Dagur - 28.12.1990, Qupperneq 12
rr- _ nnnftn _ noor lerlmaaoh RC i.inohntao'4
12 - DAGUR - Föstudagur 28. desember 1990
Rafvirkjar —
Rafverktakar
Próf í fagtæknilegum áföngum til löggildingar í
rafvirkjun verður haldið í Tækniskóla íslands,
mánudaginn 7. janúar 1991 kl. 13.00-14.30.
Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir
hafi lokið námskeiðunum eða sambærilegu námi.
Rafmagnseftirlit ríkisins.
VIÐ STYÐJUM
FLUGELDASÖLU
HJÁLPARSVEITAR SKÁTA
AKUREYRI
HAFTÆKN! HF.
ÞJÓNUSTA VIÐ SIGLINGA- OG FISKILEITARTÆKI
Furuvöllum 1 ■ 600 Akureyrl ■ Símar: 27222 & 985-27222
poppsíðan
Þa áramot nalgast
- Nokkrir valinkunnir einstaklingar tjá sig um tónlistaráriö 1990
og velja bestu plötur ársins
Þegar áramót fara í hönd er það
oft viðleitni manna að setja sig í
stellingar og iíta yfir farinn veg á
árinu sem er að líða. í því sam-
bandi setja menn saman alls
kyns annála um fréttir, erlendar
og innlendar, íþróttir, menningar-
viðburði o.fl. samanber frétta-
myndaannála í sjónvarpinu og
fréttaannál Dags. Poppsíðan vill
ekki vera neinn eftirbátur í þess-
um efnum en í stað þess að vera
með einn allsherjar annál um
poppviðburði ársins þá fékk
umsjónarmaður nokkra valin-
kunna einstaklinga til að tjá sig
um hvernig þeim hafi líkað dæg-
urtónlistin á árinu 1990 auk þess
að velja 10 bestu plöturnar á
árinu. Það er svo rétt að taka það
fram að listarnir fimm auk lista
Poppsíðunnar sem fær að fljóta
með eru ekki nein vinsældakosn-
ing og ber því ekki að taka þeim
sem slíkum. Að lokum vil ég
óska lesendum Poppsíðunnar
gleðilegs nýs árs og þakka fyrir
árið sem er að líða.
þau hafa verið vanmetin og plat-
an fengið mun minni spilun en
hún á skilið."
- Var eitthvað sérstakt sem
kom þér á óvart eða olli þér von-
brigðum?
„Það kom mér á óvart hversu
vel heppnaðar plöturnar með
Pogues og Waterboys eru. Sér-
staklega plata Pogues sem er
stórt skref fram á við miðað við
síðustu plötu sem var alls ekki
nógu góð. Vonbrigði eru engin
sérstök sem ég man eftir, nema
kannski hvað varðar ýmislegt í
íslenskri útgáfu. Mérfinnst menn
ekki nógu gagnrýnir á sjálfa sig
og því er hljóðritað allt of mikið af
efni sem er ekki frambærilegt."
- Voru einhver lög sem hrifu
þig meir en önnur?
„Já, t.d. af plötunum sem ég
valdi get ég nefnt A man is in
love með Waterboys, House of
the Gods með Pogues og Bubba-
lagið Blóðbönd og þá má líka
nefna lagið hans Gary Moore,
Still got the Blues, að ógleymdu
lagi Risaeðlunnar, Hope.“
ið sem við sendum í Eurovision
sem stenst kröfur."
- Var eitthvað sérstakt sem
kom þér á óvart á árinu og eitt-
hvað sérstakt sem olli þér von-
brigðum?
„Eins og má greina af því sem
ég sagði áðan þá olli nær öll
íslenska útgáfan mér vonbrigð-
um á árinu. Sérstaklega varð ég
þó fyrir vonbrigðum með nýju
plötu Ný danskrar, en með til-
komu Jóns Ólafssonar og Stef-
áns Hjörleifssonar í hljómsveit-
ina hefur hún þróast á verri veg
að minu mati.
Það var margt sem olli mér
vonbrigðum af erlendum plötum
m.a. plata Steve Winwood sem
ekkert nýtt hafði fram að færa,
sömuleiðis var nýja plata Crosby,
Stills og Nash slök og Bruce
Hornsby nær ekki að uppfylla
þær væntingar sem ég gerði til
hans. Það var helst platan hans
Dan Fogelberg sem kom þægi-
lega á óvart en flest annað var
eins og ég bjóst við.“
BRIDGE
íslandsbankamót
Mótið verður haldið sunnudaginn 30. desember
og hefst kl. 10.00 f.h.
Spilað verður í Alþýðuhúsinu við Skipagötu, 4.
hæð.
Spilaður verður tvímenningur með Mitchell-fyrir-
komulagi og spilað um silfurstig.
Þá er keppt um farandbikar auk bikara í 1., 2. og
3. sætið, sem íslandsbanki gefur.
Auk þess verður fjöldi aukavinninga.
Ókeypis kaffi meðan spilað er.
Keppnisgjald er kr. 2.000.- á par.
Skráning á staðnum. Allir velkomnir.
ÍSLANSBANKI
BRIDGEFÉLAG AKUREYRAR.
Skemmtiklúbburinn
Lif og fjor
Jólatrésskemmtun
fyrir börn verður í Bláhvammi, Skipagötu 14
laugardaginn 29. desember kl. 14.-17.
☆ ☆ ☆
Áramótafagnaður
verður laugardaginn 29. desember
kl. 22.00-03.00.
Húsið opnað kl. 21.30.
Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið.
Mætum vel og kveðjum árið saman.
Munið félagsskírteinin.
Stjórnin.
Kristján Sigurjónsson,
dagskrárgerðarmaður
hjá RÚV
„Hvað erlendar plötur varðar
finnst mér þær hvorki betri né
verri en undanfarin ár, mér finnst
það vera sammerkt með síðustu
tíu árum að engar byltingar hafa
orðið. Maður finnur ekki svo mik-
inn mun á plötum sem koma út í
dag og plötum sem komu út
1985 samanborið við að það var
gífurlegur munur á plötum sem
komu út árið 1965 og sem komu
út árið 1970. Tónlistarlega séð er
þetta þvl jafnara og lítill munur á
þótt tæknilega fari mönnum fram.
íslenska tónlist dæmi ég að-
eins út frá því sem hefur komist á
fóninn hjá mér eða undir geisl-
ann og ég hef haft löngun til að
spila aftur, en þær þrjár sem eru
á listanum falla einmitt undir það.
Reyndar var það enn ein sem
hefði getað komist inn á listann
en það er platan með Manna-
kornum en í heildina fannst mér
hún ekki nógu góð þótt mjög góð
lög séu á henni. Platan hennar
Bjarkar og Tríós Guðmundar
Ingólfssonar finnst mér mjög
skemmtileg og mikil spilagleði
sem einkennir hana. Platan hans
Bubba er kannski ekki mjög
frumleg en hún er mjög vel gerð
og Bubba hefur farið mikið fram í
textasmíði og finnst mér það
stærsti kostur þessarar plötu.
Lögin eru hvorki betri né verri en
áður en eru þó mörg mjög góð.
Platan með Islandica gladdi mig
mjög því aö þetta er fyrsta
þjóðlagaplatan sem gerð er af
einhverjum metnaði síðan Þursa-
flokkurinn var og hét. Mér finnst
Sigfús Arnþórsson,
afgreiðslumaður í
Hijómdeild KEA og
tónlistarmaður
„Þegar litið er yfir árið má segja
að það hafi verið þokkalegt ár
tónlistarlega séð. Það var nærri
því enginn sem gerði neitt sem
kom virkilega á óvart nema Gary
Moore og þótt þó nokkrar aðrar
plötur hafi komið út þá var ekkert
á þeim sem hreif mig sérstak-
lega.
Hvað íslenska tónlist varðar
sérstaklega finnst mér vera fátt
um fína drætti. Samkeppnin er
svo hörð að menn eru hættir að
þora að breyta út af því sem þeir
hafa verið að gera áður af ótta
við að tapa unnum vinsældum.
Hér áður fyrr þótti það til
minnkunar ef ný plata þótti lík því
sem viðkomandi hafði gert áður
og það talið merki um stöðnun.
Nú er aðalsmerkið að sama for-
múlan sé notuð aftur og aftur og
þykir bara hið besta mál. Það eru
einna helst Langi Seli og Skugg-
arnir sem hafa hrifið mig, og þótt
þeir hafi skorið sér nokkuð
þröngan stakk þá líkar mér sá
stakkur vel og platan þeirra, Rott-
ur og kettir, er sú eina íslenska
sem hefur hrifiö mig á árinu.“
- Voru einhver sérstök lög
sem hrifu þig meir en önnur á
árinu?
„Still got the Blues með Gary
Moore og endurgerð Traveling
Wilburys á gamla slagaranum
Nobody’s Child eru mér minnis-
stæð af erlendum lögum ársins.
Af íslenskum er Eitt lag enn nátt-
úrlega lag ársins og er fyrsta lag-
Guðrún Gunnarsdóttir,
dagskrárgerðarmaður
á Rás 2
„Árið 1990 hefur almennt verið
ágætt, hið ágætasta tónlistarár.
Mér finnst íslensku plöturnar
hafa komið vel út á árinu, vera
vandaðri en þær hafa oft verið
áður, þótt ekki sé mikið um
nýnæmi nema ef vera skyldi hjá
Smekkleysuhljómsveitunum. En
almennt finnst mér sem sagt
íslensku plöturnar betri en oft
áður og minna um drasl.
Ekkert af erlendu útgáfunni
fannst mér standa sérstaklega
upp úr en platan hans Paul
Simon kom mér þægilega á óvart
því að ég hélt að hann gæti ekki
komið með neitt eins gott og síð-
asta platan hans Graceland
reyndist vera, en mér finnst
Rhythm of the Saints betri. Það
kom líka á óvart hversu margir af
erlendu tónlistarmönnunum eru
undir áhrifum frá löndum Afríku
og Suður-Ameríku í tónlist sinni
á plötum ársins.
Sú plata sem kom mér þó
mest á óvart var platan hans Bob
Dylan, Under the red sky, en til
þessa hefur mér þótt Dylan leið-
inlegur en þessi plata finnst mér
mjög vel heppnuð. Hvað eftir-
minnileg lög varðar þá sitja sér-
staklega þrjú lög í mér, Nostra-
damus með Ný danskri, Sonnett-
an með Bubba og Baby með
Bobby McFerrin."