Dagur


Dagur - 15.12.1990, Qupperneq 19

Dagur - 15.12.1990, Qupperneq 19
Laugardagur 15. desember 1990 - DAGUR - 19 daaskrá fiölmiðla Á dagskrá Sjónvarpsins, laugardaginn 15. des. kl. 21.35 er þátturinn „Fólkiö í landinu". Útvarpsmaöurinn Jón Björgvinsson ræöir við Ijósmyndarann og (slandsvininn Max Schmidt um fag hans og feril. Samver annaðist dagskrárgerð. bœkur Eva Luna segir firá Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Eva Luna segir frá eftir skáldkonuna Isabel Allende. í bókinni eru 23 smásögur um jafnmörg tilbrigði ástarinnar. Hér segir af skuggalegum stiga- mönnum og háttprúðum hefð- armeyjum sem elskast með ærsl- um og glæframönnum sem stíga í vænginn við annálaðar sómakon- ur; tinandi gamalmenni hefja upp langþráð bónorð, mæðgur keppa um hylli farandsöngvara, draum- ar rætast og skýjaborgir hrynja. Isabel Allende er íslenskum lesendum að góðu kunn fyrir skáldsögur sínar Hús andanna, Ast og skuggar og Eva Luna, en Eva Luna segir frá er nýjasta bók hennar, kom út á frummálinu fyrr á þessu ári og er íslenska útgáfan meðal þeirra fyrstu í Evr- ópu. Tómas R. Einarsson þýddi bókina úr spænsku. Eva Luna segir frá er 218 bls. að stærð. Minningar úr Mýrdal Eyjólfur Guðmundsson bóndi og rithöfundur á Hvoli í Mýrdal (1870-1954) varð þjóðkunnur maður er bók hans Afi og amma kom út 1941. Á eftir fylgdu minn- ingabækurnar Pabbi og mamma, Vökunætur og eigin ævisaga, Lengi man til lítilla stunda. Hin nýja bók, Minningar úr Mýrdal, tekur upp þráðinn þar sem henni sleppir. Éað er Þórður Tómasson safn- vörður í Skógum sem býr verkið til prentunar. Bókin hefst þar sem ungur kennari kemur til starfs í æskubyggð 1893 og er brátt einnig önnum kafinn í félagsmálum, langferðum, verslun, bústörfum, fjölþættu lífi líðandi stunda. „Hér er lýst sveit sem er að vakna af svefni til nýrrar aldar og framfara, sagt er frá eftirminni- legu fólki og margvíslegum örlögum. Frásögnin einkennist af notalegri glettni, mannlegri hlýju og glöggri yfirsýn atburða. Þetta er hluti af þjóðarsögu, hugþekk og eftirminnileg heimild," segir m.a. í frétt frá útgáfunni. mm--------------------- Ég vildi ganga í buxum Iðunn hefur gefið út skáldsöguna Eg vildi ganga í buxum eftir Lara Cardella. Bók þessi kom út á Ítalíu í fyrra og varð þar tilefni heitra deilna. Hún hefur síðan orðið metsölubók í fjölmörgum löndum og hvarvetna kveikt um- ræður um hlutskipti kvenna og þá þagnarmúra sem rísa um mál sem koma við kviku. Hér er á ferðinni nærfærin og einlæg lýsing á uppvexti og þroska Annettu, stúlkunnar sem vill afneita hefðbundnu hlutverki konunnar og ganga í buxum. En það gera engir í samfélagi sveita- þorpsins nema karlmenn og dræsur, og fálmkennd uppreisn Annettu verður skammlíf og afleiðingarnar átakanlegar. Nanna Rögnvaldsóttir þýddi bókina. Bubbi Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Bubbi eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Ásbjörn Morthens. Bubbi Morthens fór fyrst af alvöru að láta að sér Jcveða í íslensku tónlistarlífi fyrir 10 árum, og vakti þá dæmafáa athygli. Margir töldu að þar hefði verið brotið í blað í íslenskri dægurtónlist. Vinsældir hans hafa ekki dvínað síðan. Bókin varpar ljósi bæði á feril Bubba og merki- legan þátt í íslensku menningar- lífi. I henni segir Bubbi frá bernsku sinni og uppvexti, mis- heppnaðri skólagöngu og litrík- um tíma sem farandverkamaður, frá árunum í rokkinu en líka frá freistingum dópsins, sorginni og ástinni. í bókinni, sem er 286 bls., eru á annað hundrað ljósmyndir, fjöldi texta er birtur, og sömu- leiðis er þar að finna ítarlega plötu- og lagaskrá. Undan illgresinu IÐUNN hefur gefið út nýja bók eftir Guðrúnu Helgadóttur. Und- an illgresinu nefnist hún og er hörkuspennandi og leyndar- dómsfull bók fyrir börn og ungl- inga. Guðrún Helgadóttir segir hér sögu sveipaða mögnuðum dularblæ af nærfærni, hlýju og hárfínni kímni. í kynningu útgefanda á efni bókarinnar segir: „Enginn gat vitað yfir hvaða leyndarmáli gamla gráa húsið bak við stóru gömlu trjákrónurnar bjó. Marta María hafði ekki átt heima lengi í þessu dulúðuga húsi þegar for- vitni hennar vaknaði. Skrýtnu íbúarnir á efri hæðinni valda henni heilabrotum og ýmsir furðulegir hlutir eiga sér stað. Það er heldur ekki einleikið hvað hana svimar oft í kollinum. Hvað er á seyði? Enginn segir neitt, enginn veit neitt fyrr en einn góð- an veðurdag þegar minnst varir...“ Norðanpiltar á Uppanum Kvöldin 16da, 17da, 18da, og 19da desember munu Norðan- piltar leika á efri hæð Uppans. Hljómsveitina skipa að þessu sinni Guðbrandur Siglaugsson, Guðmundur Stefánsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Pétur Sigurðsson. Leikur þeirra pilta hefst laust fyrir klukkan ellefu og verður efnisskráin blanda af notuðu og glænýju efni. Sjónvarpið Laugardagur 15. desember 14.30 íþróttaþátturinn. 14.30 Úr einu í annað. 14.55 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Manchester City og Tottenham Hotspur. 16.45 RAC-rallið. 17.05 HM í dansi í Köln. 17.40 Úrslit dagsins. 17.50 Jóladagatal Sjónvarpsins (15). Söngelski jólasveinninn. 18.00 Alfreð önd (9). 18.25 Kisuleikhúsið (9). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Háskaslóðir. 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Fimmtándi þáttur endursýndur. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Líf í tuskunum (7). Klukkan 7 í haust. 21.05 Fyrirmyndarfaðir (2). (The Cosby Show.) 21.35 Fólkið í landinu. Auga ljósmyndarans. Jón Björgvinsson ræðir við Max Schmid, ljósmyndara sem er með ísland á heilan- um. 21.55 Ég veit af hverju fuglinn i búrinu syngur. (I Know Why the Caged Bird Sings.) Bandarísk sjónvarpsmynd, byggð á sögu eftir Mayu Angelou. Myndin segir frá æskuárum blökkustúlku í Suðurríkjum Bandaríkjanna og því mis- rétti sem svertingjar eru beittir. Aðalhlutverk: Diahann Carroll, Esther Rolle og Ruby Dee. 23.30 Perry Mason - Feiga frúin. (The Murdered Madam.) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1988. Kona er myrt á heimili sínu. Eiginmaður hennar er sakaður um að hafa banað henni en ekki er allt sem sýnist. Lögfræð- ingurinn Perry Mason skerst í leikinn og leysir málið af sinni alkunnu snilld. 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 16. desember 13.40 Meistaragolf. 14.40 Ég er einn heima. í þættinum er fjallað um aðstæður 6 til 12 ára bama á íslandi og rætt við fólk sem vinnur með börnum og hefur áhuga á vel- ferð þeirra. 15.15 Póstþjónusta í 500 ár. (Und ab geht die Post.) Skemmti- og fræðsluþáttur frá þýska sjónvarpinu, gerður til að minnast 500 ára afmælis þýsku póstþjónustunnar. Fjöldi skemmtikrafta kemur fram í þættinum og sýndir em kaflar úr sögu póstsins í fjómm löndum, þ.á m. á íslandi. 17.25 Sunnudagshugvekja. 17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins (16). - Nauðlendingin. 17.50 Stundin okkar. 18.20 Ég vil eignast bróður (1). (Jeg vil ha dig.) Mnd í þremur þáttum um litla stúlku sem langar að eignast stóran bróður en það reynist ekki eins auðvelt og hún hafði gert ráð fyrir. 18.45 Táknmálstréttir. 18.50 Dularfulli skiptineminn (2). (Alfonzo Bonzo.) 19.15 Fagri-Blakkur (6). (The New Adventures of Black Beauty.) 19.45 Jóladagatal Sjónvarpsins (16). 20.00 Fréttir, veður og Kastljós. 20.55 Ófriður og örlög (10). (War and Remembrance.) 21.45 í 60 ár. Ríkisútvarpið í nútíð og framtíð. 22.00 Hundurinn sem hló. (Hunden som log.) Myndin segir frá Jójó, vinum hans og hundinum King, sem veikist og bíður dauða síns. Félagamir ákveða að gleðja hann áður en hann deyr. 22.55 Súm-hópurinn. Þáttur um Súmarana og hlut þeirra i íslenskri myndlist. 23.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 17. desember 17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins. 17. þáttur: Eldsneytislaus á elleftu stundu. Jólin nálgast og Hafliði og Stina em komin aftur á byrjunarreitinn. Hvað er til ráða þegar flugsjampóið er búið? 17.50 Töfraglugginn (7). 18.45 Táknmálsfréttir. 18.50 Fjölskyldulíf (5). (Families.) 19.15 Victoria (2). 19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins. Sautjándi þáttur endursýndur. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Litróf. í þættinum verður m.a. litið inn í safnað- arheimili Akureyringa, rætt við Fanneyju Haukdsdóttur arkitekt og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur lag af nýútkomn- um diski sínum. 21.25 íþróttahornið. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar og sýndar svipmyndir úr knattspyrnuleikj- um í Evrópu. 21.55 Boðoröin (3). (Decalogue.) Pólskur myndaflokkur frá 1989 eftir Krzy- stoff Kieslowski, einn fremsta leikstjóra Pólverja. Aðalhlutverk: Daniel Olbrychski og Maria Pakulnis. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Þingsjá. 23.25 í 60 ár. Upphaf útvarps á íslandi. 00.05 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 15. desember 09.00 Med Afa. 10.30 Biblíusögur. 10.55 Saga jólasveinsins. 11.15 Herra Maggú. 11.30 Tinna. 12.00 í dýraleit. (Search for the Worlds Most Secret Animals.) 12.30 Loforð um kraftaverk. (Promised A Miracle.) Átakanleg mynd byggð á sönnum atburðum. Ung hjón eiga sykursjúkan son. Predikari nokkur sannfærir hjónin um að Guð hafi læknað drenginn og að hann gangi heill til skógar. Foreldrar hans hætta allri lyfja- gjöf, en án lyfja getur drengurinn ekki lif- að lengi. Aðalhlutverk: Judge Reinhold og Ros- anna Arquette. 14.10 Eðaltónar. 14.50 Svona er Elvis. (This is Elvis.) Athyglisverð mynd byggð á ævi rokkkon- ungsins sem sló í gegn á sjötta áratugn- um. Aðalhlutverk: David Scott, Paul Boensch m, og Johnny Harra. 16.30 Todmobil á Púlsinum. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. 18.30 A la Carte. 19.19 19.19. 20.00 Morðgáta. 21.00 Fyndnar fjölskyldumyndir. (America’s Funniest Home Videos.) 21.40 Tvídrangar. (Twin Peaks.) 22.35 Banvæna linsan.# (Wrong is Right.) Það er Sean Connery sem fer með hlut- verk sjónvarpsfréttamanns sem ferðast um heimsbyggðina á hælum hryðjuverka- manns með kjamorkusprengju til sölu í þessari gamansömu spennumynd. Aðalhlutverk: Sean Connery, George Grizzard, Robert Conrad og Katharine Ross. Bönnuð bömum. 00.35 Ofsinn við bvítu línuna.# (White Line Fever.) Leikarinn Jan-Michael Vincent fer hér með hlutverk ungs uppgjafa flugmanns sem hyggst vinna fyrir sér sem tmkkari. Aðalhlutverk: Jan-Michael Vincent, Kay Lenz, Slim Pickens og Don Porter. Stranglega bönnuð börnum. 02.00 Von og vegsemd. (Hope and Glory.) Falleg mynd um ungan dreng sem upplif- ir striðið á annan hátt en gengur og gerist. Aðalhlutverk: Sarah Miles, David Haym- an, Derrick O’Connor og Sammi Davis. 03.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 16. desember 09.00 Geimálfamir. 09.25 Naggarnir. 09.50 Sannir draugabanar. 10.15 Lítið jólaævintýri. 10.20 Mímisbrunnur. (Tell Me Why). 10.50 Saga jólasveinsins. 11.10 í frændgarði. (The Boy in the Bush.) Jack er átján ára gamall þegar hann er rekinn úr skóla fyrir prakkarastrik og sendur á ástralskan bóndabæ. Við fylgj- umst með Jack komast til manns og reyna að ávinna sér sess i samfélaginu. 12.00 Popp og kók. 12.30 Lögmál Murphy's. 13.25 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.15 NBA karfan. 16.30 Laumufarþegi til tunglsins. (Stowaway to the Moon.) Myndin segir frá ellefu ára strák sem laumar sér inn í geimfar sem er á leiðinni til tunglsins. Aðalhlutverk: Lloyd Bridges, Michael Link, Jeremy Slade og John Carradine. 18.00 Leikur að ljósi. (Six Kinds of Light.) 18.30 Viðskipti í Evrópu. (Financial Tiraes Business Weekly). 19.19 19.19. 20.00 Bernskubrek. (Wonder Years.) 20.40 Lagakrókar. (L.A. Law). 21.40 Inn við beinið. 22.30 Barátta.# (Fighting Back.) Myndin lýsir einstöku sambandi kennara og vandræðaunglingsins Tom, sem getur hvoiki lesið né skrifað og er þekktur smá- afbrotamaður. Aðalhlutverk: Paul Smith og Lewis Fitz- Gerald. 00.10 Frægð og frami. (W.W. and the Dixie Dancekings.) Burt Reynolds er hér í hlutverki smá- krimma sem tekur við stjórn sveitatón- listarmanna sem ferðast um Suðurriki Bandarikjanna. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Ned Beatty og Conny van Dyke. 01.40 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 17. desember 16.45 Nágrannar. (Neighbours.) 17.30 Saga jólasveinsins. 17.55 Depill. 18.00 Lítið jólaævintýri. 18.05 í dýraleit. 18.30 Kjallarinn. 19.19 19.19. 20.15 Dallas. 21.15 Sjónaukinn. 21.55 Á dagskrá. 22.15 Öryggisþjónustan. (Saracen.) 23.10 Tony Campise og félagar. Seinni hluti jassþáttar þar sem Tony Campise, ásamt þeim Bill Ginn, Evan Arredondo og Al’BuffMannion, leikur af fingrum fram. 23.45 Fjalakötturinn. Alexander Nevski.# Aðalhlutverk: Nikolai Cherkasov, Nikolai Okhlopkov, Alexander Abrikosov og Dmitri Orlov. 01.30 Dagskrárlok.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.