Dagur - 27.07.1991, Qupperneq 19
Laugardagur 27. júlí 1991 - DAGUR - 19
Popp
Magnús Geir Guðmundsson
Svörtu kaggarnir, frá vinstri: Valur Halldórsson, Guðbrandur Siglaugsson, Konráð V. Sigursteinsson og Kristján
Ingimarsson. Myndir: Golli
„Skítugir um hendurnar rokkband"
- Svörtu Kaggarnir í spjalli
Hér á Akureyri hefur oröið
ánægjuleg aukning í dægurlífinu
nú síðustu misserin. Hefur meöal
annars myndast nokkuð sterkur
kjarni hljómsveita, sem hefur ver-
ið þó nokkuð duglegur við að
halda tónleika.
I dag er þar fremst meðal jafn-
ingja hljómsveitin Svörtu Kagg-
arnir, sem smátt og smátt hefur
verið að færa sig upp á skaftið
síðan hún varð til fyrir um einu og
hálfu ári. Hljómsveitin, sem skip-
uð er þeim Guðbrandi Siglaugs-
syni taktgítarleikara, Konráði V.
Sigursteinssyni sólógítarleikara,
Vali Halldórssyni trommuleikara
og Kristjáni Ingimarssyni bassa-
leikara og söngvara, hyggst nú
innan skamms leggja af stað til
landsfrægðar með því að spila í
Húnaveri nú um verslunar-
mannahelgina.
Af því tilefni mætti umsjónar-
maður Poppsíðunnar á æfingu
hjá þeim í Gagnfræðaskóla
Akureyrar fyrr í vikunni og átti við
þá stutt spjall.
Þaö lá beinast við að spyrja
fyrst, hvernig það væri komið til
að þeir spiluðu í Húnaveri.
Kristján: „Það var í stuttu máli
þannig að Jakob Magnússon
kom til mín niður í bæ rétt áður
en byrjað var að auglýsa Húna-
vershátíðina og bauð okkur að
vera með.“
- Hve lengi og hvenær komið
þið fram?
„Við fáum að spila í klukku-
tíma, en á hvaða degi vitum við
ekki ennþá.“
- Hvað með prógrammið,
hvernig er það uppbyggt?
„Það eru um þrjátíu lög á því,
þar af eru um 17-18 frumsamin
og kringum 13 eftir aðra.“
- Hvernig urðu Svörtu Kagg-
arnir til?
Konráð: „Við Kiddi vorum í
annarri hljómsveit sem þróaðist
út í Svörtu Kaggana. Brandur
kom svo inn um áramótin og nú
fyrir skömmu skiptum við um
trommara og Valur kom inn.“
- Hverjir semja tónlist og
texta:
Kristján: „Það koma allir við
sögu við lagagerðina, en ég og
Brandur semjum textana."
- Hvernig eru textarnir?
Guðbrandur: „Þetta snýst um
að passa sig á að hafa ekki of
marga sérhljóða í línu og þær
geta orðið 14 ef þær eru nógu
stuttar. (Hlátur)
- Hvernig viljið þið skilgreina
tónlistina ykkar?
Konráð: „Er þetta ekki bara
skítugir um hendurnar rokk.“
(Fleiri skilgreiningar eins og
rokkabilly með nýbylgju-jass og
rappívafi heyrast en Konráðs-
kenning verður ofaná, sem sagt
„skítugir um hendurnar rokk.“)
Að lokum strákar. Hver er
stefnan?
„Að fara í hljóðver og taka upp
plötu og komast á toppinn."
Umsjónarmaður þakkar þeim
„Köggum" kærlega fyrir spjallið
og óskar þeim góðs gengis í
Húnaveri.
Ætlum okkur stóra hluti í Húnaveri um verslunarmannahelgina.
Af vandræðagangi:
Guns ’n’ Roses enn í sviðsljósinu
Það nýjasta í hinni endalausu
framhaldsögu af Guns ’n’ Roses
er það annars vegar, að nú eru
tvær dagsetningar uppi sem
hugsanlega gætu orðið útgáfu-
dagur fyrir nýju plöturnar tvær
Use your lllusion I og II, þ.e. nú
29. júlí eða 12. ágúst. Þetta ber
þó að taka með fyrirvara eftir það
sem á undan er gengið. Hins
vegar er það sem verra er, að
hljómsveitin hefur enn og aftur
komist í vandræði og enn eina
ferðina er það söngvarinn W.
Axl. Rose, sem hlut á að máli.
Á tónleikum, sem hljómsveitin
hélt nú fyrir skömmu fór allt í bál
og brand þegar Rose í miðjum
klíðum henti sér niður af sviðinu
og réðst að Ijósmyndara, sem
var í óleyfi að taka myndir. Að
vonum brá öðrum tónleikagest-
um við að sjá söngvarann koma
fljúgandi og brutust út mikil
slagsmál, þar sem hátt í sextíu
manns slösuðust, þar á meðal
aðstoðarmaður Slash gítar-
leikara, sem fékk höfuðáverka
eftir að flösku var kastað í hann.
Þá urðu miklar skemmdir á tón-
leikasalnum og sömuleiðis urðu
tæki hljómsveitarinnar fyrir barð-
inu á ólátunum.
Ekki er Ijóst hver eftirmálin
verða af þessum ólátum, en tals-
maður hljómsveitarinnar vísar
allri ábyrgð á hendur aðstand-
endum tónleikastaðarins og sak-
ar þá um lélegt eftirlit. Það hefði
verið búið að gera þeim Ijóst að
hljómsveitin vildi ekki að myndir
yrðu teknar fyrir framan sviðið,
en því hefði greinilega ekki verið
sinnt sem skyldi.
Það fylgir ekki sögunni hver
viðbrögð tónleikahaldaranna urðu,
en Ijóst má vera að þau hafa ekki
verið góð. Voru tónleikarnir nán-
ar tiltekið haldnir í borginni St.
Louis og var nýlega búið að opna
staðinn sem þeir fóru fram í sem
kann að einhverju leyti að vera
ástæðan fyrir lélegri gæslu.
Þess má svo að lokum geta að
nú fyrir skömmu kom út nýtt lag
með Guns ’n’ Roses, sem kallst
You could be mine og er það úr
myndinni Terminator 2. með
Arnold Schwartzenegger í aðal-
hlutverki.
Spurning vikunnar
Hvað hyggstu gera um
verslunarmannahelgina?
Spurt á Akureyri
Þrúður Gunnarsdóttir, 15 ára:
„Ef ég verð ekki að vinna fer ég
hugsanlega í Kverkfjöll. Mig
langar ekki á útihátíð og efast
um að ég fengi leyfi til þess. Ef
ég fer ekki í Kverkfjöll fer ég
eitthvað annað í útilegu."
Guðmundur Freyr
Sveinsson, 14 ára:
„Ég fer til Reykjavíkur að
heimsækja vini og kunningja.
Ég ætlaði ekki að fara á útihátíð
að þessu sinni og hefði sjálf-
sagt ekki mátt það.“
Guðný Sif Jakobsdóttir,
15 ára:
„Ætli ég verði ekki að vinna um
helgina. Ég hefði farið í Vagla-
skóginn ef ég væri ekki að
vinna en alls ekki í Húnaver."
Harpa Hafbergsdóttir, 16 ára:
„Ég fer kannski í Húnaver,
a.m.k. hef ég aldur til þess.
Flestir vinir mínir ætla í Húna-
ver þannig að líklega mun ég
skemmta mér þar um helgina."
Helgi Valur Másson, 16 ára:
„Ég er að hugsa um að vera
heima og fá mér bjór yfir sjón-
varpinu. Ég hef engan áhuga á
að fara á útihátíð en ef allt ann-
að klikkar fer ég í Húnaver, þar
sem mannskapurinn verður."