Dagur - 27.07.1991, Síða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 27. júlí 1991
BÍLAR
Volkswagen CaraveDe GL
„Caravelle GL er ótrúlega rúmgóður fyrir 7 manns og farangursrýmið ríkulegt.“
Fyrsti Volkswagen sendibíllinn,
sem hét Transporter, var kynntur
árið 1949. Pað var umboðsmaður
VW í Hollandi sem var upphafs-
maður þess að VW hóf smíði bíl-
anna sem hérlendis gengu undir
nafninu „rúgbrauð" næstu 40
árin. Hollendingurinn Ben Pon
hafði séð sérkennilegan pallbíl
með stýrishúsið aftan við pallinn
sem notaður var við flutninga í
VW-verksmiðjunum í Wolfsburg
og taldi hann mögulegt að selja
farartæki þetta á almennum
markaði i Hollandi. En hollensk
yfirvöld töldu að bílstjórinn yrði í
öllum tilfellum að sitja fremst í
farartæki sínu og neituðu Pon um
innflutningsleyfi. Pon hafði hins
vegar rétt fyrir sér um þörf fyrir
einfalt, ódýrt og rúmgott flutn-
ingatæki í stríðstættri Evrópu
þeirra tíma og liðlega 2 árum
seinna, í mars 1950, hóf Volks-
wagen smíði „rúgbrauðsins".
Talsverðar endurbætur voru
gerðar á VW-Transporter/
Caravelle (Caravelle er fólks-
flutningabíllinn eða smárúta) á
þessum 40 árum og ótalmargar
útgáfur sáu dagsins Ijós, sendibíl-
ar, fólksflutningabílar, pallbílar,
sjúkrabílar, húsbílar o.s.frv. Bíll-
inn var rúmgóður og lipur í akstri
en þótti lengst af vélarvana, og
vegna þess að vélin var afturí, var
bíllinn dálítið viðkvæmur fyrir
hliðarvindi. Þyngd vélarinnar yfir
drifhjólunum gerði hann hins
vegar duglegan í vondri færð.
Vatnskæling var sett í boxervél-
ina í stað Ioftkælingar fyrir
nokkrum árum og við það
minnkaði hávaðinn mikið, og
mér þótti nýjasta útgáfa gamla
góða „rúgbrauðsins" sérlega
ánægjulegur bíll.
Pað var því með nokkrum
kvíða sem ég settist undir stýri í
arftakanum, Volkswagen Cara-
velle GL. Hér er um alveg nýjan
bíl að ræða og þar er rækilega
horfið frá fyrra byggingarlagi því
þessi bíll er með vélina þversum
að framan og drif á framhjólum.
Margar gerðir eru fáanlegar eins
og af fyrirrennaranum (reyndar
eru þær víst 52), en bíllinn sem
ég ók var Caravella GL fólks-
flutningabíll með 7-8 sætum,
teppalagður í hólf og gólf og
Mælaborðið í Caravelle.
ágætlega útbúinn að öllu leyti.
Caravelle GL er ótrúlega rúm-
góður fyrir 7 manns og farangurs-
rýmið er einnig afar ríkulegt.
Hurðirnar eru stórar og því auð-
velt að komast inn og út. Renni-
hurðin (hægt að fá rennihurðir á
báðar hliðar) er ágæt og furðu
létt í notkun þó hún sé stór. Gólf-
ið í bílnum er lágt og mjög auð-
velt að lesta hann og losa. Sætin
eru sérlega þægileg og útsýnið er
eins og best verður á kosið. Bíll-
inn er allur klæddur innan eins og
fínasti fólksbíll og má e.t.v. með
réttu segja að 40 ára þróun flutn-
ingatækis yfir í einstaklega rúm-
góðan fólksbíl sé hér með lokið.
Rýmið og lítil lyftihæð upp í bíl-
inn eru að sjálfsögðu ekki minna
virði í transporter gerðinni
(sendibílnum).
Enn er ótalin aöstaða öku-
manns, sem er að flestu leyti
svipuð og í fólksbílum frá Volks-
wagen, nema útsýni er miklu
betra. Öll stjórntæki eru vel stað-
sett og vinna vel og léttilega.
Loftræsi- og miðstöðvarkerfið er
öflugt og bíllin er allur auðveldur
og léttur í umgengni.
Aksturseiginleikar „rúgbrauðs-
ins“ voru á síðustu árum orðnir
sérlega góðir og öruggir, (með
fyrirvara um afturþyngdina) og
því ekki auðvelt að bæta um
Nýja „rúgbrauðið“ frá Volkswagen...
...og forverinn, VW Transporter, seni leit
fyrst dagsins Ijós árið 1949.
„Bíllinn er allur auðveldur og léttur í umgengni.“
betur. Sem betur fer hefur þó
tekist að halda öllu hinu besta af
eiginleikum gamla „rúgbrauðsins".
Þannig hefur nýja Caravellan sér-
lega góða aksturseiginleika, ligg-
ur eins og „pönnukaka“ á beinu
brautinni og ræður við ótrúlegan
hraða í beygjum. Fjöðrunin,
aðalsmerki forverans, er ekki
síðri en áður, þó svo að þyngdar-
dreifingin sé ójafnari í nýju
Caravellunni, a.m.k. ólestaðri.
Fáanlegar eru 4 vélargerðir: 4
strokka 1,9 1 dísel, 5 strokka 2,4 1
dísel, 4 strokka 2,0 1 bensín og 5
strokka 2,5 1 bensín. Allar eiga
þær sameiginlegt að hafa mikla
slaglengd sem eykur togkraft
þeirra.
Vélin í bílnum sem ég ók var 5
strokka 2,4 1 díselvél. Hún er 78
hö og skilar bílnum ágætlega
áfram. Gírskiptingin, sem nú er
tengd 5 gíra gírkassanum með
stöngum, er mjög nákvæm og
skemmtileg og þegar við bætist
létt en þó nægilega nákvæmt
vökvastýri er tæplega hægt að
hugsa sér auðveldari og liprari bíl
af þessari stærð. Hávaðinn frá
vélinni er þó meiri en í gamla
„rúgbrauðinu“, enda situr öku-
maðurinn mun nær vélinni en
áður og auk þess hafði tekist
mjög vel að dempa hljóðið í
gamla boxernum í afturendanum
á „rúgbrauðinu“.
Allir bílar sem VW framleiðir
eru nú með þverstæða vél að
framan og framhjóla- eða fjór-
hjóladrif. Pessi nýi Volkswagen
Caravelle/Transporter er bíll
nýrra tíma. Hann er rýmri, auð-
veldari í umgengni og öflugri en
fyrirrennarinn, en e.t.v. ekki jafn
mikill „Volkswagen" og sá gamli.
Gerð:
Volkswagen Caravelle GL, 4 dyra, 7-8 manna fólksbíll, vél að
framan, framhjóladrif.
Vél og undirvagn:
5-strokka, fjórgengis díselvél, vatnskæld, yfirliggjandi knastás,
slagrýmmi 2370 cm2, borvídd 79,5 mm, slaglengd 95,5 mm,
þjöppun 22,5:1, 78 hö við 3700 sn/mín., 164 Nm við 1800 sn/
mín., bein eldsneytis-innspýting.
Drif á framhjólum. 5 gíra gírkassi.
Sjálfstæð fjöðrun að framan með tvöföldum þverörmum og
snerilfjöðrum (torsion) og demparar. Að aftan ská-armar, gorm-
ar og demparar. Aflstýri (tannstangarstýri), aflhemlar, diskar að
framan, skálar að aftan, handbremsa á afturhjólum. Hjólbarðar
215/65 R 15 T, eldsneytisgeymir 80 lítra.
Mál og þyngd (styttri gerð):
Lengd 465,5 cm; breidd 184,0 cm; hæð 194,0 cm; hjólahaf
292,0 cm; sporvídd 157,5/154,0 cm; eigin þyngd ca. 1.730 kg;
hámarksþyngd 2.540 kg.
Framleiðandi: Volkswagen AG, Wolfsburg, Þýskalandi.
Innflytjandi: Hekla hf., Reykjavík.
Umboð: Höldur hf., Tryggvabraut 12, Akureyri.
Verð:
Frá ca. kr. 1.320.000 eftir gerðum en verð á stuttum Caravelle
GL gæti losað tvær millj. kr.