Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 16

Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 27. júlí 1991 Dagskrá FJÖLMIÐLA Sjónvarpið Laugardagur 27. júlí 16.00 íþróttaþátturinn. 16.00 íslenska knattspyrn- an - Bikarkeppnin. 17.00 Meistaramót íslands í sundi. 17.50 Úrslit dagsins. 18.00 Alfreð önd (41). 18.25 Kasper og vinir hans (14). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Lífríki á suðurhveli (12). 19.30 Háskaslóðir (18). 20.00 Fróttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Skálkar á skólabekk (16). (Parker Lewis Can't Lose.) 21.05 Fólkið í landinu. Enginn smá-Patti. Einar Örn Stefánsson ræðir við Patrek Jóhannesson handknattleiksgarp. 21.25 Árósar um nótt. (Árhus by night). Dönsk bíómynd frá 1989. Ungur kvikmyndagerðar- maður kemur til heimabæjar síns, Árósa, til að leikstýra bíómynd, en það gengur ekki áfallalaust fyrir sig. Aðalhlutverk: Tom McEwan, Michael Carö, Vibeke Borberg og Ghita Nörby. 23.05 Töfrar. (Magic). Bandarísk spennumynd frá 1978, byggð á sögu eftir William Goldman um búktal- ara sem á í erfiðleikum og tekur er á líður meira mark á brúðu sinni en góðu hófi gegnir. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins, Ann-Margret og Burgess Meredith. 00.45 Útvarpsfróttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 28. júlí 17.50 Sunnudagshugvekja. Flytjandi er Ragnar Tómas- son lögfræðingur. 18.00 Sólargeislar (13). 18.25 Heimshomið. Heimkoman. (Várldsmagasinet - Áter- komsten). Barnaþáttur þar sem segi frá mannlífi á mismunandi stöð- um á jörðinni. Þessi þáttur er frá Chile. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Snæköngulóin (4). Lokaþáttur. (Snow Spider). 19.30 Böm og búskapur (11). Lokaþáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Sunnudagssyrpa. Örn Ingi á ferð um Norður- land. Hann heilsar upp á bílasafnara í Köldukinn, sem á eina skriðdrekann í land- inu, og hlýðir á lífsreynslu- sögu skólastjóra á Þórshöfn. Þá forvitnast hann um borð- tennisvakninguna miklu á Grenivík og heimsækir loks Sauðkræking sem smíðar fiðlur úr íslensku birki. 21.00 Synir og dætur (8). (Sons and Daughters). 21.55 Þrumugnýr. (The Ray Bradbury Theatre: Sound of Thunder). Kanadísk mynd byggð á smásögu eftir Ray Bradbury. Auðugur veiðimaður leigir sér ferð milljónir ára aftur í tímann og hyggst leggja að velli stærstu skepnur sem lifað hafa á jörðinni. 22.20 Hljómsveitin. (Orchestra). Óvenjuleg frönsk sjónvarps- mynd með nýstárlegri túlk- un á þekktri tónlist, m.a. með látbragðsleik og dansi. 23.20 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 29. júlí 17.50 Töfraglugginn (12). 18.20 Sögur frá Narníu III (1). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Á mörkunum (8). 19.20 Fírug og feit (4). 19.50 Jóki Björn. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Simpson-fjölskyldan (29). (The Simpsons). 20.55 Æðarveldi í Þernuvík. Stutt mynd um æðarvarp og þá erfiðleika sem fylgja því að fást við æðaruppeldi. Rætt er við tvenn hjón sem fást við slíkt, þau Konráð Eggertsson og Önnu Guð- mundsdóttur frá ísafirði og Guðmund Jakobsson og Guðfinnu Magnúsdóttur frá Bolungarvík. 21.00 íþróttahornið. Fjallað um íþróttaviðburði helgarinnar. 21.25 Nöfnin okkar (12). Þáttaröð um íslensk manna- nöfn, merkingu þeirra og uppruna. í þessum þætti fjallar Gísli Jónson um nafn- ið Bjami. 21.30 Melba (6). Sjötti þáttur af átta í áströlskum framhalds- myndaflokki um ævi óperu- söngkonunnar Nellie Melba. 22.25 Úr viðjum vanans (5). (Beyond the Groove). Sir Harold Blandford heldur áfram ferð sinni um Banda- rikin og heilsar upp á tónlist- armenn af ýmsu tagi. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 27. júlí 09.00 Börn eru besta fólk. 10.30 í sumarbúðum. 10.55 Barnadraumar. 11.05 Ævintýrakastalinn. 11.35 Geimriddarar. 12.00 Á framandi slóðum. (Rediscovery of the World). Athyglisverður þáttur þar sem framandi staðir eru heimsóttir. 12.50 Á grænni grund. 12.55 Æðisgenginn eltinga- leikur. (Hot Pursuit). Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í skóla. Dan Bartlett hlakkar mikið til að eyða sumarfríi sínu í Karíbahafinu ásamt vinkonu sinni og fjölskyldu hennar. Það eina, sem er í veginum, var seinasta prófið sem hann á eftir í efnafræði. Hann fellur og er þá sumar- fríið fyrir bí, að hann heldur, en efnafræðikennarinn gefur honum tækifæri þar sem hann ætlar að fara með vin- konu sinni. Dan tekur næstu flugvél og lendir í ýmsum ævintýrum. Þetta er létt gamanmynd fyrir alla fjöl- skylduna. Aðalhlutverk: John Cusack, Wendy Gazelle og Monte Markham. 14.25 Nijinsky. Einstæð mynd um einn besta ballettdansara allra tíma, Nijinsky, sem var á hátindi ferils síns í byrjun tuttugustu aldarinnar. Aðalhlutverk: Alan Bates, Leslie Brown og George De La Pena. 16.25 Sjónaukinn. Endurtekinn þáttur þar sem Helga Guðrún rifjar upp þorskastríðið sem við áttum við Breta. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Heyrðu! 18.30 Bílasport. 19.19 19:19. 20.00 Morðgáta. 20.50 Fyndnar fjölskyldu- myndir. 21.20 Feluleikur.# (Trapped). Röð tilviljanakenndra atvika hagar því þannig að ung kona, ásamt einkaritaranum sínum, lokast inni á vinnu- stað sínum sem er 63 hæða nýbygging. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis hjá öryggisgæslu hússins og ljóst að einhver hefur átt við þjófavarnakerfið. En þær eru ekki einar í byggingunni og hefst nú eltingarleikur upp á líf og dauða. Aðalhlutverk: Kathleen Quinlan, Katy Boyer og Bruce Abbott. 22.50 Blues-bræður.# (Blues Brothers). Frábær grínmynd sem að enginn ætti að missa af. Toppleikarar og frábær tónlist. Aðalhlutverk: John Belushi og Dan Aykroyd. 00.50 Varúlfurinn.# (The Legend of the Werwolf). Foreldrar ungs drengs eru drepin af úlfum. Úlfarnir taka að sér strákinn og ala hann upp. Dag nokkurn er hann særður af veiðimanni sem hyggst nýta sér dýrs- legt útlit drengsins. Hann fer með barnið til þprpsins þar sem drengurinn er til sýnis gegn gjaldi. Þegar úlfseinkennin eldast af drengnum virðist hann ósköp venjulegur ungur maður. En ekki er allt sem sýnist og fólk má vara sig því úlfseðlið er til staðar. Aðalhlutverk: Peter Cushing, Ron Moody, Hugh Griffith og Roy Castle. Stranglega bönnuð börnum. 02.20 Páskafrí. (Spring Break). Sprellfjörug mynd um tvo menntskælingja sem fara til Flórída í leyfí. Fyrir mistök lenda þeir í herbergi með tveimur kvennagullum sem taka þá upp á sína arma og sýna þeim hvernig eigi að bera sig að. Aðalhlutvek: David Knell, Perry Lang, Paul Land og Steve Bassett. Stranglega bönnuð bömum. 03.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 28. júlí 09.00 Morgunperlur. 09.45 Pétur Pan. 10.10 Skjaldbökurnar. 10.35 Kaldir krakkar. 11.00 Maggý. 11.25 Allir fyrir einn. (All For One). Sjötti þáttur af átta. 12.00 Heyrðu! Endurtekinn þáttur frá í gær. 12.50 Don Giovanni. Don Giovanni er ein af þekktari óperum Mozarts en hún segir frá samnefndu kvennagulli, sem leikur ást- konur smar grátt. Margt góðra söngvara kemur fram í sýningunni þ.á.m. Kiri Ti Kanawa, Ruggero Raimondi, Teresa Berganza, John Macurdy og Malcolm King ásamt hljómsveit óperunnar í París undir stjóm Loren Maazel. 15.40 Leikur á strönd. Næstsíðasti þáttur. 16.30 Gillette sportpakkinn. 17.00 Sonny Rollins. (Saxophone Colossus). í þessum þætti verður rætt við Sonny Rollins en hann er talinn einn snjallasti tenór saxafónleikari fyrr og síðar. 18.00 Richard Nixon. Seinni hluti heimildarmynd- ar um Nixon fyrmm forseta Bandaríkjanna. 19.19 19:19. 20.00 Stuttmynd. (Discovery Program). Athyglisverð stuttmynd. 20.25 Pavarotti í viðtali. Næstkomandi þriðjudags- kvöld verður bein útsending frá tónleikum Pavarotti í Hyde Park. í tilefni þess sýn- ir Stöð 2 skemmtilegt spjall við þennan stórsöngvara um tónlistarferil hans, áhuga- mál og auðvitað tónleikana í Hyde Park sem em eins og áður sagði, á dagskrá næst- komandi þriðjudagskvöld kl. 18.00 í beinni útsendingu. 20.50 Lagakrókar (L.A. Law). 21.40 Aspel og félagar. 22.20 Herréttarhöldin.# (The Caine Mutiny Court- Martial). Ungur sjóliðsforingi er sótt- ur til saka þegar að upp kemst að hann hafi stýrt herskipinu USS Caine í óveðri. Aðalhlutverk: Brad Davis, Eric Bogosian og Jeff Daniels. 00.00 Leynilögreglu- mæðginin. (Detective Sadie and Son). Sadie er á fimmtugsaldri og hefur unnið á lögreglustöð í Tóndæmi Spói sprettur Frumútgáfa Geisla. Standandi frá vinstri: Erlingur Óskarsson, Hermann Sveinbjörnsson og Sigurður Þorgeirsson. Friðrik Bjarnason krýpur fyrir framan félaga sína. Geislar í ýmsum myndum Við hóldum okkur enn um sinn við bítlatímabilið. Ein vinsælasta hljómsveitin sem kom frá Akur- eyri á þessum árum var Geislar. Hljómsveitin var líklega stofnuð 1965 og fyrsta kastiö skipuðu hana þeir Erlingur Óskarsson (bæjarfógeti á Siglufirði), Her- mann okkar Sveinbjörnsson (fyrrum ritstjóri Dags), Sigurður Þorgeirsson (Ijósmyndari í París) og Friðrik Bjarnason (málara- meistari). Geislar helltu sér strax út í hringiðu ballmenningarinnar sem blómstraði á þessum árum. Þeir störfuðu í breyttri mynd 1966-68. Forsprakkinn og gítarleikarinn Sigurður Þorgeirsson var enn til staðar en nýju meðlimirnir voru Páll bróðir Sigurðar sem tók við trommunum af Hermanni, Árni Viðar Friðriksson gítarleikari og bræðurnir Grímur bassaleikari og Freysteinn söngvari Sigurðs- synir. Þeir eru nú allir hættir í bransanum nema Grímur sem spilar með Hljómsveit Ingimars Eydal. Áfram hóldu Geislar spila- mennskunni og var leikið fyrir dansi um hverja helgi og stund- um í miðri viku. Hljómsveitin spil- aði mest á Akureyri og á sveita- böllum um allt Norðurland. En Geislar hösluðu sér líka völl í höfuðborginni, t.d. í Glaumbæ, þar sem þeir spiluðu annars veg- ar með Dúmbó og hins vegar Hljómum. Prógrammið spannaði tónlist vinsældarlistanna, frum- samið efni var ekki í tísku þá, en óhætt er að segja að Geislar hafi notið mikilla vinsælda fyrir flutn- ing sinn á erlendum slögurum. Stundum voru reyndar gerðir íslenskir textar við lögin. Þessi útgáfa af Geislum sprakk í loft upp um áramótin 1968/69 og bræðurnir Sigurðs- synir og Árni Viðar stofnuðu Flakkara, hljómsveit sem við kynnum síðar. Sigurður og Páll héldu áfram undir nafninu Geisl- ar og fengu nýja liðsmenn. Þeir léku m.a. inn á fræga plötu, Skuldir, og gott ef titillagið var ekki endurútgefið á plötu Bítla- vinafélagsins fyrir nokkrum árum. SS Gamla myndin M3-926 Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri. Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í síma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.