran- lega, ævarandi sælu. Og þá gleymdi Ta O Tong sér fyrir fullt og allt í „Tao“. Svo Ta O Tong var ekki venju- legur vegamaður þótt hann væri verkamaður og ekkert annað. Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar ~ Hagvaxtarkartöflur á jólafóstu Hún hefur oröaö þaö viö mig æði oft aö undanförnu, hún frú Guðbjörg, hvort ekki væri nú ráðlegt að ég fari að taka upp kartöflurnar. Hún spyr bara si- sona rétt eins og ekkert sé sjáif- sagðara en aö kartöflur séu teknar upp þegar útséð er um frekari sprettu. Ég hefi reyndar útskýrt fyrir henni eins og ykkur áður að þótt þjóðhollt sé, búmannslegt og uppbyggjandi að setja niður kartöflur að vori sé hreint ekki þar með sagt að nokkur glóra sé í að taka þær upp aftur. Þetta álit mitt rökstyð ég með tilvísun til boöaðs auð- lindaskatts af kartöflugörðum og rabbarbara auk þess sem nú alveg nýlega hafa mér bæst rök frá Þjóðhagsstofnun hvorki meira eða minna. Ég mun því í engu láta mig skipta eggjunar- orð og ekki kemur til mála að ég fari að starfa við kartöfluupp- skeru á jólaföstunni þótt segja megi að slíkt gæti verið býsna friðsæll jólaundirbúningur. Á Þjóðhagsstofnun minntist ég áðan vegna þess að ekki eru margir dagar síðan forstjóri þeirrar stofnunar kom í sjón- varpið mitt þeirra erinda að segja frá því að hann hefði ver- ið að reikna dálítið að undan- förnu og fengið útkomu þar að auki. Að þessu sinni hafði hann að eigin sögn verið að reikna út að við hefðum tapað milljörðum á þvi að verka fisk á undanförn- um árum. Svona hrynja gömul sannindi fyrir margföldunartöfl- um og plúsum en einkum mín- usum þjóðarhagsins. Við höf- um um langan aldur lifað í þeirri blekkingu, Islendingar, að við lifðum af þessum ósköpum og værum með þessu að búa til gjaldeyri. En það er nú eitthvað annað. Þessi heimavinna var eins og hvert annað fokdýrt tómstundagaman. Við hefðum getað sparað okkur allar fisk- verkunarstöðvarnar og frysti- húsin maður lifandi og grætt miklu meira svoleiðis auk þess sem þá hefði þetta góða fólk sem af þessu hefur lifað getað snúið sér að annarri handa- vinnu enda fullt af fólki í útlönd- um sem vill gjarnan gera þetta fyrir kaup og frá þeim eigum við ekki að taka vinnuna. Þetta var nú útkoman úr dæmi þjóðhags- stjórans en hann lét þess líka getið að þetta hefði hann bara verið að gera svona að gamni sínu að reikna svona, senni- lega til að gleðja fiskvinnslufólk- ið. Eins og kunnugt er hefur Alþýðuflokkurinn og aðrir reikn- ingsglöggir einstaklingar og stofnanir fyrir löngu sýnt fram á með svipuðum margföldunar og deilingardæmum að fárán- legt sé að stunda landbúnað á Islandi. Bændur ættu, finnst þeim, að snúa sér að arðvæn- legri viðfangsefnum og stórum hagkvæmara, hollaraog bragð- betra að flytja inn alvöruland- búnaðarvörur fullum með alls konar hraðvaxtarefnum og öðr- um munaði. Þetta höfum við sem sagt lengi vitað að land- búnað ætti auðvitað að leggja niður hérlendis til að efla þjóð- arhaginn. Ég hefi fyrir satt að nú séu þeir búnir að setja upp enn eitt dæm- ið hjá Þjóðhagsstofnun. Það segja þeir að sé einfalt dæmi enda fjalli það um að komast að þeirri niðurstöðu að útgerð á íslandi sé engum til góðs eða gróða og sé þar fundinn enn ein atvinnugreinin sem kemur í veg fyrir að við búum við eðlilegan þjóðarhag. Það þarf auðvitað ekki að vera að þreyta blessða mennina með þessum reikningi öllum vegna þess að í sam- ræmi viö fyrri útreikninga þeirra má Ijóst vera að útkoman verð- ur auðvitað ekki önnur en sú að miklu hagkvæmara sé að leggja öllum fiskiskipaflota landsmanna og selja útlending- um veiðileyfi í landhelginni. Hvílíkur léttir yrði það ekki Ifka fyrir útgeröarmenn og sjómenn að þurfa ekki að standa í þessu þrasi lengur fyrir nú utan þau alkunnu sannindi að útgerð á Islandi hefur verið á hausnum svo lengi sem elstu menn muna svo að sjálfgefið er að hætta henni. Þjóðhagsstofnun hefur fyrir löngu komist að þeirri niður- stööu meö einfaldri þríliðu að iðnaður á (slandi komi aldrei til með að verða samkeppnisfær við innflutta iðnaðarvöru. Niðurstaða þjóðhagsstjórans er þess vegna einfaldlega sú að atvinnuvegirnir séu helsti þröskuldur okkar á leiðinni til bættra lífskjara og aukins hag- vaxtar. Brýnt sé að sem fyrst verði öll atvinna lögð niður ef nokkur von á að vera um bjartari framtíð. Þessir útreikningar eru þeir sömu og ég nota þegar ég svara frú Guðbjörgu varðandi kartöfluuppskeruna. Kartöflurn- ar, fyrir utan þessar 48,5 sem við borðuðum af ábyrgðarleysi fyrr í sumar, séu best geymdar niðrí í jörðinni vegna þess að þær eru ekki fyrr komnar upp úr moldinni en þær fara að safna að sér alls konar kostnaði og ónæði og röskun á þjóðlífinu og hagvextinum, valda verðbólgu, vaxtahækkunum, fjármagns- kostnaði og óróleika hjá kart- öflubændum í útlöndum. Hún vill auðvitað ekki bera ábyrgð á allri þessari ógæfu hún frú Guð- björg svo að þótt hún sé enn að ámálga þetta við mig hefur mjög dregið úr sannfæringar- kraftinum enda treystir hún sér ekki til að mótmæla þjóðhags- stjóranum hvað sem hún leyfir sér við mig. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.