Dagur - 27.07.1991, Blaðsíða 20
Mynd: Golli
Daníel og Hilmar hárinu fátækari eftir sigurinn
Sigur Pórsara á KR í 8 liða úrslitum Mjólkurbik-
arkeppninnar dró dilk á eftir sér fyrir tvo gall-
harða áhangendur Þórsara, Daníel Snorrason,
rannsóknarlögreglumann, og Hilmar Gíslason,
bæjarverkstjóra.
Þeir voru efins um að Þór myndi vinna sigur, en
hétu því að ef svo færi myndu þeir láta klippa hár
sitt snöggt. Eyjólfur Magnússon, hárskeri á hár-
snyrtistofunni Artemis, tók þá á orðinu í gær-
morgun. Til þess að fylgjast með að allt færi fram
eftir settum reglum mættu á staðinn Sigurður
Lárusson, þjálfari Þórs og Halldór Áskelsson,
leikmaður Þórs. óþh
Fjarvinnslustofan
Orðtak hf.:
Firmaskrá
verkeftii
Undanúrslit í
Mjólkurbikarnum:
„Aðalatriðið að
fá heimaleik“
stórra fullyrðinga, en eitthvað er
að. Mikill sandframburður er úr
Kráká í Mývatn og niður Laxá.
Sandurinn eyðileggur skjól fyrir
seiði og smálax í Laxá og sumir
nefna Kísilverksmiðjuna sem
bölvald. Ég hef heyrt ýmislegt og
tek flest með fyrirvara. Þó er
ljóst að ýmis efni svo sem sódi og
annað er sett í grunnvatnið.
Hraunið er gljúpt og því eiga
þessi efni greiðan aðgang út í
vatnið. Talað er um að dæla þess-
um efnum norður á sandana sem
er engin lausn. Já, margt ber að
varast þegar lífríkið er annars
vegar og sé Kísiliðjan sá bölvald-
ur sem sumir vilja halda fram þá
verður hún að víkja,“ sagði Vig-
fús B. Jónsson. ój
vetrarins
- flytur í nýtt og
rúmbetra húsnæði
Fjarvinnslustofan Orðtak hf. á
Hvammstanga er um þessar
mundir að flytja í stærra hús-
næði og verið er að ganga frá
samningum við viðskipta- og
dómsmálaráðuneyti um
vinnslu á flrmaskrá.
Orðtak hefur verið í um 30 fer-
metra húsnæði frá því það var
sett á laggirnar. Húsnæðið sem
ljarvinnslustofan flyst nú í er aft-
ur á móti um 90 fermetrar og að
sögn Steingríms Steindórssonar,
framkvæmdastjóra Orðtaks, er
mikill munur að komast í stærra
húsnæði. Hann segist jafnvel
búast við að í haust verði eitt-
hvað aukið við tækjakost stof-
unnar enda bætast 2-3 starfsmenn
við vegna firmaskrárinnar, en allt
að fimm manns verða settir í það
verkefni.
Síðastliðinn vetur gerði Orð-
tak hlutafélagaskrá fyrir ríkið, en
hefur síðan mest verið í almenn-
um umbrotsverkefnum og ætt-
fræðiskráningum. Steingrímur
segir það því skipta miklu fyrir
fjarvinnslustofuna að fá þetta
nýja verkefni, þó allt bendi til að
höfuðborgarsvæðið sjái um sína
firmaskrá sjálft.
Hingað til hefur aldrei verið
gerð ein heil firmaskrá yfir landið
og segist Steingrímur því búast
við að verkið taki nokkra mán-
uði, en reiknað er með að í fram-
tíðinni verði firmaskráin meðal
annars inn á gagnaneti. SBG
„Ég er mjög ánægður með
þetta. Ég hafði hins vegar gert
mér vonir um að fá FH-inga
hér heima, en aðalatriðið er að
fá heimaleik og vinna hann,“
sagði kampakátur þjálfari Þórs
á Akureyri, Sigurður Lárus-
son, eftir að Ijóst varð að Þór
hafði dregist gegn Valsmönn-
um á heimavelli í undanúrslit-
um Mjólkurbikarkeppninnar í
knattspyrnu.
í hinum undanúrslitaleiknum
dróst Víðir í Garði gegn FH-ing-
um og fer sá leikur fram í Garð-
inum. Báðir leikirnir verða þann
8. ágúst nk.
Þórsarar sækja Keflvíkinga
heim í undanúrslitum bikarkeppni
kvenna og Valsstúlkur etja kappi
við Skagastúlkur á Akranesi
þann 14. ágúst nk. óþh
Hitaveita Akureyrar:
Steftit að
jarðboran á
Þelamörk
Hitaveita Akureyrar og stjórn
veitustofnana vinnur að samn-
ingagerð vegna áframhaldandi
jarðborana við Laugaland á
Þelamörk, en áhugi er fyrir að
hefja borun í landi Laugalands
í haust eða fyrrihluta vetrar.
Engar boranir hafa farið fram
á þessu ári á vegum Hitaveitu
Akureyrar.
Franz Árnason, hitaveitu-
stjóri, segir að ef endar náist
saman í samningagerð fyrir
haustið sé vilji fyrir því að hefja
jarðboranir í haust. Ekki er
beinlínis hægt að kalla það til-
raunaboranir, heldur sambland
tilrauna- og vinnsluborunar, þ.e.
tilraunaholan getur hugsanlega
orðið að vinnsluholu ef vel tekst
til við Laugaland. Um aðrar til-
raunaboranir verður ekki að
ræða í ár.
„Við slógum málinu á frest því
við töfðumst í bili við samnings-
gerðina. Þetta eru í rauninni
tvíhliða samningar, annars vegar
við eigendur Laugalands, Legats-
sjóð Jóns Sigurðssonar, og hins
vegar við Glæsibæjarhrepp," seg-
ir Franz Árnason. EHB
Flugslysið í Mývatnssveit:
Mótor vélariimar í
rannsókn á Akureyri
Ekkert liggur enn fyrir um
orsakir flugslyssins í Mývatns-
sveit sl. flmmtudag þegar TF-
TOM, fjögurra sæta vél af
Piper gerð frá Akureyri, hrap-
aði skömmu eftir flugtak.
Sérfræðingar frá Loftferðaeft-
irliti og Flugslysanefnd luku
rannsókn á slysstað sl. fimmtu-
dagskvöld og næst liggur fyrir að
rannsaka mótor vélarinnar. Grét-
ar Óskarsson hjá Loftferðaeftir-
liti sagði í gær að mótorinn yrði
færður til Akureyrar þar sem
sérfræðingar frá Loftferðaeftirliti
og Flugfélagi Norðurlands yfir-
færu hann og leituðu skýringa á
slysinu. Grétar sagði á þessu stigi
ekkert hægt að segja til um
orsakir slyssins, en benti á að
sjónarvottur hefði sagt að vélin
hefði misst vélarafl skömmu eftir
flugtak. Eðlilegt væri því að
rannsaka mótor vélarinnar mjög
gaumgæfilega.
Grétar kvaðst ekki búast við
að niðurstöður rannsóknar á
flugslysinu lægju fyrir fyrr en í
fyrsta lagi í september.
Líðan Akureyringanna þriggja
sem voru um borð í vélinni,
Hreiðars Valtýssonar, flug-
manns, Gunnars Sigurbjörnsson-
ar og Davíðs Rúnars Gunnars-
sonar, var eftir atvikum góð í
gær. Þeir voru allir á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri, þar af
voru þeir Hreiðar og Gunnar á
gjörgæsludeild. óþh
Vigfús B. Jónsson á Laxamýri um lélega veiði í Laxá í Aðaldal:
„Náttúrulegur“ fiskur skilar sér ekki í Laxá
„Fyrir tveimur árum fór ég að
merkja mikiar neikvæðar
breytingar á lífríkinu við Laxá.
Álftin drapst á Laxá tvo vetur í
röð. Laxveiðin minnkar ár frá
ári þrátt fyrir ræktun og
strangt eftirlit með laxaseiðum
árinnar,“ sagði Vigfús B.
Jónsson, bóndi að Laxamýri í
Suður-Þingeyjarsýslu, þegar
hann var spurður frétta af
lélegri veiði í perlu íslenskra
laxveiðiáa.
Nú andar
suðrið
Gert er ráð fyrir hægri suð-
austanátt og sumsstaðar
smáskúrum eða rigningu á
Norðurlandi um helgina.
Samkvæmt upplýsingum frá
Veðurstofu íslands verður víða
skýjað á Norðurlandi, einkum á
annesjum og við ströndina. Hita-
stig verður á bilinu tólf til fimmtán
gráður. Ekki er gert ráð fyrir
langvinnri rigningu um helgina,
og inn til landsins verður víða
léttskýjað með köflum. EHB
Að sögn Vigfúsar hefur lax-
veiðin í Laxá glæðst að undan-
förnu. Þar kemur til smálax, sem
er lax er sleppt hefur verið sem
seiðum frá laxeldisstöðinni að
Laxamýri. Tumi Tómasson,
fiskifræðingur, hefur fylgst með
seiðastofninum í Laxá frá ári til
árs og í sumar hafa verið tekin
hreisturssýni af fjölda fiska. f
fyrra kom í ljós að náttúruleg
seiði árinnar skiluðu sér illa til
sjávar. Orsakir þessa eru taldar
miklar leysingar og kuldi árinnar.
Mjög kalt var í 'júní sem hafði
afgerandi áhrif. í fyrra var ástand
sjávar slæmt að mati haffræð-
inga.
„Ég vil trúa að um eðlilega
sveiflu sé að ræða. Bændur við
Laxá eru áhyggjufullir og raddir
heyrast hér í sveit að Laxá sé
skemmd á sama hátt sem
Mývatn. Við höfum farið fram á
við umhverfisráðuneytið að rann-
sóknir á lífríkinu við Mývatn nái
til Laxár einnig. Mývatn og Laxá
eru eitt og sama vatnasvæðið.
Fyrrverandi umhverfisráðherra
gaf bændum góðar vonir um
rannsóknir við Laxá. Ljóst er að
sá lax sem er náttúrulega klakinn
og gengur í Laxá gengur upp í
þverár Laxár, Mýrarkvísl og
Reykjadalsá. Ég er ekki maður