Dagur - 15.12.1990, Side 24

Dagur - 15.12.1990, Side 24
Fyrirætlanir um byggingu íþróttahúss KA: Stærð hússins um 2200 fermetrar og kostnaður um 140-150 millj. kr. - málið komið til bæjarráðs til umíjöllunar og afgreiðslu Fyrirætlanir um byggingu íþróttahúss á félagssvæði KA á Akureyri hafa nú í vikunni ver- ið kynntar íþrótta- og tóm- stundaráði Akureyrarbæjar svo og bæjarráði sem hefur málið til umfjöllunar. Teikn- ingar af þessu húsi eru nú fyrirliggjandi og samkvæmt þeim verður húsið um 2200 fermetrar að stærð. Að sögn formanns KA gæti kostnaður við íþróttahúsið orðið um 140- 150 milljónir króna. Sigmundur Pórisson, formaður KA, segir að ýmis minni háttar atriði eigi eftir að yfirfara varð- andi teikningar af húsinu en stærðum þess verði ekki breytt frá því sem nú er. Drög að rammasamningi milli Akureyrarbæjar og KA um þessa framkvæmd hafa legið fyrir síðan í vor en viðræður hafa á undan- förnum mánuðum staðið milli fulltrúa KA og skipaðra fulltrúa bæjarráðs. Eins og fyrr segir er málið nú komið til bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu. „Við áætlum að framkvæmdir við þetta hús geti hafist með vor- inu en þess ber að gæta að nú á málið eftir að hljóta afgreiðslu hjá Akureyrarbæ og síðan að fá afgreiðslu hjá aðalstjórn KA. En gangi þetta allt eftir ráðgerum við að byrja í vor og að húsið komist í notkun 1992 eða 1993. Það eru okkar óskir,“ sagði Sigmundur. Samkvæmt drögum að ramma- samningi milli félagsins og bæjar- Tiu umsóknir bárust um stöou sveitarstjóra í Raufarhafnar- hreppi. Að sögn Sigurbjargar Jónsdóttur, núverandi sveitar- stjóra, óskaði meirihluti um- ins greiðir bærinn 75% af bygg- ingarkostnaði hússins. Þennan hluta skal bærinn greiða á næstu fimrn árum en engin ákvæði eru um hvernig þessum greiðslum skal skipt milli ára. Sigmundur sagðist vonast til að málið sé nú komið langleiðina. „Ég er bjartsýnn á að málið fái afgreiðslu á næstu dögum af bæj- arins hálfu þannig að hægt verði að fjalla um það endanlega hjá fé- laginu," sagði Sigmundur. JÓH sækjenda nafnleyndar og vildi hún því ekki gefa upp nöfn hinna. „Þetta eru jafnvel fleiri umsóknir en við reiknuðum með, Raufarhöfn: Tíu umsóknir um stöðu sveitarstjóra Múlagöngin væntanlega opnuð fyrir umferð á morgun: Loksins komið á tryggu vegasambandi milli Ólafsíjarðar og Evjafjarðar - formleg vígsla snemma á næsta ári AUar líkur eru á því aö jarð- göngin um Ólafsfjarðarmúla verði opnuð fyrir umferð á morgun, sunnudaginn 16. des- ember. Morgundagurinn verð- ur því að öllum líkindum skráður með stóru letri í sam- göngusögu Ólafsfjarðar. Þegar Dagur fór í prentun í gær var ekki ákveðið með tíma- setningu á opnun ganganna. Þá var ekki alveg ljóst hvort Stein- grímur J. Sigfússon, samgöngu- ráðherra, myndi verða viðstadd- ur opnun ganganna, en góðar lík- 9 dagar ur voru á að hann kæmi norður. Formleg vígsla ganganna verður snemma á næsta ári. Lokafrágangur ganganna hefur gengið mjög vel. Síðustu daga hafa menn frá Rafiðn á Akureyri unnið af kappi við að setja upp lýsingu í göngin. Því verki var að mestu lokið í gær. Þá hafa starfs- menn Vegagerðinnar unnið að því að setja upp glitskilti beggja vegna í göngunum og verður því verki lokið fyrir opnunina á morgun. Þóroddur Sveinsson, jarðrækt- arfræðingur á Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, hefur verið ráðinn tilraunastjóri við Tilraunastöðina á Möðruvöll- um. Þóroddur tekur við starf- inu um áramót af Jóhannesi Sigvaldasyni. Þóroddur er búfræðingur frá Hvanneyri árið 1975. Hann lauk bústjórnarprófi frá landbúnaðar- tækniskólanum í Árósum í Dan- mörku tveim árum síðar og tækniprófi á jarðræktarsviði frá Að þessum verkþáttum lokn- um er fátt annað eftir en að setja upp huröir fyrir gangamunnana, sem verður gert í byrjun janúar, og leggja síðara slitlagið á gólf ganganna. Beðið verður með það til vorsins. Sigurður Oddsson, umdæmis- tæknifræðingur og Guðmundur Svafarsson, umdæmisverkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri voru í Múlagöngunum í gær og yfirfóru verkið áður en Vegagerðin tekur við göngunum sama skóla árið 1979. Árið 1985 lauk Þóroddur síðan BS-prófi í landbúnaðarvísindum frá ríkis- háskólanum í Norður-Dakota í Bandaríkjunum og MS-prófi í jarðræktarfræðum frá sama skóla árið 1987. „Ég tel þetta vera mjög spenn- andi verkefni og hlakka til að takast á við það,“ sagði Þóroddur í samtali við Dag. Þóroddur sagði að í stórum dráttum fælist starf tilraunastjóra í því að hafa yfirumsjón með til- úr hendi verktakafyrirtækisins Krafttaks sf. Sigurður sagði í samtali við Dag að menn væru auðvitað mjög ánægðir með að þessum stóra áfanga í samgöngumálum væri náð. Tryggvi Jónsson, stað- arstjóri Krafttaks sf., tók undir það og sagði að menn væru kátir yfir því að nú væri farið að sjást fyrir endann á jarðgangagerð- inni. „Við erum mjög fegnir að komast í jólafrí," sagði Tryggvi. óþh raunum á Möðruvöllum og laða að verkefni til stöðvarinnar og fá menn í samvinnu um þau. Hann sagði að Rannsóknastofnun land- búnaðarins stefndi að því að efla starfsemi Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum. Búið væri að leggja niður tvær tilraunastöðvar og hluti af starfsemi þeirra yrði fluttur að Möðruvöllum. „Við gerum ráð fyrir því að um áramót verði auglýst staða fóðurfræðings og Bjarni Guðleifsson hefur ver- ið ráðinn í fullt starf við tilrauna- stöðina,“ sagði Þóroddur. óþh miðað við fjölda umsækjenda hjá öðrum sveitarfélögum sem aug- lýst hafa eftir sveitarstjóra á árinu,“ sagði Sigurbjörg. Hreppsnefnd mun nú fara yfir umsóknirnar og ræða við um- sækjendur en stefnt er að því að ráða í stöðuna snemrna á næsta ári. SS Hofshreppur: „Mætum nýju árimeð bjartsýiiT - segir Jón sveitarstjóri „Við niætum nýju ári með bjartsýni og trúum ekki öðru en einhverjir vilji taka rekstur fiskvinnslunnar upp á sína arnta þcgar frain líða stundir,“ segir Jón Guð- mundsson, sveitarstjóri Hofshrepps. Að sögn Jóns hefur sveitar- félaginu gengiö vel aö greiða niöur skuldir á þessu ári, en í vor voru sveitirnar þrjár í kringum Hofsós sameinaðar í eina. Hann sagði að búið væri að greiða skuldirnar niður um sem nemur fjórum milljónum meira en samningar gerðu ráð fyrir. „Skuldir sveitarfélagsins lækka og atvinnuástand á árinu hefur veriö þokkalegt miðað við það sem stundum hefur verið. Óvissan í sam- bandi við fiskvinnsluna er verst fyrir okkur, cn við trúum ekki öðru cn einhver vilji taka þann rekstur að sér þegar þar að kemur," sagði Jón. íbúum á Hofsósi hefur held- ur fjölgað á þessu ári að sögn Jóns og ástandið að því leyti til gott. Næstkomandi sunnudag veröur kveikt á jólatrénu við barnaskólann að venju, en það er úr Hólaskógi. SBG Tilraunastöðin á Möðruvöllum í Hörgárdal: Þóroddur Sveinsson hefur verið ráðinn tilraunastjóri - „tel þetta vera mjög spennandi verkefni,“ segir Póroddur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.