Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 5

Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 27. júlí 1991 - DAGUR - 5 Knattspyrnuþankar: KA og Þór leika þýðingar mikla leiki 1. ágúst nk. 10 umferðir hafa nú verið ieiknar í 1., 2. og 3. deild og línur nokkuð farnar að skýrast með það hvaða lið koma til með að berjast um sigur og hvaða lið þurfa að bíta í það súra epli að falla. I Samskipadeildinni hefur KR eins stig forskot á Fram en ólíkt glæsilegri markamismun eða 17 mörk á móti 5 hjá Fram. Vest- mannaeyingar og Breiðablik eru ekki langt undan með 16 stig og gætu blandað sér í baráttuna en til þess verða þau að vinna leiki sína við Fram og KR. Leikur KR og Fram fer fram 8. september í Frostaskjóli og gæti orðið hreinn úrslitaleikur um íslandsmeistara- titilinn.Önnur lið en þessi fjögur blanda sér væntanlega ekki í slag- inn um meistaratitilinn en Víðir virðist þegar á leið í 2. deild með aðeins tvö stig eftir tvö jafntefli og óhagstæðan markamismun um 19 mörk. KA er í bullandi fall- hættu, eru í 9. sæti með 10 stig tveimur stigum á eftir Stjörn- unni. KA liðið hefur aðeins unn- ið tvo heimaleiki og verður að vinna þá 4 heimaleiki sem eftir eru og leikinn við Stjörnuna í Garðabæ 1. ágúst n.k. til að losna örugglega við falldrauginn. KA hefur aðeins skorað 8 mörk í deildinni sem skiptist milli 7 leikmanna þannig að marka- kóngur félagsins Pavel Vandas hefur aðeins skorað 2 mörk! Til samanburðar má geta þess að hjá FH hafa aðeins fjórir leikmenn skorað 12 mörk félagsins þar af hefur Hörðúr Magnússon gert sjö. Sami fjöldi leikmanna hefur skorað mörk Víðis en þau eru reyndar ekki nema átta. KR stát- ar af flestum markaskorurum eða 10 en KR-ingar hafa skorað 22 mörk í sumar, 5 mörkum fleira en Vestmannaeyingar sem koma næstir. Það er bjargföst trú undir- ritaðs að KR verði íslandsmeist- ari eftir 23 ára hlé en FH fylgi Víði niður í aðra deild. Þórsarar eru í 2. sæti 2. deildar með 22 stig, tveimur stigum á eft- ir Skagamönnum. Næstir þeim að stigum eru Keflvíkingar með 18 stig og síðan Þróttur með 15 stig. Þór leikur nk. mánudag við Hauka sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar og ættu að vinna þann leik en síðan leika þeir við Skagamenn á Akranesi 1. ágúst og Keflvíkinga í Keflavík 9. ágúst. Þessir leikir hafa gífurlega þýðingu varðandi stöðu félagsins í baráttunni um sæti í 1. deild að ári. Vinnist þeir eru Þórsarar með þægilega stöðu á toppi deild- arinnar en tap þýddi hins vegar að framundan væri mikil barátta. Sex leikmenn hafa skorað 25 mörk Þórs og markahæstur er Halldór Áskelsson með 9 mörk og jafnframt markahæstur leik- manna 2. deildar. Staða Tinda- stóls og Hauka er orðinn ansi dökk, félögin hafa aðeins 4 og 5 stig og eru 6 stigum á eftir næsta liði, Selfossi. Markamismunurinn er líka óhagstæður um 27 mörk, en markamismunur Þórs er hag- stæður um 11 mörk, Skagamanna um 25 mörk og Keflvíkinga um 13 mörk. Líklegast er að Akra- nes og Þór endurheimti sæti sitt í fyrstu deild og Tindastóll og Haukar falli í 3. deild. Upp úr 3. deild koma nokkuð örugglega Leiftur og með þeim gæti annað norðlenskt lið komið, Dalvík, sem hefur komið nokkuð á á óvart í sumar. Dalvíkingar hafa hins vegar aðeins þriggja stiga forskot á Skallagrím og ísafjörð og fjögur stig á ÍK og eiga eftir.að leika við Skallagrím og ÍK á úti- KA-menn hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og ekki má gleyma því að gæfan hefur ekki verið þeirra megin í nokkrum leikjum. Einn af úrslitaleikjum um fall í aðra deild verður í Garðabænum 1. ágúst nk. þegar KA-menn sækja Stjörnumenn heim. Kvikmyndarýni Marta, María og heilög ritning Borgarbíó sýnir: Málum bjargað (Taking Care Of Business). Leikstjóri: Arthur Hiller. Aðalhlutverk: Jaines Belushi og Charles Grodin. Holiywood Pictures. Málum bjargaðer upphituð kvik- myndalumma eða ætti ég kannski frekar að segja upphitaður bíó- mjólkurgrautur - því eins og allir vita batnar mjólkurgrautur við hverja suðu. Élsta lumman í Mál- um bjargað og jafnframt ein sú vinsælasta í Hollywood er ættuð úr heilagri ritningu. Þar segir frá tveimur systrum, Mörtu og Maríu. Marta stritar á meðan María liggur í leti og hlýðir á frelsarann. Marta kvartar og Jesús svarar: „Marta, Marta, þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu...“ Marta bíóaldarinnar er skipulagði gaurinn sem hyggur á frama í viðskiptalífinu, aílt hans innra og ytra líf er fínpúss- að, fötin strokin og hárið slétt- greitt. María er hins vegar lífs- glaði fírinn sem lifir fyrir daginn í dag, líðandi stund, og gefur skít í rígskorðað líferni og hátternis- reglur samkvæmislífsins sem honum finnast kámugar ef ekki eitthvað ennþá verra. Og rétt eins og Drottinn stóð við bakið á Maríu forðum hefur Hollywood tekið eindregna afstöðu með bíó- Maríu. Þessa geldur Charles Grodin en James Belushi nýtur góðs af. Annað kunnuglegt stef í Mál- um bjargaðer hlutverkatónninn. Belushi er fangi á flótta sem fyrir einskæra tilviljun leridir í því að verða tekinn fyrir annan mann, nefnilega Charles Mörtu Grodin. Það tekur þá tvo töluverðan tíma að ná saman enda gerir leikstjór- inn töluverðar gælur við sein- heppna náungann; allt gengur á afturfótunum fyrir Grodin þar til loks að hann nær fundum Belushi og þá tekur félagstefið við - þið munið hann Kára; ber er hver að baki og svo framvegis. Inn í þetta fléttast kvennamál og þar eru leiknar gamalkunnar nótur þegar misskilningur hleðst á misskiln- ing ofan. En allar þessar gömlu lummur eru vel bakaðar, myndin verður að vísu kunnugleg en það er létt yfir henni og ekki hin minnsta viðbrennslulykt. Borgarbíó sýnir: Samsæri þagnarinnar (Blood Oath). I.ciksfjóri: Stephcn Wallacc. Aðalhlutverk: Brian Brown, George Takei og Terry O’Quinn. Sovcreign Pictures 1990. Völd og auður fara oft saman við forréttindi. Samsæri þagnarinnar er meðal annars um þessa stað- reynd. Bryan Brown leikur ástralskan saksóknara sem hefur fengið það hlutverk að sækja mál á hendur meintum japönskum stríðsglæpamönnum er gætt hafa stríðsfangabúða á afskekktri eyju. Vitað er að í kringum 1100 Astralar voru hafðir í haldi á eyj- unni en aðeins 300 þeirra lifðu vistina af. Árið 1945 er ekki liðið þegar málareksturinn hefst. Múgurinn heimtar blóð og yfir- völd ætla sér að uppfylla þær óskir. Hins vegar stendur svo á að yfirmaður búðanna hefur einnig verið áhrifamaður í japönsku samfélagi, hann er af aðalsættum og Bandaríkjamenn telja hann geta komið að notum við að vinna friðinn. Samsæri þagnarinnar segir frá því hvernig honum er skotið undan armi rétt- vísinnar, hvernig undirmenn hans beygja sig fyrir hefðum og lúta svo lágt í hollustu sinni við aðalstignina að leyfa honum hvaða lýgi sem er án þess að opna munninn sjálfir til að segja sann- leikann. Samsærí þagnarinnar lýsir vel kaldrifjuðu hagkvæmnis- hugarfari manna er telja sig fyrir ofan lög og rétt vegna björgunar- starfa sinna í þágu heimsins. Þetta er áhrifamikil mynd um neyð þess er verður að hlýða skipunum jafnvel þó þær gangi þvert á allt er sá hinn sami telur rétt og guði þóknanlegt. Samsæri þagnarinnar Þórsarar taka á inúti Haukum nk. mánudag, en sá leikur sem flestir bíða eft- ir er fimmtudaginn 1. ágúst þegar Þór og Skagainenn leiða sanian hesta sína á Skaganum. Hér er um toppbaráttu að ræða og víst er að bæði liö leggja allt undir. velli. Líklega gera Dalvíkingar og Borgnesingar út um það hvort liðið fylgir Leiftri í 2. deild í leik liðanna 31. ágúst. Á botni 3. deildar eru Siglfirðingar, Þróttur N. og Magni en hvert þeirra sleppur við fall ræðst líklega ekki fyrr en í síðustu umferðinni 7. september nk. Leikmenn 2. deildar hafa verið iðnastir við að skora mörk í sum- ar eða alls 184, 154 mörk hafa verið skoruð í 3. deild og 140 í 1. deild. Meðalskor á leik í 2. deild er 3,68 mörk, 3,42 mörk í 3. deild en 2,80 mörk í 1. deild. I 1. deiid eru það aðeins Víðismenn sem ekki hafa unnið leik, Haukar og Fylkir hafa ekki enn unnið heimaleik í 2. deild og Tindastóll ekki útileik og í 3. deildinni hafa Siglfirðingar og Þróttur ekki unn- ið heimaleik og ísfirðingar úti- leik. Aðeins tvö lið eru án jafn- teflisleikja í sumar, Víkingar í 1. deild og Skagamenn í 2. deild en í fyrra enduðu 7 leikir Víkinga í 1. deild með jafntefli. GG Vökvalokar og tengi MW5TRAUMRÁ5 s.f Furuvöllum 1 sími 26988 Þar sem þjónustan er í fyrirrúmi. Vistheimili Félagsmálastofnun Hafnarfjaröar óskar eftir góöu vistheimili á Akureyri eöa nágrenni, fyrir tvær systur á unglingsaldri. Upplýsingar gefa yfirfélagsráögjafi, aðstoðarfélags- málastjóri og félagsmálastjóri alla virka morgna kl. 10-12, í síma: 91-53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Veiðimenn! Veiöileyfi í Fjaröará í Ólafsfirði eru til sölu hjá Sigríði Steinsdóttur, Gunnólfsgötu 16, Ólafsfiröi. Sími: 96- 61246. Veiðifélag Ólafsfjarðarár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.