Dagur - 28.12.1990, Side 18
18 - DAGUR - Föstudagur 28. desember 1990
íþróttir
n
Akureyrarmótið í handknattleik:
Auðvelt hjá KA-mönnum
Erlingur Kristjánsson og lærisveinar hans voru ekki í vandræðum með Þórs-
ara. Seinni leikur liðanna fer fram í kvöld og hefst kl. 20.30. Mynd: Goiii
KA vann næsta auðveldan sig-
ur á Þór þegar liðin mættust í
fyrri leik Akureyrarmótsins í
handknattleik föstudaginn fyr-
ir jól. KA-menn höfðu yfir-
burði allan tímann og unnu 6
marka sigur, 27:21. Seinni
leikur liðanna fer fram í kvöld
og þurfa Þórsarar að leika mun
betur þá ef þeir ætla að eiga
einhverja von um sigur.
Þórsarar áttu afleita byrjun í
leiknum á föstudaginn og sáu
reyndar aldrei til sólar allan fyrri
hálfleikinn. KA-menn skoruðu 5
fyrstu mörkin og þurftu lítið að
hafa fyrir hlutunum. Það segir
sitt um sóknarleik Þórsara að'
þegar 18 mínútur voru liðnar
höfðu þeir skorað 2 mörk, bæði
úr vítaköstum. KA-menn náðu 8
marka forystu, 10:2, áður en
Þórsarar rönkuðu við sér og
minnkuðu muninn í 5 mörk fyrir
hlé, 13:8.
í seinni hálfleik leystist leikur-
inn upp í hálfgerða vitleysu en
KA-menn héldu Þórsurum ætíð í
öruggri fjarlægð og sigur þeirra
var aldrei í hættu.
Pétur Bjarnason var bestur
KA-manna, einkum í fyrri hálf-
leik en þá var hann ntjög frískur.
Þá var Axel góður í markinu.
Þórsarar léku sennilega sinn
versta leik í vetur og var Jóhann
Jóhannsson sá eini sem eitthvað
sýndi.
Mjólkursamlag KEA
Akureyn Simi 96-21400
- sigruðu Þór 27:21
Mörk KA: Pétur Bjarnason 8, Guð-
mundur Guðmundsson 6, Erlingur
Kristjánsson 3, Jóhannes Bjarnason 3/1,
Hans Guðmundsson 3/1, Jón Egill Gísla-
son 2, Þorvaldur Þorvaldsson 1,
Höskuldur Þórhállsson 1.
Mörk Þörs: Jóhann Samúelsson 8/5,
Jóhann Jóhannsson 6, Atli Rúnarsson 3.
Rúnar Sigtryggsson 2, Páll Gíslason 1.
Sævar Sigurðsson 1.
Dóniarar: Guðmundur Lárusson og Arn-
ar Kristinsson.
JMJ-bikarinn til varðveislu í eitt
ár og auk þess glæsilega verð-
launapeninga sem gel'nir eru af
Ragnari Sverrissyni kaupmánni í
Herradeild JMJ.
Búast má við skemmtilegri
keppni og eru handknattleiks-
unnendur hvattir til þess að mæta
í Skemmuna og hvetja „sína"
menn til dáða.
Um kvöldið ætla handbolta-
snillingarnir og fleiri að koma sam-
an í Hamri og skemmta sér á
dansleik með hljómsveitinni
Hreinum sveinum. Dansleikur-
inn hefst kl. 21.00 og eru allir
Þórsarar og aörir velunnarar
félagsins velkomnir. Veitingar
verða seldar á staðnum en
aðgangur er ókeypis. -KK
JMJ-mótið í handbolta
í Skemmuimi á morgun
- Alfreð Gíslason og Þorbjörn
Jensson mæta til leiks
Hið árlega JMJ-mót í hand-
bolta fer fram í íþróttaskemm-
unni á Akureyri á morgun
laugardag og hefst kl. 13.00.
Fimm lið mæta til leiks að
þessu sinni, fjögur frá Þór og
eitt frá KA.
Þarna eigast við bæði ungir og
upprennandi handboltasnilling-
ar, svo og eldri og reyndari leik-
menn, sem margir hverjir mega
muna sinn fífil fegri. Frá Þór taka
þátt 2. flokkur, meistaraflokkur
og tvo old boys lið en frá KA
mætir old boys lið félagsins til
leiks.
Sem fyrr segir fer mótið fram í
Skemmunni að þessu sinni en
margir þchra sem taka þátt í
mótinu nú, átcu einmitt sína allra
bestu spretti í íþróttinni í því húsi
hér á árum áður. Má þar nefna
snillinga eins og Alfreð Gíslason
landsliðsmann sem leikur sem
atvinnumaður á Spáni og Þor-
björn Jensson fyrrurn fyrirliða
landsliðsins og núverandi þjálf-
ara Vals. Þetta mun jafnfrarht
vera þriðja JMJ-mótið sem Tobbi
tekur þátt í.
í mótinu leika allir við alla og
stendur mótið eitthvað fram eftir
degi. Sigurliðið fær að iaunum
Knattspyrna:
Bautamótið
á sunnudag
Bautamótinu í innanhússknatt-
spyrnu, sem átti að fara fram í
gær, hefur verið frestað þar til
á sunnudag. Mótið fer fram í
íþróttahöllinni á Akureyri og
hefst keppni kl. 9 um morgun-
inn.
16 lið hafa skráð sig til leiks og
verður leikið í fjórum riðlum. 8
liða úrslit hefjast kl. 17 og 4 liða
úrslit kl. 19. Kl. 20 verður leikið
um þriðja sætið og úrslitaleikur-
inn fer síðan fram kl. 20.30.
íþróttir
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR
I díig fcr friirn Akuivyramiöt í frjiíls-:
um íþróttum innanhúss í (þróttahöll-
inni og hefst þaö kl. 12. Á Húsavtk
fer frani Jólamót Völsungs og á Sauð-
árkróki Héraðsmót UMSS. Á morg-
un fer fram Héraðsmót UMSE á
Akureyri og á sunnuúag Geislamótið
í Aðaldal. Á mánudag fer Gamlárs-
hlaupið fram á Akureyri í annað sinn.
Hlaupið hefst kl. 14 norðan cða sunn-
an við bæinn.
HANDKNATTLEIKUR
I kvöld leika KA og Þórseinni leikinn
i Akurcyrarmóti meistaraflokks.
Leikurinn fer fram í íþróttahöllinni
og hefst kl. 20.30. Á morgun fer síðan
JMJ-mótið frant í IþrÓttaskemmunni
eins og fram kemur annars staðar á
síðunni.
KNATTSPYRNA
Bautamótið í innanhússknattspyrnu
fer fram á sunnudag í fþróttahöllinni
á Akureyri.
SKAUTAR
Á laugardag verður jóladagskrá á
skautasvcllinu á Akureyri sem hefst
kl. 17. Vcrður m.a. boðið upp á list-
hlaupssýningu.
VIÐ STYÐJUM
FLUGELDASÖLU
H JÁLPARSVEITAR SKÁTA
AKUREYRI
HERRADEILD