Dagur - 28.12.1990, Page 14
.14 - DAGUR - Föstudagur 28. desember 1990
Flugeldasala!
Flugeldamarkaður íþrótta-
félaganna er bceði glœsilegur og
ekki nóg með það, heldur ódýr.
Flugeldamarkaður Þórs og KA
verður ó eftirtöldum stöðum:
☆ Að Hamri, félagsheimili Þórs við Skarðshlíð.
☆ Við KA-heimilið við Dalsbraut.
Afgreiðslutími:
Fimmtudaginn 27. desember frd kl. 15.00-20.00.
Föstudaginn 28. desember frá kl. 10.00-22.00.
Laugardaginn 29. desember frá kl. 10.00-22.00.
Sunnudaginn 30. desember frá kl. 13.00-22.00.
Mánudaginn 31. desember frá kl. 09.-16.00.
Þið styðjið starfsemi íþrótta-
félaganna og unglingastarfið,
með því að versla við okkur.
Sendum öllum félögum og
velunnurum bestu nýársóskir,
með þökk fyrir árið
sem er að líða.
VISA
Fæddur 26. maí 1972 - Dáinn 22. desember 1990
Pau Ijós sew skærast lýsa,
þau Ijós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
arkveðjur og megi Guð ætíð
fylgja ykkur í komandi framtíð.
Fyrir hönd skólasystkina
Auðjón, Gunni,
Pétur, Katý,
Helgi, Þórarinn,
Daði og Dóri.
koma í heimsókn
kl. 16.30-18.30 í dag
VeriÖ velkomin.
En skinið lognskæra
sem skamma stund oss gladdi
sem kveikti ást og yndi
með ölltim sem það kvaddi.
Pótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi Ijósið bjarta
þá situr eftir ylur
\ í okkar mædda hjarta.
jr (Friörik Guðni Þórleifsson.)
'í
' Erlendur Árnason varð aðeins
rúmra 18 ára. Það virðast okkur
\ mönnunum hörð örlög að vera
: hrifinn skyndilega burtu, án alls
■■ ■ fyrirvara, að hætta að vera ljós og
lýsa, að hætta að bera öðrum
birtu, að vera ekki lengur í lif-
enda tölu. Rétt er sól var að
byrja að hækka á lofti á ný og
aðeins tveir dagar voru til jól-
anna, fæðingarhátíðar frelsarans
" féll dauðans dómur yfir ungum
manni. Þetta er staðreynd, sem
okkur er erfitt að skilja.
Erlendur Árnason var elsta
barn hjónanna Lovísu Erlends-
dóttur meinatæknis og Árna
Magnússonar viðskiptafræðings á
Akureyri.
Erlendur hóf nám í Verk-
menntaskólanum á Akureyri
haustið 1988 og hafði nú fyrir
fáeinum dögum lokið fimm önn-
um af átta til stúdentsprófs á við-
skiptasviði.
Flest okkar kynntust Erlendi
eða Ella eins og við köliuðum
hann gjarnan í fyrsta bekk
V.M.A. Hann var metnaðarfullur
bæði í námi og starfi og þótt ung-
ur væri þá var hann með það á
hreinu hvað hann ætlaði að gera í
framtíðinni.
Svifflugið átti hug hans allan á
sumrin, en þegar snjór settist í
fjöll þá eyddi hann öllum stund-
um á skíðum með vinum sínum.
Elli hafði boðið mörgum okkar í
flugferð með sér næsta sumar en
þá ætlaði hann að vera kominn
með næga reynslu til að fá að
fljúga með farþega.
Það er ekki langt síðan hann
var með okkur í skólaferðalagi á
Benidorm þar sem hann lék á als
oddi og það eru ófáar minning-
arnar sem við eigum um Ella frá
þeirri ferð.
Nú er hann Elli okkar farinn
en við trúunr því að hann sé ekki
langt frá okkur. Minningin lifir
um lífsglaðan og áreiðanlegan
dreng og það er sárt að hugsa til
þess að þegar við setjumst á
skólabekk að loknu jólafríi þá
verður auður stóll í stofunni
okkar.
Foreldrum, bræðrum, ættingj-
um og öðrum vinum Ella sendum
við okkar hjartanlegustu samúð-
Er hljóður sveif ég, h vergi eygði strönd
um heilagleikans veldi, engilfrjáls,
ég út í loftið rétti hægri hönd
og hafði snortið andlit drottins sjálfs.
J.G. Magee. Þýð Sig. Júl. Jóh.
Öll mannanna verk fela í sér
ófullkomleika þeirra sjálfra, og
ógjörningur er að smíða svo góða
hluti að aldrei bili. Enginn fær
hlaðið um sig svo miklum múrum
að slys og óhöpp geti ekki sótt
hann heim, enda getur reynst
hættulegra að ganga yfir götu en
fara í geimfari til tunglsins. Eng-
inn veit hvar ógæfan knýr næst
dyra og hættur daglegs lífs reyna
fáir að forðast, því líf.í stöðugum
ótta er gleðisnautt. Hús hrynja,
skip sökkva, flugvélar farast og
þá brestur oft það sem traustast
var talið og afleiðingarnar þung-
bærari en tárum taki.
Erlendur Árnason hóf svifflug-
nám hjá Svifflugfélagi Akureyrar
sumarið 1988 og varð strax einn
af ötulustu félögum þess, og lét
sig aldrei vanta við leik og störf
hjá félaginu.
í þeim hópi var Elli jafnan
prúður, kíminn og svo geðgóður
að eftir var tekið, og hans létta
lund hafði góð áhrif. Þar sem allir
fá auknefni við hæfi var hann ein-
faldlega kallaður Elli minn, því
allir töldu sig eiga ofurlítið í þess-
um dagfarsprúða unglingi.
Um leið og félagar svifflugfé-
lagsins kveðja góðan félaga og
vin, sendum við foreldrum Ella,
systkinum og aðstandendum öll-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu
stundum
/ hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár
hið mikla djúp, hið litla tár.
M. Jochumsson.
Félagar Svifflugfélags
Akureyrar.
Aðalfundur
Flugbjörgunarsveitarinnar
veröur haldinn í Galtalæk laugardaginn 5. janúar kl.
14.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Lengri
afgreiðslutími
Sparisjóðs Akureyrar
og Arnarnesshrepps
Frá og með 3. janúar 1991 verður
afgreiðslutími sparisjóðsins frá kl. 09.15-
16.00 og fimmtudaga til kl. 17.00.
Verið velkomin í viðskipti allan daginn.
Sparisjóður Akureyrar
og Arnarnesshrepps,
Brekkugötu 1, sími 24340.
HAGKAUP
Akureyri _
n Minning:
T Erlendur Amason