Dagur - 01.12.1990, Síða 4

Dagur - 01.12.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 1. desember 1990 Flugleyfið til Húsavíkur: Ráðherra veitti Flug- félagi Norðurlands 20% - kemur samkeppni flugfélaganna Pingeyingum til góða? ^matejíiir |,'v" ^" : ^stöðu i \ikunni ifundnpr _____, .tawtggr SssL komIð tihitej!* jíS-'Hé'S: /r£>Á'?L- ‘-v'H'-SS:'- fsQLLL .WBÍlr* .svönj/n ráðhprra ^ _ "rs|j"ri Á/;i/'oss VJ. ——■—_**_ ,"■••' *•»"^Lí'n:‘,"j Serkenniieet^SrH^^" ^ ffrpírr i • 0ÍÍUr a^ hafa ekki “"-SS* sfS“'e'8ngiöíd(vö áreWu sas Jóladúkar í úrvali frábært verð ★ 'ft ★ Fóðraðir kuidasam- festingar á börn ★ ★ Náttföt á börn og fullorðna ★ 'w' ★ Náttkjólar á stúlkur og fullorðnar ★ iír ★ Hettupeysurábörn og fullorðna ★ ★ Ullfrotté nærfatnaður á börn og fullorðna ★ áV ★ Við eigum jólagjöfina handa veiði- manninum ★ ★ Lúffur, hanskar, ennisbönd ★ ^ ★ Jogginggallar á börn ★ áV ★ Gönguskór, legghlífar ii EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 ■ Simi 22275 Undanfarnar vikur hefur fjöldi fólks velt vöngum yfir því hvaöa flugfélagi sé heppilegast aö veita heimild til að bjóða sæti fimmta hverjum Húsvík- ingi, eða öðrum þeim sem fljúga vilja í áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samgönguráðuneytið auglýsti 20% af áætlaðri flutningaþörf á leiðinni laus til umsóknar í haust og þá sóttu fjögur flugfé- lög um þetta viðbótarleyfi; Arn- arflug innanlands hf., Flugfé- lag Norðurlands hf., Flugleiðir hf. og Flugtak hf. Ráðuneytið óskaði eftir umsögn bæjar- stjórnar Húsavíkur og Flug- ráðs um málið, svo það eru ekki allir í sjálfboðavinnu sem velta vöngum yfir því. Ráðu- neytið óskaði sérstaklega eftir áliti bæjarstjórnar á því hvort rétt sé að nýta heimildina til að veita öðru flugfélagi hlutdeild í flutningum á flugleiðinni og ef svo sé, hvernig best verði að því staðið. A fimmtudag veitti ráðherra Flugfélagi Norður- lands viðbótarleyfið til eins árs. Flugleiðir hafa sérleyfi til áætl- unarflugs til Húsavíkur út þetta ár en þá breytist leyfið í leyfi til almenns áætlunarflugs sem gildir til ársloka 1997. Það eru 20% af áætlaðri flutningsþörf á flugleið- inni á þessu tímabili sem auglýst voru laus til umsóknar. Flugleið- um var úthlutað leyfinu óskipt til eins árs 3. nóv '89. Áður höfðu 20% af því verið auglýst og sóttu tvö félög um: Flugleiðir og Arn- arflug innanlands. Þá ályktaði bæjarstjórn Húsavíkur vegna leyfisveitingarinnar og taldi nauðsynlegar flugsamgöngur milli Reykjavíkur og Húsavíkur um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal vera daglegar beinar ferðir, kvölds og morgna, án millilend- ingar. Einnig að úthlutun leyf- anna miðaðist við framangreinda þjónustu og að notaðar verði flugvélar sem uppfylla ströngustu öryggiskröfur og anni flutninga- þörf leiðarinnar. Til þess að ná þessu markmiði taldi bæjar- stjórnin koma til greina að fleiri en einn aðili annaðist áætlunar- flugið. Bæjarstjórn vísar til viðkvæms atvinnuástands í héraði Eftir að Flugleiðum var úthlutað sérleyfinu til ~ins árs fjölgaði félagið ferðum til Húsavíkur og eru þær nú níu á viku. Alltaf er þó millilent á Sauðárkróki í hverri ferð, annaðhvort á suður- leið eða norðurleið. Bæði Flugleiðir og Flugfélag Norðurlands hafa leyfi til almenns áætlunarflugs milli Akureyrar og Húsavíkur. Munurinn á sérleyfum og leyf- um til almenns áætlunarflugs er, að sérleyfum fylgir einkaréttur til áætlunarflugs á viðkomandi flug- leið, en jafnframt skylda til að halda þar uppi föstum áætlunar- ferðum, eftir því sem flutnings- þörf krefur, að dómi ráðuneytis- ins. Leyfum til almenns áætlun- arflugs fylgir réttur til að stunda áætlunarflug á viðkomandi flug- leið, en jafnframt skylda til að halda þar uppi föstum áætlunar- ferðum, skv. fyrirfram samþykktri áætlun. Umsögn bæjarstjórnar Húsa- víkur vegna umsóknanna um við- bótarflugleyfið er á þá leið að bæjarstjórn mælir með því að Flugleiðir fái tækifæri til að sýna hvers félagið er megnugt í að efla samgöngur við héraðið, enda tel- ur bæjarstjórnin sig ekki geta fullyrt að markaðurinn sé til skiptanna. Telji samgönguráð- herra hins vegar skynsamlegt að veita öðru flugfélagi hlutdeild í markaðinuin á flugleiðinni mælir bæjarstjórn með Flugfélagi Norðurlands. Dagur birti umsögn bæjarstjórnar í heild sinni 22. nóv. sl. Það voru framsóknarmennirnir fjórir í bæjarstjórninni sem tóku afstöðu og greiddu tillögunni atkvæði en aðrir bæjarfulltrúar sátu hjá, þar á meðal sjálfstæðis- mennirnir tveir sem mynda meiri- hluta með framsóknarmönnum. Annar þeirra, Þorvaldur Vest- mann Magnússon, forseti bæjar- stjórnar taldi það þó ekki mál þótt meirihlutinn hafi orðið ósammála. Málið hafi verið afgreitt á lýðræðislegan hátt, sjálfstæðismenn sætti sig við afgreiðsluna þó að þeirra sjón- armið hafi orðið undir, og séu ekki í neinni fýlu en voni að þró- unin í þessum málum verði Hús- víkingum hagstæð. Þorvaldur Vestmann, forseti bæjarstjórnar: „Það er ljóst á afgreiðslunni sem slíkri að það eru mjög skiptar skoðanir um hvernig þessum málum er best skipað. Við létum bóka yfirlýs- ingu og í henni kemur fram í hvaða farvegi við teljum þessum málum best borgið. Þar segjum við að reynslan, bæði í þessum málum og öðrum, hafi sýnt okkur það að málin þróast á farsælastan veg ef samkeppni er til staðar og því verður það að teljast eðlilegt að slíkur möguleiki sé opnaður þarna. Bæjarstjórnin er búin að fjalla um þessi flugrekstrarmál í mörg ár og gera um þau samþykkt- ir og ég minnist þess ekki í eitt einasta skipti að þar hafi komið fram sérstök ánægja, heldur hef- ur undantekningarlaust verið um að ræða þó nokkuð mikla óánægju með þá þjónustu sem veitt hefur verið. Nú er eins og menn hafi steingleymt þessu. Það er ekki fyrr en á að opna fyrir möguleika á samkeppni að það verður þarna ákveðin breyting og það ber vissu- lega að virða. Spurningin er bara um áframhaldið." Var flugleyfíð til skiptanna? Flugráð klofnaði í þrennt í afstöðu sinni til umsagnar um viðbótarleyfið, tveir fulltrúar töldu að Flugleiðir eigi að hafa leyfið áfram, tveir vildu einnig gefa Flugfélagi Norðurlands kost á að fljúga milli Húsavíkur og Reykjavíkur en formaður ráðsins sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Magnús Bjarnason, fram- kvæmdastjóri hjá Arnarflugi innanlands, aðspurður um þýð- ingu þess fyrir félagið að fá við- bótarleyfið: „Einfaldlega aukin verkefni og betri nýting á allri starfsemi því við teljum að við getum sinnt þessu flugi án þess að bæta við starfsmönnum eða flug- vélum. Við höfum þar fyrir utan horft mjög til þess að selja ferða- mönnum dagsferðir í Þingeyjar- sýslurnar yfir sumarmánuðina.“ - Hvað mundi samkeppni frá Arnarflugi innanlands þýða á þessari flugleið? „Eins og í öllum öðrum við- skiptum, lægra verð og betri þjónustu. Þessi afgreiðsla bæjarstjórnar Húsavíkur hefur valdið okkur töluverðum vonbrigðum. Við höf- um talið að við værum að bjóða fram góða þjónustu fyrir Húsvík- inga í samkeppni við Flugleiðir og mér finnst að afgreiðsla bæjar- stjórnar beri miklu meiri keim af því að verið sé að vernda hags- muni Flugleiða heldur en gæta hagsmuna neytenda á Húsavík. Ályktun bæjarstjórnar áður en leyfið í fyrra var afgreitt var á þá leið að mikið hagsmunamál væri að bæta flugsamgöngur við Húsa- vík og að það væri best gert með því að leyfa samkeppni." Sigurður Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, sagði að sótt sé um leyfið vegna þess að talið sé að það yrði félaginu dálítil lyftistöng að fá það. Leyfið veitti þó ekki sjálf- virka heimild til að flytja 20% farþeganna, heldur aðeins rétt- indin til þess að hafa rými fyrir þá um borð í vélunum, miðað við eðlilega sætanýtingu. „Þó að við séum í samkeppni við Flugleiðir og séum að bjóða svolítið aðra hluti mundum við samt vinna þetta í eðlilegri samvinnu, t.d. með gagnkvæmri nýtingu far- seðla. Við ætlum að fylla í skörð sem Flugleiðir hafa skilið eftir, t.d. í vetraráætluninni og við ætl- um að fljúga beint. Við ætlum okkur ekki að hefja fargjalda- stríð við Flugleiðir en við höfum töluvert annan hátt á afsláttum en þeir, apex Flugleiða er með 40% afslætti en minipris hjá okk- ur með 50%, einnig bjóðum við ellilífeyrisþegum góð kjör alla daga.“ Flugleiðir eiga 35% í Flugfé- lagi Norðurlands. Aðspurður hvort um dótturfyrirtæki væri að ræða sagði Sigurður: „Þetta er ekki dótturfyrirtæki en við erum skyldir, Flugleiðamenn hafa sitt að segja en eru í minnihluta í stjórn fyrirtækisins.“ Allur niðurskurður veikir Flugleiðir, segir Andri Forsvarsmenn Flugtaks voru ekki við er blaðamaður reyndi ítrekað að ná símasambandi við þá. Andri Hrólfsson forstöðu- maður innanlandsdeildar Flug- leiða var spurður um könnun sem félagið gerði hjá farþegum á flug- leiðinni til Húsavíkur: „Yfirgnæf- andi meginhluti viðskiptavina okkar á Húsavík taldi ferðatíðn- ina nægjanlega. Ákveðinn fjöldi, nær 40%, en samt minnihluti, taldi æskilegra að fljúga beint með minni vél en fljúga með stærri vél sem millilenti. Meiri- hlutinn vildi þó frekar stóru vél- ina og millilendinguna.“ Farþegar á flugleiðinni undan- farin ár hafa verið um 14 þúsund en sætaframboð Flugleiða hefur verið um 22 þúsund sæti. Miðað við það framboð gæfu 20% af leyfinu heimild til 2-3 ferða í viku með 19 sæta vél. „Innanlandsflug á íslandi í heild er fámennisflug og sætanýt- ing er alls staðar lítil, þannig að allur niðurskurður á svona litlum markaði veikir okkur. Ef við fáum samkeppni til Húsavíkur þá reynum við eins og við getum, án þess að breyta nokkru hjá okkur, að veita góða þjónustu og halda áætlun. Ef það gengur ekki upp og við missum mikla flutninga hlýtur það að þýða endurskoðun á flugáætlun. Ef við höldum leyf- inu óbreyttu vonum við að ýmsar aðgerðir sem við höfum verið að vinna að til að auka flutninga til Húsavíkur skili okkur þeim árangri að við getum aukið flugið. Við höfum gert talsvert mikið af því að reyna að senda vetrarráðstefnur til Húsavíkur auk annarra ráðstafana til að auka ferðamannastrauminn.“ Það skal tekið fram að ráð- herra hafði ekki veitt leyfið er rætt var við viðkomandi aðila. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.