Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 6

Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. júlí 1991 UTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1100 A MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 100 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 725 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLÁÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþr.), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNN- ARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSM.: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON. PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN. ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165. FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL. PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að bregðast við eftirá Umræða um hlutverk stjórnvalda, hvort sem það eru bæjarstjórnir eða ríkisstjórnir, er nauðsynlegur þáttur virks lýðræðis á hverjum tíma. Meðvitund almennings um stjórnunarleg málefni og ábyrgð stjórnmálamanna hefur sem betur fer vaxið og þroskast í áranna rás. Grundvallarspurningar um hlut- verk stjórnvalda hafa skotið upp kollinum, og þótt sagan sýni að sumar þessar spurningar séu sígildar, og rekja megi þær aftur til heimspeki Grikkja og Rómverja hinna fornu, þá eiga þær brýnt erindi við nútímann. Eitt af því sem athyglisverðast er í umræðu þessari er spurningin um stefnumarkandi vinnu stjórn- valda. í stuttu máli má segja að gagnrýni beinist að þeirri tilhneig- ingu stjórnvalda og stjórnmála- manna að bregðast við flestum vandamálum um leið og þau koma upp, oft á ómarkvissan hátt og án samhengis við langtímastefnu- mörkun. í sínu allra einfaldasta formi má kalla þetta skort á fram- sýni; að bregðast sífellt við vand- anum eftirá. Um fátt munu menn almennt vera meira ósammála en það hvað einkenna skuli góðan stjórnmála- mann. Þó mætti ætla að enginn gefi sig af alvöru að stjórnmálum nema hafa fastmótaðar skoðanir á því hvað einkenni gott mannlíf og þjóðfélag, í víðtækri merkingu. Tæplega getur það stýrt góðri lukku að móta sér ekki áætlanir um framtíðina, en bregðast stöðugt við vandanum eftir að hann kemur upp. Hlutverk stjórnvalda hlýtur þó ætíð að vera a.m.k. tvíþætt hvað þetta snertir. í fyrsta lagi verður að móta langtímastefnu og reyna að spá skynsamlega í þróun mála fram í tímann. í öðru lagi verður að bregðast við vandamálum sem upp kunna að koma á hverjum tíma. Það síðarnefnda verður þó að gera í samræmi við langtímastefn- una. Stjórnmálamenn eiga að reyna að hindra að lausn tilfallandi vandamála skaði áætlanir og tryggja að slíkar lausnir tefji sem minnst að þau markmið sem sett hafa verið náist. Því miður vill oft brenna við að þannig sé ekki unnið í stjórnkerfum ríkis og sveitarfé- laga, heldur hentistefna látin ráða. Þau áföll sem upp hafa komið í atvinnulífinu á Akureyri síðustu mánuði leiða hugann að stefnu- mótun bæjaryfirvalda. Atvinnu- málin hafa sett Bæjarstjórn Akur- eyrar í erfiða stöðu. Viðbrögð bæjarstjórnarinnar hafa tvímæla- laust oft verið viðbrögð eftirá, jafn- vel þótt flestir hafi séð og viður- kennt að hverju stefndi löngu áður, t.d. með gjaldþrot Álafoss hf. Af hverju var ekki brugðist við fyrr? Einnig mætt spyrja hvar og hvern- ig aðgerðir bæjaryfirvalda falli að langtímastefnumótun um upp- byggingu og þjónustu bæjarfé- lagsins, og þeim hugsjónum sem ábyrgir stjórnmálamenn hljóta að hafa að leiðarljósi. Gjaldþrot Álafoss er aðeins eitt dæmi um vanda sem Bæjarstjórn Akureyrar stendur frammi fyrir. Kunnugir sjá fyrir fleiri hugsanleg stóráföll í atvinnumálum bæjarins. Hver er t.d. staða Slippstöðvarinn- ar, verður það fyrirtæki rekið öllu lengur í óbreyttri mynd? Hvað verður um þjónustugreinar í bænum, þegar fyrirtæki hrynja eitt af öðru? Hér er ekki verið að gera því skóna að bæjarstjórn beri ábyrgð á atvinnulífinu í bænum. Hitt er ann- að mál að ábyrg bæjarstjórn verður að vinna eftir langtímamarkmiðum í atvinnumálum eins og öðrum málum, og má ekki sífellt vera bundin við að bregðast við vanda- málum eftirá. EHB ÖÐRUVÍSI mér áður brá Stefán Sæmundsson Ég er íslendingur og nota klórbleiktan salernispappír Þetta er ófremdarástand. Það verður að gera eitthvað í málunum. Stjórnvöld hafa dregið lappirnar of lengi. Við krefjumst úrbóta. Aukið fjármagn er nauðsynlegt eigi ekki að fara illa. Við viljum peninga. Meiri pen- inga. Peninga. Grátkórinn hrín daglega í fjölmiðlunum og skiptir ekki máli hvernig hann er skipaður því viðlagið fjallar alltaf um peninga. Stjórnmálamenn byrsta sig, launa- fólk veinar, félagasamtök arga og fyrirtæki garga. Sífellt er dustað rykið að málaflokkum sem hafa verið í fjársvelti og ábyrgt fólk kemur fram í fjölmiðlum og bendir alvöruþrungið á nauðsyn þess að veita fjármagni til uppbyggingar í viðkomandi málaflokki. Tökum nokkur dæmi: Á næstu árum er nauðsynlegt að verja nokkrum milljörðum í sorpeyðingar- og frárennslismál, enda ástandið hrikalegt. Við verðum að efla mjög upp- græðslu landsins og stórauka fjárframlög til málaflokks- ins. Brýnt er að auka rannsóknir á lífríki sjávar og hugsanlegum verðmætum á hafsbotninum. Tækjakost- ur sjúkrahúsanna er úreitur, skólar eru of fáir, vegirnir lélegir og jarðgöng af skornum skammti. Leikhúsin þarf að bæta, listamenn eru í fjársvelti, tónlistarmenn skattlagðir, börnin á vergangi, landsbyggðin deyjandi og fyrirtækin á hausnum. Neytendum verður óglatt í þessari upptalningu minni er aðeins að finna bergmál af fréttum fjölmiðla undanfarnar vikur og jafnvel ár, í sumum tilfellum má tala um áratugi. Þarna eru nefni- lega fáar nýjar bólur á ferð, aðeins fréttamatur sem búinn er til með jöfnu millibili. Hagsmunaaðilar og fjöl- miðlar sjá urn matreiðsluna og fara oft svo geyst að neytendum verður óglatt. Auðvitað hefur margt þjóðþrifamálið verið vanrækt og vissulega kæmu peningarnir sér víða vel. Þessi mál sem ég taldi upp kosta e.t.v. 500-1000 milljarða og þá upphæð má ntargfalda með því að tína til fleiri aðkall- andi verkefni. En fjárlög íslenska ríkisins eru aðeins um 100 milljarðar króna á ári og er það fé að mestu ríg- bundið í rekstri og smáskammtalækningum. Við erum svo fámenn og vesæl þjóð að seint mun okkur takast að bæta úr því sem brýnt þykir. Á meðan höldum við áfram að eyða peningum og skipum fortíðarvanda- nefndir til að finna lausn á öllum kvillum, enda ein- kennandi fyrir fslenska stjórnsýslu að líta til baka en ekki fram á við. Höldum áfram aö svamla í saur Frá fjárhagsvanda þjóðarinnar yfir í pyngju þegnanna. Einstaklingarnir þurfa auðvitað að kaupa sér nýjan bíl annað hvert ár, eignast stærra húsnæði, betri innan- stokksmuni, fleiri græjur, ferðast meira til útlanda, skara eld að eigin köku, svíkja undan skatti o.s.frv. Þetta er bara viðhorf íslendinga í hnotskurn. Eftir höfðinu dansa limirnir. Ég get ekki séð annað en að í framtíðinni munum við halda áfram að svamla í saur við strendur landsins, horfa á landið blása upp og menga það með öllum ráð- um og dáðum, halda áfram að ganga nærri þeim fiski- stofnum sem við nýtum og höggva stoðir landbúnaðar- ins. íslenskur landbúnaður er að breytast í paradís hrossaprangara sem velta milljörðum á svörtum mark- aði. Þeir ríku munu halda áfram að verða ríkari og þeir fátæku fátækari, hvað sem tautað er um nauðsyn þess að efla hitt eða þetta. Við íslendingar erum mjög hamingjusamir með ástandið eins og það er, a.m.k. innst inni. Enginn okkar fer áhyggjufullur í rúmið og veltir fyrir sér umhverfis- málum eða félagsmálum, ástandinu í stríðshrjáðum löndum, örbirgð í heiminum eða lífríki sjávar. Helstu áhyggjurnar sem koma upp í rúminu snúast um það hvenær maður verður búinn að safna fyrir næsta hlut sem mann langar til að kaupa og svo koll af kolli. Nýir inniskór kæmu sér vel Við erum stoltir íslendingar. Fimmtungur mannkyns, milljarður manna, býr við skort. Það kemur okkur ekk- ert við. Okkur er skítsama um einhverja skáeygða hottintotta og biksvarta skrælingja sem hafa hvorki mat né húsaskjól og geta ekki ímyndað sér hvað í hugtakinu velferðarkerfi felst. Þeim er nær að vera ekki íslending- ar. Við erum meðal ríkustu og gáfuðustu þjóða heims, hér fæðast afreksmenn upp á hvern dag, hér er landið óspjallað og loftið tært, hér er unaðslegt að búa. Ég stefni ekki á þing og hef enga löngun til að sigra heiminn. Ég er bara ofur venjulegur blaðasnápur á Akureyri, dæmigerður íslendingur. Þar sem ég sit við tölvuna og lít út um gluggann hvarflar að mér hvort ekki sé hallærislegt að aka um á fimm ára gömlum bíl. Jú, ég verð að safna fyrir nýjum bíl af flottari gerð. Nýir inniskór kæmu sér líka vel. Nú eru rafhlöðurnar í segul- bandstækinu orðnar slappar. Ég hendi þeim í rusladall- inn. Ég er íslendingur og nota klórbleiktan salernis- pappír án þess að skammast mín. Aðrir geta fjasað um endurvinnslu og umhverfisvernd. Þegar ég fer að sofa í kvöld ætla ég að hugsa um 18 gíra fjallahjólið sem mig langar svo mikið í. Grúturinn frá Grænlandi sem kom með hafísnum snertir mig ekki, enda búinn til í fjölmiðlum. Allt sem ég hef komið inn á í þessari grein er búið til í fjölmiðlum. Ástandið er gott eins og það er og því má ekki breyta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.