Dagur - 26.03.1991, Page 1
74. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 26. mars 1991
59. tölublað
ttw#* er'*
^gfvW M
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Akureyrarbær og KEA:
Listagilið að
komast í höfti?
- staðið verður við samþykkt
um stækkun bókasafnsins
Viðræðunefndir Akureyrar-
bæjar og Kaupfélags Eyfírð-
inga hafa nú komist niður á
samningsgrundvöll um kaup-
verð og kjör á húseignum
KEA í Grófargili, þ.e. Sam-
lagshúsi, Kctilhúsi, Smjörlíkis-
gerð og Flóru. Málið er nú að
komast á þann rekspöl að það
verði lagt fyrir stjórn Kaupfé-
lagsins og bæjarráð.
Björn Jósef Arnviðarson, sem
verið hefur í forsvari fyrir við-
ræðunefnd bæjarins, sagði að
samningsgrundvöllurinn væri fyr-
ir hendi. Þá sagði hann að sú
staða hefði komið upp að eign-
irnar við sunnanvert Grófargilið,
Smjörlíkisgerð og Flóra, yrðu
væntanlega keyptar af einstakl-
ingum, annað hvort beint af
KEA eða Akureyrarbæ, eftir því
hvernig málin þróuðust.
„Mér finnst nauðsynlegt að
það komi fram í þessu sambandi
að hér er ekki verið að tala um að
annað hvort verði ráðist í Listagil
eða stækkun Amtsbókasafnsins.
Það hefur aldrei staðið annað til
en að byggt verði við Amtsbóka-
safnið og Héraðsskjalasafnið.
Málið snýst eingöngu um það
hvort menn ætli að byggja við
bókasafnið og byggja þar að auki
menningarmiðstöð við safnið eða
hvort byggt verður við safnið og
menningarmiðstöðin reist annars
staðar,“ sagði Björn Jósef.
Hann sagði að samþykkt
bæjarstjórnar frá 29. ágúst 1987
hefði falið í sér stækkun bóka-
safnshússins og við þá samþykkt
yrði staðið. Hins vegar væri hægt
að spara stórfé með því að reisa
menningarmiðstöðina í Grófar-
gili, eins og hugmyndirnar snúast
um í dag. SS
Óvíst er hvort landfestar Harðbaks EA verða leystar klukkan 21 í kvöld eins og ráðgert er. I gær virtist vera að
hlaupa harka ■ kjaradeilu sjómanna og ÚA og því alls óvíst um framhald málsins. Mynd: Goiií
Fyrsti togarinn stöðvast vegna uppsagna hjá ÚA:
Tólf menn vantar til að Harðbakur komist út
Ekki er útlit fyrir annað en að
deila sjómanna á ísfísktogur-
um Utgerðarfélags Akureyr-
Akureyri:
Vinnuslys að Óseyri 2
Maður var fluttur á slysadeild
Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri í gærmorgun eftir að
hann féll úr stiga við húsið
Oseyri 2. Þetta var laust fyrir
kl. 10.
Maðurinn kvartaði um eymsli í
baki, en ekki var talið að meiðsl
hans væru alvarlegs eðlis.
Tveir skíðamenn voru fluttir á
slysadeild um helgina. Á föstu-
dag slasaðist skíðamaður á fæti
en í andliti á laugardag.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri var helgin með rólegasta
móti. Aðeins tveir gistu fanga-
geymslur lögreglunnar vegna ölv-
unar. óþh
inga hf. við útgerðina sé að
harðna. Sjómenn hjá Ú.A.
skora á starfsbræður á svæðinu
að ganga ekki í störf hjá félag-
inu meðan deilan varir, en í
dag stöðvast tveir togarar
félagsins vegna uppsagna.
Harðbakur EA landaði hjá
ÚA í gærmorgun. Konráð
Alfreðsson, formaður sjómanna-
félags Eyjafjarðar, segir að brott-
för hafi verið boðuð á Harðbak
klukkan 21.00 í kvöld, en ljóst að
meirihluti mannanna muni ekki
mæta til skips þar sem þeir séu
búnir að segja upp. Yfirmenn
skipsins hafa lengri uppsagnar-
frest en hásetar, sem hafa eina
viku. í gær var ljóst að tólf undir-
Rammasamningur um byggingu íþróttahúss á
félagssvæði KA undirritaður í dag:
Áætlað að taka húsið
í notkun fyrir 1. október
fyrsta skóflustungan að húsinu tekin á laugardag
Rammasamningur milli Akur-
eyrarbæjar og Knattspyrnufé-
lags Akureyrar um byggingu
íþróttahúss á félagsvæði KA
verður undirritaður í dag.
Skóflustunga að húsinu verður
tekin næstkomandi laugardag
kl. 14 og þar með hefjast fram-
kvæmdir við húsið en sam-
kvæmt áætlunum bygginga-
nefndar verður húsið tekið í
notkun fyrir 1. október í haust.
Bygginganefnd kynnti fram-
kvæmdaáætlunina í gær og þar
kom fram að áætlað er að þann 6.
júlí verði húsið rifið og utanhúss-
frágangi lokið en sfðla sumars
verði unnið að frágangi innan-
húss og húsið tekið í notkun fyrir
1. október.
Heildarstærð þessa mannvirkis
er um 2500 fm. Akureyrarbær
tekur þátt í kostnaði við 2200 fm.
og greiðir 75% af áætluðum
byggingarkostnaði þess hluta,
eða 110 milljónir króna á næstu 5
árum. Heildarbyggingarkostnað-
ur við þessa 2200 fm. er 140-150
milljónir króna en KA tekur á
sínar herðar tengibyggingu, frá-
gagn lóðar og fleira.
Að mati bygginganefndar-
manna verður ekki vandkvæðum
bundið að koma húsinu upp fyrir
fyrrnefndan tíma. Þegar hafa
vissir verkþættir verið boðnir út
með góðum árangri. Fyrir
skömmu var boðinn út gröftur og
jarðvegsskipti og fékkst tilboð í
verkið sem er um 54% af kostn-
aðaráætlun. Fram kom að í þessu
tilfelli gaf verktakinn, Guðmund-
ur Hjálmarsson, 700 þúsund
króna afslátt af verkinu sem
framlag til félagsins vegna bygg-
ingarinnar.
Sigmundur Þórisson. formaður
bygginganefndarinnar, sagði það
tvímælalaust hagkvæmt að
byggja húsið á svo skömmum
tíma. Ætlunin væri að ná hlut
félagsins í verkinu með sjálf-
boðavinnu og ekki síst með hag-
kvæmum útboðum á verkþáttum.
Rammasamningurinn við
Akureyrarbæ segja bygginga-
nefndarmenn að sé lykillinn að
þessari framkvæmd því ætlunin
er að selja samninginn og inn-
leysa á þann hátt fjármagn til
framkvæmdarinnar strax. JÓH
menn myndu sitja heima, og að
Harðbakur komist ekki í veiði-
ferðina.
Búið er að tilnefna menn úr
áhöfnum ísfisktogara Ú.A. í
nefnd til að fara yfir stöðuna, afla
gagna og setja upp kröfur í vænt-
anlegum viðræðum við félagið, ef
af þeim verður í bráð. Ályktun
sem nefndin sendi frá sér í gær
hljóðar svo: „Togarasjómenn á
Akureyri, sem eiga í kjaradeilu
við Ú.A., fara þess vinsamleg-
ast á leit við sjómenn á svæðinu
að þeir gangi ekki í störf þeirra á
meðan á deilunni stendur."
Konráð segir að algjör sam-
staða sé hjá sjómönnunum um að
láta frekar af störfum hjá ÚA en
að taka þau laun sem félagið hef-
ur boðið, þ.e. hækkun heima-
löndunarálags úr 30 í 40 prósent.
Krafan um að ræða hækkun fisk-
verðs hafi ekki verið tekin til
greina.
f morgun kom Sólbakur EA
305 til Akureyrar. Ekki er útlit
fyrir annað en að hann stöðvist
einnig vegna uppsagna.
Eitt af því sem sjómenn ræða
mikið um er að Kaldbakur EA sé
eini ísfisktogari ÚA sem náði
landsmeðaltali hásetahlutar ís-
fisktogara í fyrra. Háseti sem
hefði farið alla túrana hefði þá
fengið 2,2 milljónir í brúttó-
árslaun.
Suðvestanátt
í dymbilviku
Veðurstofa Islands gerir ráð
fyrir að sunnanvindar leiki um
Norðlendinga fram eftir dymb-
ilvikunni.
í gær var ráðandi sunnan og
suðaustan átt um norðanvert
landið með tilheyrandi hlýindum
og leysingum. Veðurstofan gerir
ráð fyrir að vindur snúist til suð-
vestanáttar á morgun og skírdag.
Búist er við björtu veðri, en
eitthvað mun kóina. óþh
95J
Valdimar Bragason, fram-
kvæmdastjóri Ú.D., segir að eftir
viðræður við áhöfn Björgvins á
laugardag hafi verið ákveðiö að
kanna hvort samkomulag geti
orðið í deilunni, og halda áfram
viðræðum en sjómenn hjá ÚD
hafa ekki sagt upp. EHB
Sigþór ÞH gerður út
frá Sandgerði:
Hér fæst
betra verð'
- segir Hörður Pórhallsson,
skipstjóri og útgerðarmaður
Sigþór ÞH 100, sem er 170
tonna fískveiðiskip með 421
tonna þorskígildiskvóta fyrir
utan síldar- og rækjukvóta, er
gert út frá Sandgerði. Vísir hf.,
sem er skrásett samkvæmt
fyrirtækjaskrá á Húsavík, gerir
bátinn út. „Við erum ekki
formlega iluttir suður með
fyrirtækið en allt stefnir í þá
átt. Ég sem skipstjóri og
útgerðarmaður er fluttur til
Keflavíkur og því eru 75%
hlutafjár í eigu Suðurnesja-
manna,“ sagði Hörður Þór-
hallsson.
Hörður segir að þeir á Sigþóri
ÞH hafi síðastiiðin 10 ár veitt all-
an vertíðarfisk fyrir Suðurlandi
og augljóst sé að ekki sé mögu-
legt að gera út frá Norðurlandi
þegar litið sé til kvóta og skulda-
stöðu fyrirtækisins.
„Aflaleysi í þorskveiðum fyrir
Norðurlandi ásamt dýrri sókn og
lágu fiskverði á Húsavík ræður
hér mestu um. Ég vil ekki kenna
fiskverkunarfyrirtækjunum ein-
göngu um lágt fiskverð heldur
einnig lélegri gæðum. Fiskmark-
aðirnir á Suðurlandi gera útslag-
ið. Hér fæst betra verð fyrir
aflann,“ sagði Hörður Þórhalls-
son, skipstjóri og útgerðarmaður
Sigþórs ÞH 100. ój