Dagur


Dagur - 27.03.1991, Qupperneq 1

Dagur - 27.03.1991, Qupperneq 1
74. árgangur Akureyri, miðvikudagur 27. mars 1991 60. tölublað Vel í fc 1 >t 1 klæddur 1 im fKá BERNHARDT .141 II 1 1 d. Thc Taikir-l.i.ik enrabudin 1 1 HAFNARSTRÆTI92 - 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Ahugi Öxaríjarðarhreppur: i á borun vinnslu- holu í Bakkahlaupi - „við erum tilbúin til að leggja til fjármagn til þessa verks,“ segir Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstjóri Hugsanlegt er að boruð verði svokölluð vinnsluhola í Bakka- hlaupi í Öxarfirði í sumar. A fjárlöguni er gert ráð fyrir að 8,5 milljónum króna verði var- ið til þess að bora rannsóknar- holu í Bakkahlaupi. Með slíkri holu væri ekki unnt að nýta það heita vatn sem kraumar þar í iðrum jarðar, en sveitar- stjórn Öxarfjarðarhrepps hef- ur lýst áhuga á að leggja fram fjármagn á móti ríkinu til þess að þarna verði boruð vinnslu- hola. Mikilvægt skref í uppbyggingu Háskólans á Akureyri stigið í gær: Öxarfjarðarhrepps, er nú í Reykjavík þar sem hann er að kanna möguleikann á að í stað rannsóknarholu verði ráðist í borun vinnsluholu. „Við erum tilbúin til að leggja fjármagn til þessa verks því að- eins að þarna gæti orðið um vinnsluholu að ræða. Hún myndi koma okkur mjög til góða,“ sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitar- stjóri Öxarfjarðarhrepps. óþh Miklar skemmdir hafa verið unnar á húsinu að Lækjargötu 3 á Akureyri. Húsið er í eigu nokkura lífeyrissjóða og það hefur staðið niannlaust um tíma. Ibúar í innbænum hafa áhyggjur af að börn skaði sig þarna, því þau sækja í að skríða inn í húsið hvar allt er löðrandi í glerbrotum. Gæðastjómunarbrautin fékk grænt ljós „er í samræmi við okkar björtustu vonir,“ segir forstöðumaður rekstrardeildar HA Ljóst er að 8,5 milljóna fram- lag ríkisins nægir ekki til þess að bora vinnsluholu í Bakkahlaupi og segir Ólafur G. Flóvenz hjá Orkustofnun það vart nægja til meira en borunar 6-800 metra djúprar rannsóknarholu. Björn Benediktsson, oddviti Þegar tilboð í gatnagerð í 2. áfanga Giljahverfis á Akureyri voru opnuð hjá yfirverkfræð- ingi Akureyrarbæjar kom í Ijós að Guðmundur Hjálmarsson var með lægsta boðið, kr. 17.632.850, eða 81,9 prósent af kostnaðaráætlun. Önnur tilboð sem bárust voru frá Möl og Sandi hf., kr. 19.600.700, eða 91 prósent af „Þetta er mjög ánægjulegt. Tilkoma gæðastjórnunarbraut- kostnaðaráætlun, Verkval hf. bauð kr. 24.905.550, 115,6% af áætlun, og Verkval hf. einnig frávikstilboð upp á 23.015.250, 106,9% af áætlun. Kostnaðar- áætlun Akureyrarbæjar hljóðaði upp á kr. 21.540.000. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur, segir að bæjarráð Akureyrar muni taka afstöðu til tilboðanna eftir páska. EHB ar er eitt af þeim skrefum sem okkur eru mjög mikilvæg. Þetta er líka mál sem þarf að taka mikið á í atvinnulífinu og því held ég að þetta hafi verið góð ákvörðun á þessum tíma,“ sagði Stefán Jónsson, for- stöðumaður rekstrardeildar Háskólans á Akureyri í gær eftir að menntamálaráðuneyt- ið hafði veitt heimild til að hefja kennslu á gæðastjórnun- arbraut næstkomandi haust. Þetta nám kemur til viðbótar því námi sem nú er boðið upp á í rekstrardeild skólans þann- ig að nú býðst í fyrsta sinn fjögurra ára nám við deildina. Menntamálaráðuneytið sendi Háskólanum á Akureyri staðfest- ingu á þessu síðdegis í gær en í bréfinu segir: „Vísað er til tillagna nefndar um viðbótarnám við rekstrar- deild Háskólans á Akureyri, dag- sett 24. nóvember 1990. Að athuguðu máli samþykkir ráðu- neytið fyrir sitt leyti að nám á gæðastjórnunarbraut í samræmi við tillögur nefndarinnar hefjist á haustönn 1991 enda verði kostn- aði vegna námsins haldið innan ntarka fjárveitinga til háskólans á fjárlögum. Varðandi viðbótar- nám í markaðsfræðum mun ráðu- neytið gera tillögur við gerð fjár- laga ársins 1992 um fjárveitingu til undirbúnings þess náms.“ „Þetta er í samræmi við okkar björtustu vonir og eru mjög ánægjulegar fréttir. Það hefur verið kannað hver áhugi er á þessu námi og hann er talsverður og sem dæmi má nefna að á nýlegri kynningu um háskólanám var mikið spurt út í þetta nám,“ sagði Stefán. í stuttu máli má segja að þetta viðbótarnám verði byggt ofan á það rekstrarnám sem fyrir er við skólann þannig að nemendur hafa nú þann valkost að halda áfram að tveggja ára námi við deildina loknu, bæta við sig tveimur árum til viðbótar og ljúka háskólaprófi í gæðastjórn- un. Stefán segir að á þessari nýju braut verði kenndar fjölmargar greinar, þar á meðal gæðastjórn- un og gæðaeftirlit, en í öðrum greinum verði kennslan miðuð út frá þessum viðhorfum. Gæða- stjórnun- og eftirlit verði þannig rauði þráðurinn í kennslugrein- um á brautinni. Stefán segir að bjartsýni hafi ríkt um að leyfi fengist til að hefja kennslu á þessari braut í haust. Þannig hafi undirbúnings- vinna verið hafin þó svo svar hafi ekki legið fyrir. Nú verði strax hafist handa við að móta námið fyrir næsta vetur en Stefán sagðist reikna með að nemendur á fyrsta ári geti orðið um tólf talsins. Námið verði strax auglýst en umsóknarfrestur um nám við Háskólann á Akureyri rennur út þann 1. júní. JÓH Athyglisverðar niðurstöður níu ára uppgræðslurannsókna á Auðkúluheiði: Við græðum ekki upp hálendið með grasfræi og áburði - segir Ingvi Þorsteinsson, náttúrufræðingur á Rala Giljahverfi 2: Tilboð opnuð í gatnagerð Togarasmíði í athugun hjá Skagstrendingi hf. - áætlaður kostnaður um 900 milljónir króna Ingvi Þorsteinsson, náttúru- fræðingur á Landnýtingardeild Rala, segir að níu ára upp- græðsla á Auðkúluheiði og rannsóknir henni tengdar hafi leitt í Ijós að án árlegrar áburð- ardreifingar sé tómt mál að tala um uppgræðslu á hálendi íslands. Hins vegar gefi árleg áburðardreifing mikla og góða uppskeru. Niðurstöður rann- sóknanna voru kynntar á fræðslufundi Hins íslenska náttúrufræðifélags í Reykjavík sl. mánudagskvöld. Á undanförnum níu árum hef- ur Landgræðsla ríkisins haft með höndum uppgræðslu á 1650 hekt- örum á Auðkúluheiði, með öðr- um orðum á virkjunarsvæði Blöndu. Rannsóknaþátturinn hefur verið á hendi Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins en verkið var unnið fyrir Lands- virkjun samkvæmt samningi við heimamenn vegna virkjunar Blöndu. „í heild liefur árangurinn af landgræðslustarfinu, hvað varðar t.d. þekju lands og uppskeru, verið betri en menn þorðu að vona. Hins vegar kemur í ljós að jafnvel eftir níu ára árlega áburð- arnotkun er ekki hægt að sleppa einu ári úr í áburðardreifingu, þá hrynur uppskeran. Land sem áburður var borinn á í fjögur ár samfleytt, en hefur síðan ekki fengið áburð, er nú nánast hreinn mosi. Við áttum von á því að geta sleppt úr árum í áburðargjöf. Þess vegna hefur þessi niðurstaða valdið okkur nokkrum vonbrigð- um. Ég tel að hún segi okkur þá sögu að við græðum ekki upp há- lendið með áburði og grasfræi. Okkur vantar tegundir sem vinna köfnunarefni og þurfa ekki árlega áburðargjöf. Sem stendur höfum við ekki aðgang að þeim,“ segir Ingvi. Ingvi segir að hér sé um að ræða viðamesta átak í land- græðslu á hálendi íslands. Mikið magn upplýsinga hafi safnast, sem komi að góðum notum við frekari rannsóknir í sambandi við landgræðslu, hvort sem er á hálendi eða láglendi. Þó svo að þessar niðurstöður landgræðslu síðustu ára á Auð- kúluheiði liggi nú fyrir er verk- efninu ekki þar með lokið. Samn- ingur Landsvirkjunar og heima- manna gerir ráð fyrir allt að 3000 ha uppgræðslu á svæðinu. Ingvi Þorsteinsson tekur fram að þakka beri þann áhuga og fjárhagslegan stuðning sem Landsvirkjun hafi sýnt upp- græðslunni og rannsóknum sem tengjast henni. óþh Skagstrendingur hf. hefur undirritað samning við norska skipasmíðastöð um smíði á togara fyrir fyrirtækið. Áætl- aður kostnaður við smíði skipsins er um 900 milljónir króna. Skagstrendingur hf. verður að úrelda tvo togara til að mega kaupa nýja togarann. Smíði nýja togarans getur haf- ist í byrjun maí að sögn Sveins Ingólfssonar framkvæmdastjóra Skagstrendings. Samningur Skagstrendings og norsku skipa- smíðastöðvarinnar er viljayfirlýs- ing, sem Skagstrendingur hefur nokkurn tíma til að staðfesta. Nýi togarinn verður sextíu metra langur og á bilinu 1000 til 1200 brúttórúmlestir. Skag- strendingur hf. hefur áhuga á að standa við samning um smíði togarans en fyrirtækið hefur fengið öll tilskilin leyfi til kaup- anna. Togarinn Hjörleifur og annað hvort Arnar eða Örvar verða úreldir og veiðiheimildir þeirra færast yfir á nýja togarann. kg

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.