Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 9

Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 9
Ferðamál Hótel Jórvík á Þórshöfn: Laugardagur 27. júlí 1991 - DAGUR - 9 Stefán Sæmundsson „Alltaf gaman að taka á móti gestum“ - segir Guðbjörg Guðmannsdóttir, hótelstjóri Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur nú rekið Hótel Jórvík á Þórshöfn í áratug, jafnt sumar sem vetur, og hafa ferðamenn löngum fundið þar gott heim- ili. Á hótelinu eru 7 herbergi en nágrannar Guðbjargar hafa hlaupið undir bagga ef ekki hefur verið rými fyrir alia sem gista vildu hótelið. Umferð út á Langanesið er alltaf að auk- ast enda er það kjörinn staöur fyrir þá sem vilja komast í óspjallað náttúruríki. „Við höfum það alvcg stórfínt eins og vanalega hérna á Langa- nesinu,“ sagði Guðbjörg hótel- stjóri þegar Dagur ræddi við hana sl. þriðjudag. „Það er alltaf eitthvað af gestum og í nótt var hér heil rúta af fólki sem ætlaði að skoða fuglalífið á Langanesi." - Varstu ekki í vandræðum með að hýsa allt fólkið? „Nei, nei, við vinnum svo vel saman hér á Þórshöfn og vinveitt- ar konur bjarga mér ef ég er í vandræðum. Núna var ég svo heppin að fá tvö einbýlishús rétt við hótelið þannig að þetta bjarg- ast alltaf. Við hefðum þó enn sem komið er lítið að gera með stórt hótel hérna, það er það fáfarið.“ - Já, það er stundum sagt að Melrakkasléttan og Langanesið séu einfaldlega ekki merkt inn á kort ferðamanna. „Mér finnst þetta alveg mátu- leg umferð. Það er gott að fá frí öðru hverju en ég hef líka óskap- lega gaman af því að taka á móti gestum. Fámennt en góðmennt er jafnvel það besta. Straumur- inn er svipaður og í fyrra en ásóknin út á nes er alltaf að auk- ast því fólk hefur afskaplega gaman af því að virða fyrir sér óspjallað náttúruríkið. í síðustu viku var fólk hjá mér sem fór út á nesið og það var alveg himinlif- andi yfir því að hafa séð ref, fyrir utan alla fuglana. Þetta var topp- urinn á ferðalaginu hjá þessum útlendingum." „Þetta er svo gott samfélag“ Hótel Jórvík er ekki aðeins sumarhótel því Guðbjörg hefur það opið allan ársins hring. Hún sagði að yfir vetrarmánuðina væri hótelið eini gististaðurinn á leið- inni milli Húsavíkur og Vopna- fjarðar og aðstaðan hefði. mælst vel fyrir hjá viðgerðarflokkum, sölumönnum og öðrum senr væru á ferðinni. „Ef að ég hefði ekki opið væri hvergi hægt að komast inn á allri þessari leið. Fólk er alltaf á ferð- inni og aðsóknin yfir veturinn er jafnvel fullt eins mikil og á sumrin," sagði Guðbjörg. Gestir á Hótel Jórvík þurfa ekki að óttast hungurvofuna því Guðbjörg hefur yndi af matseld og býr til ágætan mat og bakar fyrir gesti sína. En finnst henni ekki erfitt að standa ein í hótel- rekstri og matseld? „Öðru nær. Nágrannakonurn- ar eru alltaf tilbúnar að hjálpa mér. Þetta er svo gott samfélag hérna, allt eins og bræður og systur. Alveg frá því ég kom hingað fyrst hafa Þórshafnarbúar verið fúsir til að rétta mér hjálp- arhönd, enda sérstaklega hjálp- samt og elskulegt fólk,“ sagði Guðbjörg að lokum. SS Tjaldstæðið á Egilsstöðum: Ný upplýsinga- og þjónustumiðstöð - mikil uppbygging á vegum Kaupfélags Egilsstaðakaupstaður er vin- sæll viðkomustaður ferða- manna, enda eru margar skemmtilegar náttúruperlur í grennd við Egilsstaði. Þaðan er stutt í Hallormsstaðaskóg með hinni rómuðu Atlavík og Héraðsbúar hafa sjaldan þurft að kvarta yfir veðrinu. Frá Egilsstöðum liggja vegir til allra átta og upplagt fyrir þá sem þar dvelja að skreppa til nágrannasveitarfélaga og kem- ur þá Borgarfjörður eystri fyrst upp í huga margra. Á Egilsstöðum og í nágrenni kaupstaðarins er boðið upp á fjölbreytta gistiaðstöðu; má þar nefna Hótel Valaskjálf, Hótel Eddu í Hallormsstað og á Eið- um, gistiheimili, ferðaþjónustu bænda, orlofsbúðir og tjaldstæði. Nýlega var tekið í notkun nýtt og glæsilegt hús við tjaldstæði Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum og er þetta viðbygging við hús sem byggt var á þessu Héraðsbúa svæði fyrir nokkrum árum. í nýja húsinu er umferðarmiðstöð og upplýsingamiðstöð og þar er boð- ið upp á þjónustu fyrir tjaldgesti og ferðamenn. Uppbygging tjaldstæðisins hef- ur staðið yfir undanfarin ár og er aðstaða þar nú öll hin besta. í nýj11 byggingunni eru böð og snyrtingar, þvottavél og aðstaða fyrir starfsfólk svo og salur sem bæði nýtist sem biðsalur og setu- stofa fyrir gesti á tjaldstæðinu. Óvíða er boðið upp á betri aðstöðu fyrir tjaldbúa hér á landi því auk þjónustumiðstöðvarinnar má nefna að gróður á svæðinu veitir gott skjól og gleður augað. Tjaldstæðið á Egilsstöðum er rekið af Kaupfélagi Héraðsbúa, sem hefur að mestu kostað alla uppbygginguna á svæðinu. Tjald- gestum hefur fjölgað stöðugt í takt við bætta aðstöðu og um þessar mundir er verið að vinna að því að auka þjónustu við þá ferðamenn sem koma á húsbílum eða eru með húsvagna. SS Hótel Jórvík er notalegur staður með heimilislegu andrúmslofti. „Aukaherbergin“ eru dálítið sérstök því þegar hótelið er yfírfullt hafa nágrannarnir hlaupið undir bagga og lánað húsakynni sín. Mymi: ehb Mývatnssveit: „Meira um hópferðir núna“ - segir Jón Illugason hjá Eldá hf. í Reykjahlíð Mývatnssveit er einn vinsælasti ferðamannastaöur landsins og í Reykjahlíð er ferðaþjónustan mikilvæg atvinnugrein. Það sem af er sumri hefur verið þokkalega góð aðsókn en greinilegar breytingar í þá átt að nú er meira um skipulagðar hópferðir en fólk á eigin vegum. Við heyrðum hljóðið í Jóni Illugasyni, framkvæmda- stjóra Eldár hf. í Reykjahlíð. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir fjöldanum en umferðin er áltyggilega öðruvísi en í fyrra- sumar. Mönnum ber saman um að erlendir ferðamenn séu miklu meira í hópferðum núna, þar er greinileg fjölgun, en hins vegar er minna um túrista sem ferðast á eigin vegum. Það kemur m.a. fram í samdrætti í skoðunarferð- um sem byggja á þessari „lausa- traffík" en hér hefur verið geysi- lega mikið af hópferðabílum,“ sagði Jón. Á vegum Eldár hf. er boðið upp á fjölbreytta kosti í ferða- þjónustu. Fyrirtækið býður upp á skoðunarferðir og eru dagsferðir tvenns konar, annars vegar í kringum Mývatn og upp að Kröflu og Leirhnjúk og hins veg- ar Dettifoss-hringferð þrisvar í viku þar sem farið er um Húsa- vík, Tjörnes og upp með Jökulsá að vestan. Þá eru ferðir milli Húsavíkur og Mývatnssveitar í tengslum við flug Flugleiða sex daga í viku, en Eldá er með umboð fyrir Flugleiðir og Mýflug. Eldá er einnig með hestaleigu og bátaleigu. Starfsfólkið annast líka afgreiðslu fyrir tjaldstæði við vatnið á vegum ferðaþjónustu bænda á Bjargi og tekur við bókunum í heimagistingu. Þá er minjagripasala í tengslum við afgreiðsluna. Veðrið hefur mikið að segja í ferðaþjónustunni og sagði Jón að sumarið hefði verið gott að því leyti þegar á heildina væri litið þótt veðrið hefði vissulega verið köflótt. „Hægar breytingar á veðri hafa verið einkennandi í sumar, bæði langir hlýinda- og kuldakaflar. Þetta leit vel út í lok maí en síðan kom kuldakafli í byrjun júní sem hafði töluverð áhrif og var júní- mánuður í heild lélegri f ferða- þjónustunni en í fyrra. Núna í júlí hefur umferðin hins vegar verið þokkaleg," sagði Jón. SS Ferðafélag Akureyrar: Herðubreiðarlindir og Askja um næstu helgi Sumarleyfísferð Ferðafélags Akureyrar er nú að baki en ekki er úr vegi að líta á þær ferðir sem framundan eru. Um verslunarmannahelgina, 2.-5. ágúst, er stefnan tekin á Herðubreiðarlindir, Öskju og Kverkfjöll. Þetta er sívinsæl ferð á undurfagrar slóðir. Næsta ferð á ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar er 8.-11. ágúst. Brúaröræfi og Snæfell verða þá í sigtinu. Síðan verður öku- og gönguferð að Þeista- reykjum 24.-25. ágúst og dagana 31. ágúst og 1. september eru Hljóðakiettar og Hólmatungur á dagskrá. Fyrir þá sem þess óska verður gengið úr Hólmatungum í Vesturdal. Síðustu ferðirnar í prentaðri áætlun Ferðafélags Akureyrar eru Ingólfsskáli í Laugafelli 7.-8. september og gönguferð í Þor- valdsdal 14. september. Allar nánari upplýsingar má fá á skrif- stofu félagsins. Þá má geta þess að hjá Ferða- félagi Skagfirðinga eru tvær ferð- ir á dagskrá í ágúst, fjölskyldu- dagur að Hólum 11. ágúst og gönguferð í Austurdal 24.-25. ágúst. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.