Dagur - 27.07.1991, Síða 10

Dagur - 27.07.1991, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 27. júlí 1991 Laugardagur 27. júlí 1991 - DAGUR - 11 Texti: ✓ Jóhann Olafur Halldórsson Mynd: Golli „Ef við hefðum farið í nám í Reykjavík þá hefðum við miklu frekar endað þar en af því við vorum í námi úti þá voru tengslin ■ engin við Reykjavík. Pað stóð eiginlega aldrei til að setjast þar að,“ segir Jón Pór i um ástæður þess að hann hljóp yfir atvinnu- [ möguleikana á höfuðborgarsvæðinu og hélt i norður í land með próf í viðskiptafræði og > iðnaðarverkfræði upp á vasann. „Á þessum tíma voru fáir með þessa r menntun hér á landi og þeir hjá Hagvangi sögðu að ég væri eitthvað bilaður að fara að vinna hjá Iðnaðardeild Sambandsins. Möguleikar mínir væru meiri en það. En ég sá ákveðna möguleika þar fyrir mig og svo / var það dálítið ríkt í okkur, fjölskyldunni, að ; koma heim til Akureyrar. Þegar við vorum úti var ísland fyrir mér Akureyri en þó var langt í frá að við sæjum ekkert nema græna haga og rómantík við að komast hingað." Alltaf haft ákveðnar skoðanir á hlutunum Jón kom heim tvö sumur meðan á náminu í Bandaríkjunum stóð. Sumarið 1986 fékk hann vinnu hjá Skinnaiðnaði Sambandsins á Akureyri og þá var nafni hans Sigurðarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Jón Pór byrjaði einhverra hluta vegna að færa ýmis- legt á blað sem fyrir augu hans bar í sumar- vinnunni og segja sitt álit á hlutunum, hvernig mætti breyta og bæta. Eftir sumarið voru minnisblöðin orðin að 10 síðna skýrslu sem hann ákvað að afhenda framvæmda- stjóranum. Úr varð að Jón Þór fékk hvatn- ingu að ljúka nániinu ytra og koma í vinnu hjá Skinnaiðnaðinum. Með boð um vinnu fór Jón Þór út og byrjaði að afla sér upplýs- inga um stjórnun iðnfyrirtækja af þessari gerð á síðasta spretti námsins. Auk þess komst hann í samband við þekktan iðnaðar- ráðgjafa í Bandaríkjunum sem gaf honum holl ráð, t.d. varðandi iðnaðarsálfræði, og segir Jón Þór að margt hafi hann lært af þessum manni sem nýst hafi í starfi. „Ég hef alltaf haft ákveðnar skoðanir á hlutunum og ekki legið á þeim. Sumum lík- ar þetta mjög illa og þykir ég frekur og vit- laus en fyrir mér er það allt í lagi. Þegar ég byrjaði hjá Skinnaiðnaðinum langaði mig til að lynda við alla starfsmenn en það gefur auga leið að á 250 manna vinnustað er það erfitt. Þctta er næstum eins og að búa á 250 manna heimili," segir Jón Þór um fyrstu reynslu sína í starfi eftir að heim kom. Erfíðleikar Skinnaiðnaðarins Ekki verður annað sagt en skóli atvinnulífs- ins hafi verið mjög harður fyrir nýútskrifað- an iðnaðarverkfræðinginn í byrjun því þeg- ar Jón Þór hóf störf hjá Skinnaiðnaði Sam- bandsins var tekið að harðna verulega á dalnum í rekstrinum og í kjölfarið fylgdu uppsagnir á starfsfólki. Hann neitar því ekki að oft hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir en í starfi framleiðslustjóra hafi það hjálpað honum að hafa unnið að ýmsum sérverkefn- um í fyrirtækinu í upphafi sem gerðu honum fært að kynnast innviðum þess mjög vel. „Þegar ég hóf störf sem framleiðslustjóri ) um mitt ár 1988 voru margir hlutir tengdir viku um tíma. Þessi ákvörðun var erfið því fátt er verra en tómir salir í svona fyrirtæki. Ég var líka þarna kominn beint út úr skóla og lenti strax í verstu vandamálum sem hægt er að lenda í í starfi." Fyrirtæki ekki rekin eins og góðgerðarstofnanir Þenslan á mörkuðum Skinnaiðnaðarins var mikil á árunum 1986 og 1987 en nafn þess var ekki það sterkt að um leið og bakslag kom á mörkuðunum kom það hart niður á fyrirtækinu. Þá var fundinn nýr ntarkaður á Ítalíu sem gerði miklar gæðakröfur og allt tók að snúast um að verða við þessum ósk- um ítalanna. Hjólin fóru smátt og smátt að snúast á ný hjá Skinnaiðnaðinum þegar á árið 1989 leið en þá var komið að niðurskurði á öllum kostnaði sem Jón Þór segir að leitt hafi gott af sér. I framhaldi fylgdu ýmsar hagræðingar í framleiðslunni sem kostuðu enn frekari fækkun starfa og slíkt er alltaf sársaukafullt. „Málið er að það þýðir ekkert að reka svona fyrirtæki eins og góðgerðarstofnun. Ég veit að ég var ekki vinsælasti maðurinn í fyrirtækinu á meðan á þessu stóð og reyndar óvinsæll á margan hátt en ef menn gefa eftir þegar svona stendur á þá kemur slíkt alltaf aftur í andlitið á manni í því formi að atvinnuöryggi fólks minnkar og fyrirtækið er illa rekið. Aðgerðir sem þessar eru ekki vinsælar hjá fólkinu meðan á þeim stendur en ég veit að þegar tíminn leið og fólk fór að sjá árangur og tilgang með þessu öllu þá breyttist viðhorfið enda fyrirtækið farið að ganga betur og betur allt fram til dagsins í dag,“ segir Jón Þór og bætir við að bættum hag Islensks skinnaiðnaðar hf., en svo heitir fyrirtækið í dag, megi þakka samhentu og góðu starfsfólki, fólki sem hugsi mikið um hag fyrirtækisins sjálfs. Að opna fyrirtækið fyrir starfsfólkinu Jóni Þór er sú reynsla sem hann fékk hjá Skinnaiðnaðinum hugleikin. Hann segir að eftirá að hyggja hafi eitt stórt atriði hjálpað stjórnendum fyrirtækisins í að rétta fyrir- tækið við, þ.e. að efna til reglulegra funda með starfsfólkinu og segja því alltaf fyrst um gengi fyrirtækisins frá einum mánuði til annars, m.ö.o. opna fyrirtækið upp á gátt fyrir starfsfólkinu. „Við boðuðum fundi einu sinni í mánuði og birtum fundatímana árið fyrirfram þann- ig að við komumst ekki upp með að fresta boðuðunt fundum. Þarna söguðum við starfsfólkinu hvernig síðasti mánuður á und- an kom út, bæði hvað varðar afkomu, gæði og annað. Ég hef oft verið spurður að því hvað þessir fundir ættu að þýða og svarið er að einmitt þetta er það besta sem við gerðunt. Með þessu opnuðunt við fyrirtækið fyrir starfsfólkinu, sögðunt því frá öllum lántökum, útskýrðum fjármagnskostnað, tilgang með ferðalögum og margt annað. í byrjun held ég að fólkið hafi ekki séð neinn tilgang með þessu, það treysti okkur ekki fyrir því að segja allt en þegar frá leið fórum við að verða varir við að fólk fór að spyrja í miðjum mánuði hver salan væri orðin í þeim I hörðum skóla atvinnulífsins -Jón Þór Gunnarsson iðnaðarverkfræðingur og nýbakaður framkvæmdastjóri K. Jónssonar hf. í helgarviðtali ÞO MARGIR SNÚI EKKI TIL BAKA til heimahaganna á landsbyggðinni að loknu framhaldsnámi, hvort heldur er í Reykjavík eða útlöndum, þá er það unga fólk til sem synt hefur á móti fólksflóttastraumnum frá landsbyggðinni á síðustu árum og komið heim á ný eftir nám. Akureyringurinn Jón Þór Gunnarsson er gott dæmi um þetta. Nafnið er kunnuglegt, hann var á árum áður einn af efnilegri golfleikurum Akureyringa en lítið heyrðist til hans frá 1983 til 1987 þegar hann var í námi í Bandaríkjunum. Strax að því loknu hélt hann heim til Akureyrar, tók að sér ýmis verkefni hjá Skinnaiðnaði Sambandsins í sex mánuði og réðst síðan sem framleiðslustjóri og var þar til síðustu mánaðamóta. Jón Þór hellti sér í ýmis önnur störf samhliða þessu, s.s. nefndastörf hjá Akureyrarbæ og tók sæti í stjórnum fyrirtækja, en um síðustu mánaðamót dró hann sig í hlé frá þessum verkefnum og tók við starfí framkvæmdastjóra K. Jónssonar hf. Því verki ætlar hann að einbeita sér að næstu árin og láta önnur verkefni sitja á hakanum að sinni, minnugur þess sem sonur hans lítill sagði einn morguninn þegar vinnan og nefndastörfín tóku hvað mestan tíma: „Pabbi er heima!“ starfsmannamálum í miklum ólestri. Fyrir- tækið tapaði á þessu ári 227 milljónum króna, sem ég held að sé nálægt Akureyrar- meti og nánast er ótrúlegt að fyrirtækið skyldi lifa þetta af. Á þessum tíma var lítið að gera og mórallinn í fyrirtækinu orðinn slæmur, sífelldur ágreiningur milli stjórn- enda og starfsfólks og tíðar heimsóknir full- trúa verkalýðsfélagsins. Við svona aðstæður er ekki hægt að reka fyrirtæki og þess vegna var það fyrsta verk okkar Bjarna Jónasson- ar, sem tók við framkvæmdastjórn af Erni Gústafssyni, að reyna að bæta samskiptin en jafnframt urðum við að taka þá erfiðu ákvörðun að skera vinnu niður í þrjá daga í mánuði. Fólk var m.ö.o. farið að fylgjast meira með fyrirtækinu og bera hag þess fyrir brjósti. í upphafi lofuðum við starfsfólkinu því að það myndi aldrei frétta neitt um fyrir- tækið fyrst í fjölmiðlum og við það var staðið. Gagnvart starfsfólkinu verða stjórn- endur að vera trúir því sem þeir segja. Auð- vitað var ekki allt rétt gert en samt sem áður hef ég þá tilfinningu að réttu hlutirnir hjá okkur hafi verið fleiri en þeir röngu.“ Miskunnarleysi á erfíðleikatímum Um ástæður þess að Jón Þór tók þá ákvörð- un að breyta til segir hann að sig hafi langað til að spreyta sig á stjórnun fyrirtækis. Reynslan af erfiðleikunum sem Skinnaiðn- aðurinn gekk í gegnum sé dýrmæt, kannski einmitt vegna þess hve vel tókst að sigrast á þeim erfiðleikum sem við var að glíma. „Fyrir stjórnanda er miskunnarlaust að standa í svona aðgerðum í fyrirtæki. Það er auðvelt að brotna, standa upp og segja: „Nei, nú er ég hættur.“ Á þessu er mesta hættan í starfsmannamálunum því annað lærir maður í skóla og þekkir úr bókum. Skólinn kenndi mér hvert ég ætti að fara en hvernig ég ætti að fara þangað er allt annað mál. Eg viðurkenni að þetta var erfitt en jafnframt gaman. Það sem einn starfsmaður sagði við mig þegar ég ákvað að hætta er kannski lýsandi fyrir það hvernig er að standa í þessu sem stjórnandi. „Loksins þegar þér var farið að lynda við starfsfólkið og starfsfólkinu við þig þá hættirðu.“ Þessu tók ég ekki þannig að samstarfið hefði geng- ið illa heldur að við skildum ekki fullkom- lega hvort annað og báðir aðilar þurftu að gefa eftir á leiðinni að settu marki. Ég var ánægður með þessi viðbrögð, þegar upp væri staðið hefði maður gert eithvað rétt.“ Að grípa tækifærðið þegar það gefst „Ástæðan fyrir að ég breytti til var fyrst og fremst sú að mig langaði til að reyna mig í að stýra fyrirtæki sjálfur og nota þá reynslu sem ég hafði fengið hjá Skinnaiðnaðinum. Ég veit vel að K. Jónsson hefur átt við ákveðna erfiðleika að etja að undanförnu, gekk t.d. úr Sölusamtökum lagmetis fyrir einu ári og þurfti í framhaldi af því að koma upp eigin sölukerfi. Ég vissi fyrirfram að stjórnunarhættir voru aðrir en ég hafði vanist. Margir hvöttu ntig til að fara ekki út í þessa breytingu en störf sem þessi eru ekki mörg í bæ eins og Akureyri og jafnframt hugsaði ég sem svo að ef einhver annar fengi þetta tækifæri og tækist vel upp þá mundi ég alltaf sjá eftir því að hafa ekki gripið tækifærið. Ég sagði við sjálfan mig að þarna væri á ferðinni gott, framleiðslulega sinnað fyrirtæki sent jafnframt sé byggt á margan luitt mjög skemmtilega upp. K. Jónsson hefur góðan tækjakost og starfsfólk nýtur góðs aðbúnaðar og það segir mér margt um fyrirtækið en ég tel að opna verði fyrirtækið og uppfræða starfsfólkið um hverjum verið er að selja framleiðsluna, fyr- ir hve mikið og hvernig hún á að vera og nýta hæfileika starfsmannanna betur. En nú í byrjun er ég að safna mér upplýsingum og koma mér inn í starfið og ég ætla mér tíma fram eftir sumrinu í það.“ EES-samningar og K. Jónsson Jón Þór segist líta á K. Jónsson sem mat- vælafyrirtæki sem vinnur fyrst og fremst úr sjávarafurðum. Hann segist ekki sjá fyrir sér breytingu á þessum áherslum á næst- unni. Þeirri spurningu hvar sóknarmögu- leikar verksmiðjunnar liggi svarar Jón Þór að markaðurinn fyrir niðursoðið grænmeti sé þröngur en möguleikarnir séu frernur í tilbúnum sjávarréttum. Kunna samningar um evrópskt efnahagssvæði að breyta ein- hverju fyrir K. Jónsson? „Þessir samningar kynnu að gefa okkur möguleika á að selja fullunna rétti, t.d. til- búna sjávarrétti, inn á markað í Evrópu. Samkvæmt þeim tollasamnignum sem nú er rætt um yrðu slíkir réttir jafnvel tollfrjálsir og þar fengjum við góðan möguleika á að keppa við hvern sém er. Þar með hefðum við þann möguleika að korna vörunni í full- unninn búning. Möguleikarnir eru því fyrir hendi að mínu mati.“ Varö að velja námið eða golfið Ekki verður svo við Jón Þór skilið að golf- áhugi hans sé ekki dreginn inn í umræðurn- ar. Þrátt fyrir annríkið bregður hann sér reglulega á völlinn, sem reyndar var hans heimili um tíma því móðir hans var á hans yngri árum húsvörður í golfskálanum á Jað- arsvelli. Á menntaskólaárunum var frí- stundunum eytt í golfið og árangurinn var oft góður. Margir bjuggust við að þarna færi framtíðarkeppnismaður í golfíþróttinni, ekki síst þegar fréttist af Bandaríkjadvöl hans. „Auðvitað er gaman að vera góður í golfi en spurningin er hve langt maður kemst á því. Að því hlaut að koma að valið þyrfti að standa á milli golfsins eða einhvers annars. Ég hefði aldrei sætt nrig við það eftirá að hafa fórnað námi fyrir golfið og fór þess vegna út í að spila golf mér til ánægju en samt vil ég halda rnér þannig að ég geti spil- að þokkalega.“ Vil sjá Háskólann á Akureyri sem þriðja valkostinn Háskólinn á Akureyri á eina af mörgum stuðningsröddum sínum hjá Jóni Þór. Hann hvatti mjög til þess að komið yrði á fót gæðastjórnunarbraut við skólann, sem og verður gert í haust, en segir jafnframt að helst hefði hann viljað hafa meiri tíma til að fylgjast með uppbyggingu skólans. Hér sé á ferðinni eitt af stóru málunum fyrir Akur- eyrarbæ. Allur jarðvegur sé til þess fallinn að upp úr honum spretti öflugur skóli og mikilvægt sé að gera sér grein fyrir að með því fengist fjöldi fólks með mikla þekkingu inn á svæðið. „Ég sé fyrir mér að þessi skóli geti orðið fyrir alla sem vilja afla sér menntunar á háskólastigi. Ég vil sjá þennan skóla sem valkost þannig að sjálfvirkt verði ekki leng- ur litið á kosti til náms sem Reykjavík eða útlönd heldur bætist nú Akureyri í hópinn sem þriðji valkosturinn. Og þá er grundvall- arskilyrði fyrir að þetta sé hægt að skólinn bjóði upp á fjögurra ára nám því góðir stúdentar vilja aðeins fjögurra ára nám.“ Bæjarkerfi sem ekki hlýðir Við erum komnir í spjallinu að hlut Jóns Þórs í félagsmálum og bæjarmálum og sjálf- ur kallar hann það ákveðna óþreyju á sínum tíma að hella sér út í bæjarmálastarf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á þessum tímapunkti verði hann að slá botn í þessa vinnu í bili, enda nógu að sinna á nýja vinnustaðnum. Seni dæmi um hreinskilni Jóns Þórs viöur- kennir hann fúslega að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með vinnuna í bæjarkerfinu. „I þessari pólitísku bæjarmálavinnu er geysilega margt hæft fólk en auk þess margt fólk sem ber ekki fullkomið skynbragð á hvaö er að gerast þó vissulega sé gott að fá ólík viðhorf og sjónarmið inn í þessa vinnu. Mér finnst hlutirnir einfaldlega ganga of hægt. Ég get ekki annað en sagt að innan bæjarkerfisins er stjórnlaust starfsfólk, fólk sem stjórnar sér sjálft. Hér hefur margsinnis verið gerð tilraun til að breyta stjórnskipu- lagi en án árangurs. Þetta er ekki starfsfólk- inu sjálfu að kenna heldur þeim sem stýra bæjarkerfinu, bæjarstjórn og bæjarráði. Þetta er hlutur sem fyrr eða síðar verður að • taka á og sem betur fer held ég að nú sé ver- ið að gera tilraun til bóta. Hvað þetta varðar er ég ekki að gangrýna síður félaga mína í Sjálfstæðisflokknum fremur en aðra því þar er líka tregða til að breyta þessu," segir Jón Þór og bætir við að fyrir Akureyringa sé mikilvægast að þeir hjálpi sér sjálfir, ekki sé nóg að tala um hlutina. Að hafa vit á hlutunum fyrir utan völlinn Jón Þór varð áþreifanlcga var við hvernig brugðist er við ef nýjar hugmyndir, jafnvel róttækar, eru færðar í tal því á síðasta ári fékk Jón Þór sterka gagnrýni úr ýmsum átt- unt fyrir þá hugmynd sína að Akureyrarbær seldi hlut sinn í Útgerðarfélagi Akureyringa og nýtti það fjármagn sem þar losnaði til annarra nota í atvinnulífi bæjarins. „Þessi hugmynd snerist fyrst og fremst um að sýna lit og líf en svona lagað er alltof rót- tækt fyrir bæjarkerfið. Hér eru alltof margir kóngar og of margar drottningar, þrýstiaðil- ar sem þrýsta svo á stjórnmálamennina að þeir þora ekki að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir. Auðvitað er hægt að gera margt annað en þetta en þá verður að benda á þær leiðir. Oft hef ég bent fólki á að þegar svona hugmyndir eru gagnrýndar þá á fólk að gera það með því að benda á eitthvað annað eða þegja ella. Þetta er eins og með knattspyrn- una, það er auðvelt að standa fyrir utan og hafa vit á öllu sem gerist á vellinum en sjón- arhornið verður allt annað þegar inná völl- inn er komið.“ „Til þess að ég sé tilbúinn að gefa mig aft- ur að bæjarmálunum þá held ég að þurfi að verða breyting á í þessum bæ og fólk komist út úr þessu eiginhagsmunakerfi sem hér er. Það er ekki hægt að ætlast til að fólk eyði miklum tíma, tíma fjölskyldu sinnar fyrir svona kerfi. Ég er því ákveðinn í að draga mig úr allri þessari vinnu í bili og sinna þessu nýja verkefni mínu næstu árin ein- | göngu,“ segir Jón Þór Gunnarsson. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.