Dagur - 11.04.1991, Page 5

Dagur - 11.04.1991, Page 5
Fimmtudagur 11. apríl 1991 - DAGUR - 5 Lýsing á hreinlætismálum og læknisþjónustu á Húsavík: Fjöldi fólks ósammála eða sár vegna ummæla í helgarviðtaM „Hann þótti undraverður sem fæðingarlæknir, og það gréri margt sárið eftir meðhöndlun hans. Hann var ævinlega góður þegar til hans var leitað, jafnt þó hann væri dauðuppgefinn eftir erfið ferðalög,“ sagði aldraður Húsvíkingur sem kom við á skrifstofu Dags í gærmorgun og rifjaði upp sam- skipti sín við lækni þann sem gagnrýndur er í helgarviðtali Dags síðasta laugardag. Mörgum öldnum Húsvíkingum sárnaði greinilega iila við lestur kafla í þessu viðtali þar sem greint er frá miklum sóðaskap á Húsavík og ástsæll læknir gagn- rýndur. Vakti þessi kafli viðtals- ins mikil viðbrögð og fólk hefur hringt og komið á skrifstofu Dags og mótmælt mörgu sem þar kem- ur fram, en þó ekki kært sig um að standa í opinberum deildum um efni hans. Vegna hinna miklu viðbragða sem orðið hafa vegna fullyrðinga í viðtalinu hafði Dagur samband við Ragnheiði Bjarnadóttir sem ólst upp á Húsavík, man þessa tíma og var heimagangur í læknisbústaðnum. Var Ragn- heiður m.a. spurð um meintan sóðaskap Húsvíkinga. „Það er svo leiðinlegt að sagt sé að Húsvíkingar hafi verið sóðar að ég kemst bara ekki yfir þetta. Ég var í sveit, bæði á Laxamýri og í Múla og á Litluströnd, og svo keyrði ég vörubíl fram í sveitirn- ar og kom á marga bæi. Ég get svarið það að hvergi varð ég vör við neinn sóðaskap, hvorki á bæjunum eða á Húsavík. Síst af öllu sá ég að sóðalegra væri á Húsavík en í sveitinni. Ég er því reglulega sár fyrir okkar hönd yfir þessum ummælum, eins yndislegt samfélag og var á Húsa- vík. Ég veit að sótthreinsunar- tæki var til hjá lækninum og dag- inn eftir að ég fermdist var ég skorin upp við botnlangabólgu, með sprunginn botnlanga, og það komst engin baktería í þann skurð.“ Ragnheiður sagðist hafa verið nemandi í barnaskólanum þegar honum var lokað vegna tauga- veikinnar og vel muna er kven- félagið beitti sér fyrir lagningu vatnsveitunnar. Hún sagði að ung stúlka hefði verið ráðin til að gæta barna læknishjónanna en hún hefði verið með bullandi berkla án þess að neinn áttaði sig á því og því hefðu börnin smitast. Ragnheiður segist vita að ekki hafi verið meiri berklar á Húsa- vík en annars staðar og þar hafi sóðaskap alls ekki verið um að kenna. Það er greinilegt að ekki eru allir sammála þeim kafla helgar- viðtalsins 6. apríl sl. sem lýsir læknisþjónustu og hreinlætismál- um á Húsavík fyrr á öldinni. IM Norðurland eystra: Kosningaskrifstofur |||[ Framsóknarflokksins "" Aðalskrifstofa Hafnarstræti 90, Akureyri, opið alla virka daga ki. 9-22. Símar: 21180 - 26054 - 26425. Kosningastjóri: Sigurður P. Sigmundsson. Verið velkomin í súpu og brauð í hádeginu. Frambjóðend- ur á staðnum. Dalvík: Skrifstofan, Hafnarbraut 5, verður opin alla virka daga kl. 20-22. Sími 96-63191. Kosningastjóri: Óskar Pálmason. Húsavík: Skrifstofan, Garðarsbraut 5, verður opin alla virka daga kl. 20-22. Sími 96-41225. Kosningastjóri: Ævar Ákason. Stuðningsmenn B-listans * Við minnum á að utankjörstaðaatkvæðagreiðslan er hafin. * Hafið samband við kosningaskrifstofuna og takið þátt í kosningastarfinu. Framsóknarflokkurinn. Margir sem þekktu til á þess- um árum fullyrða að sóttvarnar- tæki hafi verið til hjá umræddum lækni og lofa hann fyrir leikni við skurðaðgerðir við erfiðar aðstæð- ur. Talið er að í viðtalinu rugli við- mælandi saman berklum og tauga- veiki þegar talað er um smit úr drykkjarvatni. Það hafi verið drifið í lagningu vatnsveitu sem gengið hafi lygilega fljótt, og hafi hún verið tekin í notkun sumarið 1926 eftir að fólk hafi lagt fram mikla sjálfboðavinnu. Orðinn fastur liður á Akureyri: Heiðar kynnir nýja snyrtívörulínu íYnju Það hefur færst mjög í vöxt á undanförnum árum að fagfólk kynni snyrtivörur hvort sem um er að ræða nýja snyrtivörulínu eða snyrtivörur sem hafa verið á markaðnum undanfarin ár. Einn er sá aðili sem er þekkt- astur fyrir brautryðjendastarf, á þessu sviði og hefur hlotið almenna viðurkenningu á undan- förnum árum, það er Heiðar Jónsson snyrtir. Heiðar hefur verið tíður gestur á Akureyri undanfarin ár og starfað fyrir Snyrtistofuna Evu, en lengst af hefur hann starfað fyrir Eddu Hermannsdóttur íþróttakennara og þá haldið námskeið og fyrir- lestra. Nú mun Heiðar heimsækja verslun Eddu og Sigríðar Waage, Ynju í Sunnuhlíð og miðla við- skiptavinum þeirra af þekkingu sinni. Hann verður í versluninni föstudaginn 12. apríl milli kl. 14.00 og 18.00. Heiðar mun einn- ig verða með litgreiningar- og snyrtinámskeið föstudag og laug- ardag. Nánari upplýsingar fíiið þið í síma 25977. Kynning sem þessi hefur yfir- leitt komið sér vel fyrir viðskipta- vini verslana hvað varðar val á tegundum og notkun þeirra. Verslunin Ynja hefur nú hafið sölu á LAYLA snyrtivörum auk þess sem fyrir eru CLAUDE LAGNY snyrtivörur. (Fréttatilkynning). Ljóbasamkeppni Dags og MENOR Menningarsamtök Norblendinga og dagblabib Dagur hafa ákvebib ab efna til samkeppni í Ijóblist Keppnin verbur í tveimur flokkum Ij'óba: a) Hefðbundin Ijóö b) Óbundin Ijób Verblaun fyrir besta Ijó&ib í hvorum flokki eru íslenska alfræbiorbabókin. Sérstök vi&urkenning fyrir anna& besta ljó&i& í hvorum flokki er íslandshandbókin íslenska alfræbior&abókin er lit- prentuð í þremur bindum og hefur að geyma um 37 000 uppflettiorð og lykilorð, auk um 4500 Ijós- mynda, teikninga og korta og taflna sem auka upplýsingagildi hennar. Útgefandi er Örn og Örlygur. 4 ' -'4k . :■: m'0 Þau ljó&, sem hljóta ver&laun e&a vi&urkenningu, ver&a birt í Degi og Fréttabréfi MENOR. Abstandendur keppninnar áskilja sér einnig rétt til aö birta önnur Ijóö, sem send veröa til keppninnar. Engin mörk eru sett um lengd Ijóöanna í keppninni. Ljó&in skal senda undir dulnefni, en meö skal fylgja rétt nafn, heimilisfang og símanúmer í lokuöu umslagi, au&kenndu dulnefninu. íslandshandbókin er tvö bindi, rúmlega 1000 blað- síður. Efni bókarinnar er skipt eftir sýslum. í upphafi hvers kafla er sýslukort, sérstaklega teiknað fyrir bókina. Utgefandi er Örn og Örlygur. Skilafrestur Ijóöa er til 26. apríl nk., sem er sí&asti póstsendingardagur. Utanáskriftin er; Menningarsamtök Norölendinga b/t Hauks Ágústssonar Gilsbakkavegi 13 600 Akureyri Menningarsamtök Norblendinga — Dagur

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.