Dagur - 27.07.1991, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 27. júlí 1991
Fréttir
Rækjuvinnsla:
Nóg að gera hjá
Dögun og Særúnu
- tæpur mánuður liðinn frá
uppsögnum á starfsfólki
Óttast var um þrjá pilta á hálendi íslands:
Hætt við leit vegna
upplýsinga í gestabók
„Formleg leit að piltunum
þremur var vart hafin frekar
er hægt að tala um eftir-
grennslan og undirbúning
leitar,“ sagði Þór Magnússon
hjá Slysavarnafélagi Islands,
þegar hann var spurður um
þær ráðstafanir sem Slysa-
varnafélagið gerði á fimmtu-
daginn vegna tveggja Þjóð-
verja og Islendings sem héldu
fótgangandi í hálendisferð
þriðjudaginn 16. júlí frá
Haldi við Tungnaá.
Að sögn Þórs hafði ekkert
heyrst frá piltunum, en þeir ætl-
uðu að láta heyra frá sér fyrir
viku er þeir kæmu í Nýjadal.
Slysavarnafélagið hafði sam-
band við menn frá Orkustofnun
og við menn er vinna að brúar-
gerð norðan jökla. Haft var
samband við fleiri er höfðu ver-
ið á hálendinu og á þann hátt
fengust staðfestar upplýsingar
um dvöl piltanna í skálanum
Þúfuveri. Jafnframt fengust þær
upplýsingar að piltarnir höfðu
farið yfir Þjórsá við illan leik,
en vatnsföll voru mjög ill yfir-
ferðar vegna vatnavaxta.
„I ljósi þessara upplýsinga og
fleiri var Landsstjórn Slysa-
varnafélagsins kölluð saman
síðla dags á fimmtudag. Þá
strax var ákveðið að senda bíla
frá Hellu, Hvolsvelli, Akureyri
og Fnjóskadal til að kanna
gestabækur í skálum. Okkur
barst síðan tilkynning um að
piltarnir höfðu verið í skála á
Bleiksmýrardal sem er inndalur
Fnjóskadals. Nöfn þeirra voru í
gestabók og þar greinir frá að
næsti áfangi ferðarinnar væri
vestur yfir fjöllin niður í Garðs-
árdal til Akureyrar. Því var
undirbúningi allsherjarleitar
hætt. Þessi atburður kennir
okkur að ef farið er í ferðir sem
þessa þá verða menn að fylgja
áætlun og standa við að hafa
samband á þeim tímum sem
ákveðið er. Slíkt er frumskilyrði
góðrar fjallamennsku ásamt því
að taka ekki óþarfa áhættu,“
sagði Þór Magnússon hjá Slysa-
varnafélagi íslands. ój
Húsavík:
„Rækjan og þorskurmn
halda þessu gangandi“
- sagði Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Tæpur mánuður er liðinn frá
því starfsfólki rækjuvinnslanna
Dögunar á Sauðárkróki og
Særúnar á Blönduósi var sagt
upp. Óvissa ríkir um framtíð
rækjuvinnslu í landinu en
þessa dagana er nóg að gera
hjá Dögun og Særúnu.
Ómar Þór Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Dögunar, sagði í
samtali við Dag að unnið væri 12
tíma á dag og vikuvinnslan á
rækju væri um 25-35 tonn. Dög-
un gerir út rækjuskipið Röst SK
17 en tekur einnig við rækju frá
Jökli SK. Alls eru 25 manns á
launaskrá hjá Dögun og sagðist
Ómar halda að nóg yrði að gera
fram í septembermánuð. Rækju-
Loðskinn hf.:
Lítur nokkuð
vel út með
verkeftiiíhaust
- sumarleyfi starfs-
fólks fram í
miðjan ágúst
Birgir Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Loðskinns hf. á
Sauðárkróki, segir að nokkuð
vel líti út með verkefni í haust
og búast megi við að þurfí að
fjölga starfsinönnum. Sumarfrí
starfsfólks hófst þann 15. júlí
sl. og stendur fram í miðjan
ágúst.
„Við erum að gera að vélum
og undirbúa komandi vertíð. Það
lítur nokkuð vel út með verkefni
í haust. Við verðum þá jafnvel
með ívið fleiri starfsmenn en að
undanförnu,“ sagði Birgir. Hann
sagði að unnið yrði fyrir hefð-
bundna markaði, fyrst og fremst
Ítalíu, Bretland og Danmörku.
Birgir segir fyrirsjáanlega
mikla fækkun sauðfjár vissulega
áhyggjuefni fyrir skinnafyrirtæk-
in í landinu. „Við fáum hins veg-
ar litlu um það breytt. Það er að
vísu betra að fækkunin verði
smám saman en allt í einu. Við
erum ekki byrjaðir að bregðast
við þessu með innflutningi
skinna. Það eru þó vissir mögu-
leikar í því, sem verið er að
kanna,“ sagði Birgir. óþh
Árskógshreppur:
Rinn sótti
um hrepp-
stjórann
Umsóknarfrestur um stöðu
hreppstjóra í Arskógshreppi er
runninn út. Að sögn Elíasar I.
Elíassonar, sýslumanns í
Eyjafjarðarsýslu, barst aðeins
ein umsókn um stöðuna.
Elías kvaðst munu senda við-
komandi sveitarstjórn, hrepps-
nefnd Arskógshrepps, umsókn-
ina til umsagnar. Það skýrist síð-
an væntanlega á næstu dögum
hvort þessi untsækjandi verður
skipaður hreppstjóri. SS
bátar hafa aflað vel og kvóta-
staða þeirra ágæt. Ómar átti von
á að kvótinn kláraðist fyrir 1.
september ef myndi fiskast áfram
eins vel og gert hefur.
Að sögn Ómars eru litlar
birgðir til af rækju hjá Dögun.
„Annars mætti rækjuverðið vera
betra og við vonumst til að það
fari að síga upp. Birgðastaða hjá
öðrum rækjuvinnslum er lítil og
það má spyrja sig af hverju það
er. Annað hvort er neyslan
erlendis orðin þetta mikil eða
grundvöllur kominn fyrir verð-
hækkun,“ sagði Ómar Þór.
Rækjan frá Dögun fer á markaði
til Englands, Þýskalands og Dan-
merkur auk þess sem Hagkaup
kaupir rækju fyrir sína stórmark-
aði.
Aðspurður um hvort uppsagnir
starfsfólk taki gildi í september
sagði Ómar að verið væri að
skoða þau mál ofan í kjölinn.
„Útkoman fyrstu mánuði ársins er
í skoðun og við vonumst eftir að
stjórnvöld taki einhverjar
ákvarðanir. Annars finnst mér
vanta meiri samstöðu meðal
rækjuframleiðenda í landinu.
Hingað til hafa menn verið að
kljást um hráefnið og sumir opn-
að budduna meir en aðrir og
safnað skuldum í leiðinni. Þetta
er eins og hver annar fiskmarkað-
ur þar sem verið er að bjóða í
rækjuna," sagði Ómar Þór Gunn-
arsson hjá Dögun á Sauðárkróki.
-bjb
Þegar bætur almannatrygginga
vegna ágústmánaðar veröa
greiddar út, munu lífeyrisþeg-
ar meö tekjutryggingu fá
uppbót, sem er í samræmi við
kjarasamninga á vinnumarkaði
um greiðslu orlofsuppbótar.
Samkvæmt upplýsingum Ástu
Ragnheiðar Jóhannesdóttur,
Togarinn Kolbeinsey ÞH frá
Húsavík kom til löndunar af
Vestfjarðarmiðum í morgun.
Aflinn er ágætur þorskur sem
fer til vinnslu í Fiskiðjusamlagi
Húsavíkur. Togarinn stundar
þorsk- og ýsuveiðar að mestu.
deildarstjóra hjá Tryggingar-
stofnun ríkisins, fá þeir fulla
uppbót, kr. 7.371, sem hafa
óskerta tekjutryggingu, heimilis-
uppbót og sérstaka heimilisupp-
bót. Tekjutryggingaraukinn
skerðist svo í sama hlutfalli og
þessir bótaflokkar hjá lífeyris-
þega. Þeir sem ekki njóta tekju-
Tveir togarar eru gerðir út frá
Húsavík. Júlíus Havsteen ÞH er
Höfði hf. gerir út og Kolbeinsey
ÞH sem gerður er út af íshafi hf.
Framkvæmdastjóri fyrirtækjanna
er Kristján Ásgeirsson.
Að sögn framkvæmdastjórans
tryggingar fá því enga uppbót.
Sem dæmi um upphæðir helstu
bótaflokka almannatrygginga 1.
ágúst nk. má nefna elli/örorkulíf-
eyri (grunnlífeyrir) kr. 12.123,
full tekjutrygging kr. 26.989,
barnalífeyrir vegna 1 barns kr.
7.425 og fæðingarstyrkur kr.
24.671. óþh
hefur útgerð skipanna gengið
þolanlega. Það sem af er árinu
hefur Kolbeinsey ÞH landað
rúmlega 1700 tonnum af þorski
og ýsu, en árskvóti togarans er
liðlega 2000 þorskígildi. Júlíus
Havsteen ÞH er á rækju og
gengur vel. Árskvóti Júlíusar er
1200 þorskígildi sem Kolbeinsey
ÞH hefur veitt að mestu.
„Við gerum Kolbeinsey ÞH
mest út á þorsk og ýsu. Að vísu
fer togarinn í einn karfatúr á ári
og þá er siglt með aflann. Við
höfum ekki aðstöðu til að vinna
karfa á Húsavík. Skipinu verður
nú lagt í viku og sjómennirnir
fara í frí. Fiskverkafólkið í Fisk-
iðjusamlaginu fer síðan í vikufrí
þegar togarinn heldur á miðin á
ný. Ekkert frí verður gefið í
rækjuvinnslunni. Fimm skip
stunda rækjuveiðarnar um þessar
mundir, fjögur stór og eitt lítið.
Mannlífið á Húsavík gengur sinn
vana gang. Að vísu eru aflabrögð
smábáta með minna móti. Rækj-
an og þorskurinn halda þessu
gangandi. Mér sýnist að við
náum að halda togurunum að
veiðum út kvótaárið, en þá með
tilfærslum á milli togaranna og
trúlega verða fáein tonn keypt
sem fyrr,“ sagði Kristján Ásgeirs-
son, framkvæmdastjóri. ój
Akureyri:
1130 manns
komu á völlinn
Ekki hafa komið jafn margir
áhorfendur á knattspyrnuleik á
Akureyri í sumar og á leik
Þórs og KR í átta liða úrslitum
Mjólkurbikarkeppninnar sl.
fímmt udagsk völd.
Samkvæmt upplýsingum vall-
arstarfsmanna borguðu 1130
manns sig inn á völlinni og hafa
ekki fleiri sótt knattspyrnuleik á
Akureyrarvelli á þessu sumri. Ef
að líkum lætur fóru flestir þeirrra
ánægðir heim, enda úrslit leiksins
hagstæð fyrir stuðningsmenn
norðanliðsins. óþh
Þessir þrír fuglavinir, Arnar, Daði og Atli komu þessum æðarunga, sem bar sig illa við Höepfnersbryggju í vikunni,
til hjálpar. Mynd. Gollj
Tryggingastofnun:
Tryggingarauki greiddur í ágúst