Dagur


Dagur - 15.12.1990, Qupperneq 15

Dagur - 15.12.1990, Qupperneq 15
Laugardagur 15. desember 1990 - DAGUR - 15 -i af erlendum vetfvangi Nýju varðhundarnir geta hringt til lögreglunnar vjuiþjom. hlýleg jólagjöf Tölvuvædd viðvörunarkerfí munu í framtíðinni fæla innbrotsþjófa frá með því að gelta eins og óðir hundar af slátrarakyni. Reyni þjófarnir eigi að síð- ur að brjótast inn, hringir kerfíð til lögreglunnar, öryggisþjónustunnar, nágrannans eða á vinnustað húseigandans. Tölvutæknin er að valda byltingu í gerð þjófavarnarkerfa og örygg- isbúnaðar í heimahúsum. Til þessa hafa góð viðvörunarkerfi verið svo dýr, að það hefur að- eins verið á færi stórra fyrirtækja að kaua þau, fyrirtækja, sem haft hafa efni á að verja miklu fé til öryggisráðstafana. En nú hefur rafeindatæknin gert góð þjófa- varnarkerfi svo ódýr, að það er orðið á færi einstaklinga að kaupa þau. Afleiðingin er sú, að það verður miklu auðveldara að tryggja sig fyrir innbrotum jafnt í heimahúsum sem á vinnustað eða í sumardvalarhúsum. Eldri viðvörunarkerfi voru yfirleitt þannig gerð, að komið var fyrir rafleiðslum með snerti- rofum við allar þær dyr og glugga, sem hugsanlegt var að innbrotsþjófur reyndi við. Um leið og samband rofnaði á ein- hverjum rofanum fór kerfið að klingja - en til að komast að því um hvaða rofa væri að ræða, þurfti oftast að leita um alla bygginguna. Pannig verður þetta ekki í framtíðinni. Nýjustu tölvutengdu þjófavarnarkerfin gera þegar í stað grein fyrir því hvaða dyr hafa verið brotnar upp eða hvaða gluggi. Auk þess er hægt að for- rita kerfið þannig, að það hringi sjálfkrafa til lögreglunnar, ná- grannans eða í hvaða annað símanúmer sem vera skal. Þegar einhver svarar, heyrist vélræn rödd kerfisins og hún skýrir frá því að innbrot hafi verið framið og hvar. Þjófavarnarkerfí með margskonar búnaði Nýjustu viðvörunarkerfi er einn- ig hægt að gera þannig úr garði, að þau geti gert viðvart um að eldsvoði sé í uppsiglingu. Þau geta þá hringt til slökkviliðsins, strax á eftir til lögreglunnar og síðan á læknavaktina, allt á mjög skömmum tíma. Verði slys í heimahúsi eða á vinnustað, getur kerfið hringt á sjúkrabíl án þess að þurfi að eyða tíma í að leita uppi rétta símanúmerið. Þá er hægt að stilla kerfið þannig, að það vari við t.d. vinnueftirlitið, ef ástæða er til. Margir innbrotsþjófar eru svo harðsoðnir að þeir láta það ekki á sig fá, þótt þeir heyri gaul eða hringingu þjófabjöllu. Þeir vita að það líða nokkrar mínútur áður en lögreglan er komin á vettvang og annað fólk aðhefst sjaldnast nokkuð þó að þjófa- bjalla heyrist klingja. En eitt er það sem allir inn- brotsþjófar óttast, og það eru varðhundar. Þess vegna eru nú framleidd vióvörunarkerfi, sem gelta eins og óðir slaktarar, ef til- raun er gerð til innbrots. Kerfið getur líka numið hreyfingar loft- strauma og breytingar á þeim í því húsnæði sem vaktað er. Eitt hið allra fullkomnasta þjófavarnarkerfi, sem nú fæst í Bandaríkjunum, er með inn- rauða skynjara, sem hiti verkar á. Kerfið skiptir því húsnæði sem vaktað er upp í ákveðin svæði og sýnir því aðeins viðbrögð, að hita.uppspretta færist úr einu svæði yfir í annað. Þannig gerist t.d. ekkert þó að hitastillir á upp- hituninni bili. Tækið tekur einnig tillit til stærðar varmauppsprettunnar og með hve miklum hraða hún fer. Því getur köttur eða hamstur hlaupið um án þess að nokkuð gerist, en sé maður á ferð lætur tækið samstundis vita. Tölvugelt hræðir þjófínn Tækið getur ennfremur gelt eins og óður hundur. Hljóðin koma ekki frá segulbandi. Vegna endurtekninga á því væri hætta á að upp kæmist hvers kyns væri. Röddin hefur verið tekin upp á vélamál og tölva sendir það frá sér í gegnum hátalara. Afleiðing- in er sú, að geltið getur haldið áfram í það óendanlega og inn- brotsþjófar geta með engu móti Umgengni við gæludýr vinnur gegn hjartasjúkdómum Fólk sem umgengst gæludýr fær síður blóðtappa en aðrir. Og sé blóðtappamyndun þegar til staðar, eru líkurnar til að lifa af meiri hjá gæludýraeigendum. Prófessor James Lynch við háskólann í Maryland í Banda- ríkjunum hefur sett fram athygl- isverða kenningu varðandi þetta. Of hár blóðþrýstingur eykur hættuna á blóðtappamyndun, segir Lynch. Blóðþrýstingurinn vex, þegar mönnum finnst þeir lítils háttar og utanveltu, t.d. ef mönnum finnst allir aðrir dugleg- ir og þýðingarmeiri en þeir sjálfir. Aftur á móti lækkar blóð- þrýstingurinn, ef mönnum finnst þeir hafa miklu hlutverki að gegna. Fólk sem umgengst dýr finnur venjulega að hann eða hún hefur einhverja þýðingu fyrir aðra lif- Nú hefur sannast, að það er hollt að eiga húsdýr. Eigi menn húsdýr, sem þeim þykir vænt um, eiga þeir síður á hættu að fá hjartaáfall. andi veru. Það hefur það á til- finningunni, að fjórfættum eða tvívængjuðum vini þykir vænt um það. í návist dýranna þarf enga uppgerð eða látalæti og í félags- skap þeirra verður auðveldara að slaka á en í umgengni við annað fólk. (Fakta 2/90. -Þ.J.) í framtíðinni geta innbrotsþjófar ekki verið vissir um hvort það er ekta hundur sem geltir innan dyra eða hvort það er varðhundur í tölvu- líki. Hvort tveggja er jafn bölvað: Ekta hundur bítur, hinn hringir til lögreglunnar. gert sér grein fyrir hvort það er raunverulegur hundur eða vél- rænn, sem heyrist til að hurðar- baki. Enn sem komið er eru það einkum amerísk fyrirtæki sem nota sér þessa tækni. Ástæðan er sú, að þar er tíðni innbrota í sum- ar tegundir fyrirtækja margföld á við það, sem annars staðar þekkist. Samkvæmt skýrslum FBI getur fjórði hver Banda- ríkjamaður átt von á því að verða rændur á næstu tíu árum. Útsmognir innbrotsþjófar geta auðveldlega opnað flestar gerðir læsinga, og atvinnuþjófar gætu kannað nokkur hundruð íbúða á viku til að meta það, hvar borgi sig að brjótast inn. Þar sem svona er ástatt, er ekki lögð höfuð- áhersla á að ná 100 prósent öryggi gegn innbrotum. En öryggisþjónustufyrirtækin leggj a þess í stað áherslu á að selja útbúnað sem gerir heimili við- skiptavinarins ekki eins fýsilegt atlögu fyrir þjófinn og hann kjósi þá fremur að brjótast annars staðar inn. Síðar meir kemur vafalaust að því, að almennir húseigendur geta fest kaup á öryggisbúnaði sem athugar fingraför eða raddbeitingu áður en hægt er að opna - tækni, sem til þessa hefur aðeins verið notuð af bönkum og öðrum peningastofnunum. Þá fer að verða erfitt að vera innbrotsþjófur - nema þá að þeir taki að þróa hátæknibúnað til innbrota. Fullkomið öryggi gegn innbrotum næst aldrei. (Björn A. Johnsen í Fakta 2/90. - Þ.J.) UMfv&m SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR ■ ALLA- FJÖLSKYLDUNA « Stinga ekki jllr fínustu merinóuli jMjög slitsterk * Má þvo viö' 60°C 111EYFJORÐ WWW Hjalteyrargötu 4 Simi 22275 tíl í kvöld 15. desember ★ Opið til kl. 21.00 mánudaginn 17. desember HAGKAUP Akureyri HJÓLBARÐAR Erum með mikið úrval af dekkjum fyrir allar gerðir ökutækja. Veitum alhliða hjól- barðaþjónustu. 0<?> ***&#$& RAC. GEYMAR Mælum gamia rafgeyma. Seljum nýja rafgeyma ísetning staðnum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.