Dagur

Dato
  • forrige månedjuni 1991næste måned
    mationtofr
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    1234567
Eksemplar

Dagur - 01.06.1991, Side 8

Dagur - 01.06.1991, Side 8
8 - DAGUR - Laugardagur 1. júní 1991 Fiskeldi Eyjafjarðar hf. Aðalfundur Fiskeldis Eyjafjarðar hf. verður haldinn að Freyjulundi, Arnarneshreppi þriðju- daginn 4. júní nk. kl. 16.00. Stjórnin. Húsnefnd Hamars óskar eftir starfskrafti til starfa í Hamri félagsheimili Þórs. Starfstími er júní, júlí, ágúst starfið felst í daglegum rekstri Hamars ásamt öðrum verkefnum. Upplýsingar um starfið eru veittar í Hamri laugar- daginn 31. maí milli 13 og 15. Húsnefnd Hamars. Iðnráðgjafi Norðurlands vestra Starf iðnráðgjafa Norðurlands vestra er laust til umsóknar. Skrifstofa iðnráðgjafa er á Blönduósi. Starfið felst í ráðgjöf fyrir fyrirtæki, aðstoð við þróunarverkefni og hvers konar eflingu atvinnulífs á svæðinu. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á við- skipta- eða atvinnuþróunarsviði og/eða starfs- reynslu í atvinnurekstri (stjórnun). Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðis auk þess sem því fylgja ferðalög. Óskað er eftir að umsóknir séu skriflegar. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Upplýsingar gefa Knútur Aadnegard, formaður Iðn- þróunarfélagsins, í síma 95-35669 (á kvöldin og um helgar) og Unnur G. Kristjánsdóttir, iðnráðgjafi í síma 95-24981 og 95-24357. Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra. AKUREYRARBÆR Lausar ken narastöðu r Við BARNASKÓLA AKUREYRAR, vantar bekkjarkennara, smíðakennara og sérkennara í 1/i stöður, hannyrðakennara í Vz stöðu og heimil- isfræðikennara í Vz stöðu. Upplýsingar í síma 96-24449. Við GLERÁRSKÓLA, vantar bekkjarkennara, raungreinakennara, myndmenntakennara, smíðakennara og heimilisfræðikennara í 1/i stöð- ur og tónmenntakennara í V2 stöðu. Upplýsingar í síma 96-21395. Við LUNDARSKÓLA, vantar hannyrðakennara í V2 stöðu. Upplýsingar í síma 96-24888. Við SÍÐUSKÓLA, vantar bekkjarkennara, dönskukennara og enskukennara í 1/i stöður, tónmenntakennara í V2 stöðu og íslensku- kennara í % stöðu. Einnig er staða yfirkennara laus til eins árs. Upplýsingar í síma 96-22588. Við GAGNFRÆÐASKÓLA AKUREYRAR, vant- ar sérkennara í 1/i stöður, enskukennara, smíða- kennara og vélritunarkennara í V2 stöður og kennara í heimilisfræðum í % stöðu. Upplýsingar í síma 96-23398. Umsóknarfrestur er til 24. júní. Einnig veittar upplýsingar hjá skólafulltrúa í síma 96-27245. Skólafulltrúi. Úr Davíös- húsi Kæru lesendur, nær og fjær! Enn vil ég þakka fyrir mig. Á afmælisdegi móður minnar (Jónínu Sigmundsdóttur frá Hvammsgerði í Selárdal og Vopnafirði. Hún varð áttatíuog- einsársgömul þriðjudaginn tuttugastaogáttunda blessunin; jafnlöng tvö orðin þarna og lífið virðist stutt að baki þegar horft er um þá frægu öxl: æviskeið allt ein andrá hneppt í skuggsjá) var bara blíðan í bænum: Akureyrarveðrið! Og eftir sólfagran dag heið- ríkjunnar hartnær ómögulegt að mjaka sér inn úr asparilmi kvöldsins: andrúmsloftið kattar- þófar á kínversku silki. . . Ég verð þó að biðja ykkur að strjúka smásinu og gráma yfir Ijósgræn lauf trjánna, eins og þau eru hárnákvæmlega núna, augnablik það sem tekur að lesa þennan litla texta. Best væri að framkalla laufin í lit og birta í orða minna stað þessa dýrlegu tíð ... Áfram veðrið, áfram veginn! Bjarkarstíg 6, 600 Akureyri. Krossmessa á vori. Nokkur orð gegn doðanum, „mot sveda och verk“ eins og sviinn segir. Það sem ég hefi upp á að bjóða er án efa ósköp léttvægt og lítilfjörlegt, eins og gengur. Ljóðorð og geislafiskar um sólina og vorið, tákngræn ský og tálblátt gras . . . Fæst víst lítið fyrir slíkt í búð- inni! Á því safni í dag augnaði ég gegnum íslending-ísafold 1970 (allan árganginn (leitaði meðal annars uppi og Ijósritaði minn- ingargrein mína um James Marshall Hendrix: aðeins um látinn liberalista)) og guð minn góður: hvað hefur svosum gerst hér síðan! Nóg um það, ástand sund- laugar, hagfót menningar og framfærslukostnaðar. Hvorki stund né staður til að reikna út fermetrafjölgun né fasteigna ditó þó svo fækkað hafi um einn í bænum síðustu tíu árin og tvo síðan sextíuog- níu. Þrátt fyrir það á ég fullt í.fangi með jarðsambandið stundum þegar svo ber undir: hugsanir mínar æða á óstjórnlegum hraða sem leiftur gegnum heila- hvelin og gildir þá öllu að tengja rétt hina ósýnilegu þræði svo kvikni Ijós og verði. í dag sá ég grasið grænka og heyrði það syngja, og fyrstur Akureyringa sá ég fífil í ár: gló- andi sóló fyrir sunnan Amtið! Og hverfur nú sinan með hverri klukkustund. Ekki skaðaði heldur það milda regn seinnipartinn. Gróðrarskúr. Ó unaður vaxtar og grósku, fjarri allri flatneskju fram- kvæmdaleysisins! Ég horfði út um gluggann á safnaðarheimilinu um sjöleytið í kvöld og datt ekkert annað í hug þegar ég sá Sigurhæðir sálmaskáldsins heldur en að lýsa stiganum sem hafði verið slengt upp á nýtt þak niður- níðslunnar (en nenni því svo ekki) eða trjánum fyrir sunnan húsið sem virtist hafa verið tyllt niður í morgun: krónurnar svo naknar og hreinar eftir regnið og strákpjakkur í bolta í úðan- um. Heiðin, eins og áður, fyrir handan; ósköp heiðarleg grey- ið. Pollur úfinn. Og mér verður Ijóst þegar ég lít í almanakið að það eru marg- ir helgidagar framundan á kirkj- unnar vegum: Bænadagar, Uppstigningardagur og Pan- kratíusmessa, sjálf Hvítasunn- an og svo Þrenningarhátíðin. Ja, drottinn minn dýri! En dýrð sé guði í upphæðum, svo á Sjónarhæð sem í Þórunn- arstræti hyrnu og Glerárþorpi. Og algjör óþarfi að hugsa fram í Skerplu á Hörpu. Núna vildi ég helst stöðva klukkuna (horfi enn út um kjall- araglugga þjóðskáldsins, á þessa klassísku svörtu og tá- grönnu fingur trjánna teygja sig og teygja og bera loks við blágrá blæbrigði himins gegn- um Ijósið á Ijósastaurnum) og blanda geði við rökkrið þegar skyggir eins og núna . . . Þetta á bilinu tíu mínútur í ellefu og fimm mínútur yfir og núna korteri seinna er alveg orðið dimmt. Lágskýjað. Norðan andvari. Spáð kólnandi. Sjaldan að marka veður- spána í sjónvarpinu enda horfi ég aldrei á hana. Snyríivöruverslunin L^OUVj Kaupangi Sokkabuxur munstraðar og einlitar, margir litir. /^*=5SS5i^fc Hnésokkar, margir litir. Gammosíur með blúndu. I Samfellur og sundbolir. Sokkabönd og sokkar. Bindi og bindisnœlur. Nýr og fróbœr sumarilmur t.d.: Blue summer - Chanaz - Passy - Sweety - Rendez Vous Mikið úrval af snyrtivörum t.d.: Barbara Gould - Kean & Lo - Lumene - No 7. Og nú loksins á íslandi, eitt frábœrasta merki í snyrtivörum ÍSABELLE LENCRAY. Nýkomin frábœr sending af Lou nœrfötum frá stœrðum 70 A til 105 D. Öðruvísi belti. Lfttu inn. Nœg bílastœði. Viltu losna við stórmarkaðs-stressið og versla í þœgilegu umhverfi? in Cóav Snyrtivöruverslunin V^ULLý Kaupangi, Opið mán.-föst. 10-12 og 13-18. Laug. 10-12. Sími 11209.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar: 101. tölublað - HelgarDagur (01.06.1991)
https://timarit.is/issue/208682

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

101. tölublað - HelgarDagur (01.06.1991)

Handlinger: