Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Dagur - 01.12.1990, Blaðsíða 24
Leikfélag Sauðárkróks: Lélegaðsókn „í sal hans hátignar“ - menningardauði í Skagafirði Síðustu sýningar Leikfélags Sauðárkróks á dagskrá úr verkum Jónasar Árnasonar, sem nefnd er „í sal hans há- tignar“, eru um helgina. Að sögn Skúla Gunnarssonar, varaformanns leikfélagsins, hefur aðsókn verið dræm og fjöldi sýningargesta ekki kom- inn nema rétt á annað hundr- aðið eftir fjórar sýningar. „Það er eins og fólk hafi engan tíma lengur til að fara í leikhús og svona léleg aðsókn hefur að- eins eitt í för með sér, að leikfé- lagið lendir í rekstrarerfiðleik- um. Kostnaður við sýningu sem þessa er um hálf milljón króna fyrir utan alla vinnuna sem að- standendur sýningarinnar gefa,“ sagði Skúli og bætti við að svo virtist sem einhver menningar- dauði hefði hafið innreið sína í Skagafjörð, því flestar listgreinar virtust þar eiga undir högg að sækja. KK Helgarveðrið: Suðaustan- og vestanátt „Tilveran er ykkur h!iðholl,“ sagði veðurfræðingurinn á Veðurstofu íslands, þegar hann var spurður um helgar- veðrið. „í dag verður suðaustan átt og hægur vindur. Lífið leikur við ykkur Norðlendinga. Á sunnu- dag gengur hann í vestanátt. Skýjað verður en engin úrkoma. Þið fáið norðanátt á mánudag og trúlega verður éljagangur en strax á þriðjudaginn verður kom- in suðvestan átt og allt sem fyrr,“ sagði veðurfræðingurinn. ój Lögreglan á Akureyri er með klippurnar á lofti þessa dagana og eiga þeir bfleigendur sem ekki hafa fært bfla sína til skoðunar yfir höfði sér að fá heimsókn lögreglunnar. Mynd: Golli Deilurnar á Öxnadalsheiði: Kærur á flóra veiðimenn væntanlegar innan tíðar Kærur hafa ekki verið lagðar fram enn á hendur fjórum mönnum vegna rjúpnaveiða á Oxnadalsheiði fyrir skömmu. Skotveiðifélag Akrahrepps og Akrahreppur ætla að kæra fjóra rjúpnaveiðimenn vegna meintra óleyfilegra veiða á heiðinni en Skotveiðifélagið tók heiðina á leigu af hreppn- um og telur sig því í rétti til að skipuleggja veiðar á heiðinni og selja veiðimönnum leyfi. Þetta vilja margir veiðimcnn hins vegar ekki sætta sig við. Akrahreppur og Skotveiðifé- lag Akrahrepps ætla að standa sameiginlega að þessum mála- rekstri gegn veiðimönnunum fjórum en þeir eru allir félags- menn í Skotveiðifélagi Eyjafjarð- ar. Broddi Björnsson segir að þeir hafi að undanförnu aflað ýmissa þeirra gagna sem látin verði fylgja kærunni þegar hún verður lögð inn. Reiknað er með að þetta mál fari áfram í dóms- kerfinu. Aðspurður segist Broddi von- ast til að ekki taki langan tíma að afgreiða þetta mál í kerfinu og niðurstaða fáist þannig sem fyrst. JÓH Sakadómur Akureyrar: Kona úrskurðuð í gæsluvarð- hald vegna gruns um íkveikju Kona hefur, í Sakadómi Akur- eyrar, verið úrskurðuð í hálfs mánaðar gæsluvarðhald vegna brunans í húsi nr. 86a við Hafnarstræti á Akureyri síðast- liðinn laugardag. Á meðan vinnur rannsóknarlögreglan að frekari rannsókn á upptökum eldsins. Eins og fram hefur komið vegna brunans sem varð að Hafn- arstæti 86a á Akureyri síðastlið- inn sunnudag þá kom eldurinn upp í eldhúsi miðhæðarinnar. Að sögn rannsóknarlögreglunnar á Akureyri benti allt til þess að eld- ur hefði kviknað út frá eldavél- inni. Við frekari rannsókn vakn- aði sá grunur að um íkveikju væri að ræða. Yfirheyrslur yfir hús- ráðendum leiddu síðan til þess að konan var handtekin og hefur nú verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald í Sakadómi Akur- eyrar. Eldur kom upp í húsinu um hádegisbil síðastliðinn laugardag en slökkviliði tókst fljótt að ráða niðurlögum hans. Tveir menn voru í húsinu þegar eldurinn kom upp en þá sakaði ekki. íbúðin á miðhæðinni var hins vegar mann- laus. JÓH Bruni í Miðfirði: Kviknaði í reykkofa Aðfaranótt föstudags kviknaði í reykkofa og gömlum fjárhús- um á bænum Ytra-Bjargi í Miðfirði. Slökkviliðið á Hvammstanga var kallað á staðinn og slökkti eldinn. Að sögn var ekki búið að hengja jólahangikjötið upp til reykingar, en bjúgu o.fl. steiktist í eldinum. Neistaflug var mikið, en vindur stóð ekki á íbúðarhús. Reykkofinn skemmdist mikið í eldinum og hluti af fjárhúsum sem hann stendur við, en hætt er að nota. Slökkviliðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn. SBG Dalvík: Framkvæmdum við höfnina lýkur í dag í dag Iýkur framkvæmdum við grjótfyllingu, fyrirstöðugarðs, fyrir norðan norðurgarð í Dal- víkurhöfn. Framkvæmdir hóf- ust í sumar og er áætlaður heildarkostnaður um 30 millj- ónir króna. Hér er um að ræða töluvert viðamikla framkvæmd og má ætla að um 30 þúsund rúmmetr- um hafi verið ekið í grjótfylling- una. Efnið var fengið í landi Sauðaness, norðan við Dalvík. Vörubílstjórafélagið Múli og Jarðverk hf. unnu verkið. Að sögn Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Dalvík, er grjótvörnin fyrsti Sorphaugar Akureyrar: HoUustuvemd gerði athugasemdir því sorp hafði ekki verið urðað - „tilfallandi ástand,“ segir heilbrigðisfulltrúi Eftirlitsmaður frá Hollustu- vernd ríkisins gerði athuga- semdir við rekstur sorphauga Akureyrarbæjar eftir að hafa í tvígang athugað ástandið þar. I seinna skiptið sem eftirlits- maðurinn fór á haugana hafði sorpið ekki verið urðað og var þá m.a. nýlega búið að losa sláturúrgang og einnig voru þar tunnur sem menn óttuðust að innihéldu hættuleg efni. Að sögn Valdimars Brynjólfs- sonar heilbrigðisfulltrúa, sem fal- ið var að svara athugasemdum Hollustuverndar, var hér um til- fallandi ástand að ræða á sorp- haugunum. Af einhverjum ástæð- um var ekki búið að urða sorpið daginn sem eftirlitsmaðurinn kom í seinna skiptið og athuga- semdir hans því skiljanlegar. Valdimar sagði að Heilbrigðis- eftirlitið fylgdist reglulega með því hvort sorpið væri urðað og ástandið væri yfirleitt gott á haugunum. Veikindi eða aðrar ástæður geta þó raskað reglulegri urðun en oftast er ýtt yfir ruslið jafnóðum. „Málið er það að sorphaugarn- ir eru opnir og menn geta komið þangað með sorp hvenær sem er. í þessu tilfelli hafði nýlega verið komið með sláturúrgang og aðkoman því ljót. Varðandi tunnurnar þá voru þær flestar tómar og hættulítil efni í hinum,“ sagði Valdimar. Hann sagði að full þörf væri á því að koma upp móttökustöð fyrir hættulegan úrgang á Akur- eyri og það væri reyndar skylda samkvæmt nýrri mengunarvarn- areglugerð. „Ef við komum hættulegum efnum af haugunum þá held ég að ástandið verði að teljast við- unandi. Síðan er það spurningin hvað gert verður í framtíðinni, hvort farið verður út í sorpbögg- un eða eitthvað annað,“ sagði Valdimar. SS áfangi af nauðsynlegum fram- kvæmdum við höfnina. Hann segir mikilvægt að fáist fjármunir í áframhaldandi framkævmdir, uppfyllingu á svæðinu innan grjótvarnagarðsins og byggingu brimvarnagarðs austan þessarar grjótfyllingar. Kristján Þór segir brimvörnina mikilvæga til að loka fyrir öldu inn í höfnina. Hann segir menn óttast að fyrir aldurs sakir geti endi suðurgarðs farið að gefa sig og því verði að hlífa honum eins og kostur sé. Brimvarnargarður hafi allt að segja í því. óþh Ólafsfjörður: Skeljungur með tilboð í hótelið Olíufélagið Skeljungur hefur gert tilboð í meirihlutaeign Olafsfjarðarbæjar í Hóteli Ólafsfjarðar. Ekki hefur verið tekin afstaða til tilboðsins, en búist er við að hluthafar muni innan skamms ákveða hvort þeir nýta sér forkaupsrétt á hlut bæjarins í hótelinu. Það sem fyrir Skeljungi vakir er að byggja bensínstöð á lóð Hótels Olafsfjarðar. Málið hefur verið til umræðu í Ólafsfirði, en Bjarni Kr. Grímsson, bæjar- stjóri, segir að engin ákvörðun liggi fyrir, hvorki hjá bæjarráði né bæjarstjórn, um hvort bærinn sé tilbúinn til að selja Skeljungi tæplega 70% hlut sinn í hótelinu. Væntanlega verður boðað til hluthafafundar á næstunni þar sem hluthafar taka ákvörðun um hvort þeir nýta sér forkaupsrétt að hlut bæjarins í hótelinu. Ákveði hluthafar að nýta sér ekki forkaupsréttinn eru, sam- kvæmt heimildum Dags, taldar meiri líkur en hitt að Ólafsfjarð- arbær selji hlut sinn í hótelinu til Skeljungs, ekki síst vegna erfiðr- ar fjárhagsstöðu hótelsins. Á undanförnum árum hefur bærinn oft þurft að leggja fram fjármagn til að rétta rekstur hótelsins við. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.