Dagur - 15.12.1990, Qupperneq 10
10 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990
af erlendum vetfvangi
____________JL
Ignaz Semmelweis og barnsfararsóttin:
Barátta við dauðann og samverkamenn
Enda þótt Ignaz Semmelweis tækist að lækka dán-
artíðni við fæðingar niður í brot af því sem áður
var, neituðu vísindamenn þeirra tíma að fallast á
kenningar hans. Sagan af Semmelweis er saga
mikilmennis, sem að lokum gefst upp við að sanna
heiminum að hann hafi rétt fyrir sér.
Mjólkursamlag KEA
Akureyri Simi 96-21400
Jólagjöf
hestamannsins
fæst hjá okkur!
Reiðbuxur, mikið úrval.
Skálmar á góðu verði.
Loðfóðraðir gallar.
Beisli, hringaméll, múlar.
Sindrastangir, venjulegar
stangir skeifur og ótal
margt fleira, til dæmis
allt til járninga.
Hestasport
Helgamagrastræti 30
Sími 21872.
Opið alla virka daga frá 10-18
og á laugardögum frá 10-12.
Þegar Scmmelweis ákvað að berjast
fyrir málstað fæðandi kvenna, var
ástandið þannig að á sumum fæð-
ingarstofum lést þriðja hver kona af
barnsfararsótt. Hér virðir hann fyrir
sér eitt margra fórnarlamba á Aligc-
meine Krankenhaus í Vín. (Myndin
er úr kvikmynd sem gerð var eftir
leikriti Jens Björneboes, „Semmel-
weis“.)
frjálsar hendur til að reyna kenn-
ingar sínar. Dánartíðnin lækkaði
svo að ótrúlegt var, niður í 0,85
prósent, en var ennþá tíu til
fimmtán prósent í Vín og Prag.
Árið 1855 var Semmelweis
skipaður prófessor við háskólann
í Pest. Hann kvæntist, eignaðist
fimm börn og setti upp eigin
lækningastofu. Kenningar hans
um orsakir barnsfararsóttar
höfðu nú hlotið viðurkenningu í
Ungverjalandi og heilbrigðisyfir-
völd fyrirskipuðu öllum sjúkra-
húsum að taka upp þær fyrir-
byggjandi aðferðir sem Semm-
elweis hafði barist fyrir árum
saman.
Árið 1861 gaf hann út höfúð-
verk sitt, þar sem hann skilgreinir
þá reynslu sem hann hafði öðlast
í baráttu sinni við barnsfararsótt-
ina. En þrátt fyrir það að í bók-
inni væru nákvæmar tölulegar
upplýsingar sem sönnuðu gildi
hreinlætisreglnanna, varð hún
ekki til þess að kenningar hans
hlytu neina viðurkenningu á
alþjóðavettvangi. Hann sendi
eintök af henni til allra kunnustu
fæðingarlækna og læknafélaga er-
lendis, en viðbrögðin voru al-
mennt neikvæð.
Andstaðan lamaði hann
Semmelweis tók nærri sér þá
miklu andstöðu sem hann varð
að þola allt frá því hann setti
fram fyrstu hugmyndir sínar um
smitefni og gildi handþvottar.
Ófagleg og miskunnarlaus gagn-
rýni á ritverk hans varð að lokum
til að lama hann. Eignir hans
voru uppurnar og hann tók jafn-
vel að efast um að hann hefði í
rauninni rétt fyrir sér. Afleiðing-
arnar urðu áköf þunglyndisköst,
og 1865 var hann lagður inn á
geðsjúkrahús í Vín, þar sem góð-
vinur hans var yfirlæknir.
Áður en Semmelweis fór frá
Buda hafði hann framkvæmt
krufningu og þá fengið skeinu á
hendi. Þetta varð til þess, að
hann fékk ákafa blóðeitrun sem
gerði hann ennþá ringlaðri en
áður og hann lést 13. ágúst,
skömmu eftir komuna til Vínar.
Krufning leiddi það í Ijós, að
Semmelweis hafði látist af völd-
um þess sjúkdóms sem hann
hafði varið ævinni til að berjast
við. Og kaldhæðni örlaganna var
ekki þar með öll. Daginn áður
voru sóttvarnalyf í fyrsta skipti
notuð við uppskurð. Þar var að
verki enski læknirinn Joseph
Lister og notaði hann karbolsýru
til sótthreinsunar. Að baki lá, að
Louis Pasteur var farinn að sýna
fram á að bakteríur gætu verið
smitberar.
(Jörgen Gundcrsen yfírlæknir í Fakla 1/90.
- I*.J.)
Flestar konur ólu börn sín í
heimahúsum en fátæklingum,
einkum í borgum, var vísað inn á
sjúkrahús sveitarfélaganna. Um
nokkurt skeið létust meira en 100
konur mánaðarlega af barnsfar-
arsótt á fæðingardeildinni við
Allgemeine Krankenhaus í Vín,
þar sem Semmelweis starfaði.
Hann þjáðist með þeim konum
sem höfðu barnsfararsótt og neit-
aði að sætta sig við að svo margar
þeirra ættu ekki afturkvæmt til
síns heima.
Semmelweis tók snemma að
gruna að eiturefni sem bærust
mann frá manni gætu verið
skýringin á hinni háu dánartíðni
en þetta var á þeim tímum þegar
enn var ekki fyrir hendi tækni-
þekking til að sanna slíka tilgátu.
Á sjúkrahúsinu voru tvær fæð-
ingardeildir. Deild A var við
hliðina á krufningarsalnum.
Æfingum læknisfræðinema var
þannig háttað, að fyrst æfðu þeir
fæðingaraðstoð á líkunum í
krufningarsalnum og reyndu síð-
an þekkingu sína inni á fæðingar-
deildinni - án þess að þvo sér um
hendurnar áður. í þessari deild
var dánartíðnin nærri 20 prósent.
í fæðingardeild B unnu ljósmæð-
Ignaz Semmelweis (1818-1865)
ur sem ekkert komu í krufningar-
salinn. Þar var dánartíðnin að-
eins á milli 5 og 7 prósent.
Dauði vinar hans gaf
til kynna hver orsökin var
Árið 1847 lést náinn vinur og
samstarfsmaður Semmelweis,
Kolloetschka, eftir að hann hafði
skorið sig þegar hann var að
kryfja lík konu sem dáið hafði af
barnsfararsótt. Semmelweis tók
lát vinarins nærri sér. Þegar Koll-
oetschka var krufinn, tók Semm-
elweis eftir því að sömu sýkingar-
einkenni var að sjá á innri líffær-
um hans og hjá þeim konum sem
létust af barnsfararsótt. Þá hug-
kvæmdist honum að vinurinn
hlyti að hafa smitast af sömu eit-
urefnum og völd væru að barns-
fararsóttinni á fæðingardeildinni.
Þetta varð til þess, að Semm-
elweis setti strangar reglur um
handþvott - með sótthreinsandi
klórkalksupplausn, nokkuð sem
hann hafði lært af kamarmokur-
unum. Árangurinn varð eftirtekt-
arverður. Dánartíðnin lækkaði
úr 18 prósentum niður í rúmlega
eitt prósent. Það eðlilega hefði
verið, að hreinlætið hefði nú ver-
ið aukið um allt sjúkrahúsið. En
því miður neitaði yfirmaður
Semmelweis að taka upp siði sem
yngri samstarfsmaður átti uppá-
stunguna að. Margir læknar
héldu því líka fram að of erfitt
væri að fara eftir þessum hrein-
lætisreglum og unnu á ýmsan hátt
gegn Semmelweis. Þeir unnu
m.a. skemmdarverk á tilraunum
með kenningar hans með því að
sleppa því að þvo hendur sínar.
Viðurkennt
í Ungverjalandi
Árið 1848 flæddi frjálslynd bylt-
ingaralda í stjórnmálum yfir Evr-
ópu, sem m.a. varð til þess, að
Metternich fursti var settur frá
völdum í Austurríki.
Staða Semmelweis á sjúkra-
húsinu styrktist þó síður en svo
við það að hann lagðist á sveif
með byltingarmönnum og íhalds-
söm stjórn sjúkrahússins svaraði
með því að reka hann. Þá sótti
hann um stöðu sem kennari í
fæðingarhjálp við háskólann, en
var hafnað.
Semmelweis ákvað þá að snúa
aftur til Ungverjalands. Þar var
hann ráðinn yfirlæknir við
sjúkrahús í Pest, og þegar barns-
fararsótt braust út sem faraldur á
fæðingardeildinni, fékk hann
Hann lést 13. ágúst 1865, 47 ára
að aldri. Nafn hans er meðal
þeirra sem hæst ber í sögu læknis-
fræðinnar en hann var misskilinn
og unnið gegn honum af flestum
stéttarbræðrum hans á þeim
tíma. Hann dó á geðveikrahæli.
Dánarorsökin var raunar sjúk-
dómurinn sem hann hafði varið
lífi sínu til að berjast við - blóð-
eitrun.
Eitthvað á þessa leið lýkur
leiðsögumaðurinn í Semmelweis-
safninu í Buda - öðrum helmingi
Budapest - máli sínu, þegar safn-
ið hefur verið skoðað. í Ung-
verjalandi er réttilega litið á Ign-
az Semmelweis sem eitt helstu
mikilmenna sem landið hefur
fóstrað og safnið var sett upp þar
sem hann bjó þegar hann var
prófessor í fæðingarhjálp.
Meira en hundrað
létust mánaðarlega
Þegar Semmelweis hóf störf sem
fæðingarlæknir fyrir 150 árum,
var Evrópa undirlögð af smitandi
sjúkdómum. 25 prósent allra
barna dóu áður en þau náðu sex
ára aldri, og ævialdurinn var að
meðaltali 33 ár.
Okum eins OG MENN!
Aktu
eins oq þú vilt
að aorir aki!
uar0"