Dagur - 28.12.1990, Page 8

Dagur - 28.12.1990, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 28. desember 1990 nokkur dæmi séu um aö þær hafi sest að og hafið búskap. 15. Dökkt útlit er hjá bygg- ingamönnum á Akureyri. Er frestur til að skila inn tilboðum um byggingu 40 íbúða fyrir stjórn Verkamannabústaða rann út, höfðu átta byggingafyrirtæki boðið 184 íbúðir. 17. Mjólkursamsalan í Reykjavík svipti Mjólkursamlag Kaupfélags Pingeyinga umboði til dreifingar á vörum frá MS vegna samstarfs samlagsins við Baulu hf. Forsvarsmenn Mjólk- ursamsölunnar segja ástæður sviptingarinnar þær að fyrirtækið sé að endurskipuleggja umboðs- mannakerfi sitt og vörudreifingu á landsbyggðinni. 19. Halldór Ásgrímsson, sjáv- arútvegsráðherra, naut mestrar hylli Akureyringa í skoðana- könnun sem fyrirtækið Kjarni hf. gerði á vinsældum stjórnmála- manna. Halldór hlaut 70 atkvæði, Steimgrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, hlaut 35 atkvæði og Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykja- vík, hlaut 20 atkvæði. Allmargir stjórnmálamenn nútíðar og einnig fortíðar komust á blað í könnun þessari og hlutu þeir Jón- as J[ónsson frá Hriflu og Ólafur Thors sitt atkvæðið hvor. 22. Kristjana F. Arndal hefur hlotið starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar 1990, Starfslaunin eru til sex mánaða og voru veitt í fyrsta sinn í Laxdalshúsi á laugar- daginn. 24. „íbúar minni staðanna sækja þjónustu í meira mæli til höfuðborgarinnar,“ var meðal þess sem fram kom í könnun sem Ivar Jónsson hjá Félags- og hag- vísindastofnun íslands hefur unn- ið fyrir verðlagseftirlitið. í könnuninni kom fram að Akur- eyringar eru duglegastir að kaupa vörur og almenna þjónustu í heimabyggð. Húsavík var næst í röðinni af norðlenskum byggða- kjörnum, síðan Sauðárkrókur en aðrir ferðuðust meira til að verða sér úti um nauðsynjar. landbúnaðarins réð ekki við að aðstoða. Um er að ræða skuld- breytingar á lausaskuidum loð- dýrabænda sem í sumum tilfell- um eru mjög miklar. Rekstrarhagnaður Kaupfélags Pingeyinga varð 11 milljónir króna á síðasta ári. Til saman- burðar nam tap ársins á undan 69 milljónum króna. Fjármuna- myndum í rekstri nam rúmlega 44 milljónum króna en var nei- kvæð um tæpar 47 milljónir árið áður. 10. „Víðs fjarri er að stétt ráðskvenna til sveita sé að líða undir lok,“ sagði Eiríkur Helga- son hjá ráðningarþjónustu bændasamtakanna í Reykjavík. Hann sagði einnig að margar konur, sérstaklega af yngri kyn- slóð leiti eftir ráðskonustarfi og að aurskriða féll á húsið. arsvæðinu hefur borist bréf frá Jóni Sigurðssyni, iðnaðarráð- herra, þar sem fjallað er um samninga um nýtt álver. Með bréfinu fylgja ýmsar fyrirspurnir frá Atlantal hópnum um Eyja- fjarðarsvæðið en Atlantalmenn eru nú að viða að sér upplýsing- um um þá staði sem koma til greina sem byggingarstaður nýrr- ar álbræðslu. 5. Um 20 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Mjólk- ursamlags Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri á síðasta ári. Veruleg umskipti hafa því orðið í rekstri þess frá fyrra ári er samlagið var rekið með 64 milljóna króna tapi. Innvegin mjólk var 20,446 þús- und lítrar sem er 0,84% aukning milli ára. Af innveginni mjólk voru 190 þúsund lítrar utan full- virðisréttar sem gáfu um 6,6% af grundvallarverði. 8. Mál 30 verst settu loðdýra- bændanna verða tekin til sér- stakrar meðferðar. Aðgerðirnar verða mismunandi eftir aðstæð- um hvers og eins en flestir eru bændur sem Framleiðnisjóður Liðsmenn víkingasveitarinnar albúnir að fást við vopnaðan mann sem komið hafði sér fyrir í Gagnfræðaskóla Ólafs- fjarðar og hótaði að skjóta á fólk. i Frá afhendingu starfslauna Iistamanna Akureyrar. Frá vinstri: Ingólfur Ármannsson, Þórey Eyþórsdóttir, Kristjana F. Arndal, Rut Hansen, og Gunnar Ragnars. 28. Framsóknarflokkurinn vann stórsigur í bæjarstjórnar- kosningunum á laugardag. Meiri- hluti Sjálfsstæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjórn Akureyrar er því fallinn. Fram- sóknarflokkurinn fékk fjóra bæjarfulltrúa í stað tveggja áður. Alþýðuflokkurinn fór hins vegar illa út úr kosningunum og tapaði tveimur bæjarfulltrúum af þremur. 30. „Ekki í nokkru samræmi við vilja bæjarbúa," sagði Úlf- hildur Rögnvaldsdóttir, einn fjögurra bæjarfulltrúa framsókn- armanna á Ákureyri, um viðræð- ur urn myndun nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags í bæjarstjórn Akureyr- ar. „Við höfum hins vegar ekkert komist af stað, því þessir flokkar voru búnir að ákveða fund sín á milli í fyrrakvöld og viðræður þeirra standa enn. Á meðan hleypa þeir okkur ekki að,“ sagði Úlfliildur Rögnvaldsdóttir. Sveitastjórnarkosningarnar 26. maí 1990: Framsóknarflokkurinn vann stórsigur á Norðurlandi Svcitarstjórnarkosningar fóru fram á íslandi þann 26. maí. Kjörsókn í sveitarfélögum á Norðurlandi var upp og ofan. Á Akureyri var hún mjög dræm en í Ólafsfirði feikilega góð. Hlutur kvenna í kosn- ingunum var heldur rýr. Akureyri er á toppnum með fjórar konur í bæjarstjórn, en í öðru sæti koma Sauðárkrók- ur og Skutustaðahreppur með þrjár konur í sveitar- stjórn. I sextán sveítarfélög- um á Norðurlandi er ein kona í hreppsnefnd og fímmtán hreppsnefndir verða án kven- kyns fulltrúa næstu tjögur árin. Á Akureyri vann Framsókn- arflokkurinn stórsigur. Meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks féll. Framsókn- arflokkurinn jók fylgi sitt veru- lega milli bæjarstjórnarkosn- inga og fékk fjóra fulltrúa kjörna í bæjarstjórn Akureyrar. Alþýðuflokkurinn varð fyrir fylgishruni og missti tvo bæjar- fulltrúa af þremur. Sjálfstæöis- flokkurinn missti nokkurt fylgi miðað við kosningarnar 1986, en hélt fjórum bæjarfulltrúum. Alþýðubandalagið tapaði einnig, en hélt sínum tveimur fulltrúum. Þjóðarflokkur og Kvennalisti fengu engan full- trúa kjörinn. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags var myndaður eftir kosningarnar. Nýr bæjarstjóri á Akureyri er Halldór Jónsson. í Ólafsfirði hélt listi Sjálf- stæðisflokksins meirihluta sín- um og bætti við sig fylgi. Þrír nýir bæjarfulltrúar tóicu sæti í bæjarstjórn, einn af D-lista og tveir af H-lista Miklar breytingar urðu á fylgi flokkanna á Húsavík. Stórsigur framsóknarmanna varð að veruleika. Framsóknarmenn unnu aftur þriðja manninn sem þeir töpuðu í kosningunum 1986 og gott betur því þeir fengu fjóra menn kjörna. Alþýðuflokksmenn töpuðu fylgi, en sjálfstæðismenn og alþýðubandalagsmenn bættu við sig og börðust um mann sem sjálfstæðismenn unnu. Nokkrar breytingar urðu á fylgi flokkanna í kosningunum á Dafvík. Stærsta breytingin fólst í tilkomu nýs afls í bæjar- stjórn, frjálslyndra, sem fengu einn mann kjörinn. Sjálfstæðis- menn og óháðir héldu sínum þremur mönnum. H-Iisti fékk tvo menn og Jafnaðarmenn einn. Á Sauðárkróki urðu ekki breytingar á fulltrúafjölda flokkanna. Sem fyrr hcfur Framsóknarflokkurinn þrjá menn, Sjálfstæðisflokkurinn einnig þrjá, K-listi óháðra einn mann, Álþýðubandalag einn mann og Alþýðuflokkurinn einn mann. Á Siglufirði var góð kjörsókn og níu fulltrúar kjörnir af fjór- um listum. Alþýðuflokksmenn fengu tvo fulltrúa sem og fram- sóknarmenn og sjálfstæðis- menn, cn F-listi óháðra sem var nýtt framboð fékk þrjá menn kjörna. Ef horft er til landsins alls eru úrslit sveitarstjórnarkosning- anna um margt merkileg. Ljóst er að ekki er hægt að heimfæra þau að öllu leyti upp á lands- málapólitíkina. Hins vegar gefa þau ákveðna vísbendingu um fylgi stjórnmálaflokkanna á landsvísu. Óhætt er að fullyrða að á Noröurlandi hafi Fram- sóknarflokkurinn unnið stórsig- ur. ój Aðalstræti 18 heyrir sögunni til eftir salmíak-upplausnar. Göt komu á tunnurnar við uppgröftinn og lak grænleitur og rauðleitur vökvi úr þeim. Einar Einarsson, verk- smiðjustjóri, sagði að heilbrigðis- og bæjaryfirvöld hefðu samþykkt að tunnurnar yrðu grafnar þarna. Fréttaflutningur af þessu máli væri til skammar og reynt væri að gefa í skyn að stjórnendur verk- smiðjunnar væru að brjóta reglur. 26. Blindbylur var á Norður- landi í gær. Víðast þurfti að aðstoða börn á leið heim úr skól- um og lögregla og björgunar- sveitir áttu annríkt við að aðstoða fólk í óveðrinu. Vind- hraði fór upp í 11 til 12 vindstig á Akureyri í verstu hviðunum. 1. Tuttugu og fjögurra ára gamall Ólafsfirðingur skaut tveimur skotum úr haglabyssu að lög- reglumönnum á lóð Gagnfræða- skólans í Ólafsfirði í gær. Maður- inn tók tvíhleypta haglabyssu frá kunningja sínum en síðan braust hann inn í skólann og hótaði að skjóta á fólk í nágrenninu. Sjö menn úr Víkingasveit lögregl- unnar í Reykjavík fóru til ðlafs- fjarðar, en þurftu ekki að beita táragasi eða vopnum sem þeir höfðu meðferðis. Ólafsfirðingur- inn, sem í hlut á, hefur átt við áfengisvandamál að stríða og oft komið við sögu lögreglu þótt hann hafi ekki áður lent í neinu sem talist getur stórvægilegt. 3. Sveitarfélögum á Eyjafjarð-

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.