Dagur - 15.12.1990, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 15. desember 1990
Hólmfríður S. Benediktsdóttir, sópransöngkona, gift þriggja
barna móðir ó Húsavfk sem varð fertug í haust, lauk í sum-
ar mastersnómi f einsöng fró Indiana University í Blooming-
ton. Það flýgur margt í gegnum hugann við að frétta af
svona konu: Mikið er hún dugleg! >Etli þetta hafi ekki verið
erfitt? ÆW\ hún sé ekki hamingjusöm í dag þegar slíkum
ófanga er nóð? Svona konu er gaman að tala við og
spyrja svolítið um lífið og tilveruna og hvað konur geta ó
sig lagt þó að þœr hafi mörgu að sinna. Og nú er magister
Hólmfríður komin í helgarviðtalið. Henni er að vísu hólfilla
við að vera kölluð magister opinberlega og hún var í upp-
hafi bara beðin um smóviðtal. Skyldi hún vera svolítið hlé-
drœg inn við beinið? En við œtluðum að tala um list og
hvað Hólmfríður vœri að gera núna.
að er ekki hægt að ganga að
listinni eins og að því að vaska
upp eða taka til því nauðsyn-
legt er að vera í vissu andlegu
ástandi til að geta komið list frá
sér. Það hefur ekkert breyst frá
því í gamla daga, allir þurfa að vinna og
vinna mikið. Fyrir fólk sem verið hefur í
dýru námi, eins og ég hef verið, er ekki um
annað að gera en að vinna meira. Undanfar-
in ár hef ég kennt ýmiss konar tónlist, allt
frá blokkflautuleik til tónmenntakennslu í
grunnskólanum en það er, held ég, eitt erf-
iðasta fag sem hægt er að kenna. I fyrra var
ég að kenna ensku við Framhaldsskólann og
að berjast við að koma saman kór þar, auk
þess að vera með kór í Barnaskólanum og
þeytast svona út um allt. Það er mjög slít-
andi að kenna við marga skóla í einu, þvf
kennslustundirnar eru ekki nema brot af því
sem gera þarf.
En ég fékk ráðningu í fulla stöðu á Akur-
eyri og er þar með 19 söngnemendur. Þeir
eru bæði unglingar og eldra fólk og ég lít á
þetta sem algjör forréttindi að fá eingöngu
að kenna söng. Þetta er upp til hópa mjög
gott fólk og áhugasamt, fyrir utan það að
samstarfsmenn mínir á Akureyri eru margir
alveg frábærir karakterar. Það er gaman að
kynnast þessu fólki sem hefur gengið í gegn-
um það sama og ég, hefur farið erlendis og
menntað sig og hefur hlustað mikið á tón-
list.
Ef maður heldur að það sé nóg að mennta
sjálfan sig og hlusta ekki á neina aðra þá er
maður, held ég, einhvers staðar inni í búri
og getur ekki gefið frá sér þá útgeislun sem
þarf ef ætlunin er að vera listamaður. Það er
dálítið meira en það að iðka listina sem gera
þarf.“
Passar ekki við lífíð á Húsavík
Snemma sumars 1987 átti Dagur viðtal við
Hólmfríði. Þá var hún að fara út til Bloom-
ington til ársdvalar. Öll fjölskyldan fór út
með henni, Magnús Magnússon, kennari
sem einnig stundaði nám við kennarahá-
skólann þar, og börnin þeirra þrjú. í viðtal-
inu kom fram að Hólmfríður er kennari að
mennt. Hún stundaði söngnám við Tónlist-
arskóla Kópavogs samhliða kennslustörfum
á Húsavík, en þar hafði hún m.a. starfað
sem skólastjóri Tónlistarskólans. Hólmfríð-
ur lauk áttunda stigs prófi árið 1980. f
Bloomington dvaldi hún sumrin 1984 og
1986 og sótti einkatíma hjá prófessor Roy
Samuelsen.
„Ég held að svona undir niðri hafi ég allt-
af ætlað að verða söngkona. Ég man eftir
mér einni heima þegar ég tók alveg rosaleg-
ar rokur, en ég hef alltaf haft háa rödd,
skræka rödd eins og margir vinir mínir
segja. Það að verða söngkona er bara
eitthvað sem passar ekki við lífið hér á
Húsavík. Einu sinni var sagt við mig að
maður þyrfti að líta til stjarnanna til að
komast upp í trjákrónurnar, og ég hef
kannski litið dálítið mikið til stjarnanna.
Ég ætlaði alltaf að fara eitthvað erlendis
til að læra, það kom aldrei neitt annað til
greina. En þegar maður hefur eignast þrjú
börn og vill sinna þeim, þá verður það að sitja
fyrir. Því er þetta búið að vera allt öðruvísi
námsferli hjá mér heldur en hjá fólki sem
fer í nám yfirleitt. Þetta hefur tekið langan
tíma og hefur að mestu leyti verið gert í
sumarfríum.
Nú er ég búin að vera sex sumur úti, en
sumarskólarnir eru starfræktir á tvöföldum
hraða svo þetta var eins og versta síldarver-
tíð. Ég óska engum þess að fara í gegnum
svona nám. Þetta er mjög slítandi og hefur
kostað blóð, svita og tár.
Allt snýst um sönginn
og fjölskylduna
Við höfunt öll mikla skel, sérstaklega þau
sem eru alin upp í litlu samfélagi þar sem
einstaklingurinn á helst ekki að skara fram
úr eða vera öðruvísi, allir eiga að vera eins.
Undanfarin þrjú sumur hef ég verið undir
handleiðslu söngkennara sem heitir Klara
Barlow. Það eru ekki mörg ár síðan hún fór
að kenna við háskólann en hún á sér mikla
og dramatíska sögu, eins og svo margar
konur sem ákveða að verða listakonur.
Sumar hverjar hafa þurft að gefa börnin sín
og skilja við manninn sinn til að sinna list
sinni óháðar.
Eftir miklar sviptingar komst Klara inn úr
skelinni minni og þá gat ég fyrst farið að
vinna sem söngvari. í sumar var ég ein úti
og fékk afskaplega harða meðferð hjá
henni. En það þýðir ekkert annað. Það
verður að gefa sig allan í þetta ef ætlunin er
að koma því til skila sem þarf að gera í
söngnum. Söngurinn má ekki vera nein
hálfvelgja og það þarf að túlka bæði gleði og
sorg. Klara syngur enn þessi dramatísku
óperuhlutverk sem hún var þekktust fyrir,
en hún söng víða og var velþekkt þó að hún
yrði ekki heimsfræg frekar en svo margir
góðir söngvarar í dag. Hún kom mér líka í
skilning um það að fertugur söngvari er alls
ekki gamall söngvari. Það eru mjög mörg
verkefni í söngbókmenntunum sem enginn
á að syngja fyrr en viðkomandi hefur náð
fertugsaldri.
Nú snýst mitt líf um sönginn og fjölskyld-
una og það er ekkert annað sem kemst að.“
Vildi frekar kaupa nótur
- Varstu ekki útskrifuð með pompi og
pragt, í svartri skikkju með ferkantaðan
hatt?
„Nei, elsku besta ég tímdi nú ekki að fara
að leigja mér einhvern búning. Leigan kost-
ar um 200 dollara og ég vildi frekar kaupa
nótur fyrir peningana. Ég vildi líka komast
heim sem fyrst, fór í síðasta prófið klukkan
átta um morguninn og ,svo af stað heim
sama dag. Próf skipta mig ekki svo miklu
máli, þó að ég næði alveg fínasta prófi sem
gaman er að hafa. Það sem skipti mig máli
var að ég næði þeim árangri sem mér.fyndist
vera viðunandi í söngnum.
Ég hef lært tónlist frá því ég var sjö ára
gömul en þá sendi faðir minn mig í píanó-
nám. Allt þetta píanónám svo og tónmennta-
kennaraprófið hjálpaði mér fyrst og fremst
að ná þessari háskólagráðu.
Söngnám er óendanlegt. Kennarinn minn
segir mér að ég verði að syngja á sviði og
læra nokkur óperuhlutverk til þess að ná
þroska sem söngvari. Það er í óperunni sem
maður gefur sig allan - verður sú persóna;
sem maður syngur - þá rennur leiklist og
sönglist saman í eitt.“
Hvers vegna ekki að prófa
að fara á tónleika?
„Munurinn á söng og hljóðfæraleik er fyrst
og fremst sá að söngurinn hefur textann,
„orðin“. Þess vegna nær söngur til allra og á
að gera það. Fólk á ekki að þurfa að fara í
skóla til að geta notið þess að hlusta á söng.
Ég held að fólki líði betur ef það lætur eftir
sér að fara á tónleika og njóta tónlistar.
Þetta er mín skoðun en að sjálfsögðu eru
ekki allir sama sinnis og ég.
Það hafa allir gott af því að læra og ég
vitna oft í sr. Friðrik A. Friðriksson. Við
Magnús minn heimsóttum hann einu sinni
þegar hann var orðinn háaldraður og löngu
hættur prestsskap, en þá var hann að læra
hebresku og sagðist alltaf vera að læra
eitthvað nýtt því það kæmi í veg fyrir hrörn-
un heilans. Ég hef alltaf tekið mark á svona
mönnum sem líta virkilega til stjarnanna,
þeir hugsa hátt og vita að nafli heimsins er
ekki eingöngu hér á Húsavík."
- Veistu hvar hann er?
„Nei, ég veit það ekki, sjálfsagt þar sem
hlutirnir eru að gerast, í eldhúsinu, á
sjónum, í frystihúsinu, í skólanum, á leik-
sviðinu, svo eitthvað sé nefnt.“
- Hvernig fannst þér að koma heim í
sumar og mæta öllum þeim væntingum sem
fjölskylda gerir til konunnar, þegar þú varst
búið að ná þessum áfanga og árangri (
söngnum?
„Þegar söngkonan kom heim dreif fjöL
skyldan hana í útilegu austur á land. En ég
hef ekki orðið vör við neinar væntingar
Húsvíkinga í þá átt að þá langi til að hlusta
á mig syngja, a.m.k. hafa þeir lítið beðið
mig um það. Ég hef lítið sungið síðan ég
kom heim í sumar.“
Megum ekki jarðbinda okkur
„Ég er og verð afskaplega mikill Húsvíking-
ur. Nú fer ég á hverjum miðvikudagsmorgni
með alveg frábærum bílstjóra til Akureyrar,
af því ég keyri ekki sjálf en legg líf mitt í
hendur bílstjóranna sem ég veit að koma
mér á áfangastað. Ég kem heim síðdegis á
föstudögum og á leiðinni til Húsavíkur
Hólmfríður í Húsavíkurkirkju, en þar ætlar hún að syngja á tónlcikum eftir áramótin. Mynd: IM