Dagur - 26.03.1991, Page 4

Dagur - 26.03.1991, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 26. mars 1991 Don Kíkótí á Degi Stjórnmál snúast til allrar hamingju oftast um málefni, en því miður líka einnig um áróður. Framsóknarmenn ætla sér að láta verðandi kosningar snúast um inngöngu í Evrópubanda- lagið. Þeim er mjög í mun að sann- færa kjósendur um að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi áform um inngöngu í bandalagið. Ritstjóri Dags, Bragi Bergmann, er áróðursmeistari. Fyrir hann skiptir það ekki meginmáli, hver afstaða Sjálfstæðisflokksins í samskiptunum við Evrópubandalagið er. Hitt skiptir hann meira máli að koma því inn hjá lesendum Dags að Sjálfstæðismenn vilji ekki ræða um Evrópumálin, af því að þar hafi þeir eitthvað óhreint í pokahorninu. Afstaða Sjálfstæðisflokksins Um inngöngu í Evrópubandalagið munu komandi kosningarnar ekki snúast, þótt Framsóknarmönnum þyki það súrt. Sjálfstæðismenn hafa ekki á prjónunum nein áform um að ganga í bandalagið. Þeir hafa verið fylgjandi því að tryggja íslendingum frjáísan aðgang fyrir afurðir sínar að bandalaginu með tvíhliða viðræðum. Þeir studdu og styðja viðræður EFTA-þjóðanna við EB um evr- ópskt efnahagssvæði. Þeir setja þau skilyrði fyrir viðræðunum að samn- ingar takist um hindrunarlaus við- skipti með sjávarafurðir án þess að fórnað verði óskoruðum yfirráðum íslendinga yfir fiskveiðilögsögunni. Þegar stóð til að hefja viðræður um evrópska efnahagssvæðið krafð- ist Sjálfstæðisflokkurinn þess að Alþingi samþykkti sérstakt umboð fyrir utanríkisráðherra. Við umræð- ur í Alþingi um umboðið hefði af- staða sjórnmálaflokkanna til evr- ópska efnahagssvæðisins og til EB skýrst. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar, einkum Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson, sner- ust öndverðir gegn þessari hugmynd Sjálfstæðisflokksins. Eina skýringin er sú að þeir hafi vitað að innan ríkis- stjórnarinnar væri ekki samstaða um Ég vil byrja á því að benda Tómasi Inga Olrich, á þá staðreynd að ég sem ritstjóri þessa blaðs hef ekki gert minnstu tilraun til að „koma því inn hjá lesendum Dags að sjálfstæðis- menn vilji ekki ræða um Evrópumál- in“, eins og Tómas Ingi orðar það í grein sinni hér að ofan. Það hlýtur hann að hafa dreymt. Hitt er rétt hjá Tómasi Inga að mér væri það síst á móti skapi ef komandi alþingiskosningar snerust að verulegu leyti um afstöðu stjórn- málaflokkanna til aðildar íslands að Evrópubandalaginu. Ég veit að mjög margir eru sama sinnis. íslensk þjóð stendur senn frammi fyrir einhverri alstærstu ákvörðun sem hún hefur þurft að taka frá upphafi. Þegar þar að kemur er mikils um vert að stjórn- málamennirnir viti hug þjóðarinnar í málinu og breyti samkvæmt því. Mér finnst miður að frambjóðandinn Tómas Ingi sé annarrar skoðunar. Frestun vegna landsfundar Tómas Ingi fer mörgum orðum um aðdraganda fundarins er ungir fram- sóknarmenn boðuðu til og haldinn var í fyrrakvöld. Ég ætla ekki að elta ólar við rangfærslur hans en bendi á að staðreyndir málsins komu skýrt fram í grein Friðriks Sigþórssonar, formanns FUFAN, Félags ungra framsóknarmanna, í Degi síðastlið- inn föstudag. Einu atriði vil ég þó málið og ráðherrarnir hafi kosið að ganga til viðræðnanna óbundnir af samþykktum Alþingis. Viðræðurnar um evrópska efna- hagssvæðið snúast um það að inn- leiða 1400 réttargjörninga Evrópu- bandalagsins í íslensk lög. 70-80% af lagabálkum EB yrðu hluti af íslensk- um lögum. í þessum samningavið- ræðum er gert ráð fyrir að ákveðin ákvæði Rómarsáttmálans, stofnskrár Evrópubandalagsins, yrðu tekin inn í íslensk lög. í grein í Tímanum 8. febr. sl. lýsti Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra því yfir að í við- ræðgrundvellinum um evrópska efnahagssvæðið væri ekkert svo hættulegt að við gætum ekki gengið að því. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur hafa því hingað til verið til- tölulega samstíga í viðræðunum um evrópska efnahagssvæðið og um samskiptin við EB. Sjálfstæðisflokk- . urinn hefur viljað skýrara umboð til ráðherra um viðræðurnar auk þess sem hann hefur alla tíð lagt áherslu á gildi tvíhliða viðræðna við EB um hindrunarlausan innflutning íslenskra sjávarafurða. Ef einhver fer offari í samninga- viðræðum við Evrópubandalagið er það ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Næstkomandi þriðjudag, 26. mars, kemur formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Davíð Oddsson, til Akureyrar og heldur þar fund ásamt Halldóri Blöndal og undirrituðum. Hygg ég að þar sé komið kjörið tækifæri fyrir kjósendur að kynna sér, milliliða- laust, viðhorf okkar til EB. Riddarinn hugumprúði Framsóknarmenn gera nú örvænt- ingarfullar tilraunir til að búa til kosningamál úr „sérstöðu Framsókn- arflokksins" í EB málum. Þeir byrja á því að spinna það upp að Sjálfstæðisflokkurinn vilji inngöngu í bandalagið. Síðan ráðast þeir á þennan uppspuna sinn af miklum hofmóði. Þannig smíða framsóknar- menn vindmyllurnar fyrst og ráðast síðan að þeim að hætti riddarans hnykkja á, þar sem Tómas Ingi á augljóslega í miklum vandræðum með að skilja það: Fundinum, sem halda átti sunnu- daginn 10. mars síðastliðinn, var frestað sérstaklega fyrir sjálfstæðis- menn. Þeir sögðust ekki geta tekið þátt í honum þá helgi vegna Lands- fundar Sjálfstæðisflokksins. Aðrar ástæður voru ekki nefndar einu orði. Fundarboðendur, stjórn FUFAN, ákváðu nýja dag- setningu fyrir fundinn, sunnu- dagskvöldið 24. mars, og sendu bréf til allra flokka um breyting- una og bað þá að gefa ákveðið svar um þátttöku, af eða á, fyrir 11. mars sl. Allir flokkar, að undanskildum Sjálfstæðisflokki, staðfestu að þeir tækju þátt í fundinum. Sjálfstæðismenn afboðuðu ekki og stjórn FUF- AN taldi víst, vegna þess sem á undan var gengið, að þeir myndu mæta. Boðið til bjórveislu Ég skal nefna hliðstætt dæmi sem ég vona að Tómas Ingi skilji: Segjum að ungir sjálfstæðismenn bjóði mér til bjórveislu í húsakynni sín í Kaupangi einhvern tiltekinn sunnudag - en fyr- ir slík boð eru ungir sjálfstæðismenn um land allt þekktir. Þeir leggja mikla áherslu á að ég mæti. Ég segi þeim að því miður sé ég upptekinn þennan tiltekna dag en neita ekki hugumprúða, Don Kíkóta. Sérkennilegasti þátturinn í þessu áróðursstríði er fundur, sem ungir framsóknarmenn halda nú um helg- ina um ísland og Evrópubandalagið. Fundurinn átti að verða auglýsinga- fundur Framsóknarflokksins. Öðrum flokkum var boðið að taka þátt í fundinum, án þess að þeim væri gef- inn kostur á að standa með Fram- sóknarflokknum að skipulagi fundar- ins. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði þátttöku í fundinum og tilkynnti kosningastj óri Sj álfstæðisflokksins þá afstöðu flokksins. Var það bæði af framangreindum orsökum og einnig vegna þess að upphafleg dagsetning fundarins féll saman við Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Framsóknar- menn frestuðu fundinum og leituðu eftir þátttöku Sjálfstæðisflokksins sem og annarra flokka. Ljúfmannleg viðbrögð Nú er það ekki stórmál í augum okk- ar sjálfstæðismanna þótt Framsókn- arflokkurinn vilji halda fund sér til framdráttar. Við höfum ýmsum hnöppum að hneppa öðrum en að sinna fundarhöldum þeirra. Ég sneri mér til formanns ungra framsóknar- manna, Friðriks Sigþórssonar, sunnu- dagskvöldið 17. mars og benti hon- um á að við hefðum ekkert á móti því að fjalla um ísland og Evrópu- bandalagið á fundi með öðrum flokkum. En þá væri eðlilegra að flokkarnir stæðu að fundinum á jafn- réttisgrundvelli, boðuðu hann sam- eiginlega, kæmu sér saman um fund- arstjóra og kostuðu hann einnig sam- eiginlega. Mér var þá kunnugt um að alþýðubandalagsmenn og alþýðu- flokksmenn höfðu svipaða afstöðu til málsins. Friðrik Sigþórsson tók þessum málflutningi af mikilli Ijúfmennsku og sagði það vera sína skoðun að auðvelt væri að standa að fundinum með þessum hætti. Var það niður- staða okkar samtals að ungliðahreyf- ingar flokkanna hefðu samband sín í millum til þess að skipuleggja fundinn. boðinu að öðru leyti. Ungir sjálf- stæðismenn bregðast höfðinglega við og fresta boðinu um hálfan mánuð, gagngert fyrir mig. Þeir senda mér jafnframt boðskort með nýrri dag- setningu og biðja mig að svara innan tiltekins tíma. Ég læt ekkert frá mér heyra fyrr en örfáum dögum fyrir umrætt boð. Þá segi ég gestgjöfunum að ég hafi engan áhuga á bjórveislu þeirra - og hafi reyndar aldrei haft! Hins vegar sé ég tilbúinn til að mæta ef kaffi og snittur verði á boðstólum og fleiri standi að veislunni en ungir sjálfstæðismenn! Auk þess hef ég samband við a.m.k. tvo boðsgesti og reyni að fá þá til að mæta ekki, mér til samlætis. Ókurteisi Sumir myndu kalla þessa framkomu mína ókurteisi, aðrir argasta dóna- skap. Þetta er engu að síður það sem sjálfstæðismenn, með Tómas Inga í broddi fylkingar, gerðu. Tómas Ingi hafði samband við Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og reyndi að fá full- trúa þessara flokka til að hunsa fundinn, löngu eftir að þeir höfðu boðað komu sína þangað. Alþýðu- flokksmenn létu ekki teyma sig í að ganga á bak orða sinna, en það gerði Alþýðubandalagið hins vegar. Stef- anía Traustadóttir, fulltrúi þess flokks, var búin að staðfesta þátttöku og hugðist meira að segja sjálf flytja framsöguerindi. Hún var síðan kom- Viðhorf ritstjórans Morguninn eftir lagði ég inn greinar hjá ritstjóra Dags, Braga Bergmann. Ég greindi honum þá frá samtali okk- ar Friðriks. Bragi tók málinu á annan veg en formaður ungra framsókn- armanna. Hann taldi ýmis tormerki á því að hægt væri að standa að málinu eins og ég hafði lagt til við Friðrik Sigþórsson. Hann bauð þó upp á þá málamiðlun að hann viki sem fundar- stjóri. Ég endurtók þær hugmyndir um fyrirkomulag fundarins, sem ég hafði reifað við formann ungu fram- sóknarmannanna og hann hafði tekið vel. Bragi Bergmann hafði samband við mig að kvöldi mánudags og spurði hvort afstaða sjálfstæðis- manna væri óbreytt og tjáði ég hon- um að svo væri. Hann upplýsti mig þá um það að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag hefðu samþykkt að taka þátt í fundinum. Þessar upplýsingar reyndust ekki réttar. Stefanía Traustadóttir hafði skömmu síðar samband við mig og skýrði mér frá samræðum um fund- Bragi V. Bergmann. in á fremsta hlunn með að hætta við eftir að Tómas Ingi talaði við hana, en hætti við að hætta við eftir að ég talaði við hana mánudaginn 18. mars! Stefanía hringdi svo enn á ný í mig daginn eftir til að segja mér að Alþýðubandalagið myndi ekki mæta. Sannarlega ákveðin kona, Stefanía! Ekkert „boð að ofan“ Ég vil árétta þann misskilning Tóm- asar Inga að „boð að ofan“ hafi orðið til þess að ungir framsóknarmenn héldu sínu striki með fundinn. Það var þvert á móti sameiginleg ákvörð- Ég vil kaffl og snittur, takk! - svar til Tómasar Inga Olrich arfyrirkomulag, sem hún hafði átt við Braga Bergmann. Hafði hann að sögn Stefaníu ekki aðeins boðið að víkja úr sæti fundarstjóra heldur einnig undirstrikað að aðrir flokkar gætu auglýst fundinn á sínum eigin vegum. Að sögn Stefaníu var ekki gengið frá málinu en lofað af hálfu Alþýðubandalagsins að haft yrði samband morguninn eftir, þar sem afstaða þess yrði gerð Ijós. Boð að „ofan“ Það er nokkuð ljóst, þegar grein Friðriks Sigþórssonar í Degi 22. mars er lesin, að viðhorf hans til málsins hafa tekið miklum breytingum, eftir að Bragi Bergmann tók í taumana. Ljúfmannleg viðbrögð þess fyrrnefn- da við málaleitan minni á sunnudags- kvöldið hafa breyst í dylgjur og ásak- anir um óheiðarleika, sem eru mér reyndar lítt skiljanlegar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hefði formanni ungra framsóknar- manna verið sjálfrátt í málinu, hefði hann náð samkomulagi við aðra flokka um fund um ísland og Evrópubandalagið sem allir aðilar hefðu verið sáttir við. Hann hefði að vísu getað ásakað okkur sjálfstæðis- menn um að koma óskum okkar á framfæri seint. En það gerði hann ekki í símanum á sunnudagskvöldið. Það var honum ekki ofarlega í huga þá, enda er þar um aukaatriði að ræða. Við sjálfstæðismenn höldum ekki í hendina á ungu mönnunum okkar. Þeir fá að hafa sinn stíl, sinn mál- flutning. Ef þeir halda fundi, er það ekki gert undan pilsfaldi flokksfor- ustunnar. Ég er nokkurn veginn viss um að ef Friðrik Sigþórsson hefði gengið fram í þessu máli í þeim ljúf- mannlega anda sem honum er eðli- legur, hefðu ungliðahreyfingarnar fundið lausn, sem aljir hefðu við unað. Akureyri 22.3. 1991 Tómas Ingi Olrich Höfundur skipar annað sæti á lista Sjálf- stæðismanna í alþingiskosningum á Norðurlandi eystra. un stjórnar FUFAN að láta sjálf- stæðismenn ekki komast upp með dæmafáa ókurteisi og ósvífni í þessu máli. Að lokum þetta. Vel má vera að ég sé svo ellilegur útlits að það hafi aldrei hvarflað að Tómasi Inga að ég sé ungur framsóknarmaður. Sú er engu að síður raunin, þótt ég sé reyndar með þeim elstu í ungfélag- inu. Ég sit meira að segja í stjórn FUFAN og átti sem slíkur minn þátt í ákvarðanatökunni. Ungliðaaldur stjórnmálaflokkanna flestra er 16-35 ára og hygg ég að þau aldursmörk gildi einnig á stuttbuxnadeild Sjálf- stæðisflokksins. Ég verð því að hryggja Tómas Inga með því að ég á enn eftir þrjú ár af SUF-aldrinum. Titlatog Tómasar Inga Tómas Ingi „sæmir" mig þremur nýj- um titlum í grein sinni hér að ofan. Úr henni má lesa að ég sé „áróðurs- meistari“, „Don Kíkóti Dags“ og síðast en ekki síst hvorki meira né minna en „pilsfaldur flokksforystu Framsóknarflokksins". Ég efa að ég sé verðugur alls þessa titlatogs. Fleiri orð mun ég ekki leggja í belg um þetta sérstæða mál, jafnvel þótt Tómas Ingi Olrich eða Stefanía Traustadóttir geri fleiri tilraunir til að réttlæta vonlausan málstað. Bragi V. Bergmann. Höfundur er ritstjóri Dags og stjórnarmaður í FUFAN.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.