Dagur - 27.07.1991, Side 7

Dagur - 27.07.1991, Side 7
Laugardagur 27. júlí 1991 - DAGUR - 7 EFST í HUGA Gí.sli Tryggvason Stjórnarskráin og fullveldið Lýðræðisríki á borð við ísland setja sér og borg- urum sínum margvíslegar reglur. Hvort sem reglurnar eru kallaðar stjórnarskrá, lög, reglu- gerðir eða eitthvað annað eru þær oft einungis öryggisatriði. Til eru reglur, sem aldrei hafa verið notaðar, og eru aðeins hugsaðar sem varnaglar ef hið ólíklega gerist. Hitt er þó algengara að engar reglur taki beint til atvika og aðgerða sem eiga sér stað. Eitthvað, sem ekki aðeins er ólík- legt heldur líka ófyrirsjáanlegt, á sér stað. Þá er gripið til úrræða sem kölluð eru hefð, lögjöfnun, fordæmi o.s.frv. Hverjum hefði dottið í hug að hið ólíklega gerðist að Lýðveldið ísland myndi íhuga að afsala sér hluta fullveldis aðeins hálfri öld eftir að. lýðveldið var stofnað? Fáir hafa sennilega gert sér í hugarlund að íslendingar myndu Ijá máls á nokkurri skerðingu fullveldis úr því að stigið var það skref sem tryggði íslendingum forræði yfir öllum sínum málum. Yfirgnæfandi meirihíuti íslensku þjóðarinnar stóð á bak við Alþingi þegar lýst var yfir sjálfstæði íslands og landið að fullu leyst undan erlendu valdi. Hið ófyrirsjáanlega virðist hins vegar vera að gerast um þessar mundir þegar aðeins þrjú ár eru til hálfrar aldar afmælis lýðveldisins. Nú er úrslitastund í samningaviðræðum um evrópska efnahagssvæðið EES sem eru samn- ingar tveggja aðila þ.e. EB og EFTA. Um er að ræða 18 óíík evrópulönd frá Grikklandi í suð- austri til íslands í norðvestri. Ætlunin er að koma á fót stofnun sem skera á úr deilumálum þessara þjóða. Ef svo fer að dómstól þessum samkvæmt samningnum verður ætlað æðsta dómsvald á samningssviðinu er brotið út af þeirri reglu, sem lesa má úr 2. grein stjórnarskrárinnar, að Hæsti- réttur (slands fari með æðsta dómsvald á íslandi í öllum málum. Ef af EES-samningunum verður - svo ekki sé talað um þær nauðhyggjuraddir sem tala um inn- göngu í EB - virðist vera nægilegt samkvæmt stjórnarskránni að Alþingi gefi samþykki sitt fyrir slíkum samningi, sem felur í sér formlega og raunverulega skerðingu á dómsvaldi (slendinga. Einnig felst í samningnum stórkostleg skerðing á raunverulegu löggjafarvaldi Alþingis, sem verður að samþykkja 11000 bls. lagabálk án nokkurra valkosta, auk þess sem hann bindur hendur framkvæmdavalds. Árið 1944 hafa fæstir íslendingar sennilega látið sér detta i hug að fullveldi Islendinga - þ.e.a.s. fullt löggjafar-, dóms- og framkvæmda- vald - myndi ekki haldast út 20. öldina. Stjórn- lagaþingið 1944 hefur ekki séð þetta fyrir. Ekkert ákvæði í stjórnarskránni gefur skýlaust til kynna að selja megi vald í hendur öðrum en þeim sem valdið hafa samkvæmt stjórnarskránni. Hins vegar má hugsanlega túlka 21. grein stjórnar- skrárinnar þannig að með breytingum á „stjórn- arhögum ríkisins1' sé átt við fullveldisafsal í hendur erlendu valdi. Það er þó hæpin túlkun og verður hvorki studd með hefð, lögjöfnun né for- dæmi enda er eina fordæmið Gamli sáttmáli sem seldi okkur undir erlent vald 1262. Sterk stjórnarskrá er öryggisatriði. Stjórnar- skráin veitir fullveldinu ekki nægilega vörn fyrir hinu ófyrirsjáanlega. Því þarf að koma til nýtt stjórnlagaþing en ekki aöeins samþykki löggjaf- ans í slíkum málum. Gísli Tryggvason. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Hvenær á að birta mynd og hvenær ekki? Á fimmtudaginn lagði DV stærstan hluta for- síðu sinnar undir mynd af fólksbíl sem lent hafði í hörðum árekstri við stærri bíl í Húna- vatnssýslu. Bíllirm var illa útleikinn og verður vart ekið á ný. í þessum árekstri varð bana- slys og þess vegna er myndbirtingin gerð að umtalsefni í þessum dálki. Þaö hefur oft verið gagnrýnt þegar biöð birta myndir sem þessa. Ættingjar þeirra sem lent hafa í slysum eru af skiijanlegum ástæð- um lítið hrifnir af því að verið sé að draga upp dramatíska mynd af atburöi sem snertir þá svo djúpt og sárt. Þeir hafa sagt sem svo að þeir vilji geyma fagrar minningar um hinn látna, en með myndbirtingu af þessum toga sé þeim gert það erfitt, myndin af slysstað sæki stöðugt á hugann. Þetta er ofur skiljanlegt og mannlegt við- horf og í raun sé ég enga ástæðu til að birta myndir af klessukeyrðum bílum, mér finnst þeir heldur óspennandi myndefni. Hins vegar neita ég því ekki að þetta getur verið drama- tískt og hugsanlega aukið sölu viðkomandi blaðs. Þarna finnst mér þó ritstjórar dansa á línunni sem siðareglur blaðamanna draga, en þar eru blaðamenn varaðir við að birta efni sem valdið getur einstaklingum ónauð- synlegum sárindum. Nú er það greinilega álit margra ritstjóra að myndir af klessukeyröum bílum sé gott blaðaefni og til þess fallið að efla upplýsingu almennings í landinu og auka áhuga hans á viðkomandi fjölmiðli. Þá ályktun hlýtur maður í þaö minnsta að draga af því hversu oft siík- ar myndir birtast í blöðunum. Stundum birtast slíkar myndir undir formerkjunum „ótrúlegt en satt“ og fylgja fréttum af hörðum árekstrum þar sem bílstjórar og farþegar hafa fyrir ein- hverja óskiljanlega tilviljun sloppið viö meiri háttar meiðsl. Það finnst mér allt í lagi (þótt Óli H. Þórðarson getir haft þá athugasemd fram að færa að slíkar fréttir gefi því viðhorfi byr undir vængi að óhætt sé að aka á ofsa- hraða og taka sénsa, þetta bjargist allt). En þegar bílstjóri eða farþegar hafa hlotið varanleg örkuml eða jafnvel látist finnst mér aö ritstjórar ættu að sýna þá lágmarks hátt- vísi að láta sér nægja að lýsa atburðinum skriflega. Stundum velti ég því fyrir mér hvað það er sem er svona spennandi við myndir af klessukeyröum bílum og hvers vegna þær eru svona tíðir gestir á síöum blaða, ekki bara hérlendis. Þær hljóta aö verka sem ein- hvers konar hrollvekja og vekja með lesand- anum hugsanir í þá veru að hann gæti sem best hafa verið í sporum þess sem fyrir slys- inu varð. Það sem gerir hrollvekjuna hins vegar bærilega er einmitt sú staðreynd að iesandinn er á lífi og heill heilsu. Og þess utan fær um að kaupa sér dagblað. Hins vegar efast ég um að svona myndir selji blöð. Það er hægt að verða sér úti um miklu betri og æsilegri hrollvekjur á auðveld- an hátt, td. í næstu myndbandaleigu. Þeir sem beiniínis leggja lykkju á leið sina til þess að kaupa blað út á svona mynd eru væntan- lega eingöngu þeir sem á einhvern hátt tengjast myndefninu persónulega. Nú hvarflar það ekki aö mér aö fordæma þá rit- og fréttastjóra sem ákveða birtingu mynda af klessukeyrðum bflum. Ég ætla heldur ekki að setja mig í dómarasæti og kveða upp úrskurð um það hvað blaðaies- endum er hoilt aö sjá og hvað ekki. Ég vil einungis hvetja kollega mína til þess aö hafa í huga áður ívitnaða grein siðareglnanna um að þeir valdi ekki saklausum ónauðsynlegum sárindum. Og í framhjáhlaupi væri gaman aö hvetja blaðamenn til þess aö velta fyrir sér tilgang- inum með því að standa í þessu puði. Hvað ætlum viö okkur með því að búa til og gefa út blöð? Erum við einungis að framleiða seljan- lega vöru sem þess vegna gæti veriö hjól- barði eða niðursoðin kæfa? Er hlutverk okkar virkilega ekki eitthvað annað og meira en að framleiða þriggja mínútna gæsahúð? Lokað vegna sumarleyfa vikuna 4. til 11. ágúst Fatahreinsunin Hofsbót 4 Veiðiáhugamenn! Til leigu er svæði milli fossa í Fjarðará í Ólafsfirði. Svæðið er hentugt til að sleppa þar fiski og fylgja því grindur til að hindra niðurgöngu hans. Stutt er að fara til að fá lax til sleppingar því hafbeit- arstöðin Óslax er skammt frá. Nánari upplýsingar gefur Sveinbjörn Árnason í síma 96-62489. Veiðifélag Ólafsfjarðarár. * Gisting * Veitingar * Ferðamannaverslun * Bensín og olíur Mitt á milli Reykjavíkur i og Akureyrar Það stansa flestir i Staðarskála. r X 'Q&' Staðarskáii, Hrútafirði, 8-23.30 Tel. (95)11150, Fax (95)11107 Ódýru gasgrillin komin aftur Esso nestin

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.