Dagur


Dagur - 27.07.1991, Qupperneq 12

Dagur - 27.07.1991, Qupperneq 12
12 - DAGUR - Laugardagur 27. júlí 1991 Dulspeki Hér í þessum pistlum höfum við áður velt fyrir okkur áhrifum hugsunar og hugarorku og það hvernig röng hugsun getur haft áhrif á okkur og þá sem í kring- um okkur eru. í þeim vanga- veltum var talað um það hvern- ig andrúmsloft getur verið smit- að eða réttara sagt mengað af hugsanabylgjum sem fólk hefur myndað. En þá erum við komin að næsta skrefi sem er að velta fyrir okkur á rökfræðilegan hátt hvernig fjarhrif ganga fyrir sig eða hugskeyti eins og þau eru kölluð. Með fjarhrifum er átt við það að hugur nær sambandi við ann- an huga eftir öðrum leiðum en leiðum skynfæranna eins og við þekkjum þau. (Sjón, heyrn, ilman, snertiskyni og bragð- skyni.) Það er einmitt þetta sem svo margir hafa reynt að brjót- ast yfir en það er að sanna að hægt sé að hafa „samskipti" á annan hátt en með þessum lík- amlegu skynfærum. Með því að sýna fram á að fjarhrif séu staðreynd hlýtur að vera búið að sýna fram á að skynfærin séu fleiri en þessi fimm sem við þekkjum svo vel. Hin svoköll- uðu raunvísindi hafa gert það sem þau geta til að áfneita öllu sem að þessu viðvíkur. Þó hafa menn nú á seinni tímum þurft að hætta að líta á fjarhrif með eins léttvægum augum og gert var áður með niðurstöður fjöl- margra rannsókna á fjarhrifum í huga. Vilja menn nú jafnvel ganga svo langt að segja að þeir hafi sannað tilvist fjarhrifa. En burtséð frá öllum rann- sóknum og tilraunum með fjarhrif er fróðlegt að velta fyrir Einar Guðmann Sjötía skynfærið? sér hvað það er sem sagt er að geri fjarhrif möguleg. í það minnsta hlýtur að vera eitthvert lögmál þar á bakvið sem gerir þetta mögulegt. Einhver kann að muna eftir því þegar við velt- um fyrir okkur árunni og skipt- ingu hennar að þar var rætt um nokkuð sem heitir geðlíkami. Dulvísindamenn hafa löngum vitað að í geðlíkamanum eru hinar fimm svokölluðu andlegu hliðstæður líkamlegu skynfær- anna sem maðurinn getur séð, heyrt og skynjað með án þess að nota líkamlegu skynfærin. En auk þessara fimm hefur hann sjötta líkamlega skynfærið sem gerir honum kleift að skynja hugsanir og hugsana- bylgjur frá öðrum mönnum óháð fjarlægðum á jörðinni. Ekki veit ég til þess að til sé lýs- andi orð yfir þetta skynfæri á evrópskum málum þannig að einfaldast er að kalla það fjar- hrifaskynfærið. Eins og talað var urn hér að ofan áttu hin fimm skynfæri sér andlegar hliðstæður í geðlfkam- anum og við það er bætandi að þetta svokallaða fjarhrifaskyn- færi á sér bæði líkamlega og andlega hliðstæðu. Þetta líkam- lega skynfæri sem við erum að tala um er heilaköngullinn. Hann er í miðjum heilanum og er nokkurn vegin beint yfir efri enda hryggjarsúlunnar en þar er þessi rauðgrái, keilulaga kirtill sem er áfastur grunnfleti þriðju heiladeildarinnar fyrir framan litla heilann. Heilaköngullinn er samsafn af taugaefni með blóð- kornum sem líkjast taugafrum- um og einnig litlum, storknuð- um ögnum, sandbornum og kalkkenndum sem stundum hafa verið kallaðar „heilasand- Merkilegt er að þetta líffæri og „skynfæri“ er stærra í börn- um en fullorðnum og þroskaðra í fullorðnum konum en körlum. Hugsanabylgjur eru óháðar efni og þess vegna þarf þetta líffæri ekki að hafa op útávið eins og hin fimm skynfærin. Það gerist rétt eins og þegar ljós skín í gegnum gler. Yogar hafa löng- um vitað að „heilaköngullinn“ hefur m.a. það hlutverk í heilan- um að taka við hugsanabylgjum frá öðrum heilum. Það er eter- inn í kringum okkur sem gerir þetta kleift. Þegar hugsun myndast, fer af stað sveifla í eternum rétt eins og um öldu- * hreyfingu væri að ræða. Sveifl- an geislast í allar áttir eins og ljósbylgjur frá ljósaperu. Þessi sveifla snertir síðan „fjarhrifa- skynfærið" í öðrum mannver- um sem aftur kemur af stað sveiflu í heila móttakandans sem endurskapar hugsunina. Að sjálfsögðu erum við þessir venjulegu menn sem erum að drukkna í dægradvölum og unaðssemdum yfirleitt of upp- leknir af að njóta líkamlegra unaðssemda til þess að taka eft- ir og vera móttækilegir fyrir þessum hugskeytum og sveifl- um. Það fer algerlega eftir næmni einstaklingsins hvort hugsanir frá öðrum séu nægi- lega kraftmiklar til þess að geta borist inn á vitundarsvið hans. En öll verðum við þó vör við þetta að einhverju marki. Það eru eflaust fáir sem hafa ekki upplifað það að hitta mann sem þeir „skynja" að er annað hvort niðurdreginn eða úrillur. Einnig skynja menn oft á tíðum mismunandi áhrif frá þeim stöð- um sem þeir eru staddir á sem stafar af staðbundnum hugsana- bylgjum. Við getum þess vegna litið á fjarhrif sem annað hvort meðvitaða eða ómeðvitaða móttöku á hugsanabylgjum sem hugir annarra senda frá sér ómeðvitað eða meðvitað. Því meðvitaðri og kraftmeiri sem hugsunin er þeim mun öflugri er móttaka hugsunarinnar. Við skulum því aldrei gleyma því að hugsun fylgir ábyrgð eins og fram kemur m.a. í Biblíunni þar sem við erum minnt stöðugt á það að það eru ekki einungis verkin sem tala heldur einnig hugsunin á bakvið þau. Bakþankar Gamli sáttmáli genginn Það er kunnara en frá þurfi að segja að auðveldara er að gefa öðrum ráð en að fara sjálfur eft- ir því sem maður veit þó best og drengilegast. Ekkert hefur á það skort að ég hafi slegið um mig með ráð- leggingum og „patentlausnum" á annarra manna vanda að undanförnu. Ráðin voru t.d. fólgin í því síðast að hverjum væri hollt ef ekki skylt að fljúg- ast á við arfa úti í kartöflugarði helst einu sinni á dag og oftar samkvæmt læknisresepti. Nú er ekki því að leyna að viss aðili á þessu heimili hér er einlægt að nudda mér út í beðin til þess held óg að ég fari að hugsa skýrar og fari að eigin ráðleggingum í hugræktar- skyni. En þrátt fyrir þessar útvísanir í tíma og ótíma er mér einkar lagið að láta mig líða eitthvað annað en í arfann þeg- ar út er komið og ég laus við handstýringuna. Þess vegna er nú svo komið, ykkur að segja, að kartöflugrös, arfi, elfting og njóli una býsna sæl við sitt og ekki annað að sjá en með þess- um einstaklingum öllum sé fullt jafnræði og yfir að líta eru kart- öflubeðin nú jafn- og þéttvaxin öllu þessu samansöfnuðu grænmeti. Sumum finnst þetta ekki falleg sjón. Það hefur hvarflað að mór upp á síðkastið æ oftar að verða mér úti um svartan dúk úr plasti og breiða bara yfir allt þetta og þá í tvennum tilgangi. Hinn fyrri væri þá einfaldlega að fela ósköpin sem ég er hálfpart- inn farinn að skammast mín fyr- ir og hinn síðari að freista þess einfaldlega, hálfpartinn bara að ganga að honum dauðum öllum þessum gróðri. Ég veit að ykkur finnst þetta ekki fallegt og hugs- ið vafalaust eins og frú Guð- björg að mér veiti ekkert af mikilli arfatínslu. En þá ætla ég að leyfa mér að hafa orð á þvl að ástandið er orðið svo tvísýnt að spurningin er einfaldlega sú hvor okkar ég eða arfinn fer fyrr undir svart. Svo gæti þesskonar yfir- breiðsla sem hér er talað um verið nytsamleg til annara hluta líka. Það koma meira að segja þeir tímar að mig sjálfan langar einna helst undir svoleiðis dúk. I Menn hafa í íslandssögunni lagst undir eins konar yfir- breiðslu þegar mikið hefur verið í húfi að þeir hugsuðu rétt. Eitt slíkt skipti sem mig lang- aði í hvarf var fyrir hádegi s.l. laugardag undir umræðuþætti sem Páll Heiðar stjórnaði. Þar töluðu saman Birna Þórðardótt- ir, Bjarni Einarsson og Guð- mundur Ólafsson og mæltist öllum vel. Þegar nær dró lokum þáttarins upplýsti Bjarni að hann hefði tekið sig til og lesið saman Gamla sáttmála frá 1262 og ellefu þúsund síðna lesmál sem fylgir Evrópsku efnahagssvæði. Bjarni sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu með þessum samanburði að samskonar skerðing fullveldis væri fólgin í þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu eins og var að undirgangast Gamla sátt- mála forðum. Hann tvítók þetta hann Bjarni. Eins og þið munið fólst það ( Gamla sáttmála að Islendingar sóru land og þegna og ævinleg- an skatt herra Hákoni konungi og Magnúsi konungi og voru þar með orðnir þegnar norsku aftur? krúnunnar. Nú er því haldið fram að það sama sé á döfinni. Ef þetta er tilfellið sem fræði- maðurinn, Bjarni, heldur fram á grundvelli rannsókna sinna ætla ég að leyfa mér fyrir hönd þjóðarinnar að bjóða Jóni Baldvin og hinum ráðherrunum líka undir svarta dúkinn minn innan um illgresið aö þeir megi vera þar lengi og hugsa sitt ráð allt upp á nýtt. Bjarni má svo eiga hjá mér sams konar heimboð ef vís- indaniðurstöður hans reynast ekki byggðar á haldgóöum rannsóknum og má söfnuður hans fylgja honum því þetta verður stór yfirbreiðsla eins og fyrr er getið. Alvarlegast ( þessu er þaö að sem þetta er skrifað hefi ég hvergi séð mótmælt þeim full- yrðingum Bjarna að við séum ( þann mund að sverjast að fullu og öllu undir erlent vald og afsala okkur fullveldinu með sama hætti og með Gamla sátt- mála forðum. Þótt við séum að vísu sein- þreyttir til vandræða, framsókn- armenn norður í landi, finnst okkur samt við eiga rétt á því að fá á því fullnægjandi skýringar hvernig á því stendur að yfirlýs- ingar ganga svo gjörsamlega á víxl. Ég get vel ímyndaö mér að fleiri þjóðfélagsþegnar væru okkur sammála um þetta. Ef nú er undirbúinn Gamli sáttmáli „hinn nýi“ eins og Bjarni Einarsson fullvissar okk- ur um og Jón Baldvin þá í hlut- verki Gissurar jarls er timi til kominn að við fáum að vita af því svo við getum gert viðeig- andi ráðstafanir og efnt til nýrrar ríkisstjórnar. Ef enginn sér ástæðu til að mótmæla niðurstöðum Bjarna hljótum við að líta svo á að hann hafi hitt naglann á höfuðið enda viljum við ekki trúa því, framsóknarmenn, að gripið sé til slíkra örþrifaráða í þjóðmála- umræðu að fullyrða að dagar fullveldis okkar séu senn taldir ef sá ræðumaður hefur ekki fyrir þv( óhyggjandi rök. Það er farið aö hlakka í arfan- um sýnist mér út um gluggann og hann sér fram á fjörugt sam- kvæmislíf undir dúknum á næstunni. Kr. G. Jóh.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.