Dagur - 28.12.1990, Side 4

Dagur - 28.12.1990, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 28. desember 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, Sl'MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: INGVELDUR JÓNSDÓTTIR, HEIMASÍMI 22791 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Um áramót er venja að líta um öxl og rifja upp liðna atburði, ekki síst þá sem ætla má að verði taldir marka einhver spor í söguna. Af mörgu er að taka í bæjarmálum á Akureyri, en kosningaúrslit sveit- arstjórnarkosninganna síðastliðið vor og myndun nýs meirihluta í kjölfarið í bæjarstjórn Akureyrar hljóta að vera þar efst á blaði. Framsóknarflokkurinn vann glæsilegan sigur í kosningunum, og er greinilegt að flokkurinn, fram- bjóðendur hans og stefna eiga mikinn hljómgrunn meðal bæjarbúa. Allir hinir flokkarnir í bæjarstjórn Akureyrar töpuðu fylgi, Alþýðuflokkurinn mestu, en Sjáífstæðisflokkur og Alþýðubandalag töpuðu einnig umtalsverðum fjölda atkvæða miðað við útkomuna fyrir fjórum árum. Eðlileg afleiðing þessara úrslita hefði verið sú að framsóknarmenn hefðu tekið forystuna í bæjarstjórn. Svo fór þó ekki, því fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags vildu ekki taka upp viðræður við framsóknarmenn að loknum kosningum, svo tapsárir voru þeir. Nú er það svo, að vandi fylgir vegsemd hverri. Bæjarstjórn Akureyrar er vissulega mikill vandi á höndum. Atvinnuleysi hefur aukist gífurlega milli ára í bænum, skuldir bæjarins eru miklar og fram- kvæmdafé lítið. Bæjarsjóður hefur því takmarkað bolmagn til að spyrna við fallandi atvinnustigi af eigin rammleik. Fleira steðjar að bæjarstjórninni um þessar mundir. Óvissa ríkir um framhald loðnuveiða eftir áramót, verði engar veiðar eða litlar verður Krossa- nesverksmiðjan þungur baggi á bæjarsjóði. Von- andi fer ekki illa, en þó er ekki hægt að horfa framhjá þeim möguleika að mun minna berist af loðnu til Krossaness en gert var ráð fyrir. Yfirlýsingar nýja meirihlutans um að markmiðið væri að tryggja atvinnuöryggi og vinna stórátak í atvinnumálum verður að taka alvarlega, og munu kjósendur fylgjast grannt með efndum. Fyrir skömmu hófust könnunarviðræður um sölu á hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. Takist að selja eignarhluta Akureyrarbæjar fyrir upphæðir á borð við það sem nefnt hefur verið kemur sú spurning upp hvað gera eigi við peningana. Er ætlun meiri- hlutans að nota féð til að greiða upp í risavaxnar skuldir hitaveitunnar, til nýsköpunar í atvinnumál- um eða hvort tveggja? Því hefur ekki verið svarað ennþá, enda málið skammt á veg komið. Framsóknarmenn á Akureyri hafa notað undan- farin ár til að styrkja flokksstarfið, og hefur það starf þegar borið ríkulegan ávöxt. Frá sjónarmiði flokksstarfsins er því ástæða til að horfa með bjart- sýni til komandi ára, í ljósi þess mikla og vaxandi gengis sem Framsóknarflokkurinn á að fagna í bænum. EHB ð er að geras Norðurland: Hvar er dansað um áramótin? Áramótadansleikir eru hluti af áramótagleöinni. Til glöggvun- ar fyrir dansþyrsta Norðlend- inga er hér birt yfirlit yfir dans- leiki norðan heiða um áramót- in. Hvammstangi Áramótadansleikur verður í félagsheimilinu á Hvammstanga. Hljómsveitin Afrek frá Sauðár- króki leikur fyrir dansi, sem hefst kl. 01 og stendur til 04.30. Skagaströnd Dansleikur verður í félagsheimil- inu á Skagaströnd og leikur hljómsveitin Baggabandið fyrir dansi. Dansleikurinn hefst kl. 01 og stendur til 05. Blönduós Áramótadansleikur í félags- heimilinu á Blönduósi hefst kl. 00.30 og stendur til 04.30. Fyrir dansi leikur hljómsveitin Ottó frá Blönduósi. Sauöárkrókur Árið verður dansað út í félags- heimilinu Bifröst á Sauðárkróki og hefst dansleikurinn upp úr miðnætti og sér hljómsveit Geir- murtdar Valtýssonar um fjörið til kl. 04. Varmahlíð Að öllum líkindum verður hefð- bundinn áramótadansleikur í Miðgarði í Varmahlíð. Þó var að sögn húsvarðar í gær ekki frá- gengið hvaða hljómsveit léki fyrir dansi. Akureyri Áramótadansleikur verður í Sjallanum á gamlárskvöld og stendur hann frá kl. 00.15 til 00.4. á nýársnótt. Hljómsveitin Atlantis spilar fyrir dansi, en í þeirri ágætu sveit eru bræðurnir Karl og Atli Örvarssynir og Sig- fús Óttarsson auk ágætra spilara úr Todmobile og Sálinni hans Jóns míns. Dalvík Að venju verður áramótadans- leikur í Víkurröst. Blásið verður til leiks kl. 00.30 á nýársnótt und- ir tónaflóði frá hljómsveitinni Karakter. Ólafsfjörður Hljómsveitin Box sér um fjörið á áramótadansleik í Tjarnarborg í Ólafsfirði. Húsið verður opnað á miðnætti og stendur dansleikur- inn til kl. 00.4. Hrísey Að vanda verður efnt til ára- mótadansleiks í Hrísey á nýárs- nótt. Ballið byrjar upp úr mið- nætti og stendur að minnsta kosti til 00.4. Það er hljómsveit Rúnars Þórs Péturssonar sem leikur fyrir dansi. Grenivík Lionsmenn sjá um áramótadans- leik á Grenivík á nýársnótt. Ball- ið byrjar laust eftir miðnætti og stendur til 00.4. Hljómsveitin Bandamenn frá Akureyri spilar fyrir dansi. Bárðardalur Á föstudagskvöld verður dans- leikur fyrir fullorðna í Barna- skólanum í Bárðardal. Mývatnssveit Jólafundur, nokkurs konar upp- skeruhátíð Ungmennafélagsins Mývetnings verður haldin í Skjólbrekku á föstudagskvöld. Hátíðin hefst með samkomu. Flutt verður vönduð dagskrá með annál þar sem rakin verða helstu og skondnustu atvik ársins, en síðan verður stiginn dans að hætti Mývetninga. Kelduhverfí Á föstudagskvöld verður haldinn dansleikur í Skúlagarði í Keldu- hverfi. Jólahraðskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldiö í skákheimilinu við Þingvallastræti Jólatrésskemmtun Kvennadeild- ar Þórs verður haldin í Hamri, félagsheimili Þórs, laugardaginn 29. des. n.k. og hefst kl. 15.00. Kertasníkir, Kjötkrókur og Hurðaskellir koma í heimsókn og í kvöld heldur Hringleikahús Akureyrar tónleika í Sjallanum. Á tónleikunum koma fram hljómsveitirnar Skurk, '/: Dust, Exit, Hrafnar, Norðanpiltar, Svörtu kaggarnir og Hljóðfæra- leikararnir. Þessar hljómsveitir Húsavík Gömludansaklúbbur Húsavíkur heldur jóladansfund í Félags- heimili Húsavíkur kl. 22 á föstu- dagskvöld. Kvenfélag Húsavíkur býður börnum á hið árlega barnaball á laugardag. Yngri börnunum kl. 15-18 en eldri börnunum kl. 20- 23.30. Á nýjársnótt heldur Hótel Húsavík áramótadansleik í Félagsheimili Húsavíkur og diskótek fyrir unglinga í Víkur- bæ. Kópasker Diskótek verður haldið á Kópa- skeri á nýjársnótt samkvæmt venju. Hefst ballið eftir miðnætti og stendur meðan þróttur heima- manna endist. Raufarhöfn Áramótadansleikur verður hald- inn í Félagsheimilinu Hnitbjörg- um á Raufarhöfn. Þórshöfn Á Þórshöfn verður dansað á nýjársnótt í Félagsheimilinu. Yopnafjörður Áramótadansleikur verður hald- inn í Miklagarði í Vopnafirði á nýjársnótt. sunnudaginn 30. desember kl. 14.00. Öllum er heimil þátttaka. skemmta gestum. Þetta ef í fyrsta skipti sem jólatrésskemnitun er haldin í Hamri og eru allir Þórs- arar og aðrir velunnarar félagsins hvattir til ;ið mæta. Boðiö verður upp á kakó og kökur. hafa gert víðreist um Norðurland á haustdögum og fyrstu dögum vetrar og nú gefst tónlistaráhuga- fólki á Akureyri kostur á að hlýða á leik hljómsveitanna. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00. Skákfélag Akureyrar: Jólahraðskákmót Kvennadeild Þórs: Jólatrésskemmtim í Hamri Hringleikahús Akur- eyrar í Sjallanum Siglufjörður Tveir veglegir dansleikir verða á Siglufirði um helgina. Annað kvöld, laugardagskvöld, verður stórdansleikur á Hótel Höfn á vegum björgunarsveitarinnar. Hljómsveitin Miðaldamenn leik- ur fyrir dansi. Klukkan fimmtán mínútur yfir miðnætti á nýársnótt verður flautað til leiks á áramóta- dansleik á hótelinu. Hljómsveitin Max sér um fjörið. , ÓlafsQörður: Utnefiiing íþróttamanns ársins og tónleikar kirkjukórsins I kvöld, föstudagskvöld, verður árleg uppákoma í félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Þar verður útnefndur íþróttamaöur Ólafsfjarðar 1990. Auk útnefn- ingarinnar verður spilað bingó. Á morgun, laugardag, verður Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju með tónleika í Tjarnarborg kl. 17. Leikfélag Akureyrar: Ættarmótið Eyjafjarðarsveit Dansleikur verður í félagsheimil- inu Laugarborg annað kvöld, laugardagskvöld. Húsið verður opnað kl. 23 og fyrsta hálftímann kostar aðgöngumiðinn 1000 krón- ur, en 1500 krónur eftir 23.30. Hljómsveitin Bandamenn leikur fyrir dansi. Það er ungmenna- félagið og kvenfélagið sem standa fyrir dansleiknum. Leikfélag Akureyrar frumsýndi Ættarmótið, nýjan þjóðlegan farsa eftir Böðvar Guðmunds- son, í Samkomuhúsinu í gær. Þrjár sýningar aðrar verða fyrir áramót og er mikil ásókn í aðgöngumiða. Ættarmótið verður sýnt í kvöld og á laugardagskvöld kl. 20.30 og 4. sýning verður sunnudaginn 30. desember kl. 17.00. Ættarmótið er skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.