Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 7 Duld - ein magnaðasta bók Stephens King á íslensku Duld nefnist í íslenskri þýðingu Karls Birgissonar hin magnaða spennusaga Stephen Kings „The Shining“, sem Fróði hf. hefur gefið út. Bókmenntagagnrýnendi Daily Mirror sagði t.d. á sínum tíma að önnur eins spennusaga hafi tæplega verið skrifuð og ráð- lagði fólki að vera ekki eitt heima þegar þ^ð læsi hana. Duld fjallar um hjónin Jack og Wendy Torrance sem gerast húsverðir á Overlook hótelinu að vetrarlagi. Með þeim er fimm ára sonur þeirra, Danny, sem gædd- ur er skyggnigáfu. Jack, sem er rithöfundur, hugsar sér að vinna að ritstörfum í góðu næði á hótel- inu. En margt fer öðruvísi er ætl- að er. Einangrunin er algjör og fer brátt að segja til sín. A hótel- inu höfðu áður gerst voveiflegir atburðir og brátt fer ýmislegt óvænt að gerast, ekki síst hjá Danny sem sér ýmislegt sem öðr- um er hulið. Stephen King er löngu heims- þekktur rithöfundur og bækur hans eru jafnan á metsölulistum mánuð eftir mánuð og ár eftir ár. Duld er 420 blaðsíður. Tímaritið Geðhjálp -2.tbl. 1990komið út Út er komið 2. tölublað tímarits- ins Geðhjálpar 1990. í blaðinu eru margvíslegar greinar sem tengjast geðhjálp og starfsemi Geðhjálpar. Halla Porbjörnsdóttir barna- geðlæknir fjallar um svokölluð vegalaus börn. Auður Gunnars- dóttir skrifar um nýja valkosti í meðferð áfengismisnotenda. Pét- ur Hauksson geðlæknir gerir grein fyrir líkamlegum óþægind- um af andlegum toga. Pormóður Svafarsson félagsráðgjafi skrifar grein um eftirköst skilnaðar og úrvinnslu. Tímaritið lét gera könnun á viðhorfum almennings til atvinnu- þátttöku fatlaðra með tilliti til þess um hvers konar fötlun var að ræða hverju sinni. Ljóð og styttri greinar eru enn- fremur hluti af efni blaðsins. Safnahúsið á Húsavík: Loksins kom ljós- myndasýning Þingeyingar geta þessa dagana labbað sig inn á Ijósmyndasýn- ingu í Safnahúsinu á Húsavík, en slíkar sýningar eru ekki daglegt brauð þar í bæ og kæt- ast því áhugamenn um Ijós- myndun. Það er Guðmundur Bjartmarsson frá Sandi í Aðaldal sem sýnir 42 litljós- myndir frá kl. 14-22, til mið- vikudagsins 5. des. Guðmundur býr í Reykjavík og er kvikmyndagerðarmaður. Hann starfar mest við auglýsinga- gerð og sjónvarpsmyndir en er áhugamaður um ljósmyndun. Guðmundur segir að almennt séð séu myndirnar á sýningunni af landslagi, þar megi m.a. sjá gras og steina. Myndefnið hefur Guð- mundur fundið í Aðaldalshrauni, Hólmatungum, Kröfluhrauni og víðar. IM Leitin að dem- antinum eina Vaka-Helgafell hefur gefið út barnabókina Leitin að demantin- um eina, eftir Heiði Baldursdótt- ur. I káputexta segir meðal annars: „Lcitin að demantinum eina er heillandi og grípandi saga. Hún segir frá Krúsu sem villist inn í ævintýraveröld sem er öðrum hulin og þar hittir hún ýmsar kynjaverur sem flestar eru góðar og vingjarnlegar. En þarna eru einnig illar vættir og yfir ævintýra- heiminum vofir ógn sem gæti tor- tímt honum. í fylgd með Almari vini sínum leggur Krúsa af stað í mikla hættuför til að reyna að bjarga þessari sérstæðu veröld. Leitin að deniantinum eina er sjálfstætt framhald Álagadalsins sem hlaut íslensku barnabóka- verðlaunin árið 1989, en sú bók var frumraun Heiðar Baldurs- dóttur á rithöfundarbrautinni.“ Bókin er kilja og kostar 998 krónur. Rokksaga íslands - frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Rokksaga íslands - frá Sigga Johnnie til Sykurmol- anna eftir Gest Guðmundsson. Þar fjallar hann um rokktónlist og æskumenningu á íslandi 1955- 1990. í bók sinni fjallar Gestur Guðmundsson um stefnur og strauma í íslenskri rokktónlist, hljómsveitir og einstaka tónlist- armenn, söngtexta, skemmtana- líf og hljómplötugerð. í bókinni eru um 300 ljósmyndir og ítarleg- ar skrár yfir hljómsveitir og plötuútgáfu. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Rokkið tekur sífellt á sig nýjar myndir þar sem æskan veit- ir tilfinningum sínum og draum- um útrás. Gestur Guðmundson sýnir fram á að í rokkinu hefur íslensk æska í senn tengst jafn- öldrum sínum erlendis, skapað eigin unglingamenningu og lagt drjúgan skerf að mörkum til íslenskrar þjóðmenningar. Rokksaga íslands er án efa besta handbæra heimild um samfellda sögu rokktónlistar og æsku- menningar hér á landi,“ segir að lokum í kynningu útgáfunnar. Leigubíll í viðskiptaferð... látíu okkur aka fyrir suniiaii Leigubílstjórar á höfuðborgarsvæðinu bjóða fyrirtækjuin og öðrum útí á landi þjónustu sem sparar bæði tíma, fé og fyririiöfn. Nú er það úr sögunni að þú þurfir að tefja þig á því að reyna að finna bílastæði í borginni. að hafa vasana þunga af skiptimynd í stöðumæla. að taka bílaleigubíl, eyða dýrmætum tíma þínum í skriffinnsku og taka á þig ábyrgð vegna ökutækisins á slóðum þar sem þú ert óvanur að aka. að hafa áhyggjur af að rata ekki. að tefja á biðstöðvum og í strætisvögnum. að notast við marga leigubíla sama daginn sem er bæði óhagkvæmt og fyrirhafnarsamt. að láta málin bíða. Nú hringirðu í einhveija af leigubílastöðvunum á höfuðboigarsvæðinu og biður um leigubíl í viðskiptaferð. Sparaðu þér og fyrirtækinu bæði tíma, fé og fyrirhöfn. Nýttu þér þjónustu leigubílastöðvanna á höfuðborgarsvæðinu. Sími Telefax BÆJARLEIÐIR 33500... 685323 BSR ...611720.. .... 617070 BORGARBÍLL .... 22440 HREYFILL .... 685522.... .... 685013 BSH .... 51660

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.