Dagur - 15.12.1990, Síða 5
Laugardagur 15. desember 1990 - DAGUR - 5
fréftir
Krabbameinsfélagið með starfs-
menn á þremur stöðum á landinu
Krabbameinsfélögin á Ausf-
urlandi réðu sér starfsmann í
haust og fylgdu þar fordæmi
Krabbameinsfélags Akureyrar
og nágrennis frá því fyrir
tveimur árum. Sem kunnugt er
hefur Krabbameinsfélag
Reykjavíkur haldið uppi
umfangsmikilli starfsemi um
langt árabil. Þar með eru þrjú
krabbameinsfélög komin með
ráðna starfsmenn auk heildar-
samtakanna, Krabbameinsfé-
lags íslands.
Það var Krabbameinsfélag
Austfjarða sem hafði frumkvæði
að ráðningu starfsmanns í hluta-
starf eystra og nýtur til þess
stuðnings frá Krabbameinsfélagi
Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar
eystri. Frá næstu áramótum verð-
ur helmingur kostnaðar greiddur
af Happdrætti Krabbameinsfé-
lagsins.
Þuríður Backmann hjúkrun-
arfræðingur var ráðin til starfsins.
Á hún að annast fræðslu um
krabbamein og varnir gegn því
og ennfremur að veita krabba-
meinssjúklingum og aðstandend-
um þeirra stuðning og ráðgjöf.
Skrifstofa verður í heilsugæslu-
stöðinni á Egilsstöðum, sími
(97-) 12262 og verður fyrst um
sinn opin á þriðjudögum. Þar eru
veittar nánari upplýsingar um
starfsemina en hún á að ná til
meginhluta Austurlands.
Nú eru liðin tvö ár síðan
Krabbameinsfélag Akureyrar og
nágrennis réð Halldóru Bjarna-
dóttur hjúkrunarfræðing til
fræðslustarfa og þjónustu við
krabbameinssjúklinga og er hún í
fullu starfi. Happdrætti Krabba-
meinsfélagsins greiðir kostnaðinn
að hálfu leyti.
Reynslan af þessu starfi á
Akureyri og í nærsveitum hefur
verið mjög góð og varð Austfirð-
ingum hvatning til að fara út á
sömu braut. Krabbameinsfélag
Akureyrar og nágrennis var til
Sauðárkrókur:
Mikil uppbyging á aðstöðu
skíðafólks á sér nú stað
- snjótroðari keyptur úr Reykjavík
húsa í Hafnarstræti en hefur nú
fengið skrifstofuaðstöðu að Gler-
árgötu 36, 3. hæð. Skrifstofan er
opin kl. 13-16 frá mánudegi til
föstudags og sfminn er (96)
27077.
Höfuðstöðvar Krabb: meinsfé-
lagsins eru að Skógarhlíð 8 í
Reykjavík. Þar vinna um 50-60
starfsmenn Krabbameinsfélags
íslands og Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, við fræðslu, leit,
rannsóknir og þjónustu við sjúkl-
inga.
Halldóra Bjarnadóttir starfsmaður Krabbameinsfélags Akureyrar og ná-
grcnnis á nýrri skrifstofu félagsins að Glerárgötu 36. Mynd: Colli
Menningar- og fræðslusamband alþýðu:
Farandnámskeið
fyrir atvinnulausa
Félagsmálaráöherra hefur í
samráöi í ráðgjafarnefnd vinnu-
málaskrifstofu félagsmálaráðu-
Húsavík:
Bærinn tapar
tólf millj-
ónum króna
Tapaðar innheimtukröfur
bæjarsjóðs og bæjarfyrir-
tækja á Ilúsavík að upphæð
rúmlega 12,2 milljónir hafa
verið afskrifaðar.
Um er að ræða beinar af-
skriftir á innheimtukröfum
orkuveitna að upphæð rúnt-
lega 5,2 milljónir. Óbeinar
afskriftir útsvara, aðstöðu-
gjalda, fasteignagjalda og við-
skiptareikninga 15 aðila að
upphæð rúmlega 3,8 milljónir
og beinar afskriftir útsvara,
aðstöðugjalda og viðskipta-
reikninga 13 aðila að upphæð
rúmlega 3,1 milljón.
Gjaldþrot fyrirtækja mun
vera aðalorsökin fyrir þessu
tapi bæjarins. IM
neytisins ákveðið að veita 4
milljónir króna til námskeiöa-
halds fyrir atvinnulausa í sam-
vinnu við Menningar- og
fræðslusamband alþýðu.
í framhaldi af þeirri tilraun
sem gerð var á vegum Reykjavík-
urborgar með tilstyrk félagsmála-
ráðuneytisins og Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs, með námskeiðs-
hald fyrir atvinnulausa, taldi ráð-
gjafarnefnd vinnumálaskrifstofu
æskilegt að hliðstæðum nám-
skeiðum yrði komið á fót víðar
um land. Ráðgjafarnefndin telur
æskilegt að um væri að ræða far-
andnámskeið sem haldið væri á
þeim stöðum, sem þörf er á
vegna atvinnuástandsins. Um
væri að ræða stöðluð námskeið
með föstum kjarna en verkhlut-
inn gæti verið breytilegur eftir
þörfum og aðstæðum á hverjum
stað.
Félagsmálaráðuneytið leitaði
til Menningar- og fræðslusam-
bands alþýðu um það hvort það
væri reiðubúið að standa fyrir
slíku námskeiðshaldi. Stjórn
M.F.A. samþykkti einróma að
verða við erindinu og mun með
fjögurra milljóna króna styrk
hefja undirbúning farandnám-
skeiðs fyrir atvinnulausa, sem
haldin verða fyrri hluta næsta árs.
Sjúkrahús Skagfirðinga:
Á Sauðárhæðum í 30 ár
Mikil uppbygging á aðstöðu
skíðafólks á Sauðárkróki á sér
nú stað. Skíðadeild Tindastóls
hefur keypt snjótroðara og
einnig er verið að gera upp
gömlu flugstöðvarbygginguna
sem skíðaskála á svæði félags-
ins í Heiðarhnjúk. Áform eru
um það í framtíðinni að kaupa
nýja skíðalyftu, en trúlega
verður það ekki á næstunni.
Snjótroðarinn sem búið er að
festa kaup á var áður notaður í
Bláfjöllum, en er nýuppgerður
og keyptur frá Vélamiðstöð
Reykjavíkurborgar. Að sögn
Þorkels Þorsteinssonar, hjá
skíðadeildinni, er troðarinn
keyptur á 600 þús. krónur og
veitir Sauðárkróksbær 400 þús.
króna styrk til kaupanna. Hann
sagði að von þeirra væri að geta
keypt betri lyftu í framtíðinni því
sú gamla væri komin til ára sinna.
Gamla flugstöðin sem stóð á
Sauðárkróksflugvelli er nú komin
upp að rótum Heiðarhnjúks og
hefur skíðafólk unnið við að ein-
angra hana og laga að öllu leyti
svo að hægt verði að snæða þar
nesti sitt og fleira. Þorkell sagðist
jafnvel búast við að farið yrði út í
einhverja veitingasölu þar þegar
frant liðu stundir.
Snjótroðarinn kemur norður
eftir áramót og þá verður einnig
gengið frá þaki skálans, reiknað
er með að opna aðstöðuna upp úr
því, það er að segja ef snjór kem-
ur að sögn Þorkels. Hann sagði
skíðadeildina vonast eftir góðri
þátttöku í skíðaíþróttinni í vetur
og að stutt yrði við bakið á þeim
vegna þessara framkvæmda og
fjárfestinga sem stórbæta
aðstöðuna þegar snjórinn kemur.
SBG
KflFORLÖGSBOK
'• ':•••......
| c,n I [ÓNSSOV
h f,;f ««(»'»«•
JODYNUR II
Hestar og mannlíf í
Austur-Skaftafellssýslu
Egill Jónsson bjó til prentunar
Árið 1988 kom út fyrsta bindi að rit-
verkinu Jódynur, sem hlaut mjög
góðar viðtökur og staðfestir það
hinn almenna áhuga fyrir meiri
kynnurn á þessum landshluta.
Hestar, menn og svaðilfarir voru
hluti af daglega Irfinu og um það
vilja menn fræðast. Sagt er frá
Hóiahestunum, ræktun homfirskra
- listaverk sett upp í tilefni þess
Á næsta ári verða liðin 30 ár
frá því Sjúkrahús Skagfirðinga
fluttist upp á Sauðárhæðir og
þegar þess verður minnst með
hækkandi sól verður afhjúpað
útilistaverk úr stáli eftir Sverrir
Olafsson á lóð sjúkrahússins.
Bygginganefnd og bæjarstjórn
Sauðárkróksbæjar er búið gefa
leyfi fyrir uppsetningu verksins,
en það mun verða nokkrir metrar
á hæð þegar búið er að setja það
á sinn stall og efsti hlutinn snúast
eftir vindátt.
Að sögn Sæmundar Her-
mannssonar, framkvæmdastjóra
sjúkrahússins, fékkst styrkur úr
listskreytingasjóði menntamála-
ráðuneytisins fyrir kaupum á
listaverkinu, en sjúkrahúsið fjár-
magnar uppsetningu. Verkinu
hefur verið valinn staður fyrir
framan anddyri hjúkrunar- og
dvalarheimilisins og verður að
sögn Sæmundar, afhjúpað um
leið og 30 ára afmælisins verður
minnst með opnu húsi þegar líða
fer á veturinn. SBG