Dagur - 27.07.1991, Qupperneq 3
Fréttir
Laugardagur 27. júlí 1991 - DAGUR - 3
Um Svartadauða og svartar golfkúlur
- kynni bandaríska golfarans, Gayle Hanson, af Arctic Openmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri
í bandaríska vikublaðinu
Insight, sem út kom sl. mánu-
dag, birtist grein eftir golf-
skríbentinn Gayle Hanson.
Greinin fjallar um miðsumar-
mótið á Jaðarsvelli Akureyr-
inga, sem nefnt er Arctic
Open, vegna þess að golf-
völlurinn ku vera sá nyrsti í
heimi. Hanson greinir frá
kynnum sínum af landi og þjóð
á gamansaman hátt.
í dálki sínum, Gayle Winds,
skýrir Hanson frá þremur bak-
sviðsstaðreyndum um ísland
áður en hann segir frá mótinu:
Á íslandi er mönnum raðað
upp í símaskrá eftir skírnarnafni.
íslendingar drekka helst brenni-
vín sem kallast Svartidauði.
Rauði kross íslands er fjármagn-
aður með spilakössum út um land
allt.
Að þessu sögðu ætti það ekki
að koma neinum á óvart að fram-
lag þessarar norðlægu eyjar til
alþjóðaíþrótta er feiknalegt sól-
arhringsmót í golfi á nyrsta golf-
velli í heimi, 50 km fyrir sunnan
heimsskautsbaug. Best er að
gleyma að til eru golfflatir sem
eru slegnar eins þétt og velrakað-
ur hnakki. Starfsheitið „sér-
fræðingur í umsjón flatar" virðist
ekki hafa neina þýðingu á
íslenskri tungu.
Heimamenn láta þetta ekki
aftra sér frá neinu því þeir láta
golfdrauma sína í anda Jack
Nicklaus rætast. Þrátt fyrir veðr-
áttu landsins, sem væri kjörin fyr-
ir snjómanninn, er fimmtándi
hver Akureyringur meðlimur í
hinum 56 ára gamla golfklúbbi
bæjarins. Það er eins og þeim
takist að hrekja burtu langar vet-
urnætur með því að spila golf af
mikilli ástríðu. Þá skiptir það
litlu þótt Jaðarsvöllur sé ekki
hannaður af Robert Trent Jones
sjálfum.
Atvinnumaðurinn, David
Barnwell, segist viss um að ég
hafi aldrei spilað á slíkum velli.
En hver er að kvarta? Samansafn
alþjóðlegra golfara er of upptek-
ið af því að láta tennurnar í sér
glamra í kór. Á meðan spila inn-
fæddir á skyrtuermunum eins og
þeir séu ekki vitund hræddir um
að finnast frosnir í miðri sveiflu
við 14. holu. Það er eins og þeir
viti eitthvað sem ég ekki veit.
„Bíddu bara og sjáðu,“ segir Úlf-
ar Jónsson á leyndardómsfullan
hátt.
Bandaríkjamaðurinn Jason
McGee er einn af 140 forföllnum
golfáhugamönnum sem hingað
eru komnir til að bjóða náttúr-
unni og par-71 vellinum byrginn.
„Ég vildi óska að sólin sýndi sig,“
segir McGee, sem er veður-
fræðingur hjá bandaríska flotan-
um.
Þarna er margt mikilla manna.
Þ.ám. er sendiherra Bandaríkj-
anna, Charles Cobb. Annar þátt-
takandi er bandarísk áhugagolf-
kona, Amy Childers, sem hleyp-
ur upp kirkjutröppurnar þegar
hún er ekki að spila. „Ég verð að
halda mér í æfingu," segir hún.
Ástralíumaðurinn David Jensen
fékk konuna sína með sér til
íslands og hún hætti meira að
Gljúfurá:
Vatni hleypt á laxastiga
í Gljúfurá, sem rennur á sýslu-
mörkum Austur- og Vestur-
Húnavatnssýslna var fyrir viku
síöan hleypt vatni á tólf þrepa
laxastiga. Stiginn er undir
þjóðvegarbrúnni yfir Gljúfurá
og á að gera laxinum kleift að
ganga upp eftir allri á.
Birgir Ingþórsson er einn af
leigjendum árinnar og jafnframt
einn landeigenda, segir að með
tilkomu stigans ætti laxinn
að geta gengið óhindrað upp eftir
allri ánni sem er um 25 km löng.
Síðustu þrjú árin hefur verið
sleppt niðurgönguseiðum ofar-
lega i Gljúfurá og minni laxaseið-
um sl. fimmtán ár.
Þessi laxastigi er sá síðasti af
þremur sem samið var við leigu-
taka að gera, en hinir komust í
gagnið á síðasta ári og eru 7 og 10
þrepa. Að sögn Birgis var kostn-
aðaráætlun við alla þrjá stigana í
kringum 10 milljónir króna, en
þeir fá endurgreiddan einn þriðja
frá ríkinu.
Birgir segist ekki búast við að
leyfð verði veiði fyrir ofan stig-
ann þetta árið, en í framtíðinni er
búist við allt að 300 löxum á land
í Gljúfurá yfir sumarið. SBG
segja í vinnunni til að komast á
golfmótið. „Fyrst sagði ég honum
að hann hlyti að vera eitthvað
skrítinn. Ég ætlaði sko ekki að
standa hér í snjóstormi til að
horfa á hann spila,“ segir Linds-
ey, kona hans. „Það er svolítið
heitara heima,“ segja þau.
Þegar litið er á fjallshlíðarnar
úr svörtu basalti, sem er ekki
nema eina hveragosvegalengd
héðan, og blátt ísvatnið sem
rennur á milli fagurgrænna
árbakka skilur maður hvers
vegna ísland er kallað land and-
stæðna.
Andstæðurnar eru fleiri. Inn-
fæddur golfari sýnir okkur svarta
golfkúlu. „Litur golfkúlunnar er
andstæður miðnætursólinni,"
segir liann. „Hún fæst hvergi
annars staðar í heiminum,“ segir
hann. Það er sennilega rétt.
Viðskiptin á barnum ganga þó
betur en sala á svörtum golfkúl-
um. Þar sitja nokkrir sneyptir
golfarar og bera sig illa eftir níu
holur. „Þið verðið að halda ykk-
ur á brautinni," segir Paul White,
sem hefur tekið þátt í fimm af sex
Arctic Open-mótum
Allt í einu kemur David Barn-
well á harðahlaupum inn í barinn
og hrópar: „Hún er komin, hún
er komin. Flýtið ykkur.“ Allir
þjóta út og sjá að sjóndeildar-
hringurinn er sleginn gullroða.
Rauður bjarmi brýst út við útlín-
ur fjallatindanna. Eins og Óðinn
sjálfur hefði skipað fyrir rís sólin
um leið og kirkjuklukkurnar
hljóma á miðnætti.
Þýtt og endursagt GT
Vindheimamelar um verslunarmannahelgi:
„Hestamannamót af bestu gerð“
Árlegt hestamannamót hesta-
mannafélaganna í Skagafirði
fer fram á Vindheimamelum
um verslunarmannahelgina
samkvæmt venju. Vænst er
mikillar þátttöku og fjölda
áhorfcnda.
Ár hvert er mikið um að vera á
Vindheimamelum í Skagafirði
um verslunarmannahelgina.
Hestamenn frá öllum landshlut-
um leggja leið sína í Skagafjörð-
inn til að fylgjast með þeirri
dagskrá sem hestamannafélögin í
Skagafirði bjóða upp á. Mörgum
hestamanninum finnst sem
sumarið sé ónýtt með öllu ef
hann kemst ekki í Skagafjörðinn
á hestamannamót. Margir telja
að vagga hestamennskunnar sé í
Skagafirði og þaðan komi bestu
hestarnir. Hestapólitíkin er
grimm og hvert byggðarlag
hampar sínu, en því verður ekki
neitað að Skagfirðingum hefur
orðið vel ágengt í ræktun hrossa
og ár hvert kemur fram á Vind-
heimamótinu fjöldi gæðinga sem
gleðja augu áhorfenda. Skagfirð-
ingar geta verið stoltir af hestum
sínum, aðstöðu allri fyrir hross
og menn á Vindheimamelum og
framkvæmd þeirra móta sem
haldin eru þar.
Á föstudaginn 2. ágúst verður
héraðssýning kynbótahrossa, en
á laugardeginum kl. 9,00 hefst
gæðingakeppni. Keppt er í A- og
B-flokki gæðinga hvar taka þátt
hestamannafélögin í Skagafirði,
hestamannafélögin í Ólafsfirði,
Siglufirði og Húnavatnssýslunum
báðum. Barna og unglingakeppni
verður einnig háð. Á laugardag-
inn hefst keppni í fjölmörgum
hestaíþróttagreinum. Keppnin er
opin sem þýðir að keppendur
koma víða að t.d. hafa Eyfirðing-
ar og knapar af Stór-Reykjavík-
ursvæðinu verið meðal keppenda
ár hvert. Kappreiðar setja sterk-
an svip á mótið samkvæmt venju.
Glæsileg peningaverðlaun eru í
boði og keppt er í 150 og 250
metra skeiði, 300 metra brokki
og 300 metra stökki. Ekki er efnt
til ungfolahlaups í ár.
Á sunnudeginum fara fram
úrslit í öllum greinum og
flokkum. Keppnin verður örugg-
lega spennandi samkvæmt venju.
Skráning í keppnisgreinar fer
fram 29. og 30. júlí og Magnús
Lárusson að Hólum í Hjaltadal
annast þá hlið mála í síma 95-
36587. Mótshaldarar að Vind-
heimamelum hvetja allt hesta-
áluigafólk til að koma í Skaga-
fjörðinn og eiga góða verslun-
armannahelgi með norðlenskum
hestamönnum. ój
BEIIM LÍIMA
BAIMKA OG SPARISJODA
UM LAIMO ALLT
Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann
og þú veist alltaf hvar þú stendur
I91IBZ 44 44
ÞJÖJMUSTU