Dagur - 26.10.1991, Blaðsíða 2

Dagur - 26.10.1991, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 26. október 1991 Fréttir Hlað hf. á Húsavík: Um það bil ársverk við skotfæraframleiðslu 7- T 1 • " f IJBm ÁWKtmk, \ —'jnn Búseta á Húsavík var afhent fjögurra íbúöa raðhús nýlega. Það var Fjalar hf. sem annaðist byggingu hússins, sem er fullfrágengið með frágenginni lóð. Þetta er í fyrsta sinn sem Búseti byggir raðhús, en félagið byggði fimm íbúðir í ijölbýlishúsi við Grundargarð og keypti og gerði upp fjórar íbúðir í fjölbýlishúsi við Garðarsbraut. Mynd: IM Meðferðarheimili fyrir þroskahefta á Siglufirði: Allar líkur á að rfldð i kostnað á næsta ári greiði - „sjálfsögð réttindi fólks úti á landi,“ segir bæjarstiórinn á Siglufirði Hlað hf. á Húsavík er flutt í eig- ið húsnæði að Árgötu 14. Hlað framleiðir skotfæri og selur byssur og ýmsan búnað til skotveiða. Eigendur fyrir- tækisins eru fimm og starfa fjórir þeirra við framleiðsluna, að vísu allir í aukavinnu og telja þeir að alls sé þarna um eitt ársverk að ræða í heildina. Rúnar Þorsteinsson var á vakt er Dagur spurði frétta af starf- semi fyrirtækisins. Sagði hann að töluvert hefði verið að gera hjá fyrirtækinu í haust, og að gæsa- vertíðin hefði komið betur út en hún hefði gert áður. Bæði hefði Dalvík: Kosið í jafn- réttísnefnd Á fundi bæjarstjórnar Dalvík- ur sl. mánudag voru kjörnir fulltrúar í jafnréttisnefnd bæjarins, en hún hefur ekki starfað til þessa. Aðalmenn voru kjörnir Viðar Valdimarsson, Svanfríður Jónas- dóttir og Svanhildur Árnadóttir. Til vara Guðbjörn Gíslason, Þröstur Haraldsson og Trausti Þorsteinsson. óþh Sögulegir atburðir endurtóku sig í Skagafirði um síðustu helgi. Áftur sló í brýnu að Örlygsstöðum, Grettir gekk að nýju á land á Reykjaströndinni og mótmælendur gerðu aðför að kaþólikkum að Hólum í Hjaltadal. Þrátt fyrir frækilega framgöngu vopnfærra manna sluppu þó allir þátttakendur við meiðsl. Verðlagsráð: Fijáls verðlagn- íng á sfld og loðnutilbræðslu Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í vikunni varð sam- komulag um að gefa frjálsa verðlagningu á síld og síldar- úrgangi til bræðslu á síldar- vertíð frá 1. október sl. til loka vertíðarinnar. Ennfremur varð samkomulag um að gefa frjálsa verðlagningu á loðnu til bræðslu á haust- og vetrarloðnuvertíð 1991-92. Launavísitalan: 0,1% hækkun Hagstofan hefur reiknað launavísitölu fyrir október- mánuð 1991, miðað við meðal- laun í september sl. Er vísital- an 129,3 stig eða 0,1% hærri en í fyrra mánuði. Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána, tekur sömu hækkun og er því 2.828 stig í nóvmeber 1991. verið meiri sala á skotum og byssum. „Rjúpnavertíðin fór vel af stað og við seljum enn mikið af skotum. Miðað við það sem við seljum einstaklingum hér virðist vera farið dálítið mikið til rjúpna. Menn virðast ánægðir með skotin frá okkur, því ef þeir prufa þau þá koma þeir aftur og kaupa meira. Verðið er í lægri kantinum og miðað við gæði held ég að skotin séu mjög ódýr, og við gefum verulegan magn- afslátt," sagði Rúnar. Hann sagði að þó væri ekki gott að gera sér grein fyrir hve rjúpnaveiðin væri mikið stunduð, þó skotin seldust vel þýddi það ekki að þau væru öll notuð jafnóðum. Einnig seldu þeir félagar mikið af framleiðsiu sinni til verslana og fylgdust ekki með hvernig sala þeirra skota gengi. Rúnar sagði að rjúpan væri stygg og misjafnt hvernig rjúpna- skyttum gengi við veiðarnar. Hann var tregur til að nefna dæmi um veiðisögur, sagði að menn hefðu fengið frá engri eða einni og upp í sæmilegan slatta. Hæsta talan sem hann hafði heyrt um dagsveiði í haust var 42 stykki, sem Mývetningur einn hefði skotið. Hann sagðist einnig vita að Jónas Hallgrímsson væri búinn ''ð fá 100 fyrir nokkru, þó hann hefði ekki stundað veiðarn- ar fyrstu dagana. IM Þarna var á ferðinni um tuttugu manna hópur frá Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ sem situr bókmennta- og söguáfanga í skólanum, bæði kennarar og nemendur. Að sögn Ingva Þor- kelssonar, kennara, er í þessum áfanga stundum farið á sögu- fræga staði og atburðirnir lífgaðir við og að þessu sinni varð Skaga- fjörður fyrir valinu. „Þessi ferð tókst alveg hreint frábærlega, en við þræddum sögustaðina og lékum jafnvel atburðina, auk þess sem fyrir- lestrar voru haldnir. Allt var þetta svo tekið upp á myndband sem verður klippt til og sýnt í skólanum," segir Ingvi sem fylgdi Að beiðni Benedikts Lárus- sonar, formanns Leikfélaga- sambands Norðurlands, hefur Leikfélag Akureyrar undirbú- ið námskeið og samveru fyrir leiklistarfólk á Norðurlandi á morgun, laugardaginn 26. októ- ber. Að sögn Signýjar Pálsdóttur, leikhússtjóra, verður boðið upp á fjögur námskeið og kennarar eru allir fastráðnir leikarar hjá Leik- félagi Akureyrar. Námskeið verða haldin í leikritun, fram- sögn og tækni og lýkur þeim með uppákomu á leiksviðinu um miðjan dag. Þá verður aðalfund- ur Leikfélagasambandsins hald- inn og að loknum sameiginlegum málsverði fara námskeiðsgestir á sýninguna Stálblóm. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufírði, segir ánægjulegt að fengist hafi 2,2 milljóna króna framlag inn í nemendum um Skagafjörð ásamt Bjarka Bjarnasyni kennara. Jörundur Áki Sveinsson, sem er einn þeirra er sitja þennan áfanga í Fjölbraut í Garðabæ, sagði í samtali við Dag í gær að ferðin hefði verið alveg meiri- háttar og allir skemmt sér kon- unglega. Sérstaklega hrósaði hann matseldinni í mötuneyti Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, en hópurinn hafði aðsetur í FNVÁS. Hann sagði að stefnan væri að komast í fleiri svona ferðir, enda hefðu kennararnir farið á kostum í þessari og menn væru bara rétt að ná sér niður eft- ir þessa upplifun. SBG Þegar hafa á fimmta tug áhuga- manna frá leikfélögum á Norðurlandi skráð sig á nám- skeiðin. Umsjónarmaður og skipuleggjandi er Signý Pálsdótt- ir. SS Fjórir sóttu um starf veitu- stjóra í Ólafsfirði, tveir Ólafs- firðingar, einn Reyðfirðingur og einn Reykvíkingur. Umsækjendur eru Einar Þór- arinsson, Ólafsfirði, Gísli Kristins- son, Ólafsfirði, Jóhann P. Hall- dórsson, Reyðarfirði, og Haukur fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til reksturs meðferðarheim- ilis og dagvistar fyrir þroska- hefta á Siglufirði. Siglufjarðar- bær hefur tvö undanfarin ár kostað rekstur heimilisins, en lögum samkvæmt ber ríkinu að greiða þennan kostnað. Á síð- asta ári nam þessi kostnaður um 3 milljónum króna. Þetta mál var rætt við Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráð- herra, þegar hún kom til Siglu- fjarðar fyrr í haust og segir Björn að hún hafi tekið mjög vel í mála- leitan Siglfirðinga og árangurinn hafi orðið sá að gert sé ráð fyrir 2,2 milljónum króna frá ríkinu til „Áherslan í heimilisfræðum er alltaf mikil á matargerð og nú erum við byrjuð að kenna á örbylgjuofninn. Umhverfis- þátturinn tengist þessu námi einnig nokkuð og farið er í hvaða efni eru skaðleg og því um líkt. Annars er heimilis- fræði námsgrein sem ekki er sinnt sem skyldi í mörgum skólum landsins,“ segir Aðal- björg Ingvarsdóttir, fagstjóri í heimilisfræði á Norðurlandi vestra. Að sögn Aðalbjargar er heim- ilisfræði kennd í öllum grunn- skólum í Húnavatnssýslum, en H. Guðmundsson, Reykjavík. Veitustjórn kemur saman til fundar í næstu viku og mun þá væntanlega gera tillögu til bæjar- ráðs um einn umsækjenda í veitu- stjórastarfið. Olgeir Gottliebsson er fráfar- andi veitustjóri í Ólafsfirði. óþh meðferðarheimilisins á næsta ári. Að sögn Björns Valdimarsson- ar er heimilið rekið á svipuðum nótum og dagvistun fyrir fatlaða annars staðar. Þar eru börn og njóta þau leiðsagnar bæði þroskaþjálfa og sjúkraþjálfara. Björn segir að út af fyrir sig væri hægt að senda þau börn, sem þurfa á mestri umönnun að halda, suður til Reykjavíkur. Það væri hins vegar vera dýrara fyrir þjóðfélagið heldur en að halda úti meðferðarheimili og dagvist fyrir þessi börn heima á Siglu- firði. „Auk þess eru það sjálfsögð réttindi fólks úti á landi að geta veitt þessa þjónustu heima í hér- aði,“ sagði Björn. óþh nokkra skóla í Skagafirði. „Aðstaðan fyrir þessa kennslu er misjöfn. Sumstaðar þarf að kenna í mötuneytiseldhúsum, en sjálfsagt er þetta eitt af því sem kemur til með að batna í framtíð- inni.“ Aðalbjörg segir að krakkarnir séu mjög áhugasöm um þessi fræði og ekki síður strákar en stelpur og sérstaklega þykir þeim gaman að baka. Við grunnskólann á Blöndu- ósi, þar sem Aðalbjörg kennir heimilisfræði, var í haust byrjað á stuðningskennslu í faginu fyrir sérkennslunemendur. „Þessir nemendur eru ekki á eftir í heimilisfræðináminu, en þar sem þessi námsgrein hentar mjög vel til að þroska hug og hönd, þá er talið jákvætt að auka við tíma í henni, í stað þess að láta þau glíma við eitthvað sem þeim gengur illa með. Annars er heimilisfræði mjög mikilvæg námsgrein í skólum, því allir verða að geta hugsað um sig sjálf- ir og í dag er nauðsynlegt að kunna að velja til að geta lifað heilbrigðu lífi,“ segir Aðalbjörg Ingvarsdóttir. SBG Sögulegir atburðir í Skagafirði: Örlygsstaðabardagi endurlífgaður Leikfélag Akureyrar: Leiklistamámskeið fyrir áhugaleikara Ólafsijörður: Fjórir sækja um veitustjórann Heimilisfræði í grunnskólum: „Ekki sinnt sem skyldi“ - segir fagstjórinn á Norðurlandi vestra enn vantar þessa námsgrein inn í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.