Dagur - 01.12.1990, Page 5

Dagur - 01.12.1990, Page 5
 Laugardagur 1. desember 1990 - DAGUR - 5 Kynningarfundur um umhverfismál á Norðurlandi vestra: Sorphirða - Brotamálmar - Mengunarvamir „Kynningarfundur um umhverf- ismál á vegum sveitarfélaga. Sorphirða - Brotamálmar - Mengunarvarnir.“ Þetta var yfirskrift fundar sem haldinn var sl. fimmtudag í Safnahús- inu á Sauðárkróki, þar sem þessi mál voru m.a. rædd á kjördæmisgrundvelli. Fundinn sátu sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra. Tilefni þessa fundar var sam- þykkt frá síðasta Fjórðungsþingi Norðlendinga um umhverfismál og kynningarfundi og stóðu Fjórðungssambandið og umhverf- isráðuneytið fyrir honum. Fyrst á dagskrá var framsaga umhverfisráðherra, Júlíusar Sólness, þar sem hann sagði m.a. að sú nefnd sem verið hefur að vinna að frumvarpi um umhverf- isverndarlög væri farin að nálgast verklok. Um leið og frumvarpið verður lagt fram sagðist Júlíus vonast til að mótun umhverfis- málastefnu stjórnvalda yrði lokið og hún sett fram í formi þings- ályktunartillögu. Pessi tvö atriði auk þingsályktunartillögu um fyrirkomulag sorphirðu í landinu öllu og aukna endurvinnslu sagð- ist ráðherra vonast til að búið yrði að samþykkja fyrir lok þings í vor. Júlíus minntist einnig á hugmyndir eins og að umhverf- isverndarskrifstofur yrðu í hverj- um landshluta og síðan umhverf- isverndarstofnun yfir öllu og að búin yrði til deild innan jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga vegna sorp- hirðu. Framsögumenn á vegum um- hverfisráðuneytisins voru: Davíð Egilsson frá Náttúruvernd, Sigur- björg Sæmundsdóttir frá ráðu- ! neytinu og Birgir Pórðarson frá Hollustuvernd ríkisins. í máli Davíðs kom m.a. fram að náttúru- verndarnefndir á vegum sýslna væru ekki nógu virkar t.d. í sambandi við sorphirðumál og að sveitarstjórnir þyrftu að móta sér hugmyndir um landnýtingu. Sveinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits á Norðurl. vestra, lagði fram skýrslu þar sem m.a. kom fram að brýnt væri að bæta frárennsl- ismál á Laugarbakka, Varmahlíð, Hofsósi og ekki síst á Siglufirði. Einnig sagði hann að stór þrösk- uldur væri að þau sveitarfélög sem brýnast væri að gera úrbætur í væru oft illa stödd fjárhagslega. Framsögumenn frá sveitarfé- lögum á Norðurl. vestra voru þeir Bjarni Þór Einarsson sveit- arstjóri á Hvammstanga og Snorri Björn Sigurðsson sveitar- stjóri á Sauðárkróki. Þeir ræddu um umhverfismál almennt og Framkvæmdir við stækkun Hótel Stefaníu á Akureyri eru nú komnar af stað. Stefán Sig- urðsson, einn af eigendum hótelsins, fékk nýlega leyfi bygginganefndar fyrir lóðar- stækkun og viðbyggingu og hófst hann þegar handa. f bókun bygginganefndar kem- ur fram að hún samþykkir lóðar- stækkun að lóð Hafnarstrætis 81 og 81b upp í brekkuna ásamt trapisulagaðri spildu af lóð Hafn- arstrætis 81 og 81b, samkvæmt sagði Snorri að með hinni nýju mengunarvarnareglugerð væru lagðar gífurlegar skyldur á herð- ar sveitarfélaga og þau hefðu ekki bolmagn til að koma þeim í framkvæmd þó nauðsynlegt væri. Snorri lagði einnig til að sveitar- félög kæmu upp safnstöðvum, en ríkið setti upp móttöku og förg- unarstöðvar og að tilraun yrði gerð með það á Norðurl. vestra. Vilhjálmur Grímsson, tækni- fræðingur, talaði um reynslu Suðurnesjamanna og leiðir til hagkvæmra lausna í sambandi við förgun úrgangs á vegum sveit- arfélaga og sagði árlega upphæð í Norðlendingafjórðungi verða 2500-5000 krónur á íbúa til að viðundandi förgun gæti átt sér stað. í lokin voru almennar umræð- ur, en síðan var fundi slitið. Samskonar fundur var haldinn fyrir Norðurland eystra í gær á Akureyri. SBG nánari útmælingu tæknideildar. Almennur umferðarréttur verði áfram um sundið fyrir gangandi fólk og umferðarréttur fyrir bíla frá Hafnarstræti að fyrirhuguðum tröppum. Nefndin tók jákvætt í að byggt verði við 2., 3. og 4. hæð Hótel Stefaníu og samþykkt var að byggður verði stoðveggur og geymsla upp í brekkuna. Bygg- inganefnd synjaði hins vegar byggingu sorpgeymslu í sundinu. SS Akureyri: Byggt við Hótel Stefaníu Ég færi kjósendum í Norðurlands- kjördæmi eystra þakkir fyrir stuðning í nýafstöðnu prófkjöri Alþýðuflokksins. Þakka meðfram- bjóðendum drengilega framgöngu. Merrild setur brag Langar þig í á sérhvern dag fallega kaffidós ? Merrild kaffið er afar vinsælt og það á sér góðar og gildar ásæður: Hin frábæra fylling og niýkt í bragðinu helst lengur í munni en þú átt að venjasl. Kaffið er drjúgt og milt en aldrei rammt eða súrt. Það leynir sér ekki að það er blandað og brennt úr heimsins bragðbestu kaffitegundum frá Kólombíu, Brasilíu og Mið-Ameríku. Góð kaffíráð Gott hráefni er aðalsmerki Merrild kaffisins og mjúki pokinn tryggir að gæðin haldist svo að þú færð alltaf sama ilmandi kaffið og frábæra kaffibragðið. Tæmdu aldrei pokann í dós. Settu kaffipokann ofan í Merrild kaffi- dósina. Þannig kemst hvorki súrefni né birta að kaffinu og ilmurinn, bragðið og ferskleikinn haldast til síðasta dropa. . t I <1 t Klipptu strikanrerkið af rauða Merrild pakkanum og fáðu kaffi-dós eins og þá sem þú sérð hér til liliðar. Allt sem þarf að gera er að geyma strikanrerkin af 6 pökkum af rauðum Merrild 500 gr. og senda til okkar. Þá sendum við þér Merrild kaffidós þér að kostnaðarlausu. Einnig getur þú skipt strikamerkjunum í peninga ef þú vilt ekki kaffidósina. 2 strikamerki = 40 kr. 4 strikamerki = 80 kr. 6 strikamerki = 120 kr. Já, takk. I I (krossið við) ég vil gjarnan fá eina Merrild kaffi- dós og sendi hér með 6 strikamerki af rauðum Merrild 500 gr. I I (krossið við) ég vil gjarhan fá greitt fyrir meðfylgjandi stk. strikamerki samtals kr. Hámark 1 umslag og 6 strikamerki á heimili. Nafn________ Heimilisfang Póstnr./bær _ Umslagið sendist til Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík. Síðasti innsendingar dagur er 28. febrúar 1991. 5 701037 28 90 D13234 Svona lítur strikamerkið út. Þú finnur það aftaná rauðum Merrild pakka. Merrild Kaffe A/S, Pósthólf 4372, 124 Reykjavík.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.