Dagur - 26.10.1991, Side 7

Dagur - 26.10.1991, Side 7
Laugardagur 26. október 1991 - DAGUR - 7 Fréttir Fj árlagafrumvarpið: Um 70% niðurskurður á framlagi til Neytendasamtakaima í frumvarpi til fjárlaga næsta árs er framlag til Neytenda- samtakanna skorið niður um 70%, úr fimm milljónum í eina og hálfa milljón króna. Að sögn Jóhannesar Gunnarsson- ar, formanns samtakanna, þýðir þessi niðurskurður á bil- inu 10 til 15% iækkun á heild- artekjum þeirra og sé þessi ráðstöfun óskiljanleg í Ijósi þeirra ummæla ráðamanna að undanförnu um að efla beri neytendastarf í landinu. Með því að skerða framlög til Neyt- endasamtakanna á þennan hátt jafnframt áætlunum um að draga úr starfsemi Verð- lagsstofnunar sé verið að höggva í tvígang í sama farveg og kvaðst Jóhannes ekki vilja trúa öðru en að um mistök við fjárlagagerðina sé að ræða, sem leiðrétt verði þegar frum- varpið verður afgreitt sem lög frá Alþingi. Jóhannes Gunnarsson sagði að það neytendastarf sem innt sé af hendi hér á landi í dag miðist við algjöra lágmarksþjónustu. Af þeim sökum standi Neytenda- samtökin nú frammi fyrir því á hvaða starfsvettvangi þau eigi að skera niður. Ef þessi niðurskurð- ur á fjárframlagi verði að veru- leika þá verði annaðhvort að draga úr kvörtunar- og leiðbein- ingaþjónustunni, sem sé mjög slæmt mál eða gera breytingar á starfi nýráðsins hagfræðings, er nú vinni að athugun á banka- og tryggingastarfsemi. Jóhannes sagði ennfremur að nú væri unnið Nýtt skóverkstæði á Húsavík: Vona að ég fái nóg að gera - segir Elín skósmiður Ung kona, Elín Þórhallsdóttir, opnaði í síðustu viku skóverk- stæði á Húsavík, en slíkt fyrir- tæki hefur ekki verið starfandi þar um margra ára skeið. Verkstæðið er til húsa að Héð- isbraut 3, pínulitlu húsi norðan við Hlöðufell. Elín hefur inn- réttað verstæðið sitt einstak- lega skemmtilega, eða „töff“. í afgreiðslunni er nýtt bárujárn á einum veggnum, í hvað rekn- ir eru sex tommu naglar í snaga stað, og skapar þessi innrétting magnað umhverfi. Elín er með sveinspróf sem skósmiður, en hvernig datt ungri stúlku í hug að læra þessa iðn? „Ég ætlaði að læra einhverja handiðn og það var eitthvað við þetta sem heillaði mig, en ég veit ekki af hverju. Það erþó mikið af leðurvinnu í þessu starfi og ég er mjög hrifin af leðri. Mér hefur verið tekið alveg ótrúlega vel, og þú sérð blómahafið í kring um mig. Ég var hreinlega með tárin í augunum á laugardaginn þegar fólk streymdi hingað með heilla- óskir.“ - Borgar sig að láta gera við skó í dag? „Það fer eftir því hvernig skórnir eru. Ef þú kaupir Kína- skó á 500 kall þá ferð þú ekkert að láta gera við þá, en ef þú vilt ganga í góðum og vönduðum skóm, sem þú getur notað árum saman, þá borgar viðgerðin sig. Svo fer það eftir hvers eðlis við- gerðin er, það borgar sig að láta gera við gat og að skipta um hæla. Það er ekki dýrt að láta gera við skó, miðað við hvað allt kostar.“ - Gerir þú við fleira en skó? „Ég geri við allt sem ég sé mér fært að gera við, föt, öll belti, byssubelti, tjöld, segl, áklæði, töskur. Ég vona að ég fái nóg að gera.“ Elín er með ýmsa smávöru til- heyrandi skófatnaði til sölu, og hún sýnir blaðamanni vetrarbún- aðinn til að halda fólkinu stöðugu á svellunum. Haglega hannaður útbúnaður á hjörum, gaddar í svellið sem síðan má smella fram fyrir hælinn þegar gengið er í hús. Bárujárnsveggurinn dregur að sér athygli og Elín segir að sig hafi í mörg ár dreymt um að nota bárujárn sem innanhússklæðn- ingu, það sé líka ódýrara en spónaplötur. Að vísu hefði faðir sinn strítt sér og sagt að þegar hann kæmi inn, þá finndist hon- um hann strax kominn út aftur. Þess má geta Ella er fædd og uppalin á Húsavík, en syndir á móti straumnuin norður í land að námi sínu loknu, og setur upp fyrirtæki, á þeim tíma sem svo margir eru bölsýnir á búsetu á landsbyggðinni. Vonandi taka Þingeyingar unga skósmiðnum sínum vel og beina viðskiptum til hans. Litla verkstæðið hennar Ellu er bjartur punktur í uppgjafa- umræðunni. IM að því að koma á fót ráðgjafa- starfsemi á vegum samtakanna, sem ætlað sé að leiðbeina fólki varðandi heimilisrekstur og ná skipulagi á heimilisfjármálunum. Mjög miður væri ef hætta yrði við þau áform. Jóhannes kvað þessar niður- skurðarhugmyndir koma mjög undarlega fyrir sjónir bæði vegna þess að stjórnmálamenn hafa lagt áherslu á að auka þurfi vægi neyt- endamála og einnig vegna þess að við stöndum frammi fyrir sam- komulagi um Evrópskt efnahags- svæði. „Ef við verðum aðilar að vaxandi samvinnu innan Evrópu mun það þýða aukið vöruflæði til landsins, aukna samkeppni og í raun meiri þörf fyrir öflugt neyt- endastarf." Jóhannes benti á að þessi rök hefðu meðal annars verið notuð í Evrópu um að ekki megi draga saman í neytenda- starfi þó verið sé að reyna að lækka útgjöld ríkja. Við það mætti bæta að í þessum ríkjum sé nú þegar mjög öflugt neytenda- starf fyrir hendi. Hér hafi þetta starf aðeins verið að eflast á allra síðustu árum en þurfi að aukast talsvert mikið meira. Niður- skurður á fjárframlagi til neyt- endamála og samdráttur í starf- semi Verðlagsstofnunar þýði samdrátt í upplýsingamiðlun, sem sé mjög slæmt á tímum auk- ins vöruflæðis og harðnandi sam- keppni. Jóhannes benti á að ef þessi niðurskurður verði að veru- leika auk þess að fyrirhugaður samdráttur í starfi Verðlagsstofn- unar komi til framkvæmda þýði það að um 15 krónum verði varið til verðlags- og neytendamála á hvern íbúa á íslandi á ári á með- an Norðurlandaþjóðirnar Ieggi fram ígildi um 100 króna í sama tilgangi. ÞI V V V w w VEITINGAHUSIÐ Glerár- götu 20 Sími 26690 Gildir laugardagskvöld og sunnudagskvöld Veislueldhús Greifans Menu Rœkjuhanastél með Chantillysósu. Reyktar svínakótelettur með rauðvínssósu og sykurgljáðum kartöflum. Ostaterta með ferskum ávöxtum. 1.790.- Frí heimsendingarþjónusta á pizzum föstudags- og laugardagskvöld til kl. 04.30. ▲ A A A A EVR0PSKT EFNAHAGSSVÆÐI orðið að veruleika Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra boðar til almenns borgarafundar í Alþýðuhúsinu Akureyri, sunnudaginn 27. október kl. 14.00, þar sem hann mun kynna samninginn um EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ Allir velkomnir! Utanríkisráðuneytið

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.